Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞESSI tími á Írlandi er mjög áhugaverður og gagnlegur,“ segir Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþing- is, í samtali við Morgunblaðið en hún er stödd í opinberri heimsókn á Ír- landi með sendinefnd þingmanna, í boði forseta neðri deildar írska þingsins. Síðdegis í gær fóru þingforseti og sendinefndin á fund Mary McAleese, forseta Írlands, þar sem fjölmörg mál bar á góma. Sólveig segir ljóst strax af fyrstu kynnum af Mary McAleese hvers vegna hún var kjör- in forseti. Hún sé mjög snjöll kona með mikla persónutöfra og góða nærveru. „Við ræddum söguleg tengsl landanna og var hún mjög vel að sér á því sviði. Við ræddum jafn- framt mikið um stöðu kvenna á Ís- landi og Írlandi og bárum saman bækur okkar,“ segir Sólveig. „Konur eru ekki mjög virkar í landsmálapólitík á Írlandi. Einungis rúm 13% þingmanna eru konur. Þær eru aftur á móti mjög virkar í at- vinnulífinu, næstum því eins virkar og á Íslandi, en á Írlandi vinna um 80% kvenna utan heimilisins. Konur eru jafnframt komnar í meirihluta í háskólanámi eins og á Íslandi. Forsetinn dáðist að því hversu vel er komið til móts við barnafólk á Ís- landi hvað dagheimili varðar, en hún sagði að enn væri mikið verk óunnið á því sviði á Írlandi. Skoðuðu sögustaði í Carrickmacross Við sögðum henni jafnframt frá fæðingarorlofslögunum á Íslandi og fannst henni þau mjög áhugaverð. Hún taldi þó að írskir karlmenn þyrftu að verða betur undir það bún- ir að takast á við slíkar nýjungar en henni fannst þetta mjög gott fram- tak,“ segir Sólveig. „Ég hvatti hana til að koma til Ís- lands og kynna sér þessi mál og lýsti hún miklum áhuga á því,“ segir hún. Að sögn Sólveigar bauð forseti neðri deildar írska þingsins íslensku þingmönnunum í upphafi heim- sóknarinnar í kjördæmi sitt „Vorum við þar í litlum bæ sem heitir Carrickmacross. Þar hittum við bæj- arstjóra og skoðuðum sögustaði, en jafnframt hittum við flesta þingmenn kjördæmisins,“ segir hún. „Þetta er landbúnaðarhérað með merka sögu og menningu,“ segir hún. Þingmönnunum var m.a. sagt frá hungursneyðinni miklu skömmu fyr- ir miðja 19. öld og var þeim sýnt vinnuhæli í Carrickmacross þar sem fátæku fólki sem átti ekki í nein hús að venda var komið fyrir á þeim tím- um. „Þá voru mörg munaðarlaus börn send ein og umkomulaus til Ástralíu þar sem þau þurftu að takast á við líf sem oft á tíðum var mjög erfitt. Þó nokkur fjöldi ungra stúlkna var sendur frá vinnuhælinu í Carrickmacross til Ástralíu og hefur verið unnið að því síðustu ár að finna afkomendur þeirra,“ segir Sólveig. Írar eru góðir sögumenn „Nú er búið að endurreisa bygginguna og hafa þar aðsetur ým- is frjáls félagasamtök og bæjarverk- efni, sem miða að því að veita fólki þjálfun og þekkingu til að fara út á atvinnumarkaðinn. Byggingin hefur þannig hefur fengið jákvætt hlutverk í dag.“ „Við heimsóttum jafnframt safn sem er tileinkað frægasta skáldi kjördæmisins, Patrick Kavanagh. Hann sótti innblástur sinn til heima- héraðsins og orti oft um hversdags- lega hluti sem lifnuðu við í ljóðum hans. Gamall maður úr sveitinni kom og fór með nokkur ljóð fyrir okkur. Var það einstök upplifun. Írar eru oft góðir sögumenn og þessi maður hafði mikla hæfileika. Maður gjör- samlega gleymdi stund og stað með- an á flutningi hans stóð,“ segir Sól- veig. Forseti Alþingis og sendinefnd þingmanna áttu fund með forseta Írlands Lýsti áhuga á að heimsækja Ísland og kynna sér jafnréttismál Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ljósmynd/Patrick Bolger Þingmennirnir hittu forseta Írlands að máli í gær. F.v. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, Mary McAleese, forseti Írlands, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. JÓN Gerald Sull- enberger, sem sætir ákæru af hálfu setts sak- sóknara í Baugs- málinu, fékk í gær Brynjar Níelsson hæsta- réttarlögmann sem verjanda sinn við réttar- haldið sem framundan er. Brynjar segist á þessu stigi lítið geta sagt um stöðu Jóns Geralds sem sakbornings í málinu eða um ákæruna á hendur honum þar sem sér hafi ekki gefist tóm til að fara yfir gögn málsins. „Mér skilst að það bíði mín 19 möppur,“ segir Brynjar. Lýsir sig saklausan Settur saksóknari hefur gefið út ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald Sullenberger en að sögn Brynjars er ákæran sem snýr að Jóni Gerald eingöngu í einum lið af 19 ákæruliðum málsins. Brynjar segir að Jón Gerald lýsi sig saklausan af ákærunni. „Ég mun verja hann á grundvelli þess,“ segir hann og kveðst nú munu fara yfir málið, meta stöðuna og taka ákvörð- un um hvernig skuli haga vörninni. Brynjar Níelsson verður verjandi Jóns Sullenbergers Brynjar Níelsson Blönduós | Fyrstu grágæsirnar á þessu vori sáust koma fljúgandi úr suðri og lenda á Blöndu rétt um klukkan níu í gærmorgun. Gæs- irnar eru um það bil hálfum mánuði seinna á ferðinni í ár en undan- gengin ár. Um hádegið mátti sjá fimm gæsir á Blöndu. Líklega verða þær fyrir nokkru áfalli næstu tvo daga að minnsta kosti því spáð er norðvestan leið- indaveðri með vindi, kulda og snjó- komu á norðvestanverðu landinu. Þessar fyrstu gæsir ársins virtust við góða heilsu og var ekki að sjá á þeim nein flensueinkenni. Fyrstu grágæsirnar komnar á Blöndu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson TILLÖGU um árlega Barnahátíð í Reykjavík, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fyrir borgar- stjórn Reykjavíkur, var í gær vísað til íþrótta- og tómstundaráðs og menningar- og ferðaráðs til frekari umfjöllunar. Gísli Marteinn Bald- ursson, borgarfulltrúi D-lista, kveðst hissa á málsmeðferð meiri- hlutans og segist hefði viljað sjá samstöðu um slíka hátíð. „Ég hefði viljað að borgarstjórn sameinaðist um jákvætt mál af þessum toga svona í aðdraganda kosninga,“ sagði Gísli Marteinn m.a. Leggja sjálfstæðismenn til að Barnahátíð í Reykjavík verði menn- ingar- og listahátíð fyrir börn í borg- inni. Fyrsta hátíðin verði haldin sumarið 2007. Áhersla verði lögð á þátttöku og listsköpun barna auk þess sem þar komi fram íslenskir og erlendir skemmtikraftar sem sér- hæfi sig í að höfða til barna. Fjöldi atburða verði um alla borg og lögð sérstök áhersla á umhverfi barna og útlit borgarinnar frá sjónarhóli þeirra um leið og ljósi yrði varpað á kosti Reykjavíkur sem barnaborgar. Samráð við Listahátíð Leggja sjálfstæðismenn til að há- tíðin verði haldin í samstarfi við skóla, leikskóla, íþróttafélög, menn- ingarstofnanir, frjáls félagasamtök og aðra sem vinna með börnum og sinna þjónustu fyrir börn. Þá skuli sérstakt samráð haft við Listahátíð í Reykjavík um tímasetningu og framkvæmd hátíðarinnar og sér- þekking starfsfólks Listahátíðar nýtt eins og frekast er kostur. Þá skyldi menningar- og ferðamálaráð skipa starfshóp til að hefja frumund- irbúning í samstarfi við menntaráð og listrænan stjórnanda Listahátíð- ar. Sá hópur skyldi skila fyrstu drögum til ráðsins í maí 2006. Gísli Marteinn Baldursson segir árlega barnahátíð í Reykjavík eiga að virkja börnin í borginni til þátt- töku í borgarlífinu. „Henni er ætlað að örva sköpunargleði þeirra og jafnfram bjóða þeim uppá skemmt- un sem þau gleyma aldrei, læra af og vekur þau til umhugsunar,“ segir Gísli Marteinn. Barnahátíð vísað í nefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.