Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð HÆTTA steðjar ekki að greiðslu- hæfi og lausafjárstöðu Íslands. Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem mats- fyrirtækið Moody’s sendi frá sér í gær. Segir í skýrslunni að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvand- ræðum vegna óstöðugleika sem ný- lega hafi gætt í viðskipta- og fjár- málaumhverfi landsins. Lánshæfis- einkunn ríkissjóðs er Aaa. „Þótt við höfum varað við hættum sem fylgja aukinni skuldsetningu hagkerfisins, hefur Ísland hæstu lánshæfiseinkunn okkar og horfurn- ar eru stöðugar. Við teljum að áhyggjur sem nýverið hafa fram komið séu orðum auknar,“ segir höf- undur skýrslunnar, Joan Feldbaum- Vidra, hjá Moody’s, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Traust fjármál hins opinbera Í skýrslunni kemur fram að um- talsverð aukning erlendra skulda bankakerfisins og miklar skamm- tímaskuldir séu meðal þeirra þátta sem nýlega hafa vakið upp spurn- ingar um kerfisbundna áhættu í bankakerfinu. Skýrsluhöfundur seg- ir að Ísland sé mjög auðugt land sem vinni að verulega aukinni fjölbreytni í atvinnulífi. Landið hafi nægan að- gang að erlendu lausafé til viðbótar því sem bankarnir hafi, og það ætti að duga fyrir stjórnvöld og banka- kerfið til að standast óróatíma á markaði. Þá bendir skýrsluhöfundur á að traust fjármál hins opinbera, með skuldahlutföll í kringum 30% af vergri landsframleiðslu og 60% af tekjum, sé um helmingur af því sem gerist í Þýskalandi og Frakklandi. „Ísland er í góðri stöðu til að tak- ast á við hvaða hugsanlegu kröfu á ríkisbjargráð sem gæti sprottið af kerfisvanda hvar sem er í hagkerf- inu. Lánshæfiseinkunn okkar fyrir Ísland, Aaa, er í samræmi við verstu tilvik af þeim toga,“ segir Joan Feld- baum-Vidra, hjá Moody’s. Ísland ekki í lausafjárvanda Moody’s sendir frá sér tvær skýrslur, um hagkerfið og viðskiptabankana ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s hefur staðfest lánshæfis- einkunnir viðskiptabankanna þriggja. Samhliða því hefur fyrir- tækið breytt horfum varðandi fjár- hagslegan styrkleika Glitnis, sem er C+, og Landsbankans, sem er C, úr stöðugum í neikvæðar. Einkunn Kaupþings banka fyrir fjárhagsleg- an styrkleika verður hins vegar tek- in til endurskoðunar til hugsanlegr- ar lækkunar. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Moody’s í gær. Moody’s hefur staðfest lánshæf- iseinkunnina A1 fyrir Kaupþing banka og Glitni til langs tíma. Fyr- irtækið hefur einnig staðfest ein- kunnina P-1 til skamms tíma fyrir Kaupþing banka, Glitni og fyrir Landsbankann. Þá hefur fyrirtækið staðfest einkunnina A2 fyrir Lands- bankann til langs tíma. Endurspeglar erfitt rekstrarumhverfi Í tilkynningu frá Moody’s segir að einkunnirnar fyrir fjárhagslegan styrk bankanna endurspegli það erfiða rekstrarumhverfi sem líklegt sé að þeir standi frammi fyrir og aukinn mótbyr sem líklegt sé að þeir þurfi að glíma við í framtíðinni. Engu að síður áréttar Moody’s að aðrar lánshæfiseinkunnir bankanna hafi verið staðfestar í ljósi þess að fyrirtækið telji að þeir séu svo mik- ilvægir á íslenskum fjármálamark- aði, að stuðningur ríkisins sé mjög líklegur ef upp koma erfiðleikar og/ eða kerfislæg vandamál. Moody’s segir að allir bankarnir hafi vaxið hratt á umliðnum árum. Lausafjárstaða þeirra geri þeim þó mögulegt að standa