Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 02.04.2006, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 77 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI BASIC INSTINCT 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára BASIC INSTINCT 2 VIP kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 EIGHT BELOW kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 V FOR VENDETTA kl. 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 16.ára. THE MATADOR kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16 ára. LASSIE kl. 1:40 - 3:50 - 6 AEON FLUX kl. 6 - 10:30 B.i. 16 ára. BLÓÐBÖND kl. 8 BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 2 - 4 Litli Kjúllinn m/Ísl. tali kl. 2 BASIC INSTINCT 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára EIGHT BELOW kl. 12 - 2:30 - 5:30 - 8 - 10:30 V FOR VENDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16.ára. LASSIE kl. 12 - 2:30 BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 12 - 1:30 Allt áhugavert, hefst í huganum BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM Frábær ævintýrarík og heillandi fjölskyldumynd frá Disney sem hefur allstaðar slegið í gegn. Með Paul Walker (Fast and the Furious myndirnar) og Jason Biggs (American Pie myndirnar) Sýnd með íslensku tali. Magnaður framtíðartryllir með skutlunni Charlize Theron. Hefndin er á leiðinni eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV Sýnd Laugardag & sunnudag Framhaldsmyndin sem allir hafa beðið spenntir eftir, er komin. Sjáið Sharon Stone í banastuði eins og hún var í fyrri myndinni. FRUMSÝND SAMTÍMIS UM ALLAN HEIM Ó G N A R E Ð L I eee V.J.V. topp5.is MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Í Stiklum – vefriti við-skiptaskrifstofu sem kom útá miðvikudaginn, kemur fram að sendiráð Íslands í Tókýó hafi í byrjun marsmánaðar efnt til fundar þar sem japönskum kvikmyndagerðarmönnum voru kynntir þeir kostir sem þeim standa til boða ef þeir kvikmynda á Íslandi. Alls sóttu fulltrúar 15 japanskra kvikmyndaframleið- enda fundinn, sem var í samvinnu við Fjárfestingastofu og japanska kvikmyndadreifingafyrirtækið Cinematrix, og haldinn í tengslum við íslensku kvikmyndahátíðina Bíó06 sem fór fram í Tókýó dag- ana 4. til 10 mars.    Á fundinum hélt Þórður H.Hilmarsson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingastofu, erindi þar sem hann gerði grein fyrir helstu kostum og fjárhagslegum hvötum fyrir þá kvikmynda- framleiðendur sem gera kvik- myndir á Íslandi. Hann sagði stjórnvöld leggja sig fram við að skapa góð skilyrði fyrir slíka starfsemi á Íslandi, einkum með skattaívilnun. Þórður gerði einnig grein fyrir reglum um endur- greiðslu á 12% útlagðs kostnaðar við kvikmyndagerð.    Leikstjórinn Dagur Kári Pét-ursson og Valdís Ósk- arsdóttir klippari fluttu einnig er- indi á fundinum og sögðu þau frá reynslu sinni af kvikmyndagerð á Íslandi. Dagur Kári nefndi tvö at- riði sem að hans mati skapa Ís- landi sérstöðu hvað kvikmynda- gerð varðar. Fyrra atriðið var að auðvelt væri að finna nýtt mynd- efni eða bakgrunn, sem ekki hefði verið myndaður áður. Seinna at- riðið, sem Dagur Kári nefndi, var hversu auðvelt væri að leysa vandamál sem koma upp við gerð kvikmynda hér á landi. Íslend- ingar væru oftast tilbúnir til að aðstoða og nefndi hann nokkur dæmi um það. Slíkri hjálpsemi hefði hann ekki kynnst við vinnu sína erlendis. Valdís talaði um að- dráttarafl Íslands fyrir erlenda kvikmyndagerðarmenn og sagði að víðerni Íslands og ósnortin náttúra hefðu mest áhrif þar á. Að sögn sýndu japönsku þátttak- endurnir kynningunni mik- inn áhuga og komu fram margar spurningar um fjárhagslega og tæknilega fyrirgreiðslu við erlenda kvikmyndagerðamenn sem vildu sækja Ísland heim.    Ekki þarf að fjölyrðaum kosti þess að fá japanska kvikmyndagerð- armenn til landsins í þeim tilgangi að gera kvikmynd- ir. Það yrði væntanlega til þess að atvinna skapaðist fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn og aðra, sem hafa áhuga á að starfa við kvikmyndagerð. Japanir gætu þá miðlað af reynslu sinni til þeirra sem með þeim starfa, en Japanir hafa löngum þótt standa framarlega í listgreininni, og nægir þar að nefna meistara Kurosawa. Þá gæti stórbrotið íslenskt landslag í japönskum kvikmyndum aukið straum japanskra ferðamanna hingað til lands. Loks ber að geta þess að Japanir eru annálaðir snyrtipinnar og næsta víst að þeir myndu ekki skilja eftir sig jafn- mikla slóð og Clint Eastwood gerði eftir tökur á Flags of our Fathers í fyrra.    Sú skoðun heyrist oft að óþarfisé að hafa íslensk sendiráð í fjarlægum löndum. Ekki verður lagt mat á þá skoðun hér en ljóst er að fundir sem þessir geta gert mikið gagn. Vonandi munu jap- anskir kvikmyndagerðarmenn fjölmenna til Íslands í kjölfarið, gera nokkrar kvikmyndir og kenna okkar mönnum eitt og ann- að í kvikmyndagerð í leiðinni. Japanir á köldum kvikmyndaklaka? ’Japanir eru annálaðirsnyrtipinnar og næsta víst að þeir myndu ekki skilja eftir sig jafnmikla slóð og Clint Eastwood gerði eftir tökur á Flags of our Fathers í fyrra.‘ Kurosawa hefði ef til vill getað tekið senur í meistaraverkinu Ran á Íslandi. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson Fegursta kona heims, UnnurBirna Vilhjálmsdóttir, blogg- ar sem fyrr á Fólksvef mbl.is. Stúlkan flaug til London í fyrra- dag til að vera viðstödd afmælis- veislu en sá hængur er á að ekki er alveg ljóst hver á afmæli. „Hefur tekist að bralla ýmislegt. Sjónvarpsgláp með vinkonunum, Oddféló-fundur með Ömmu, heim- sókn á Broadway-æfingar hjá ungfrú Reykjavík-skvísunum, stórafmælisboð, og svo aðal- málið … mér tókst að gera mig veika. Kaus að eiga heima í hesthúsinu og þar með utandyra í nokkra daga, fyrir og um helgina, og þar sem kuldaboli er ekki góður vinur minn náði ruddalegt kvef taki á mér og ég hefði átt að leggjast undir sæng. En ég hafði nú bara ekki tíma til að vera veik þessa daga þannig að ég gerði allt sem ég átti ekki að gera, reið út, keppti og allar græjur sem var þó með eindæm- um skemmtilegt og þess virði.“ Lengri útgáfu á færslunni má lesa á Fólksvef mbl.is. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.