Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 23 UMRÆÐAN Rækja - Risahörpuskel - Túnfiskur - Grillspjót Humar - Skellaus risarækja - Krabbakjöt Á grillið eða í ofninn Skötuselur - Lax - Lúða Marinerum fiskinn fyrir þig á staðnum! Útbúum eftir pöntunum og aðstæðum Fiskréttir - Kartöfluréttir - Reykt bleikja - Sósur Flott í bústaðinn, veisluna, matarboðið! Fiskbúðin Sjávargallerý Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 2550 Þar sem metnaðurinn á lögheimili ÞEGAR Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í Reykjavík, kynnti stefnu- skrá þeirra í fjölmiðlum nefndi hann sérstaklega að málefni aldr- aðra yrðu í öndvegi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í máli hans kom fram að sjálfstæðismenn litu í þessu sambandi m.a. til Hornafjarðar og Akureyrar. Hvaða lærdóm og fyr- irmyndir geta fulltrú- ar höfuðborgarinnar og önnur sveitarfélög sótt til Hornafjarðar, rúmlega tvö þúsund manna samfélags, varðandi velferðarmál eins og heilbrigðis- og öldrunarþjónustu? Á sínum tíma varð Hornafjörður reynslu- sveitarfélag og tók að sér rekstur heilbrigðis- og öldr- unarmála sem var í höndum rík- isins. Að reynslutíma loknum var gerður þjónustusamningur um málaflokkinn sem og um málefni fatlaðra. Rekstur og ábyrgð á þessum málaflokkum er nú á einni hendi og undir sömu yfirstjórn. Betri nýting fjármuna Markmiðið með þessari yfir- færslu er að nýta fjármagn betur og draga úr stofnanamiðaðri þjón- ustu. Það er gert m.a. með því að samhæfa starfsemina og auka ýmsa þjónustu s.s. heimahjúkrun og -þjónustu. Starfsfólk okkar tekst auðvitað á við sömu verkefni og annars staðar og fjármagnið setur starfseminni takmörk. Aftur á móti eru boðleiðir stuttar þar sem allir eru að vinna undir sömu stjórn. Öll ákvarðanataka og við- brögð eru því skilvirkari sem get- ur komið í veg fyrir að skjólstæð- ingar bíði lengi eftir betri úrlausnum. Sömuleiðis hefur þetta jákvæð áhrif að því leyti að heimamenn er vel meðvitaðir um ábyrgð sína og leggja metnað sinn í að standa vel að allri þjónustu og rekstr- inum vitandi að ekki er hægt að vísa ábyrgðinni annað. Það er samdóma nið- urstaða þeirra sem að þessu standa að reynsla okkar Skaftfellinga af yf- irfærslunni er góð og það er eng- inn tilbúinn að snúa til baka. Þess vegna á að vinna enn frekar að flutningi þessara verkefna yfir til sveitarfélaganna og í framhaldinu fleiri. Þegar formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og borg- arstjóraefni stærsta stjórn- málaflokksins telur ástæðu til að sækja fyrirmyndir til okkar Horn- firðinga ætti það að vera staðfest- ing á að við höfum verið að gera góða hluti. Um þetta mál hefur verið mikil pólitísk samstaða í bæj- arstjórn Hornafjarðar frá upphafi. Margt vel gert Það er ýmislegt fleira sem vel er gert á Hornafirði og á þessu kjör- tímabili hefur margt áunnist. Und- irstöðuatvinnugreinarnar hafa ver- ið að eflast og fjárfest töluvert í frekari uppbyggingu; á það jafnt við um sjávarútveginn, landbún- aðinn og ferðaþjónustuna. Staða bæjarsjóðs hefur styrkst mikið og er grundvöllur þess að nú er hægt að ráðast í stærri verkefni eins og byggingu nýrrar sundlaugar og uppbyggingu íþróttasvæðisins sem stefnt er að ljúka fyrir ungmenna- landsmótið árið 2007. Vígsla Ný- heima með þeirri starfsemi sem hefur fylgt í kjölfarið, m.a. fjöl- breyttu starfi í frumkvöðla- og há- skólasetrinu, gefur tilefni til bjart- sýni og frekari sóknarfæra á þeim vettvangi. Með þessu hafa Horn- firðingar unnið markvisst að því að laga samfélagið að nýjum og breyttum tímum. Skref í rétta átt Íbúar á Suðausturlandi hafa þó mætt mótlæti á síðustu árum eins og önnur landsbyggðarhéruð. Íbúaþróunin hefur verið neikvæð síðustu ár m.a. vegna áframhald- andi tæknivæðingar í helstu at- vinnugreinunum og fækkunar starfa samfara því. Skaftfellingar hafa samt sem áður hvorki lagt ár- ar í bát né bíða eftir að einhverjir komi færandi hendi með lausnir á öllum vanda. Aftur á móti