af sér þá ókyrrð sem nú ríkir í kringum fjár- mögnun þeirra á alþjóða fjármála- mörkuðum. Verði erfiðleikatímabilið langt, telur Moody’s að það ætti að vera mögulegt fyrir bankana að mæta slíku með tryggðum lántök- um, minni vexti, verðbréfum eða sölu eigna. Þá segir Moody’s að lánshæfis- einkunn íslenska ríkisins sé Aaa, sem endurspegli háar tekjur, góða innviði efnahagskerfisins og litlar og hratt minnkandi skuldir hins op- inbera. Lánshæfismat bankanna staðfest DAVÍÐ Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, segir að skýrsla alþjóðlega matsfyrirtæk- isins Moody’s sé mjög þýðingarmikil fyrir þá umræðu sem verið hefur. „Þetta er skýrsla sem þetta þekkta aljóðlega matsfyrirtæki tek- ur ákvörðun um að gera að eigin frumkvæði og á eigin spýtur án okk- ar hvatningar. Sjálfsagt hefur verið horft til þeirrar umræðu sem verið hefur. Niðurstaðan er mjög ótvíræð og sterk. Davíð segir að það sé ljóst að allir, sem að fjármálamarkaðinum koma hér á landi, þurfi að standa fyrir töluverðri kynn- ingu og útskýr- ingum á stöðunni, miðað við þær umræður sem verið hafi. „Þá er afar þýðingar- mikið að jafn af- dráttarlaus nið- urstaða um styrk íslenska hagkerfisins komi fram hjá fyrirtæki eins og Moody’s,“ segie Davíð Odds- son. Afdráttarlaus niðurstaða um styrk hagkerfisins Davíð Oddsson BJARNI Ármannsson, forstjóri Glitnis banka segist mjög ánægður með staðfestingu Moody’s á láns- hæfismati bankans. „Moody’s er sá aðili sem hefur fylgst hvað nánast með þróun efnahagsmála og bankakerfisins ís- lenska á undanförnum mánuðum þannig að þeirra mat vegur þungt í alþjóðlegri umræðu.“ Bjarni segir að í þeim tveimur tilkynningum sem birst hafi frá matsfyrirtækinu í dag komi fram mjög sterk við- urkenning á stöðu þjóðarbús- ins og bankanna. Hann segir að breyting á horf- um varðandi fjárhagslegan styrkleika Glitn- is úr stöðugum í neikvæðar komi að mestu til vegna ytri aðstæðna, en ekki vegna breytinga á rekstri bankans. Það sé einkum hugsan- legar þrenginar á skuldabréfa- mörkuðum erlendis sem ráði. „Það er ljóst af undangengnum óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að megináhersla þarf að vera á að endurnýja og treysta traust fjár- festa á íslenskum bönkum og ég les skýrslu Moody’s þannig að tími og áhersla stjórnenda bankanna eigi ekki síður að fara í þá vinnu, en meiri vöxt á næstunni,“ segir Bjarni. Staðfesting Moody’s kemur ekki á óvart Bjarni Ármannsson ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● KRÓNAN veiktist um 0,45 í gær. Gengisvísitalan var í upphafi dags 122,5 stig og við lokun viðskipta 123,0 stig. Gengi dollars er nú 72,24 kr., gengi punds 126,90 kr. og gengi evru 88,56 kr. Krónan veikist um 0,45% ● FL Group hefur aukið við hlut sinn í Finnair og á nú 10,025% hlut í félaginu, að því er fram kemur í til- kynningu til Kaup- hallar Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá FL Group hefur félagið verið að auka hlut sinn að undanförnu en sam- kvæmt ársskýrslu FL Group frá því í mars þá átti félagið 9,5% hlut í Finnair hinn 9. mars síðastliðinn. FL Group með rúm 10% í Finnair                !  "# #                " + , )  $  $ )  %( ) *+, -' % ( -' % + *+, -' .)/ *+, -' 0!1 -' 23 *+, -' 2! *+, -' *   -' 4,5! . -' 4/! -'  3    -' 6  -' 6+( 2-+ -' $ 7.8 298' -' : -' - .,  /  %)+ *+, -' 2   -'  . *  -' ,9 -'  ;(  ( *+, -' <#- 9 -' =>2 %  ( = +  ?!!! / -' @ / -' .    