Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 94. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Listin að hella uppá Ingibjörg Jóna er Íslandsmeistari kaffibarþjóna | Minn staður Úr verinu | Bjóða heildarlausnir fyrir útgerðina  Fersk grásleppuhrogn í flugi til Evrópu Íþróttir | Misjafnt gengi Mílanó- liða í Meistaradeildinni  Haukastúlkurnar með vænlega stöðu VÉLAKOSTUR Flugfélags Íslands fær sitt nauð- synlega ytra viðhald sem felst í gelhúðun með sérstökum ísvarnavökva sem veitir mikla vörn gegn snjó og ís. Hreinsaður er burtu snjór með þar til gerðum afísingarvökva og síðan eru vél- arnar sprautaðar með hinni gelkenndu ísvörn. Mjög er hætt við að snjór og ís setjist að öðrum kosti á vængi flugvéla og skerði flughæfni þeirra. Morgunblaðið/RAX Vélarnar afísaðar á Reykjavíkurflugvelli Úr verinu og Íþróttir í dag THAKSIN Shinawatra, forsætis- ráðherra Taílands, tilkynnti í sjón- varpsávarpi í gær að hann myndi láta af embætti til að sameina þjóð sína eftir umdeildar kosningar á sunnudag. Hyggst Thaksin sitja í embætti þangað til að eftirmaður hans hefur verið skipaður þegar þingið kemur saman aftur eftir 30 daga. Afsögnin kom daginn eftir að Thaksin lýsti yfir sigri í kosning- unum, en stjórnarandstaðan taldi fjölda auðra kjörseðla til merkis um að hann hefði glatað tiltrú kjós- enda. Hafði Thaksin lofað kjósendum að segja af sér fengi flokkur hans, Thai-Rak-Thai, innan við helming atkvæða, en hann bauð fram í 278 af 400 kjördæmum án mótfram- boðs. „Það er margt sem á sér stað í landinu sem fær mig til að álykta að það sé kominn tími til að leita sátta,“ sagði Thaksin í ávarpinu í gær. „Ef annar aðilinn vill sigra mun landið allt tapa.“ Í ávarpinu í gær lagði Thaksin einnig áherslu á að hann hefði tekið þessa ákvörðun af tillitssemi við Bhumibol Adulyadej, konung Taí- lands, en hann nýtur geysilegrar virðingar í landinu. „Það eru 60 dagar í krýningaraf- mæli konungsins,“ sagði Thaksin. „Það verða margir konunglegir gestir hvaðanæva að úr heiminum og því skyldum við ekki hreinsa til hjá okkur og binda enda á þá ring- ulreið sem ríkt hefur?“ Efnaminni kjósendur ósáttir Þótt andstæðingar forsætisráð- herrans, sem hafa staðið fyrir fjöl- mennum mótmælum gegn honum undanfarnar vikur, hafi fagnað ákvörðuninni voru margir efna- minni kjósendur ósáttir við afsögn- ina. „Ég er mjög leiður yfir þessum tíðindum,“ sagði Chanin Thongchai, 33 ára leigubílstjóri, með tárin í augunum. „Forsætisráðherrann hjálpaði fátækum, þ.m.t. mér.“ Thaksin segir af sér Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ber við tillitssemi vegna krýningarafmælis konungsins Reuters Thaksin Shinawatra forsætisráð- herra ávarpar Taílendinga í gær. RÍKISSTJÓRN Hamas í Palestínu er reiðubúin að lifa með „öllum grönnum sínum“, að því er segir í bréfi sem utanríkisráðherrann, Mahmud al-Zahar, hefur að sögn AFP-fréttastof- unnar sent Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Hamas hef- ur neitað að við- urkenna Ísrael en í bréfinu er vitnað til svonefndrar „tveggja ríkja lausnar“ á deilum þjóðanna er merkir að þær lifi hvor í sínu eigin ríki. Al-Zahar segir stjórnina hafa frið og frelsi að markmiði. „Við hlökkum til þess að lifa við frið og öryggi, eins og allar þjóðir heims, og þess að þjóð okkar njóti frelsis og sjálfstæðis við hliðina á öllum grönnum okkar á þessu helga svæði.