Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Allt um Andersen J oseph Kosuth og Kabakov- hjónin teljast til frumkvöðla innan samtímalistarinnar. Joseph Kosuth var einn af máttarstólpum listaheimsins í New York á sjöunda ára- tugnum, þegar grunnur var lagður að konseptlistinni, og hefur síðan þá verið lifandi goðsögn innan myndlistarheimsins. Það sama má segja um Ilya Kabakov, sem er þekktur sem „faðir Moskvu-kons- eptsins“ og einn fremsti listamað- urinn sem kom frá fyrrverandi Sov- étríkjunum. Síðan 1989 hefur hann starfað með eiginkonu sinni Emiliu að ævintýralegum innsetningum sem hafa heillað sýningargesti allra helstu listasafna heimsins. Á sýningunni nú vinna Kosuth og Kabakovhjónin með minni sem voru H.C. Andersen hugleikin, en sýn- ingin var opnuð í Nikolaj-nýlista- safninu í Kaupmannahöfn á síðasta ári og er unnin í samstarfi við safn- ið. Kosuth og Kierkegaard Aðspurður um tilurð sýningarinn- ar segir Kosuth boð hafa komið frá Nicolaj-safninu í Danmörku um að sýna með Kabakov-hjónunum, í til- efni 100 ára afmælis Andersens. „Við Ilya höfðum unnið saman áður, í Varsjá fyrir þó nokkrum árum, að mjög spennandi innsetningu. Þessu sinni ákváðum við hins vegar að gera hvor sitt verkið, og að lokum varð úr að ég gerði tvö verk,“ út- skýrir Kosuth. „Fyrsta hugmyndin var að stefna saman á einhvern hátt hugmyndum Andersens og heim- spekingsins Sörens Kierkegaards, sem var harður gagnrýnandi And- ersens. Í ljós kom að rýmið sem ég hafði til umráða í Danmörku var gömul kirkja, og veggpláss þar af leiðandi takmarkað. Gólfið varð því að vera minn meginsýningarstaður og þannig kviknaði hugmyndin um teppið.“ Um er að ræða sérstaklega ofið, risastórt teppi sem þekur nánast all- an vestursal Kjarvalsstaða, sem fengið hefur heitið Auðþekkjanleg ólíkindi. Kosuth segir reyndar að þessi ráðstöfun hafi ekki verið sér neitt á móti skapi, enda snúist verk sín frekar um hugmyndafræði en framsetningu. Kosuth ákvað að byggja verkið á sögunni Nýju fötin keisarans, sem hefur ýmsar skír- skotanir í hans eigið líf; hún var uppáhaldssaga hans sem barns og auk þess var hann sjálfur kallaður keisarinn af blaðamönnum í upphafi 7. áratugarins sem ekki líkaði list- sköpun hans. Eftir að lesa heim- speki Kierkegaards ofan í kjölinn fann Kosuth síðan setningar og hug- myndir sem studdu sögu Ander- sens, þrátt fyrir meinta neikvæðni heimspekingsins í garð verka And- ersens. „Ég óf þetta saman, ef svo má segja. Mér fannst þetta rétt af- mælisgjöf handa Andersen, sem var algjörlega eyðilagður eftir harðorða krítík Kierkegaards, að fá í raun já- kvæða umsögn hans að lokum,“ út- skýrir Kosuth. Hitt verkið, sem staðsett er í Hafnarhúsinu, byggist á einskonar spurningum og svörum; skoðunum Andersens sjálfs á hvar hann vildi helst búa eða eftirlætis-persónuein- kennum, svo dæmi séu nefnd, er þar stillt saman í neonljósastöfum upp um allar hæðir í opna rýminu í Hafnarhúsinu, bæði á dönsku og ensku. Verkið er byggt á handriti þar sem Andersen sjálfur taldi upp ýmsa uppáhaldshluti sína og karakt- ereinkenni. „Hann kallaði þennan lista sjálfsmynd,“ útskýrir Kosuth, sem segist afar ánægður með út- komuna í Hafnarhúsinu. „Þetta er mjög fallegt rými, og mér finnst safnið reyndar á heimsmælikvarða hvað varðar ytri eiginleika þess. Mér finnst algjör martröð að það eigi að byggja hér fyrir framan, og skyggja þannig á útsýni sem arki- tektinn hafði greinilega í huga við byggingu hússins. Það verður að hætta við þessar framkvæmdir, í virðingarskyni við arkitektinn sem hannaði það. Þetta er borgarlista- safn og mikilvæg stofnun sem slík. Hana verður að virða.