Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is Fararstjórar: Þóra Valsteinsdóttir, Sigmundur Andrésson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir 99.440 kr. í tvíbýli á hótel le Meridien. *Innifalið: Beint leiguflug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í 10 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Örfá sætilaus vegna forfallaBókaðu strax! Fáðu ferðatilh ögun og nána ri upplýsingar hjá Úrval-Úts ýn, Lágmúla 4 , sími 585 40 00 Verð: * Ferð til Egyptalands er ógleymanlegt ævintýri þar sem þú upplifir stórkostlegar fornminjar í töfrandi umhverfi og nýtur alls þess besta í gistingu og veitingum. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær frumvarp félagsmálaráðherra varð- andi aðgengi ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóv- akíu, Slóveníu, Tékklands og Ung- verjalands að íslenskum vinnumark- aði frá og með 1. maí nk. Félagsmálaráðherra mun fela starfshópi, þar sem fulltrúar stjórn- valda og samtaka aðila vinnumark- aðarins munu eiga sæti, að fara yfir málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra áliti sínu og tillögum fyrir 1. nóvember næstkomandi. SA fagna bættu aðgengi að vinnumarkaðinum Samtök atvinnulífsins fögnuðu frumvarpinu í gær þar sem um sé að ræða bætt aðgengi að íslenskum vinnumarkaði skv. frumvarpi félags- málaráðherra. „Samtök atvinnulífs- ins fagna afnámi kröfunnar um at- vinnuleyfi fyrir þetta fólk, sem draga mun úr reglubyrði fyrirtækja og stuðla að betra jafnvægi á ís- lenskum vinnumarkaði, að ógleymdu því hagræði sem þetta mun hafa í för með sér fyrir viðkomandi starfs- fólk,“ segir í frétt samtakanna. „Með frumvarpi félagsmálaráð- herra sem samþykkt var á fundi rík- isstjórnar í morgun er lagt til að rík- isborgurum framangreindra ríkja verði heimilt að koma hingað til lands í atvinnuleit og ráða sig til starfa hér á landi án sérstakra at- vinnuleyfa,“ segir í greinargerð fé- lagsmálaráðuneytisins. Vinnumálastofnun haldi skrá „Svo virðist sem nokkur hreyfan- leiki sé meðal ríkisborgara þessara ríkja enda atvinnuleysi þar nokkurt. Þykir því ástæða vera til að atvinnu- rekendur tilkynni til Vinnumála- stofnunar um ráðningu ríkisborgara frá þessum ríkjum þar sem fram koma nafn atvinnurekanda, kenni- tala og heimilisfang ásamt nafni út- lendingsins, kennitölu og aðsetri hans hér á landi. Gert er ráð fyrir að ráðningarsamningur fylgi tilkynn- ingunni þar sem útlendingnum eru tryggð laun og önnur starfskjör samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum. Miðað er við að til- kynningin berist stofnuninni innan tíu virkra daga frá ráðningu. Skal Vinnumálastofnun halda skrá yfir þá útlendinga sem koma frá framan- greindum ríkjum til að starfa hér á landi. Þessi skráning kemur ekki í veg fyrir að umræddir ríkisborgarar þurfi að sækja um EES-dvalarleyfi samkvæmt lögum um útlendinga.“ Tilgangur þessarar tilkynningar- skyldu atvinnurekanda er að fylgj- ast með framvindu mála svo unnt sé að hafa yfirsýn yfir þá er koma hing- að til landsins, meðal annars til að gæta þess að þeir njóti þeirra rétt- inda er gilda á innlendum vinnu- markaði. Gert er ráð fyrir að Vinnumála- stofnun verði veitt heimild til að leggja dagsektir á atvinnurekendur láti þeir hjá líða að skrá framan- greinda ríkisborgara sem starfa hjá þeim. Þá er gert ráð fyrir að Vinnu- málastofnun afhendi stéttarfélagi í viðkomandi starfsgrein á svæði því sem umræddir ríkisborgarar starfa á afrit af ráðningarsamningi útlend- inganna óski stéttarfélagið eftir því enda liggi fyrir grunur um brot á gildandi kjarasamningi. Atvinnurekendur tilkynni ráðningu og leggi fram ráðningarsamninga Opnað á frjálsa för launafólks frá átta nýjum aðildarríkjum ESB Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið í framhaldi af úttekt fag- hóps, sem falið var að skoða hvern- ig bæta megi geðheilbrigðisþjón- ustu við aldraða, að sérhæfð hjúkrunardeild fyrir aldraða sem glíma við geðkvilla verði á hjúkr- unarheimilinu í Sogamýri en áætl- að er að það heimili verði tekið í notkun á næsta ári. Þá hefur ráðherra ákveðið að undirbúa rekstur sérstakrar geð- deildar fyrir aldraða á Landakoti og leggur einnig áherslu á að kom- ið verði á fót ráðgjafarþjónustu á landsvísu fyrir heilsugæslu, spít- aladeildir og hjúkrunarheimili. Markmiðið yrði að tryggja öldr- uðum um land allt sérhæfða geð- heilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Sigurður Guðmundsson, land- læknir og nefndarmaður í faghópn- um, segir rauða þráðinn í tillögum nefndarinnar að efla samfelluna í þjónustunni. „Í fyrsta lagi þarf að efla heilsugæsluna í að sinna venju- legum