Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 71
GILBERT Biberian gít- arleikari er kominn hingað til lands og held- ur í kvöld, sunnudags- kvöld, tónleika í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Gilbert hefur öðlast nokkra frægð í Bret- landi fyrir gítarleik sinn og verk og er eft- irsóttur kennari þar í landi. „Á tónleikunum leik ég fyrst og fremst þjóð- lagatónlist og tónlist sem ég hef samið á grunni þeirrar tónlist- arhefðar,“ sagði Gilbert í samtali við blaðamann. „Það má segja að ég spili tónlist sem spann- ar allan uppruna minn, en rætur mínar liggja til fjögurra staða: Ég á ættir að rekja til Grikk- lands, Armeníu og Vestur-Indía og fæddist í Tyrklandi og tónlistin inn- blásin frá þessum svæðum.“ Þó gítarhefð þessara fjögurra heimshorna sé Íslendingum ef til vill ekki fjarska vel kunn segir Gil- bert mikla og sterka hefð gít- artónlistar í þessum löndum og lof- ar áhugaverðum tónleikum: „Hvað varðar þrótt tónlistarinnar þá er hún ekki ósvipuð spænsku flamenco tónlistarhefðinni, en vitaskuld eru veigamikil atriði sem skilja að hug- arfar þeirra sem skapa tónlistina. Í Tónleikar | Gilbert Biberian í Dómkirkjunni Gilbert Biberian á rætur að rekja til ólíkra heims- horna og lætur tónlistina endurspegla það. Morgunblaðið/ÞÖK Gítartónlist úr ýmsum áttum spænskri flamencohefð er ástríðan hamslaus en, svo dæmi sé tekið, í Tyrklandi, og ekki síður Armeníu, er viss blær látleysis og hreinleika. Tónlistin er minna erótísk og meira heimspekileg og íbyggin. Í tyrk- neskri tónlist er ekki hvað síst mikil tónlistarflóra sem fæst aðeins við andlega ást, sem um leið er end- urspeglun á hinum íslömsku trúar- brögðum.“ Tónleikar Gilberts Biberian hefj- ast kl. 20. Frekari upplýsingar um tónlistarmanninn og verk hans má finna á heimasíðunni www.gil- bertbiberian.com. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 71 MENNING VIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur FIM. 06. APRÍL KL. 20 FÖS. 21. APRÍL KL. 20 FIM. 27. APRÍL KL. 20 FIM. 30. APRÍL KL. 20 FÖS. 31. APRÍL KL. 14 UPPSELT HVAÐ EF eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur Requiem Mozarts Óperuveisla Tvær stjörnur Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari Einsöngvarar ::: Hanna Dóra Sturludóttir, Alina Dubik, Jónas Guðmundsson og Kouta Räsänen Kór ::: Hamrahlíðarkórinn Kórstjóri ::: Þorgerður Ingólfsdóttir Joseph Eybler ::: 2 þættir úr Sálumessu Gustav Mahler ::: Totenfeier Wolfgang Amadeus Mozart ::: Sálumessa FIMMTUDAGINN 6. APRÍL KL. 19.30 tónleikar í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Benjamin Pope Einsöngvarar ::: Eivør Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal Manstu gamla daga – íslenskar dægurperlur í útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar FIMMTUDAGINN 17. APRÍL KL. 19.30 tónleikar í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari Einsöngvari ::: Elín Ósk Óskarsdóttir FÖSTUDAGINN 21. APRÍL KL. 19.30 LAUGARDAGINN 22. APRÍL KL. 17.00 græn tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Leikritið og bíómyndin Amadeus áttu vafalítið þátt í því að gera hina hádramatísku sálumessu Mozarts að einu þekktasta meistaraverki allra tíma. