Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 61 MINNINGAR ✝ Ólöf JónsdóttirEgilsson fædd- ist í Reykjavík 2. janúar l926. Hún andaðist á sjúkra- húsi í Wisconsin í Bandaríkjunum 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Dag- mar Ólafsdóttir húsmóðir f. 1910, d. 1987 og Jón Bjarnason skrif- stofustjóri, f. 1904, d. 1988. Bróðir Ólafar er Gunnar, f. 1933, kvæntur Erlu Hjartardóttur, f. 1935. Þau eiga tvær dætur, Dag- mar Guðrúnu og Kristínu Helgu. Systir Ólafar er Inga Birna, f. 1936. Börn hennar eru Jón Steingrímsson, Skorri Stein- Calvin og Henry. d) Inga Lísa, f. í Deerfield, Ill. 28 maí l963. Hún á eina dóttur, Charlotte. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1946. Hún starfaði eftir það um hríð hjá Breska sendiráðinu. Árið 1947 héldu þau Ólöf og Ingi Val- ur til náms í tannheilsufræði og tannlækningum í Bandaríkjun- um. Þau hófu nám sitt við há- skólann í Iowa en luku því við North Western University of Chicago. Að námi loknu ráku þau tannlæknastofu í Reykjavík um skeið. Árið 1957 héldu þau vestur til í Illinois í Bandaríkj- unum þar sem þau bjuggu þar til Ólöf lést. Þar ráku þau tann- læknastofu til ársins 1990 en þá seldu þau reksturinn og hafa síð- an átt heima að vetrinum á Flor- ida. Ólöf var um skeið formaður samtaka tannheilsufræðinga í Illinoisfylki. Hún tók virkan þátt í starfi Íslendingafélagsins í Chicago. Útför Ólafar var gerð í Chic- ago 24. mars. grímsson og Ólöf Stefánsdóttir. Ólöf giftist Inga Val Egilssyni tann- lækni, f. 1925. For- eldrar hans voru Egill Benediktsson og Margrét Árna- dóttir veitingamenn í Oddfellow-húsinu í Reykjavík. Börn Ólafar og Inga Vals eru: a) Egill Jón, f. í Reykjavík 13. ágúst 1954. Hann á eina dóttur, Alison. b) Guðrún Margrét f. í Reykjavík 7. október 1952. Hún er gift Will- iam C. Mulkey og eiga þau tvo syni, Russell og Lucas. c) Dag- mar Erna, f. í Reykjavík 1. nóv- ember 1956. Hún er gift David Le Sueur. Þau eiga tvo syni, Föðursystir mín, Lulla, Ólöf Jóns- dóttir Egilsson, sleit barnsskónum í traustu fjölskylduhúsi við Njarðar- götu á kreppuárum á milli heims- styrjalda. Þar ólst hún upp hjá for- eldrum, móðurömmu, móðursystr- um, mökum þeirra og barnaskara systranna. Hún gekk í Landakots- skóla og varð síðar gagnfræðingur frá Ágústarskóla með húfu og til- heyrandi þegar stríð var skollið á í Evrópu. Sögur af horfnum tíma óma eins og bergmál í huganum. Sögur af því þegar systkinin Lulla, Labbi og Búbba léku sér í Reykjavík lið- inna daga. Leiðin lá í Menntaskól- ann í Reykjavík og þar hitti Lulla lífsförunaut sinn,Val Egilsson. Hún lauk stúdentsprófi á hundrað ára af- mæli Menntaskólans. Nýstúdentar héldu þá í Norðurlandareisu í tilefni af afmælinu og útskriftarferðin þótti merkisviðburður enda tíðkuðust slíkir leiðangrar ekki í þá tíð. Með hvíta kolla héldu þau Lulla og Valur vestur um haf til mennta og á vit ævintýra. Hún nam tannfræði en hann tannlækningar. Chicago tók á móti þeim opnum örmum, en litlu eftir að námi lauk sneru þau aftur heim. Þau opnuðu tannlæknastofu í Reykjavík og eignuðust hér þrjú af fjórum börnum sínum. En Ameríka allsnægtanna heillaði – fegurðin sem býr í stórborginni og þeir finna sem hennar leita. Þau sneru utan aftur, í þetta sinn til að setjast að vestan hafsins með fjöl- skyldu og aðlagast framandi sam- félagi. Börnin urðu fjögur, Gunna Magga, Dodý, Jón og Lísa sem öll eru búsett í Bandaríkjunum. Lulla og Valur bjuggu sér heimili og vinnustofu í bænum Deerfield, skammt utan við Chicago, en heim- taugin var sterk og sambandið við fjölskyldu og vini á Fróni var mikið og