“ Markaðurinn ekki ráðandi afl Kosuth segist venjulega ekki vera hrifinn af ferðasýningarforminu, eins og sýningin sem hér um ræðir vissulega er. Það helgist að mestu af því að hann vill gjarnan laga verkin að rýminu hverju sinni, ekki ein- ungis útlitslegum þáttum þess held- ur einnig sálfræðinni sem liggur þar að baki. „Ég samþykkti að taka þátt í þessari sýningu þar sem Ísland er jú eitt af Norðurlöndunum og H.C. Andersen er mikilvægur þáttur í menningarsögu ykkar. En venju- lega vil ég frekar tengja algjörlega við þann stað sem ég sýni á. Sem betur fer henta neonverkin mjög vel í þennan hluta safnsins sem ég hef fengið til afnota, og ég hef lagað uppsetningu þeirra að honum,“ seg- ir hann. Þetta er í fyrsta sinn sem Joseph Kosuth sýnir á Íslandi, og segir hann þessi verk sín, sem Íslending- um gefst nú tækifæri til að berja augum, gefa ágætt dæmi um list- sköpun hans. „Spurningin sem ég hef alla tíð haft að leiðarljósi í listsköpun minni er ekki hvernig maður skapar list, heldur hvers vegna maður skapar hana,“ segir Kosuth og leggur áherslu á ábyrgð myndlistarmanna í listsköpun. „List er ekki skreyting, hún verður að hafa eitthvað að segja. Og markaðurinn á ekki að vera ráðandi afl í myndlistarheim- inum, og þaðan af síður gefa list- sköpun merkingu.“ Sá árangur sem Kosuth segist einna stoltastur af í tengslum við starf sitt er sú staðreynd að konur gátu í auknum mæli orðið myndlist- armenn eftir að konseptlistin ruddi sér til rúms. „Skýringin liggur í því að sú hugmynd var viðtekin allt fram til þess að hún kom til sög- unnar, að myndlistarmaðurinn væri einhvers konar spámaður; Kristur. Og það er mjög erfitt fyrir konur að leika Jesú. Eftir að við snerum okk- ur frá þessari viðteknu hugmynd ex- pressjónismans – að hver einasti litli dropi væri undraverk út af fyrir sig Nýju fötin keisarans og textar eftir Kierkegaard eru ofin í teppi Kosuths. Morgunblaðið/Sverrir Joseph Kosuth er stoltur af að konur gátu í auknum mæli orðið myndlistarmenn eftir að konseptlistin ruddi sér til rúms. Morgunblaðið/Ásdís Ilya og Emilia Kabakov. Hugmyndin að baki verki þeirra er sú að áhorfandinn geti séð heim Andersen frá ýmsum hliðum. Morgunblaðið/Ásdís H.C. Andersen er innblástur innsetninga sem þrír mikilsmetnir samtímalistamenn, Joseph Kosuth og hjónin og samstarfsmennirnir Ilya og Emilia Kabakov, sýna á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Sýningin verður opnuð í dag, þegar 201 ár er liðið síðan ævintýraskáldið fæddist í Óðinsvéum á Fjóni. Listamennirnir þrír eru komnir hingað til lands til að fylgja sýningunum eftir og hitti Inga María Leifsdóttir þau að máli í vikunni. Kabakov-hjónin vinna með ævintýraheim Andersens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.