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur margar af sínum uppá- haldsaríum undir stjórn Petris Sakaris. Ragnheiður Gröndal og Eivør Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að hafa skotist upp á stjörnuhimininn á leifturhraða! Þetta eru spennandi tónleikar þar sem helstu dægurperlur okkar verða fluttar. Eftir þessum tónleikum hefur verið beðið! FL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands KLÁUS kynnir hið frábæra gamanleikrit RÍTA (EDUCATING RITA) e. Willy Russell Leikendur: Valgeir Skagfjörð og Margrét Sverrisdóttir Leikstjórn: Oddur Bjarni Þorkelsson SUN. 2. APRÍL kl. 20.00 - 5. SÝNING SÍÐASTA SÝNING FYRIR PÁSKA Miðapantanir í Iðnó, s. 562 9700 og við innganginn. Einnig á midi.is Miðaverð krónur 2.500 …„hlátursgusurnar létu ekki á sér standa“… E.B. / DV KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur á mánudagskvöld sína árlegu vortónleika. Í ellefu ár hefur kórinn starfað undir stjorn Marteins H. Friðrikssonar en á tónleikunum í kvöld kveður hann kórinn. „Nú er tíma- bært að hætta og leyfa yngri manni að taka við,“ sagði Marteinn þegar blaðamað- ur náði af honum tali. „Þetta hefur verið yndislegur tími og mjög gaman að fá að vinna með ungu fólki sem er svona opið og ómótað, reiðubúið að kynna sér hvað sem er og leggja mikið á sig.“ Undir stjórn Marteins hefur kór- inn tekist á við krefjandi verk og haldið tónleika hérendis sem erlend- is, haldið árlega tónleika að vori og um jól auk þess að syngja við hvers- konar skólasamkomur Mennta- skólans. Kórinn gaf einnig út á sín- um tíma hljómplötuna „Þið stúdentsárin æskuglöð“. „Ég hef í gegnum tíðina lagt áherslu á að kynna söngvurunum heim tónlistarinnar frekar en að syngja aðeins til skemmtunar. Kór- inn hefur fengist við tónlist frá öllum tímabilum og fjölda landa, þá ekki síst þjóðlög víða að og stúdenta- söngva,“ segir Marteinn. Kórinn stofnaði Marteinn að eigin frumkvæði, í aðdraganda 150 ára af- mælis Menntaskólans og 200 ára af- mælis Dómkirkjunnar í Reykjavík, en Marteinn er jafnframt dómorg- anisti og stjórnandi Dómkórsins. Aðspurður um minnisstæðustu at- vik kórstjórnarferilsins segist Mar- teinn ekki getað nefnt neitt eitt: „Á hverju ári hef ég eignast góða félaga og vini í þessum hópi og er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef verið með þeim. Það er ekki hægt að nefna eitt umfram annað, því þetta hefur allt verið óhemju gaman.“ Vortónleikar Kórs Menntaskólans í Reykjavík á mánudag fara fram í tónleikahúsinu Ými við Skógarhlíð. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og hvetur Marteinn gamla kórmeðlimi sérstaklega til að mæta á tón- leikanna, en ókeypis aðgangur er að tónleikunum fyrir þá. Tónlist | Síðustu tónleikar Kórs Menntaskólans í Reykjavík með stjórnandanum Marteini H. Friðrikssyni Kór Menntaskólans í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Ými í kvöld. Marteinn H. Friðriksson Kveður sáttur og ánægður innan hópsins skapaðist ákveðin samkennd og samvinna sem óx og dafnaði í sameiginlegri reynslu söngvaranna. Það mátti heyra í söngnum að þarna var samæfð liðsheild að störfum. Nú hafa þau tímamót orðið að íslenskur kammerkór, Schola cantorum hefur ákveðið að feta sömu braut, og gerast atvinnukór; söngvarar hópsins fá laun fyrir sín störf. Þetta eru í raun mikil tíðindi, því þótt kórar hafi vissu- lega á tíðum fengið greitt fyrir