vægum tilfellum betur og lengur áður en þarf að koma til til- vísunar sérfræðiþjónustu. Þessi sýn má segja að snúi að öllu starfi heilsugæslunnar. Það er alveg ljóst að sérfræð- ingar í geðvandamálum, hvort sem það eru læknar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir, munu aldrei geta sinnt öllum þeim sem glíma við geðræn vandamál. Þess vegna þurfum við heilsu- gæslu,“ segir Sigurður en í ábend- ingum faghópsins kemur fram að efla þurfi forvarnir og auka þátt heilsugæslunnar í geðheilbrigðis- þjónustu við aldraða, og byggja þurfi upp sérhæfða þjónustu fyrir aldrað fólk með geðsjúkdóma. Mikilvægt að fræða fagfólk Í áherslum forvarna og auknu hlutverki heilsugæslunnar í geð- heilbrigðisþjónustu við aldraða felst að efla þverfaglegt samstarf í heilsugæslunni. Þetta er lagt til að verði gert með auknu samstarfi fagstéttanna sem sinna öldruðum. Þá er einnig bent á hve mikilvægt það er að fræða fagfólkið um geð- ræna kvilla gamals fólks, og um það hvernig má bregðast við heilsu- bresti af þessu tagi. Faghópurinn leggur m.a. til að komið verði á fót göngudeild fyrir þennan hóp, að sett verði á lagg- irnar geðdeild fyrir aldraða og sér- hæfð hjúkrunardeild fyrir geðsjúka aldraða og að veitt verði ráðgjafar- þjónusta á landsvísu fyrir heilsu- gæslu, spítaladeildir og hjúkr- unarheimili. Markmiðið er að tryggja öldruðum um land allt sér- hæfða geðheilbrigðisþjónustu. Sérhæfð hjúkrunardeild fyrir geðsjúka aldraða verður sett á fót í Sogamýri í Reykjavík Öldruðum tryggð sérhæfð geðheil- brigðisþjónusta Morgunblaðið/Kristinn Siv Friðleifsdóttir skýrir frá ákvörðun sinni. Sigurður Guðmundsson landlæknir er í forgrunni. Að sögn Halldórs má segja að þessi atriði sé að finna í frumvarp- inu, gert sé ráð fyrir að atvinnurek- endur tilkynni til Vinnumálastofn- unar alla þá sem ráðnir eru frá nýju aðildarríkjunum og að jafnframt verði lagðir fram ráðningarsamn- ingar. Vilja endurskoða reglur vegna starfa útlendinga hér ASÍ leggur áherslu á að staðan á vinnumarkaðinum í heild sinni verði skoðuð en samtökin hafa miklar áhyggjur af málefnum erlendra starfsmanna sem hingað koma á grundvelli þjónustusamninga í gegnum verktaka og undirverk- takafyrirtæki. ASÍ hefur samþykkt áhersluat- riði sem samtökin ætla að fylgja eftir í starfshópnum sem félags- málaráðherra mun skipa. Þar er m.a. lögð áhersla á að starfshóp- HALLDÓR Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, segir að þó að í frumvarpi félagsmálaráðherra sé ekki um að ræða sömu nálgun varðandi aðgengi ríkisborgara nýju aðildarlandanna að vinnumarkaðin- um og ASÍ lagði upp með séu markmiðin í grundvallaratriðum þau sömu. Því megi segja að ekki sé eðlismunur á þeim leiðum sem ASÍ hefur lagt áherslu á og þeim sem farnar eru í frumvarpinu. ASÍ hefur lagt áherslu á að tryggt yrði að yfirlit fengist yfir það sem væri að gerast á vinnumark- aðinum, hversu stórir þeir hópar væru sem hingað koma frá nýju að- ildarríkjunum og við hvað þeir störfuðu. Einnig að tryggt yrði að fyrir lægju upplýsingar um ráðn- ingarkjör þessara einstaklinga, skv. ráðningarsamningi, þannig að unnt væri að fylgjast með því að þeir njóti þeirra kjara sem þeim ber. urinn endurskoði reglur og fram- kvæmd vegna starfa útlendinga á íslenskum vinnumarkaði með það að markmiði að gera löggjöf og stjórnsýslu í þessum málaflokki ein- faldari og skilvirkari. Haft verði m.a. að leiðarljósi að beint ráðning- arsamband milli erlends launafólks og fyrirtækja sem það starfar fyrir verði meginregla í samræmi við það sem almennt gildir á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtæki sem nýta erlent vinnuafl vegna framleiðslu sinnar og þjónustu, greiði laun og önnur starfskjör í samræmi það sem gildir almennt á íslenskum vinnumarkaði. Fullnægjandi úrræði séu til staðar til að upplýsa og fylgja eftir að kjarasamningar og lög séu haldin. Að erlend fyrirtæki sem hafa launafólk í starfi hér á landi virði reglur, venjur og hefðir á íslenskum vinnumarkaði. Markmiðin þau sömu og ASÍ hefur lagt áherslu á MARS sl. var afkastamesti mánuður risaboranna þriggja frá því virkjunarframkvæmd- ir hófust við Kárahnjúka, seg- ir í frétt á heimasíðu virkj- unarinnar, karahnjukar.is. Borarnir skiluðu samtals 2.228 metrum af aðrennslis- göngum en fyrra metið var 2.050 metrar frá því í nóv- ember 2004. Framvinda bor- unar í síðustu viku marsmán- aðar var góð, alls um 500 metrar. Afköstin gætu orðið enn meiri ef saman færi hag- stætt berg og litlar tafir vegna viðhalds eða bilunar í tækjum og búnaði, segir í fréttinni. Mikil afköst við boranir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.