Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bara svona í framhaldinu af ballinu, mr. Haarde, bætur, lím og pumpa. MARGVÍSLEG dæmi eru um að stórefnamenn safni jörðum og hefur jarðaverð hækkað gríðarlega á liðn- um árum, um 100% á fimm árum ásamt því að aukn- ing seldra jarða er um 50%, sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi á mánudag og spurði land- búnaðarráðherra í kjölfar- ið hvort það kæmi til greina að koma í veg fyrir jarðasöfnun efnamanna á kostnað þess að hefð- bundnir bændur geti stundað búskap og keppt við þá um jarðirnar – en verð á hefð- bundnum jörðum er oft komið vel yfir 100 milljónir króna. Í svari Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra kom fram að þessi mál væru til skoðunar í ráðuneytinu og yrði farið yfir þau með Bænda- samtökum Íslands. „Þar geta hin norsku og dönsku lög verið til hliðsjónar, þess vegna, en þar seg- ir, það sem var áður í jarðalögum, að eigninni verði að fylgja viss bú- setuskilyrði,“ sagði Guðni sem þykir þróunin þó jákvæð á flestum sviðum. Ráðherra benti einnig á að fyrir örfáum árum hefði verið erfitt að selja jarðir víða um land og full- orðið fólk sem þurfti að bregða búi hefði því lítið fengið fyrir ævi- starfið. Nú væri landið hins vegar í tísku og jarðasala mun auðveld- ari og mikill áhugi almennings á að eignast gróðurreit í náttúrunni. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, fagnar vilyrði ráðherra um við- ræður um málið en á síðasta bún- aðarþingi, sem haldið var í byrjun mars sl., var gefin út ályktun um jarðalögin og því beint til stjórnar bændasamtakanna að láta kanna og greina þróun á eignarhaldi á bújörðum og meta áhrif hennar á búsetu og byggðaþróun. „Þetta er í raun og veru í fyrsta sinn síðan ný jarðalög voru sett sem við fáum afdráttarlausa yfir- lýsingu ráðherra, sem er mjög mikilvæg,“ segir Haraldur. „Þeg- ar þessi lög voru sett var ekki byrjuð þessi eignaskiptabylgja í þjóðfélaginu sem við þekkjum frá íbúðamarkaði.“ Haraldur segist ekki óttast að aðilar kaupi sér jarðir til að nota í frístundum eða sem annað heimili. Mörg dæmi þekkist um að fólk hafi keypt sér bújarðir og farið út í það að viðhalda þar húsum og dvelji um lengri eða skemmri tíma og verði um leið hluti af því sam- félagi sem þar er. „En það segir sig sjálft að þegar menn eru komnir með tíu eða tuttugu jarðir búa þeir ekki á þeim öllum og það er þessi jarðasöfnun sem fer fyrir brjóstið á okkur,“ segir Haraldur sem vill um leið að liðkað verði fyrir svokallaðri „tvöfaldri bú- setu“ þar sem aðilar greiði hluta af sínu útsvari til þess samfélags þar sem jörðin er. Aðeins hafa farið fram óform- legar viðræður um hvaða rann- sóknarstofnun taki að sér grein- ingu á þróun eignarhalds bújarða og áhrifum á búsetu og byggða- þróun en Haraldur vonast eftir að skipulag rannsóknarinnar verði klárt í vor og niðurstöður þá á haustdögum. Magnús Leópoldsson, fast- eignasali hjá Fasteignamiðstöð- inni, hefur mikla reynslu af sölu bújarða. Hann segist ekki geta tekið undir þá gagnrýni sem verið hefur í umræðunni um raðkaup jarða að undanförnu. „Ég hef verið að skoða hvernig þetta hefur verið í gegnum tíðina og það hafa alltaf verið einhverjir sem átt hafa margar jarðir en aðr- ir fáar. Menn hafa átt fleiri jarðir en þeir sem eiga flestar jarðir í dag. Þannig að ég sé ekki að þetta sé neitt stórkostlegt vandamál,“ segir Magnús og bætir við að hann hafi frekar áhyggjur af því hvernig búið er að fara með marg- ar jarðir, að þeim sé skipt niður og seldar í hlutum en með því er nán- ast verið að gera þær óhæfar til þess að vera með einhvern stórbú- skap. Dregur úr jarðakaupum ein- staklinga til að fara í búskap Aðspurður út í fasteignafélög sem séu að kaupa upp jarðir segir Magnús: „Mér hefur nú fundist við þá aðila sem hafa keypt þessar jarðir að þeir hafi einmitt ekki verið í því að skipta upp jörðunum og búa til tvær, þrjár jarðir úr einni og selja.“ Magnús segist jafnframt ekki verða var við að fjársterkir aðilar séu að kaupa raðir af jörðum til þess eins að safna þeim. Hann segir að dregið hafi úr því að ein- staklingar kaupi jarðir til að fara í búskap, sérstaklega sauðfjár- rækt, en talsvert sé þó um að fólk flytji að einhverju leyti á nýkeypt- ar jarðir sínar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru fasteignafélög frekar í því að kaupa upp jarðir, sameina og byggja upp búskapinn á þeim. Sé slíkt frekar til þess fall- ið að efla landbúnaðinn en draga úr honum. Stærri bú séu hag- kvæmari í rekstri og auðveldara að hámarka framleiðni. Uppkaup slíkra félaga hafi jafnframt gert bændum kleift að yfirgefa jarðir sínar, ef þeir það kjósa, og reyna fyrir sér á öðrum sviðum atvinnu- lífsins. Fréttaskýring | Greining á þróun eignarhalds bújarða og áhrifum á búsetu undirbúin Jarðasala auð- veldari en áður Þróun á eignarhaldi bújarða og áhrif á búsetu og byggðaþróun til skoðunar Mikil ásókn hefur verið í bújarðir að undanförnu. Viðskiptafrelsið má ekki bitna á mikilvægum gildum  Landbúnaðarráðherra fagn- aði nýverið í ræðustól á Alþingi miklum áhuga almennings á því að eignast jarðir víðs vegar um landið sem hefðu fyrir örfáum árum verið erfiðar í sölu. Við- skiptafrelsið má þó ekki bitna á mikilvægum gildum, að mati ráð- herra, og mikilvægt er að fara yfir þá þróun sem orðið hefur. Það verkefni er til skoðunar hjá ráðuneytinu í samráði við Bændasamtök Íslands. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Vildi ná fram hefndum á morgun  Viðtal Agnesar Bragadóttur við forstjóra Iceland FRAMTÍÐ Bílddælings hf. á Bíldu- dal mun að líkindum ráðast að ein- hverju leyti nk. fimmtudag þegar fundað verður með hagsmunaðilum. Unnið hefur verið að því hörðum höndum að undanförnu að finna fjármagn til að hefja vinnslu í húsi Bílddælings að nýju en þar hefur ekki verið starfað síðan á sl. sumri. Fyrirtækið sagði upp öllu starfs- fólki sínu í byrjun júní á síðasta ári, alls um fimmtíu manns á sjó og landi, og lagði fiskvinnslu á Bíldu- dal niður. Í lok síðasta árs vöknuðu svo vonir um að hægt yrði að hefja starfsemi þar á nýjan leik en með breyttum áherslum en það hefur hins vegar ekki enn gengið eftir þrátt fyrir mikla leit eftir fjár- magni. Fundurinn á fimmtudag mun að mestu snúast um hvort hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir Bíld- dæling til lengri tíma litið og eru ýmsar hugmyndir uppi á borðinu um raunhæfa vaxtamöguleika. Fundað um framtíð Bílddælings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.