söng sinn, og söngvarar í kirkju- kórum fengið einhverjar sporslur fyrir messusöng, þá hefur skrefið til atvinnumennsku í kórsöng aldrei verið stigið til fulls hér á landi áður. Við breytingarnar var gamli Schola cantorum stokkaður upp, og 14 manns valdir í hann að nýju eftir áheyrnarpróf sem allir gömlu félagarnir og aðrir áhuga- samir söngvarar þurftu að und- irgangast. Vafalaust hefur það verið erfið ákvörðun að leggja hvert pláss í kórnum að veði, en þannig þarf að vinna verkin ef þau eiga að standast mælikvarða fagmennskunnar. Það getur líka orkað tvímælis að stokka svo rækilega upp í litlum kór, sem þegar hefur öðlast jafn góðan heildarhljóm og Schola cantorum hafði náð. Áhættan var tekin, og nið- urstaðan opinberuð með tón- leikum á sunnudag, þar sem hinn nýi atvinnukór, Schola Cantorum, söng verk eftir Schütz: kórverk, úr Geistliche Chormusik frá 1648, og einsöngs- og samsöngsverk úr Kleine geistliche Konzerte frá 1639 – allt andlega tónlist. Í til- efni boðunardags Maríu var einn- ig sungið Magnificat eftir Szhütz, Lofsöngur Maríu. Það var því ekki einungis að nýi kórinn væri hér kynntur til FYRIR nokkrum árum gerði Ís- lenska óperan tilraun til að fast- ráða til sín söngvara. Þótt fjár- magn hafi verið af skornum skammti, og Óperan hafi aftur þurft að grípa til þess að ráða ein- göngu í stök verkefni, var fast- ráðningartilraunin lærdómur sem um margt heppnaðist prýðilega vel. Stærsti kosturinn var sá að leiks, heldur sungu söngvarar kórsins líka einsöngs- og sam- söngsverkin, en þar var fylgirödd leikin með á orgel og selló. Það er skemmst frá því að segja að upphafið að ferli atvinnu- kórsins Schola cantorum lofar ákaflega góðu um framhaldið. Hljómurinn tæri og fallegi – ein- kennismerki hans frá upphafi, er enn til staðar, og hefur hvergi rýrnað. Bassaraddirnar hljóma fyllri ef eitthvað er og altinn sömuleiðis. Samsöngurinn var þegar vel samhæfður og heild- arsvipurinn góður. Herði Áskels- syni tókst eins og endranær að laða fram fegurstu blæbrigði tón- listarinnar úr söng þessa hóps, sem gagntók undirritaða þegar best lét. Einsöngs- og samsöngsverkin voru misjafnari í flutningi og sumar raddir kórsins auðheyri- lega betur og meira skólaðar en aðrar. Þar sannaðist líka það sem vitað var, að ekki þurfa allar söngraddir að vera fullburða í einsöng til að vera fullburða í kórsöng. Öfugt við það sem oft vill vera í íslenskum kórum, voru það karla- raddirnar sem heilluðu mest, þótt öll verkin væru fallega sungin, og bestu atriðin meðal þessara verka voru Ich bin die Auferstehung fyrir tvo tenóra og bassa, Himmel und Erde vergehen fyrir þrjá bassa og einsöngsverkið Ich liege und schlafe, sem Benedikt Ing- ólfsson söng óhemju fallega. Schola cantorum stendur á tímamótum. Í ljósi atvinnu- mennskunnar verða gerðar enn meiri kröfur til kórsins en áður. Í dag er hann sómi íslenskra kóra, en gæti vel átt eftir að gera sig gildandi meðal bestu kóra heims. Til þess hefur þessi litli kór í Skólavörðuholtinu alla burði. Sómi íslenskra kóra TÓNLIST Hallgrímskirkja Schola cantorum söng verk eftir Heinrich Schütz, Sigurður Halldórsson og Hörður Áskelsson léku með á selló og orgel, en Hörður var jafnframt stjórnandi. Sunnudag 26. mars kl. 16. Kórtónleikar Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.