Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 27
Sýningin Hans Christian And- ersen – Lífheimur stendur frá 2. apríl til 5. júní. – og færðum okkur að kraftinum sem býr í hugmyndinni lá beint við að hugmynd eins er jafngóð og þess næsta. Kynið hætti því að skipta máli, og frá þeirri stundu urðu kon- ur í auknum mæli í framvarðasveit myndlistarmanna. Ég er mjög stolt- ur af því að hreyfing sem ég tók þátt í hafi komið á jafnræði konum til handa í vissum skilningi.“ Morgunn, kvöld, nótt … Í samtali við blaðamann segir Emilia Kabakov þeim hjónum hafa litist vel á hugmynd Nikolaj-safns- ins um að þau gerðu verk byggt á verkum H.C. Andersens. „Hann var og er enn mjög vinsæll í Rússlandi, einn allra vinsælasti barnabókahöf- undurinn. Margir Rússar hafa lagt út af verkum hans gegnum tíðina og til dæmis hafa margar teiknimynda- sögur verið gerðar eftir ævintýrum hans. Hann er lesinn af bæði börn- um og fullorðnum, og fólk skilur hann fullkomlega. Mér finnst hann frábær höfundur,“ segir hún. Verk Ilya og Emiliu Kabakov ber heitið Morgunn, kvöld, nótt … og er gríðarstór innsetning í þremur hlut- um sem byggð er inn í austursal Kjarvalsstaða. Emilia segir innsetninguna ekki byggða á sérstökum verkum And- ersens, heldur miklu heldur á hug- myndaheimi hans í heild. „Við sáum bók með úrklippumyndum sem Andersen hafði gert af ýmsum sögu- persónum sínum, sem heillaði okkur mjög. Við hrifumst af þeim og ákváðum að nota þær inn í verkin.“ Að sögn Kabakovs er hugmyndin almennt sú að áhorfandinn geti séð heim Andersens frá ýmsum hliðum. „Þetta er mjög ljóðrænt verk, sem á að gefa þér möguleika á að láta þig dreyma, að ímynda þér, að rifja upp – kannski barnæsku þína, kannski fortíðina, kannski framtíðina. Að ganga í barnæsku aftur.“ Kabakov segist hrifin af því rými sem þau hafa fengið úthlutað á Kjarvalsstöðum, að loftinu undan- skildu. „Það er nú frekar eyðileggj- andi gagnvart list!“ segir hún og hlær. „Verkin verða að keppa við það. En það bjargast, enda er allt mjög vel skipulagt hér.“ Málverkin næst Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kabakovhjónin heimsækja Ísland, því þau dvöldu hér og sýndu fyrir 13 árum í boði Péturs Arasonar, sem kenndur er við Safn. Emilia Kabakov segir erfitt að segja hvort innsetningin nú gefi glögga mynd af listsköpun þeirra hjóna. „Það eru svo margar hliðar á listsköpun okkar, stundum gerum við verk úti í samfélaginu, stundum innsetningar, stundum bækur eða katalóga. Við erum mjög hrifin af því að setja saman texta og myndir, og það einkennir verk okkar að að baki þeim liggur alltaf ákveðið kons- ept, og að í þeim felst ennfremur frásögn. Næst á dagskrá hjá okkur er að sýna málverk, enda hefur Ilya alltaf málað, alveg frá því hann var nemandi.“ Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast listsköpun Kabakov- hjónanna betur heldur Emilia Kab- akov erindi á Kjarvalsstöðum í dag kl. 13. Þar verður sýnt myndband um eitt verka þeirra, myndir sýndar og hún svarar spurningum um verk þeirra. Morgunblaðið/Ásdís ingamaria@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 27 ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.