Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BERLÍNARTVÍÆRINGURINN eða Berlin Biennale var formlega settur í fjórða sinn hér í borg 25. mars síðastliðin. Listsýningunni – sem er nú orðin ein af þeim mik- ilvægari í Evrópu – lýkur 28. maí. Segja má þó að þessi tiltekni tvíæringur sé búinn að vera við lýði mun lengur en þessa viku síð- an hann opnaði. Sýningarstjórarn- ir, þau Maurizio Cattelan, Mass- imiliano Gioni og Ali Subotnick, hafa byggt upp stemningu fyrir honum markmiðsbundið í um ár, oft með nýstárlegum hætti. Þríeyki þetta hefur á orð á sér sem andófsfólk í listheiminum og hefur leitast við að brjóta upp reglur og hefðir sem þar ríkja. Reka t.d. saman The Wrong Gall- ery og lögðu grunninn að fjórða tvíæringnum m.a. með því að setja upp galleríið Gagosian í borginni (hvers nafn er stolið) og með reglulegum dálkaskrifum í hið víð- lesna borgartímarit Zitty og dag- bókarfærslum í sunnudagsblað hins virta dagblaðs Frankfurter Allgemeine. Farið á sveig Yfirskrift tvíæringsins í þetta sinnið er „Af músum og mönnum“ („Von Mäusen und Menschen/Of Mice and Men“) og vísar í hina frægu bók John Steinbeck. Eins og í þeirri bók er þema tvíærings- ins í dekkra lagi; missir, firring, þunglyndi og dauði og voru verk/ listamenn valin af kostgæfni til að endurspegla þetta. Sýningarsvæðið er August- straße í Mitte hverfinu, 70 lista- menn eiga verk á sýningunni en valið var úr yfir 700 listamönnum. Eitt af (mörgum) óvenjulegum einkennum tvíæringsins eru sýn- ingarstaðirnir en téð gata býr yfir mikilli og um margt hrottafenginni sögu. Lífæð gamla gyðingahverf- isins lá í gegnum götuna og við hana er kirkja, kirkjugarður, yf- irgefinn skóli sem eitt sinn hýsti kennslustundir fyrir gyð- ingastúlkur, tómar íbúðir og fleira. Allt þetta hefur verið tekið í þjón- ustu tvíæringsins en notkun á tómum íbúðum undir listrými end- urspeglar hvernig listalífið hefur þróast í Berlín síðan múrinn féll. Markmið sýningarstjóranna var að fara á sveig við viðteknar hug- myndir um listaverkasýningu og gallerí þannig að erfitt væri að pinna niður nákvæmlega hvar tvíæringurinn færi fram. Hann væri semsagt alls staðar og hvergi, ástand frekar en eitthvað rými sem gengið er inn í. Flestir listrýnar eru á því að þetta markmið sýningarstjóranna hafi tekist. Blöð og miðlar eru yfir það heila afar sátt og þrátt fyrir allnokkra leit fann greinarhöf- undur ekki tetur af neikvæðri gagnrýni. Flestir eru á því að ferskur andvari blási um sýn- inguna og henni takist að fanga anda listasenunnar í Berlín vel – nokkuð sem var lagt upp með. Berlín hefur orð á sér fyrir að vera höll undir utangarðslistina („avant garde“) og að þar sé allt látið flakka. Valið á sýningarstjór- unum hefur því fengið allnokkurt hrós, hugmyndafræði þríeykisins fellur eins og flís við rass hinnar meintu listáru höfuðborgarinnar (sem er ekki bara opinber höf- uðborg heldur er búin að leysa Köln af sem höfuðborg þýsks listalífs). Emilie Trice hjá NY Arts Magazine tiltekur þannig að síðasti tvíræringur hafi fallið um sjálfan sig vegna of mikillar aka- demíkur, of einstrengnislegrar hugmyndafræði. „Götuvirðið“ („street credibility“) hlyti að vera mikilvægt í borg eins og Berlín, sem stærir sig af andstöðu gagn- vart formlegheitum og ríkis- báknum og það væri sýningar- stjóranna að koma þessu í gegn. Er bara þarna Einum rýninum, Jörg Heiser hjá Die Süddeutsche Zeitung’s, þótti það sérstakt að sýningin væri svona „heildræn“ og sagði að venjulega væru tvíæringar þannig að fremstu listamönnum heims væri smalað saman án þess að ein- hver heildarhugmynd hvað listina sjálfa varðaði væri til staðar. Það kom reyndar nokkrum á óvart hversu ákveðnir sýningastjórarnir voru í því að keyra þetta dökka þema alla leið. Clair Bishop hjá Artforum í New York sagðist hafa átt von á meiri galgopahætti þeg- ar þetta fólk ætti í hlut. En hitt ber á að líta að með þessu eru þau einmitt að vera trú sjálfum sér – að koma sífellt á óvart og ganga í berhögg við viðteknar hugmyndir. Adrian Searle hjá Guardian var stórorður; lýsti sýningunni sem „mikilvægri og tímabærri“ og vef- ritið Artkrush spáði því að að- ferðafræðin við þennan tvíæring ætti eftir að reynast áhrifamikil á næstu misserum. Þýsku blöðin fylgja svipaðri línu og að ofan. Niklas Maak hjá tíma- Myndlist | Berlínartvíæringurinn í fullum gangi í borginni Dauði, drungi, ang- ist … og óróleiki Eftir Arnar Eggert Thoroddsen í Berlín arnart@mbl.is Ljósmynd/Uwe Walter Vettvangur tvíæringsins er við Auguststraße í Berlín. Sýningarstjórarnir Maurizio Cattelan, Massimiliano Gioni og Ali Subotnick hafa orð á sér sem andófsfólk í listheiminum og hafa leitast við að brjóta upp reglur og hefðir sem þar ríkja. Markmið skólans er: Faglegur metnaður, fjölbreytni og að mæta séróskum hvers og eins. Kennsla hefst í óperusöng  á fiðlu  selló  kontrabassa  píanó. Innritun hefst mánudaginn 3. apríl í síma 511 5151 Kennarar við skólann eru m.a. Páll Hannesson kontrabassaleikari Pawlikowscy strengjahljóðfæri Skipholt 29A, sími: 511 5151 gsm: 661 4153 - www.hljomaroglist.com - opið kl. 10 - 18 Alina Dubik mezzósópran Þuríður Helga píanóleikari og nemi á háskólastigi mun taka þátt í samspili. Ewa Tosik Warszawiak fiðluleikari Nýr tónlistarskóli og verslun með hljóðfæri hefur opnað Silfur servíettuhringur Hrútaber Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Kr. 5.200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.