“ Í stefnuskrá Hamas er kveðið á um að Ísraelsríki skuli eytt. Emb- ættismaður á skrifstofu al-Zahars á Gaza var spurður um bréfið og vísaði hann því á bug að í ummælunum fæl- ist viðurkenning á Ísrael. Stjórn Olmerts að fæðast? Gert er ráð fyrir því að Moshe Katsav, forseti Ísraels, biðji senn Ehud Olmert, leiðtoga Kadima- flokksins, að mynda nýja ríkisstjórn en Kadima er stærsti flokkurinn á þingi, með 29 sæti af alls 120. Olmert og Amir Peretz, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sem er með 19 þing- sæti, sögðust í gær hafa ákveðið að ganga til stjórnarsamstarfs. Olmert þarf þó að leita til nokkurra minni flokka að auki til að ná meirihluta. Hamas í sáttahug? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mahmud al-Zahar FL-GROUP hf. hefur gengið frá sölu á 16,9% eignarhluta félagsins í breska lágfargjaldaflugfélaginu easyJet. Hannes Smárason, forstjóri FL-Group, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Með sölunni losar félagið fjárhæð sem jafngildir um 30 milljörðum króna og nemur gengishagnaður fé- lagsins við söluna ríflega 12 milljörð- um. Hlutirnir eru seldir í dreifðri sölu, samkvæmt upplýsingum Hannesar. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög góð fjárfest- ing. Við erum að innleysa mjög mikinn gengis- hagnað við söl- una,“ segir hann. FL-Group hefur verið næststærsti hluthafinn í easy- Jet. FL-Group eignaðist 10,1% hlut í easyJet í október 2004 og jók svo við hlut sinn á seinasta ári í nokkrum áföngum. „Þetta hafa verið mjög ábatasöm viðskipti fyrir okkur. Við tókum ákvörðun um að selja á þess- um tímapunkti. Við höfum breytt ásýnd FL-Group mjög mikið eftir að við fórum í hlutafjárútboðið síðast- liðið haust, þegar við jukum hlutafé félagsins um 44 milljarða og skil- greindum okkur sem alhliða fjárfest- ingarfélag,“ segir Hannes. Að sögn hans er markmiðið með sölunni að losa fjármagn til að ráðast í nýjar fjárfestingar. „Við horfum núna á verkefni á mun breiðari grunni en við gerðum áður og stöndum frammi fyrir um- talsverðum tækifærum á þessu ári. Það þarf að hafa tvo hluti á hreinu þegar verið er að fjárfesta og ávaxta peninga; að kaupa á réttum tíma og selja á réttum tíma. Það hljómar ein- falt en er það ekki oft í praxís.“ Eftir því sem næst verður komist er söluhagnaður FL-Group vegna þessara viðskipta með því mesta sem þekkst hefur þar sem íslenskir fjár- festar koma við sögu. Gengishagnaður nemur rúmlega 12 milljörðum FL-Group selur 16,9% eignarhlut sinn í lágfargjaldaflugfélaginu easyJet Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hannes Smárason NOKKRIR fjárfestar og verktakar hafa sýnt uppbyggingu í miðbæ Ak- ureyrar áhuga. Frestur til þess að senda inn umsóknir rann út í gær, fjöldi lá ekki fyrir síðdegis en reikn- að er með allt að 10 fyrirtækjum. Undanfarið hefur nokkuð borið á gagnrýni á tillögur að hinu endur- skoðaða aðalskipulagi en Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir spurninguna þá hvort Akureyringar vilji breytingar á miðbænum eða ekki. Uppbygging er fyrirhuguð í 5 reitum. Þeir eru alls 20.000 fermetr- ar og myndu til samanburðar rúma alla byggðina milli Pósthússtrætis og Lækjargötu í Reykjavík, allt frá Skólabrú að Tryggvagötu. | 24 Verktakar sýna miðbæ Akureyrar áhuga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.