gera þeir þá kröfu til stjórnvalda að við flutning verkefna út á landsbyggð- ina njóti héraðið sannmælis og jafnræðis á við önnur svæði. Skref í rétta átt er tilkoma starfsstöðvar Fiskistofu og fleiri verkefni en betur má ef duga skal. Að framansögðu fullyrði ég að í Sveitarfélaginu Hornafirði sé góð- ur jarðvegur fyrir framsæknar hugmyndir og áræðið fólk þar sem náttúrufegurð og umhverfi er ein- stakt og á móti fólki tekur fjöl- skylduvænt samfélag. Ég hef áhuga á að vinna áfram eins og hingað til að framgangi þessara mála og annarra með þátt- töku minni á sveitarstjórnarvett- vangi. Fyrirmyndir á Hornafirði Eftir Albert Eymundsson ’… borgarstjóraefnistærsta stjórnmála- flokksins telur ástæðu til að sækja fyrirmyndir til okkar Hornfirðinga …‘ Albert Eymundsson Höfundur er þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Hornafirði. Prófkjör Hornafjörður STUTT er síðan nefndarálit sk. Jónínunefndar „Hver geri hvað í heil- brigðisþjónustunni“ leit dagsins ljós. Ein hugmynd sem þar var reifuð var að létta mætti kostnað ríkisins og stytta biðlista eftir þjónustu með því að hinir efnameiri gætu keypt sig fram fyrir biðlista með því að borga þjón- ustuna að fullu sjálfir. Undirtektir þing- manna voru vægast sagt litlar. Reyndar svo litlar að þingmenn allra flokka höfnuðu tvöföldu heilbrigðis- kerfi. Heilbrigðis- ráðherra sá um jarð- arförina og sagði „tvöfalt heilbrigðis- kerfi, nei takk og amen“. Þrautaganga efnaminni hjarta- sjúklinga Nú hefur sami ráð- herra með reglugerð grafið hugmyndina, sem varla var kólnuð, upp aftur. Þetta tvö- falda kerfi gildir reyndar enn sem kom- ið er einungis fyrir hjartasjúklinga. Efna- minni hjartasjúklingar þurfa nú að panta tíma hjá heimilislækni og fá hjá honum tilvísun. Síðan þurfa þeir að borga þjónustuna að fullu hjá hjarta- lækninum. Fá þar reikning fyrir þjónustunni sem þeir síðan framvísa hjá Tryggingastofnun sem svo end- urgreiðir hluta reikningsins. Sem sagt þrjár ferðir í stað einnar með þeim kostnaði og fyrirhöfn sem því fylgir. Og til að bæta gráu ofan á svart mega bara heimilislæknar vísa á hjartalækna. Af hverju ekki aðrir læknar sem mjög oft leita til okkar með vandamál sinna skjólstæðinga? Hinir efnameiri geta fengið þjón- ustuna fljótt, samdægurs ef þarf. Meingallaður samningur hjartalækna Það er rétt að rifja upp af hverju svona er komið fyrir hjartasjúkling- um. Hjartalæknar voru með samning við Tryggingastofnun sem gilda átti til 2008. Ákveðinn einingafjöldi eða upphæð kom í hlut hjartasjúklinga sem áætlað var að duga myndi fyrir þjónustunni. Af fjölmörgum ástæð- um, s.s. hækkandi meðalaldurs þjóð- arinnar og fjölgun hjartasjúklinga, nægði sú upphæð engan veginn á síð- asta ári. Þess vegna unnu hjarta- læknar í þágu skjólstæðinga sinna án greiðslu frá TR í nóvember og des- ember á síðasta ári. Þörfin er enn að aukast og í ár hefðu hjartalæknar verið án greiðslu frá TR í 3–4 mánuði. Öllum er ljóst að hjartalæknar geta ekki tekið á sig skuldbindingar TR með þessum hætti til frambúðar. Samningar stóðu mánuðum saman á seinni hluta síðasta árs. Þegar séð varð að samninganefnd TR hafði ekki umboð til breytinga eða lagfæringa á samn- ingnum óskaði ég, fyrir hönd hjartalækna, eftir viðtali við heilbrigð- isráðherra. Það viðtal fékkst aldrei þrátt fyrir ítrekaða ósk. Upp úr samningum slitnaði svo í lok árs og því sögðu hjartalæknar upp samn- ingnum. Tilvísanir – verra og dýrara kerfi Erfitt er að spá í hvað vakir fyrir ráðherra með þessari reglugerð. Hún segir að heim- ilislæknar eigi að geta séð um einfalt viðtal og skoðun hjartasjúklinga og tekið hjartarit. Er það stefna heilbrigð- isráðherra að flytja sér- fræðiþjónustuna til grunnþjónustunnar? Ætti það þá ekki að gilda um allar sér- greinar ef þetta eru rök- in fyrir tilvísunarkerfi? Hvað á ráðherra við með þeirri fullyrðingu í blaðaviðtali að heimilislæknar eigi að geta leyst vanda hjartasjúklinga að talsverðu leyti? Er það nóg? Frjálst aðgengi sjúklinga til sér- fræðilækna hefur tíðkast um langt árabil og gefist vel. Þjónustan er ódýr og markviss. Tilvísanakerfið kemur til með að auka kostnað verulega. