Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 49
cords í Japan en platan er þegar
komin út þar í landi. Stefnir hljóm-
sveitin á Japansferð í sumar.
Tónleikarnir í kvöld eru í boði
Senu og X-FM, en aðgangur er
ókeypis. Gestir á tónleikunum eru
hljómsveitin The Telford Mining
Disaster (frá Bretlandi) og Dean
Ferrell (úr Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands). Dyr NASA opna kl. 20, Dean
Ferrell byrjar kl. 20.30 og Telford
Mining Disaster stíga á svið kl. 21.
Cynic Guru stíga að lokum á svið kl.
22.
HLJÓMSVEITIN Cynic Guru blæs
til stórtónleika á NASA í kvöld til að
fagna samningi sem sveitin gerði ný-
verið við plötufyrirtækið Fat Nort-
herner Records í Bretlandi. Fyrsta
plata sveitarinnar Iceland kemur út
þar í landi í júní og mun sveitin í
kjölfarið fara tónleikaferð um Bret-
land. Meðal borga sem heimsóttar
verða eru Manchester, Liverpool,
Sunderland, Newcastle, Middles-
brough og London.
Þá hefur Cynic Guru einnig gert
útgáfusamning við Westwood Re-
Tónlist | Hljómsveitin Cynic Guru skrifar undir útgáfusamninga í Bretlandi og Japan
Stórtónleikar á
NASA í kvöld
Hljómsveitin Cynic Guru er á góðri siglingu þessa dagana.
Í SÍÐUSTU viku kom út breið-
skífan 3121 með tónlistarmann-
inum Prince. Platan er sú fyrsta
sem hann gefur út undir merkjum
Universal Records en tvö ár eru
frá því að síðasta plata þessa sér-
lundaða tónlistarmanns kom út.
Allt er á huldu um nafngift plöt-
unnar og hvað hún merkir, en á
plötunni er að finna lög á borð við
„Te Amo Corazon“ (I Love You
Sweetheart) og „Beautiful, Loved
& Blessed“ sem hann syngur með
R&B söngkonunni Tamar sem
spáð er miklum frama þar vestra.
Prince er einn áhrifamesti tón-
listarmaður samtímans og fékk
inni í frægðarhöll rokksins (Rock
and Roll Hall of Fame) árið 2004.
Í hartnær þrjá áratugi hefur
Prince verið í fremstu röð, en
fyrsta plata hans kom út 1978.
Ferill þessa magnaða listamanns
frá Minnesota fór í hæstu hæðir
árið 1984 þegar myndin og tónlist-
in við Purple Rain sló öll met.
Platan seldist í 11 milljónum ein-
taka í Bandaríkjunum og var sam-
fleytt í 24 vikur í fyrsta sæti
Billboard breiðskífulistans og er
hann einn fárra sem hefur átt á
sama tíma lag, plötu og mynd í
fyrsta sæti. Prince á einnig að
baki eina stærstu tónleikaferð sög-
unnar sem var farin árið 2004 til
að fylgja eftir plötunni Musico-
logy. Rolling Stone tímaritið setti
hann í 5 sætið yfir helstu popp-
stjörnur síðustu 25 ára.
Tónlist | Prince –
3121
Af hverju ný plata Prince heitir
3121 er enn á huldu.
Sérlund-
aður
snillingur
Dómar:
Pitchfork 60/100
The NY Times 70/100
Billboard 70/100
All Music Guide 80/100
Metacritic 69/100
+ Smellið ykkur á www.icelandair.is/latibaer og sjáið hvað er mikið að gerast hjá okkur.
HOLLUSTAN OG LATIBÆR ERU Í LOFTINU MEÐ OKKUR
Okkur hjá Icelandair finnst mikilvægt að börnin fái hollan mat á ferðalaginu.
Þess vegna fá allir krakkar, sem ferðast til útlanda með Icelandair, góða
hugmynd frá Íslandi, næringarríkan mat á sérstökum Latabæjarbakka.
Krakkarnir fá líka Latabæjarlitabók og ýmislegt fleira, þáttur úr Latabæ er
sýndur í flugsjónvarpinu í hverri ferð og í heyrnartólunum er sérstök flugrás
frá Latabæ.
ÖLL BÖRN FLJÚGA
Á LÆGRA VERÐI
BÖRN, YNGRI EN 12 ÁRA, FÁ 20–25% AFSLÁTT
AF ÖLLUM FARGJÖLDUM OG PAKKAFERÐUM
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.IS
I
C
E
3
1
8
3
0
0
3
/2
0
0
6