Morgunblaðið - 29.03.2006, Blaðsíða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
VELKOMIN HEIM
Við þökkum fyrir samfylgdina í blaðinu í dag
og hlökkum til að slást í för með ykkur þegar
við höldum aftur saman á vit nýrra tækifæra
með góða hugmynd frá Íslandi í farteskinu.
Safnaðu
Vildarpunktum
Tvöfaldir
Vildarpunktar
fyrir þá sem bóka flugferð
með Icelandair frá og
með 29. mars til 5. apríl.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, sótti í gær veikan sjó-
mann á norska selveiðiskipið Pol-
arsyssel sem statt var um 49 sjó-
mílur norður af Siglunesi, um
klukkan hálffimm síðdegis í gær.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
barst beiðni um aðstoð klukkan
fimm í gærmorgun og var þá skipið
í hafís um 190 sjómílur norður af
Skaga en aftakaveður var á svæð-
inu, vindhraði um 25 metrar á sek-
úndu, snjókoma og lélegt skyggni.
Þyrlan fór í loftið um hálfellefu og
var þá ákveðið að fljúga fyrst til
Akureyrar.
Vegna veðurs þurfti þyrlan að
fljúga meðfram strandlengjunni
frá Húnaflóa til Eyjafjarðar ásamt
flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-
SYN. Þyrlan lenti á Akureyri um
tuttugu mínútur yfir eitt eftir að
hafa lent rétt aðeins á Dalvík í
millitíðinni, í um tvær mínútur,
vegna lélegs skyggnis á Akureyri.
Var þá ákveðið að bíða átekta og
meta stöðuna með hliðsjón af
ástandi sjómannsins. Rétt fyrir
hálffjögur rofaði til og fór þyrlan af
stað og var komin yfir skipið um
klukkustund síðar. Greiðlega gekk
að hífa sjómanninn um borð þrátt
fyrir mikið rok og sjógang.
Erfiðlega gekk þó að finna lend-
ingarstað þar sem ekki var hægt að
fljúga inn í Eyjafjörðinn vegna
veðurs. Lenti þyrlan kl. 18.16 á
Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa
þurft frá að hverfa á Sauðárkróki
vegna veðurs. Sjúkrabíll flutti sjó-
manninn á sjúkrahús og að sögn
læknis á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, var líðan hans góð en
hann hafði hlotið óstöðvandi blóð-
nasir og misst hættulega mikið
blóð.
Hægt að fara stystu leið
Að sögn Sigurðar Ásgeirssonar,
flugstjóra þyrlunnar, var afleitt
veður á leiðinni norður og sagði
hann að Fokker-flugvél Landhelg-
isgæslunnar, TF-SYN, hefði verið
ómissandi í fluginu þar sem hún
hefði fundið flugleið í gegnum
veðrið en skyggni var mjög lélegt á
leiðinni. Sigurður sagði að ekki
væri hægt að fljúga þyrlunni í
gegnum ísingu, auk þess sem elds-
neyti væri af skornum skammti, og
taldi hann fullvíst að eldsneytis-
birgðirnar hefðu ekki dugað til Ak-
ureyrar ef flugvélin hefði ekki leitt
þyrluna stystu mögulegu leið, því
flugþol þyrlunnar er mjög lítið,
einkum í slæmu veðri. Því hefði
þetta flug sannað mikilvægi Fokk-
er-flugvélar Gæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í aftakaveðri
Fokkerinn mikilvægur
&'($
)% '( *
!
"
#"
"
$
% "
"
&'(
#"
)*$(
"+
"#,
-
%
.#
"
"
&/&$
&/
0
&$1$
"
"
2'
#"
)'(
"+
#3
"
"
!
"
&4*(
0
5
%
"
&(*(
6
"
,
#
0
#3
"
,
7
3
"
&*&/
,
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær eftir björgunarleiðangurinn langt norður fyrir land.
TF-SIF óhæf
í langar björg-
unarflugferðir
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
ÚTHLUTAÐ var í fyrsta sinn úr Háskólasjóði
H/f Eimskipafélags Íslands til nemenda í rann-
sóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Ís-
lands við hátíðlega athöfn í Hátíðasal skólans í
gær. Samtals hlutu 27 doktors- og meistaraverk-
efni styrki að fjárhæð 60 milljónir króna, en
styrkirnir voru ýmist til eins, tveggja eða þriggja
ára.
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður
væri forsenda þess að skólinn næði því lang-
tímamarkmiði sínu að verða meðal hundrað
bestu háskóla í heimi. Alls bárust sjóðnum 114
styrkumsóknir og að mati dr. Lárusar Thorla-
cius, prófessors og formanns úthlutunarnefndar,
var sérlega ánægjulegt að sjá hversu metn-
aðarfullar umsóknirnar reyndust vera, auk þess
sem þær endurspegluðu fjölbreytt og þróttmikið
vísindastarf við Háskóla Íslands. | Miðopna
Eimskipafélagssjóðsins og formaður bankaráðs
Landsbankans, tilkynnti styrkþegana og sagði
það ánægjuefni fyrir bankann, sem hefði verið
bakhjarl íslensks atvinnulífs í 120 ár, að vera nú
aðili að Háskólasjóðnum og taka þátt í fyrstu
reglubundnu úthlutun hans til fremstu íslensku
vísindamannanna af yngstu kynslóðinni.
Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektors kom
fram að stórefling doktorsnáms við Háskólann
Fyrsta úthlutun úr Háskólasjóði
nam 60 milljónum króna
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson, stjórn-
arformaður Actavis, vék máli sínu að þró-
un íslenska fjármála- og hlutabréfamark-
aðarins að undanförnu, þegar hann kynnti
skýrslu stjórnar á aðalfundi Actavis í gær.
Sagði hann að svo virtist sem aukið fjár-
magn hefði þrýst upp gengi bréfa í fé-
lögum án sýnilegra breytinga sem réttlætt
gætu svo mikla gengishækkun. „Við þess-
ar aðstæður er hætta á að skammtíma-
hagsmunir hafi óheppilega mikil áhrif á
hlutabréfamarkaðinn. [...] Tilefnislaus
hækkun í dag kemur í veg fyrir verðskuld-
aða hækkun á morgun.“ | 14
Aukið fjármagn
virðist ýta upp gengi
BADLY Drawn Boy, El-
bow og Echo and the
Bunnymen eru á meðal
þeirra tónlistarmanna
sem fram koma á tón-
leikum í Laugardals-
höllinni laugardaginn 6.
maí næstkomandi. Til-
efnið er ný flugleið sem
Icelandair býður upp á
milli Íslands og borg-
arinnar Manchester á Englandi. Íslensku
hljómsveitirnar Trabant, Benni Hemm
Hemm og sigurvegarar Músíktilrauna
2006 munu einnig koma fram. | 52
Manchester-tón-
leikar í Höllinni
Badly Drawn Boy
ÖKUMAÐUR var stöðvaður af lögregl-
unni í Reykjavík á 139 kílómetra hraða í
gær en mikið var um hraðakstur í borg-
inni. Lögreglan sagði að of mikið væri um
að ökumenn keyrðu á yfir 100 kílómetra
hraða innanbæjar og hún kviði vorinu ef
þetta væri það sem koma skyldi. Ástandið
var annað á Akureyri þar sem 10 árekstr-
ar urðu í mikilli hálku.
Mikið um hrað-
akstur í Reykjavík
MIKIL eftirspurn hefur verið í vetur eftir
frosnum fiski, bæði í Evrópu og Ameríku,
og skiptir þá ekki máli hvort um er að
ræða þorsk, ýsu, ufsa eða karfa. Verð-
hækkanir hafa verið stöðugar frá því í
haust en ekki gengið til baka eins og und-
anfarin ár eftir áramótin. Hjá frystitog-
urunum hefur því mannskapurinn að von-
um verið ánægður með þróun mála og
ekki hefur skemmt fyrir að gengið hefur
fallið verulega síðustu vikurnar.
Hilmar Helgason, skipstjóri á Hrafni
Sveinbjarnarsyni GK 255, segir að vantað
hafi fisk á alla markaði báðum megin Atl-
antshafsins og hefur það verið helsta skýr-
ingin á verðhækkunum. „Á Bretlandi
vantar ýsu tilfinnanlega og þar hækkar
verðið dag frá degi, ufsi og karfi hafa
hækkað verulega og spurt er eftir karfa-
hausum,“ segir Hilmar. Góð veiði hefur
verið hjá togurunum og er aflaverðmæti
hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni GK eftir 22
daga komið í 81 milljón króna, um 600
tonn upp úr sjó. | B2
Vantar fisk á alla
erlenda markaði
SÓLARHRINGS langt setuverkfall
hófst hjá ófaglærðu starfsfólki á
nokkrum hjúkrunar- og dvalarheim-
ilum á miðnætti í nótt. Starfsfólkið
vill með þessu leggja áherslu á þær
kröfur sínar að fá sama kaup og fólk í
sambærilegum störfum hjá Reykja-
víkurborg.
Íbúum verður aðeins veitt lág-
marksþjónusta meðan á aðgerðum
stendur. „Við munum ekki aðstoða
fólk við að klæða sig, við að koma
fram í borðsalinn og fleira í þeim
dúr,“ segir Álfheiður Bjarnadóttir,
forsvarsmaður starfsmanna.
Starfsfólkið sinnir umönnun íbú-
anna, auk þess að sjá um eldhús,
þvottahús og ræstingar, en samtals
er um að ræða u.þ.b. 900 starfsmenn
á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar-
firði, Vífilsstöðum og Víðinesi, ásamt
dvalarheimilunum Grund, Ási í
Hveragerði, Sunnuhlíð og Skóg-
arbæ. Rúmum 30 þúsund krónum
munar á byrjunarlaunum hjá þess-
um starfsmönnum og starfsmönnum
Reykjavíkurborgar | 22
Ófaglært starfsfólk í
sólarhrings setuverkfall