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskólans frá 2004 (nr. C04:06) er heildarkostnaður við komu til heimilislæknis og sérfræðings mjög svipaður. Þannig tvöfaldast kostn- aður þjónustunnar þegar hjartasjúk- lingur þarf fyrst að fara til heim- ilislæknis og síðan til hjartalæknis. Tryggingar hjartasjúklinga Mér vitanlega eiga hjartasjúk- lingar ekki í neinum deilum við sitt tryggingafélag sem er Trygg- ingastofnun ríkisins. Það er því furðuleg ráðstöfun að láta deilu verk- taka við tryggingafélagið bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. hjartasjúk- lingum. Ég tek undir það sem ráð- herra sagði fyrir hálfum mánuði. Tvöfalt heilbrigðiskerfi – nei, takk. Tvöfalt heilbrigðis- kerfi – já, takk? Ásgeir Jónsson fjallar um læknisþjónustu við hjartasjúka Ásgeir Jónsson ’Það er þvífurðuleg ráð- stöfun að láta deilu verktaka við trygginga- félagið bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. hjartasjúkling- um.‘ Höfundur er hjartalæknir. ÉG TÓK bílaleigubíl í Flórída. Í leiðbeiningum til leigu- taka sem fylgdu bílnum stóð m.a.: Ekki stoppa undir neinum kring- umstæðum fyrir nein- um sem reynir að veifa þér í aðstoðarskyni. Slík mál eru verkefni lögreglu. Ekki stoppa ef einhver keyrir aftan á þig. Aktu rakleitt á næstu upplýstu stöð þar sem fólk er fyrir og kallaðu á lögreglu. Taktu aldrei upp putta- ling. Stoppaðu ekki þó að springi nema á upp- lýstu svæði þar sem fólk er. Erum við virkilega að fela glæpamönnum okkar að þróa íslenzkt samfélag í þá átt, að enginn þori að koma náunga sínum til hjálp- ar? Stúlka í Reykjavík stoppar fyrir mönnum sem virðast aðstoð- arþurfi. Þeir ráðast á hana á svo svívirðileg- an hátt, að maður neitar með sjálfum sér að leggja mennskan mælikvarða á svona meindýr. Í hverri viku eru sagðar sögur af afrekum slíkra kappa, sem telja sig væntanlega hraustmenni á borð við Þorgeir Hávarsson. Leyfa sér jafnvel að berja lögregluþjóna við handtöku. Reyndu slíkt í Bandaríkjunum. Er ekki kominn tími til fyrir almenning að beita stjórnmálaflokka þrýstingi til að sinna hugtakinu „lög og regla“ sem menn hafa í heiðri t.d. vestanhafs? Taka upp „Zero Toler- ance“-stefnuna sem fækkaði glæpum stór- lega í New York. „Eng- inn afsláttur“ verði stefnan í réttarkerfinu. Brjóttu lögin og þú færð að kenna á því. Punktur. Ættum við ekki að byggja fangelsi á undan menningarmusteri í Austurhöfn? Þangað getur hvort sem er eng- inn farið fótgangandi vegna villidýranna á götunum, sem berja fólk og brjóta gler í brjál- semi sinni. Glæpamenn eiga að vera í fangelsi þangað til þeir hafa greitt skuldir sínar. Of- beldismenn á að taka úr umferð strax. Þeir eiga ekki að fara úr varðhaldi aftur út á götuna fyrr en þeir hafa afplánað dóm. Punktur. Gerum Ísland að öruggu þjóð- félagi. Engan afslátt. „Enginn afsláttur“ Halldór Jónsson fjallar um ofbeldi í samfélaginu Halldór Jónsson ’Erum við virki-lega að fela glæpamönnum okkar að þróa ís- lenzkt samfélag í þá átt, að enginn þori að koma náunga sínum til hjálpar?‘ Höfundur er verkfræðingur. argestir hafi frá ára- mótum haft tækifæri til að koma að sínum hugmyndum og for- maður og sviðsstjóri ÍTR hitta fé- lagsskapinn Pottverja tvisvar á ári til skrafs og ráðagerða um mál- efni laugarinnar. Af- rakstur þessara hug- mynda laugargesta Laugardalslaugar verður nýttur til for- sagnar fyrir sam- keppnina. Ég skil hinsvegar vel að þær stórtæku upp- byggingarhugmyndir, sem nágranni Laug- ardalslaugar í Laugum hefur viðrað, veki hörð viðbrögð. Við skulum hafa það hugfast að borg- arbúar eiga Laugardals- laug og við ráðum hvað verður um hana. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að bylta Laug- ardalslaug. Hún verður áfram almenningslaug fái ég einhverju ráðið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.