0"1" 2   A99 -'  $8 B! $  )' 0 +(   ;CAD $  )')                   7  7     7 7 7  .  ! 8  )')  7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 " 7E& " 7  E& " 7E& " 7E& " 7E& " 7E& " 7E& " 7E& " 7E& 7 " 7  E& " 7 E& " 7 E& " 7 E& " 7 E& " 7E& 7 " 7E& 7 " 7 E& 7 7 7 7 7 7 " 7 E&  ),  ! ?+  + ! 4, $ '' ' '  ' ' ' ' ' '' ' ' ' ' ' ' ' ' ' '  ' 7 ' 7 ' ' ' 7  7 7 '                                                @,   51' ' %? ' F % -!  29/  ),           7 7  7  7 7 ÞAÐ ER mjög ánægjulegt að bæði lánshæfismat bankans til langs tíma og skemmri tíma skuli vera staðfest hjá Moody’s með stöðugar horfur, sérstaklega í ljósi þess umróts sem verið hefur í kringum bankana und- anfarið, að mati Halldórs J. Krist- jánssonar, bankastjóra Landsbank- ans. „Þetta staðfestir það sem við höfum sagt um styrk Landsbank- ans og að þeir aðilar sem best til þekkja , þ.e. lánshæfismatsfyrir- tækin, hafi fullt traust á bankanum og staðfesta nú sterkt lánshæfismat hans. Lánshæfismatið sem nú hefur verið staðfest er mikilvægasti mæli- kvarðinn á fjár- hagslegan styrk banka. Vissulega er það ekki eins ánægjulegt að horfur á mati á einkunn á fjár- hagslegum styrk- leika bankanna skuli hafa verið breytt úr stöðug- um í neikvæðar, þótt það breyti engu um meginnið- urstöðuna. Við minnum hins vegar á að þessi breyting kemur til vegna breytinga á rekstrarumhverfi bank- anna, meðal annars vegna óróa á mörkuðum sem við fáum litlu um ráðið og er að hluta afleiðing nei- kvæðrar og ósanngjanrar umræðu tiltekinna erlendra aðila um bank- ana.“ Halldór segir hins vegar ekkert hafa breyst varðandi bankann sjálf- ann og afkoma af grunnstarfsemi sé afar traust. Halldór J. Kristjánsson Afkoma af grunnstarfsemi traust < G $H=        E E 2?$A 0%I       E E C%C J6I      E E J6I 4-/ <          E E ;CAI 0+K L+        E E Í YFIRLITI frá Kauphöll Íslands yf- ir viðskipti í Kauphöllinni á fyrsta fjórðungi þessa árs kemur fram að veltan hafi aukist um 158% sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Veltan nam 1.282 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Veltuaukningin á hlutabréfamark- aði nam 279% en 87% á skulda- bréfamarkaði. Meðalvelta á dag var 20,1 milljarður en var 10,1 millj- arður allt árið í fyrra. Skráð félög í Kauphöllinni eru 26 og var markaðsvirði þeirra í lok mars síðastliðins 2.051 milljarður króna. Veltuaukning í Kauphöll- inni 158% milli ára HREIÐAR Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segist vera mjög ánægður með að eftir yfirferð Moody’s skuli lánshæfismat bankans vera staðfest. „Það er hins vegar ljóst að matsfyr- irtækið ætlar að fylgjast náið með því hvaða áhrif hækkandi álag á eftir- markaði með skuldahréf hefur á arð- semi bankanna og verkefni okkar er að sanna það fyrir greiningaraðilum að við séum ekki háðir evrópskum skuldabréfamarkaði um fjármögnun né gengishagnaði af íslenskum hluta- bréfamarkaði til að sýna góða arð- semi.“ Hreiðar Már segir það vera verkefni komandi missera og það verði best gert með því að láta tölurnar tala sínu máli. Hann segir nið- urstöðu Moody’s sérstaklega ánægjulega í ljósi þess að sumir erlendir aðilar hafa haldið því fram að rétt lánshæfismat bankanna sé BBB. Tölurnar tala sínu máli Hreiðar Már Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.