Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI GRÍÐARLEGIR sinu-brunar riðu yfir landið á fimmtudag og föstudag. En mestur var sinu-bruninn á Mýrum í Borgarfirði. Þar brunnu allt að 12 jarðir og naumlega tókst að stöðva eldinn rétt við nokkur íbúðar-hús. Ekki varð ráðið við eldinn og var hann látinn hafa sinn gang og brenna út. Eld-hafið náði allt að fjögurra metra hæð og var það um 30 km breitt á tímabili. Skyggði reykurinn á sólina. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettu-glóð við Snæfellsnes-veg. Engin slys urðu á fólki eða skepnum, en einnig brunnu eldar í Reykholtsdal og Skorradal. Einnig var slökkvilið sent að sinu-bruna í Grafarvogi í Reykjavík. Veðrið er búið að vera mjög þurrt og því var gróður afar viðkvæmur fyrir bruna. Morgunblaðið/RAX Mikill skaði í sinu-brunum Þing-kosningar fóru fram í Ísrael á þriðjudag. Þær voru sögulegar að mörgu leyti, því að mikil uppstokkun varð á rótgrónu flokka-kerfi landsins. Sigurvegari kosninganna er nýr flokkur, Kadima, sem Ariel Sharon forsætis-ráðherra stofnaði síðast-liðið haust, áður en hann fékk heila-blóðfall og féll í dá. Gamli flokkurinn hans Sharons, Likud, galt afhroð í kosningunum. Ehud Olmert hefur farið fyrir Kadima síðan Sharon veiktist. Kadima fékk 28 þingmenn kjörna. En 120 fulltrúar eiga sæti á ísraelska þinginu. Þetta er öllu minna, en spáð hafði verið. Sigur flokksins markar þó tímamót. Verkamanna-flokkurinn kom næstur, hlaut 20 þingmenn. Bókstafs-trúaðir gyðingar fengu þrettán þingmenn, flokkur innflytjenda frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna tólf. Og í fimmta sæti kom svo Likud, með aðeins ellefu þingmenn. Ehud Olmert verður væntanlega áfram forsætis-ráðherra, en það verður flókið mál fyrir hann að mynda nýja ríkis-stjórn. Olmert leggur áherslu á að ákveða einhliða varanleg landamæri Ísraels. Þó að niðurstaða kosninganna í Ísrael teljist söguleg vakti áhugaleysi kjósenda athygli. Kjörsókn var aðeins 62,3%. Sögulegar þing- kosningar í Ísrael Hljómsveitirnar Kaiser Chiefs, Wolf Parade, Brazilian Girls og All is Love eru á meðal þeirra sem koma fram á Iceland Airwaves í haust. Nítján hljómsveitir og listamenn hafa staðfest komu sína en hátíðin fer fram dagana 18.–22. október næst-komandi. Fjölmargir innlendir listamenn hafa einnig verið bókaðir á hátíðina. Má þar nefna Benna Hemm Hemm sem var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistar-verðlaununum, Jakobínarínu og Mammút sem báðar hlutu verðskuldaða athygli hjá Rolling Stone, Mugison, Leaves, Hjálmar og Sign. Alls munu um 120 listamenn og hljómsveitir koma fram á Iceland Airwaves 2006. Næsta Iceland Airwaves-hátíð skýrist Kanadíska hljómsveitin Wolf Parade. ÓFAGLÆRT starfsfólk á nokkrum hjúkrunar-heimilum efndi til setu-verkfalls á miðnætti aðfara-nótt miðvikudags. Stóð verkfallið í sólarhring. Með verkfallinu vildi starfsfólkið leggja áherslu á kröfur sínar um sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá Reykjavíkur-borg. En fólkið sem starfar hjá borginni er með um 30.000 krónum hærri byrjunar-laun. Aðstoðar-maður fjármála-ráðherra segir ráðuneytið hafa gert þjónustu-samning við þjónustu- og dvalar-heimilin. Ekki stæði til að endur-skoða hann. Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir starfsfólk þar skilja aðgerðir ófaglærða starfsfólksins. Reynt og gott starfsfólk fari burt af vinnu-staðnum og leiti sér að nýju starfi. Guðmundur Hallvarðsson, stjórnar-formaður Hrafnistu, segir að ekkert svigrúm sé til að hækka laun vegna samninga við ríkið. Gjaldið sem ríkið borgar fyrir íbúana sé allt of lágt. Tvær nefndir sem hafi átt að skoða málið hafi komist að þeirri niðurstöðu. „Við viljum fá sömu laun fyrir sömu vinnu, svo einfalt er það,“ segir Rannveig Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á hjúkrunar-deild á Hrafnistu í Reykjavík. Ófaglært starfsfólk, sem er félagar í Eflingu, er með um 104.000 krónur í byrjunarlaun. Rannveig segir að fólk þurfi að geta lifað af launum sínum miðað við átta tíma vinnu-dag. „Við viljum ekki þurfa að vinna aukavaktir um helgar, á kvöldin og á nóttunni,“ segir Rannveig. Hún bætir við að vegna undir-mönnunar sé gríðarlegt álag á starfsfólki. Starfs-fólk hjúkrunar- heimila krefst bættra kjara Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÍBV mun ekki tefla fram liði á Íslands-móti kvenna í knattspyrnu í sumar. Ákveðið var að hætta við þátttöku í mótum ársins vegna mann-eklu. En ÍBV hefur þurft að sjá á eftir mörgum leikmönnum og meðal þeirra eru Olga Færseth, Hólmfríður Magnúsdóttir, Pálína Bragadóttir og Elín Anna Steinarsdóttir. ÍBV hefur verið í hópi bestu liða landsins undanfarin ár. Það varð bikar-meistari 2004 og síðustu tvö árin hefur ÍBV lent í öðru sæti á Íslands-mótinu. Þess má geta að meistara-flokkur ÍA, sem féll úr deildinni í fyrra, hefur verið lagður niður. Tvö af liðunum sem léku í Landsbanka-deildinni í fyrra eru því ekki lengur til. Liðin sem leika í Landsbanka-deild kvenna í sumar verða þessi: Breiðablik, Valur, KR, Stjarnan, Keflavík, FH, Fylkir og Þór/KA. ÍBV ekki með í efstu deild kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.