náið. Því urðu þær margar stund- irnar góðu í ömmu og afa húsi við Hraunteig þegar Ameríkufólkið kom til landsins. Þeim heimsóknum fylgdi jafnan mikil eftirvænting. Það var stórviðburður fyrir litlar systur á Íslandi fyrir hartnær þremur ára- tugum þegar Lulla frænka lenti á Keflavíkurflugvelli. Það var konung- leg og töfrum gædd heimsókn. Ís- lenskan yfirgaf Lullu aldrei og þrátt fyrir hálfrar aldar fjarveru frá æskuslóðum fékk tungan ekki á sig klingjandi hljómfall bandarískunnar og kjarnmikið móðurmálið var henni dýrmætt alla tíð. Að lokinni starfsævi þeirra hjóna nutu þau þess um árabil að ferðast um víða veröld – kanna frumskóga Afríku og framandi lönd í Suður- Ameríku og Asíu. Á síðari árum bjuggu þau sér notalegt heimili á eyjunni Singer á Flórída. Þar undi Lulla hag sínum vel, en ferðirnar til Íslands urðu tíðari – því „hver vegur að heiman er vegurinn heim“. Myndir líða hjá í huganum líkt og á hvítu tjaldi – svipmyndir af heims- konu í silki og siffoni – heillandi nærvera, sætur ilmur, glæsileiki, tígulegt fas, kímnigáfa og mildur hlátur sem bergmálar úr hugskot- um. Nú, þegar föðursystir mín hefur kvatt, sækja minningarnar fast á. Ógleymanlegt sumar ’79 á ferðalagi í húsbíl um Bandaríkin þver og endi- löng. Sögur á síðkvöldi undir Mount Rushmore og skraf við eldhúsborðið í Deerfield í stuttum stoppum og lengri. Hugljúfu Hallmark póstkort- in frá Lullu frænku sem gjarnan innihéldu dollaraseðla til okkar fá- tæku námsmannanna í Utah. Tíðar voru símhringingar vestur í Kletta- fjöll á námsárum frá þessari auka- mömmu á austurströndinni sem vakti yfir og allt um kring og veitti ávallt skjól þegar á þurfti að halda. Það er komin kveðjustund. Frænka mín kvaddi þennan heim fjarri æskuslóðum. Hún skilur við okkur ættmennin hér heima með fangið fullt af ljúfsárum söknuði og minningum – minningum sem kalla fram hlátur, hlýju og þakklæti fyrir samfylgdina góðu. Kristín Helga Gunnarsdóttir. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR EGILSSON Kæra systir mín, mágkona og frænka okkar, VILBORG TRYGGVADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Reykjavík, áður til heimilis í Austurbrún 6, er lést mánudaginn 27. mars á hjúkrunarheimilinu Sóltúni verður jarðsungin miðvikudaginn 5. apríl kl. 15.00 frá Áskirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjargarfélagið í Reykja- vík. Valdimar Tryggvason. Ingibjörg Magnúsdóttir, Magnús Már Valdimarsson, Pia Nyvang Kristensen, Tryggvi Már Valdimarsson, Guðný Þórsdóttir, Þórey Valdimarsdóttir, Gunnar Geir Ólafsson, Rannveig Rut Valdimarsdóttir, Kristbjörn Þór Bjarnason, og aðrir aðstandendur. Sonur okkar, faðir, afi, bróðir og mágur, GUNNAR MAGNÚS KRISTJÁNSSON, lést mánudaginn 27. mars. Útför fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 14. Gunnfríður Sigurðardóttir, Bragi Valdimarsson, Guðrún Helga Gunnarsdóttir, Christoffer Gunnarsson, Óli J. Kristjánsson, Jóhanna Jónasdóttir, Nanna R. Kristjánsdóttir, George M. Vollmar, Þór R. Kristjánsson, Elva B. Guðbjartsdóttir, Vernharður Ó. Kristjánsson, Reneé Kristjánsson, og barnabörn. ✝ Guðrún Brynj-úlfsdóttir fædd- ist á Kvígsstöðum í Andakílshreppi 28. janúar 1904. Hún lést í Reykjavík 17. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Brynjúlfur Jónsson og Þórný Þórðar- dóttir. Systkini Guð- rúnar voru Árni f. 1898, Ingvar f. 1901, Sigurður f. 1906 og Þóra Hólmfríður f. 1909. Guðrún ólst upp á bænum Veiðilæk í Norður- árdal en fluttist 9 ára gömul til Borgarness þar sem hún átti heima allt til ársins 1932. Þar lærði hún meðal annars að sauma hjá Árna Bjarnasyni klæð- skera. Guðrún var í námi við Hvítár- bakkaskóla 1930– 1931. Hún var síðar í söngnámi og lærði framsögn og íslensku. Guðrún var sjúkling- ur á Landakotsspítala árin 1935–1939 en vann eftir það að saumaskap og barna- gæslu í heimahúsum. Árið 1981 gaf Guðrún út bókina Ýlustrá, sem er safn ljóða og sagna eftir hana. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskapellu 28. mars. Á bænum Veiðilæk er staðarfal- legt og víðsýnt. Bærinn stendur í neðanverðum Norðurárdal í Borg- arfirði og skammt frá liðast Norð- uráin. Þarna bjó Guðrún fóstra mín ung með foreldrum sínum. Náttúr- an var allt um kring og þar fundu börnin þau viðfangsefni sem þurfti. Leikföng sem slík tíðkuðust ekki. Og þó, Guðrún sagði mér að hún hefði einhverntíma eignast eitt leik- fang sem hún hélt mikið upp á. Það var lítil blá marmarakúla, sem hafði brotnað af einhverju. Hana varð- veitti hún alltaf. Guðrún fóstra mín þurfti að berj- ast við ýmsa erfiðleika um ævina. Hún veiktist ung af berklum og þurfti að liggja á spítala í fjögur ár. Hún skrifaði mér í bréfi: „Ég vissi ekki hvað þreyta var fyrr en ég fór að verða lasin þegar ég var 24 ára, en það var of snemmt.“ Örlögin höguðu því einnig þannig til að Guð- rún átti sjaldnast sitt eigið heimili en varði mestum hluta starfsævi sinnar í að annast börn og heimili annarra. Hún var glæsileg á velli, hávaxin, klæddist fallega og bar sig vel. Hár- ið var fallega rautt og þykkt svo eft- ir var tekið. Hún var skáld, lista- saumakona, hafði góða söngrödd, kunni á gítar og mundi allt sem hún hafði einu sinni lesið. Hún var trúuð og kenndi fósturbörnum sínum að leita til Guðs sér til halds og trausts. Heiðarleiki og trúmennska einkenndi allt hennar framferði. Þó var hún passasömust með börnin sem henni var trúað fyrir. Þau verndaði hún og gætti, gaf þeim öruggt skjól og varaði þau við lífsins hættum. Hún fræddi þau líka um bókmenntir og þjóðlegan fróðleik og kenndi þeim stuðla og höfuðstafi. Langri og erfiðri vegferð er lokið. Eftir sitja verðmætar minningar og veganesti þeirra sem fengu að njóta þess að Guðrún leit á það sem sitt fyrsta hlutverk að hlú að öðrum. Nú er komið að því að hún njóti verka sinna. Að lokum bið ég fóstru minni blessunar með hennar eigin ljóð- orðum: Þá vildi ég biðja jöfurinn að blessa hennar spor, bæði nú og alla hennar ævi. (GB) Guðrún Jónsdóttir. GUÐRÚN BRYNJÚLFSDÓTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 31. mars. Jarðsungið verður frá Neskirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 15. Guðmundur Þorsteinsson, Sigurður Ingimundason, Guðrún Þórarinsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Birgir Guðjónsson, Kristján Guðmundsson, Auður Andrésdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MÁR ÁGÚST BJÖRGVINSSON verslunarmaður frá Hörgslandi á Síðu, Sóltúni 28, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudag- inn 4. apríl kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítas. Inga Steinþóra Ingvadóttir, Berglind Jóhanna Másdóttir, Kristinn Valur Harðarson, Dagrún Másdóttir, Guðmundur Bjarnason og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, sam- býliskona, stjúpdóttir og systir, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hnífsdal, Sjafnarvöllum 2, Keflavík, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 4. apríl kl. 13.00. Sólrún Kristín Kristinsdóttir, Aðalbjörn Kristinsson, Kolbrún Dóra Kristinsdóttir, Þór Sigurðsson, Guðrún Steinunn Kristinsdóttir, Baldvin Einarsson, barnabörn, Ármann Heiðar Halldórsson, Halldór Pálsson og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.