Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 55 UMRÆÐAN OPIÐ HÚS Í DAG 2. APRÍL 2006 FRÁ KL. 16-18 VALLENGI 6, REYKJAVÍK Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Þórður Ingvarsson, lögg. fasteignasali Mjög falleg, björt og rúmgóð 70 fm. íbúð á 2. hæð í litlu 2ja hæða fjölbýli á góðum stað í Engjahverfi. Parket og flísar á gólfum góðar innréttingar, sérinngangur og suðursvalir. Verð 17.300.000. Óskar og Nína taka á móti ykkur í dag á milli kl. 16 og 18. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Grænakinn - Hafnarfirði Stórglæsilegt um 200 fm einbýlishús á tveimur hæðum í Hafnarfirði. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum viðarinnrétt. og góðri borðaðst., stofu, sólstofu með góðri gluggasetn., 5 herb. og vandað flísalagt baðherb. auk gestasn. Ræktuð afgirt lóð með timburveröndum og nuddpotti. Svalir út af efri hæð. Hiti í innkeyrslu og stéttum framan við hús. Stutt í skóla og þjón. Verð 48,8 millj. Grænatunga - Kópavogi Mjög gott og talsvert endurnýjað 125 fm einbýlishús á tveimur hæð- um í suðurhlíðum Kópavogs. Á að- alhæð eru forstofa, þvottaherb. og geymsla, hol, stofa, borðstofa, eld- hús með góðu skápaplássi og ný- lega standsett baðherbergi. Uppi eru opið rými/sjónvarpsstofa og tvö herb. Parket á gólfum. Bílskúrsrétt- ur. Verð 35,0 millj. Melhæð - Garðabæ Einbýlishús á tveimur hæðum í Hæðahverfi í Garðabæ. Húsið er um 230 fm auk 62 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur með allt að 6 metra lofthæð, eldhús með sérsmíðuðum innréttingum, eldunareyju og góðri borðaðstöðu, fimm herbergi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf auk bað- herb. innaf hjónaherb. Parket, flísar og náttúrusteinn á gólfum. Gott útsýni úr stofum. Ræktuð lóð, timburverönd. Hiti í stéttum og fyrir framan bíl- skúr. Verð 68,5 millj. Seljugerði Glæsilegt um 500 fm einbýlishús, tvær hæðir og kjallari með 42 fm innb. tvöföldum bílskúr. Á hæðun- um eru m.a. 3 samliggjandi glæsi- legar stofur með aukinni lofthæð, arinstofa, eldhús með eikarinnrétt- ingu, 4 herbergi og 2 baðherbergi auk gestasnyrtingar. Í kjallara eru rúmgott fjölskylduherbergi, sund- laug, sauna o.fl. Vandaðar innréttingar. Marmaraklæddur stigi á milli hæða. Svalir í suður og vestur. Ræktuð lóð með heitum potti, skjólveggj- um og hellulagðri verönd. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Vatnsstígur - nýjar íbúðir í glæsilegu steinhúsi í miðborginni Þrjár íbúðir eftir. Um er að ræða þrjár algjörlega end- urnýjaðar íbúðir í þessu virðulega steinhúsi við Vatnsstíg. Íbúðirnar sem eru frá 55 fm upp í 107 fm á 2. og 3. hæð eru allar mjög bjartar og með mjög mikilli lofthæð. Þær afh. fullfrágengnar með flísalögðu bað- herb., en án gólfefna að öðru leyti. Allar innréttingar, inni- og útihurðir og tæki eru frá viðurkenndum framleiðendum. Svalir eru á öllum íbúðun- um. Allar lagnir eru nýjar, nýtt gler og gluggar og húsið er allt viðgert að utan. Verð frá 19,9 - 33,9 millj. Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni og nýtur verndar sem 20. aldar bygging með listrænt gildi. Kórsalir-Kóp. - 4ra herb. íbúð Kórsalir-Kópavogi. 4ra herb. íbúð. Glæsileg 116 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð, þ.m.t. geymsla. Skápar og innrétting í eldhúsi úr kirsuberjavið, hurðar úr mahóní. Parket á öllum gólfum, nema þvottherbergi og baðherbergi sem eru flísalögð. Ver- önd til suðurs. Þvottaherb. innan íbúðar og góð borðaðstaða í eld- húsi. Sérstæði í bílageymslu. Verð 26,9 millj. Norðurbrú-Gbæ - 4ra herb. íbúð Glæsileg 124 fm íbúð á 4. hæð (efstu) í vönduðu lyftuhúsi í Sjálandi ásamt 11,4 fm geymslu í kj. og sér stæði í lokaðri bílageymslu. Eldhús með vönduðum tækjum, sjónvarpshol, rúmgóð og björt stofa, 3 herb. og flísalagt baðherb. Um 40,0 fm svalir út af eldhúsi. Sjávarútsýni. Allar innréttingar og hurðir úr eik. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Verð 47,5 millj. Í einkasölu mjög góða 144 fm efri hæð í tvíbýli þar af er bílskúr 29,8 fm, vel staðsett í Ásahverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eld- hús, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, geymsluloft og bílskúr. Parket og flísar. Fallegur, gróinn garður. Verð 31,5.millj. VERIÐ VELKOMIN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Laufás 3 Opið hús í dag frá 14:00 til 16:00 Á SÍÐASTLIÐNU ári sat ég ráðstefnu á vegum Unesco í Vín- arborg þar sem fjallað var sér- staklega um hönnun nýbygginga í sögulegu umhverfi. Ýmsar athygl- isverðar skoðanir voru viðraðar, þ.á m. var því algjörlega hafnað að byggja háhýsi í eldri borgarhlutum. Þétt- ing byggðar skyldi taka mið af þeirri byggð sem fyrir væri, bæði hvað varðar húsahæðir og mæli- kvarða. Ekki skyldi leggja hraðbrautir í gegnum borgarmiðjur heldur lögð áhersla á breiðstræti sem reynst hafa vel í mörgum evrópskum stórborgum Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar vakti sérstaka athygli mína, en hún varðaði kjark, þor og vilja til að hætta við eða endurskoða fram- kvæmdir sem þegar höfðu verið ákvarðaðar en orkuðu tvímælis. Ef uppi væru verulegar efasemdir studdar rökum eða jafnvel full- vissa um að í vændum væru mis- tök bæri að slá slíkum ákvörð- unum á frest eða jafnvel hætta við þær. Í því tilviki skipti ekki máli hvað liði undirbúningi; réttara og ódýrara væri að staldra við, a.m.k. í bili. Því er þetta sett hér á blað vegna þess að nýlega höfum við horft upp á ein verstu mistök í skipulagsmálum sem gerð hafa verið í Reykjavík, og er þó af nógu að taka, en það er færsla Hringbrautar. Þvílík sóun á land- rými hefur vart sézt í þéttbýli. Hvar er draumurinn um stækkun miðborgar í suðurátt út í Vatns- mýri? Hvernig eiga endurnar að komast yfir með ungana? Hvaða umferðarvandamál voru leyst? Sjálf framkvæmdin með tilliti til umferðartækni virðist meira að segja meingölluð með alltof mörg- um umferðarljósum í stað ljós- lausra afreina. Maður gekk undir manns hönd að biðja um frestun á málinu, en svörin voru á þá lund að svo langt væri síðan ákvörðun hefði verið tekin og undirbúningur svo langt kominn – meira að segja löngu bú- ið að byggja brú sem þyrfti að nýta – að ekki væri hægt að hætta við. Semsagt of seint að andmæla. Þeir eru þegar margir sem spurt hafa hvernig þessi ákvörðun var tekin. Lítið er um svör og fáir mæla henni bót. Erlendir sérfræðingar sem hafa verið hér á ferð eru klumsa en þó kurteisir. Einn þeirra sagði nýlega að þetta væri e.t.v. eitthvað til að læra af. Nú liggja fyrir tvær ákvarðanir sem snerta Hringbrautarsvæðið og hina gömlu byggð í Þingholtum og við Skólavörðuholt. Önnur þeirra er stór en orkar mjög tvímælis, bæði frá faglegu og skipulagslegu sjónarmiði. Það er bygging svokallaðs hátækni- sjúkrahúss á Landspítalalóð. Efasemdir fagfólks í heilbrigð- isgeiranum eru miklar og hef ég heyrt að allt að 80% starfsfólks sjúkrahúsanna tveggja séu mót- fallin einum spítala, byggja beri upp á tveimur stöðum, ekki sízt vegna öryggissjónarmiða. Þá sé þörfin fyrir önnur úrræði, t.d. hjúkrunarheimili, brýnni, þ.e. að langveikir, aldraðir og þeir, sem koma úr aðgerðum, taki ekki upp sjúkrarými á spítulunum. Eftir að niðurstöður úr sam- keppni voru birtar er full ástæða til að hafa uppi efasemdir um að starfsemin komist fyrir á hinni nýju lóð sem tilkomin er við færslu Hringbrautar nema með háum byggingum og miklu um- ferðaröngþveiti, sem rýra mun hina gömlu byggð verulega. Lóðin virðist m.ö.o. vera of lítil. Þarna er greinilega um ákvörðun að ræða sem tvímælalaust ætti að slá á frest og skoða nánar, verðugt verkefni fyrir nýjan heilbrigð- isráðherra. Hin ákvörðunin er minniháttar en engu að síður er jafn mikilvægt að endurskoða hana. Þar er um að ræða byggingu bensínstöðvar tengda flutningi Hringbrautar. Og nú er spurt: Er ekki búið að gera nægileg mis- tök með gerð þess- arar brautar þótt ekki sé bætt við bensínstöð með pulsusölu og öðru sem slíkum stöðvum fylgja? Það hafa að vísu verið gerðir samningar við Olíufélagið um stöð til 10 ára á þessum stað vegna lokunar stöðv- arinnar við Geirsgötu þar sem bygging tón- listarhúss er að hefjast. En er þetta ekki ákvörðun sem nauðsyn- legt er að hætta við? Er ekki nóg komið? Má ekki dusta rykið af benzínafgreiðslunni við Umferð- armiðstöðina og leyfa Olíufélaginu að selja benzín þar. Þar eru tank- ar í jörðu og allt til alls, líka ágæt- is veitingarekstur. Þetta yrði bráðabirgðaráðstöfun þar til Um- ferðarmiðstöðin flyzt eins og ráð- gert er. Ákvörðunum á að slá á frest eða hætta við ef vafi leikur á að þær séu réttmætar. Það er mun ódýr- ara en að ráðast í rangar fram- kvæmdir jafnvel þótt rifta þurfi samningum. Færsla Hringbrautar er eitt besta dæmið um það. P.S. Hvernig væri að hætta að tönnlast sífellt á nafninu Landspít- ali – háskólasjúkrahús. Er ekki gamla góða nafnið Landspítali nógu gott? Það vita flestir að spít- alinn er háskólasjúkrahús. Vafasamar ákvarðanir Magnús Skúlason skrifar um nauðsyn þess að fresta eða hætta við vafasamar ákvarðanir ’… nýlega höfum við horft upp á ein verstu mistök í skipulagsmálum sem gerð hafa verið í Reykjavík, og er þó af nógu að taka …‘ Magnús Skúlason Höfundur er arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.