Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Júlíus MagnúsHólm Veturliða- son fæddist á Ísa- firði 26. mars 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Veturliði Guðbjarts- son, f. 26. júní 1883, d. 21. september 1966, og Guðrún Halldórsdóttir, f. 3. september 1889, d. 18. ágúst 1959, og bjuggu á Lækjamót- um á Ísafirði. Hann var 18. af 19 börnum þeirra hjóna en þar af komust 13 til fullorðinsára en sex létust í bernsku. Systkini Júlíusar voru Halldóra, f. 24. mars 1910, d. 5. desember 1994; Ingibjörg, f. 14. október 1912, d. 24. maí 1997; Sal- vör, f. 24. september 1914; Vetur- liði, f. 3. júlí 1916, d. 14. mars 1993; Rakel, f. 30. október 1918, d. 10. maí 1984; Lára, f. 26. mars 1921, d. 14. febrúar 1991; Jóhanna, f. 18. apríl 1923, d. 17 apríl 1993; Guð- munda, f. 30. júní 1925; Sverrir, f. 16. nóvember 1927, d. 6. ágúst 1935; Sveinbjörn, f. 18. desember 1928; Margrét, f. 18. júlí 1930; Erla, f. 7. janúar 1932; Svala, f. 26. jan- úar 1936. Uppeldissystir þeirra, dóttir Rakelar, var Kristjana Valdi- marsdóttir, f. 29. september 1939. 7. júlí 1956 kvæntist hann Guð- ella Steinsdóttir, f. 29. maí 1985. 4) Sveinbjörn, f. 22. desember 1963, d. 28. nóvember 2004, maki Ólöf Ingi- bergsdóttir, f. 25. ágúst 1974. Börn þeirra eru Margrét Marís, f. 22. janúar 1998, og Ívar Örn, f. 23. september 1999. Fyrir átti Svein- björn Guðrúnu Sesselju, f. 13. ágúst 1987, sambýlismaður Freyr Helga- son, f. 29. júní 1983. 5) Birna, f. 17. september 1966, maki Bjarni Ax- elsson, f. 30. janúar 1959. Börn þeirra eru Júlíus Helgi, f. 4. ágúst 1985, unnusta Steinunn Eðvalds- dóttir, f. 20. janúar 1987, Krist- björg María, f. 7. júní 1988, unnusti Máni Atlason, f. 30. október 1985, Lilja Rut, f. 2. apríl 1993, og Axel Bragi, f. 5. janúar 1996. 6) Ingi- björg Ösp, f. 2. júlí 1975, maki Að- alsteinn Davíð, f. 26. júní 1972. Dóttir þeirra er Íris Rakel, f. 21. október 2005. Júlíus og Guðrún hófu búskap sinn á Ísafirði og fluttust þaðan til Önundarfjarðar og svo til Hnífs- dals þar sem þau bjuggu í 17 ár. Þar vann Júlíus við ýmis verka- mannastörf svo sem við fiskvinnslu og smíðar með hobbýbúskap sem áhugamál. Þau byggðu sér hús inni í Holtahverfi á Ísafirði og fluttust þangað 1977. Árið 1980 stofnaði Júlíus fyrirtækið Hellustein og rak það til 1989 eða þar til hann flutti á Akranes. Ásamt fyrirtækjarekstri vann hann sem sundlaugavörður við Sundhöll Ísafjarðar og ýmis önnur störf. Á Akranesi starfaði hann hjá HB & co. á meðan heilsan leyfði. Útför Júlíusar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. rúnu Sveinbjörns- dóttur, dóttur hjón- anna í Norðurfirði Sveinbjörns Valgeirs- sonar, f. 24. ágúst 1906, d. 18. maí 1995, og Sigurrósar Jóns- dóttur, f. 1. nóvember 1910, d. 8. apríl 1994. Guðrún og Júlíus eignuðust sex börn: 1) Halldór, f. 9. febrúar 1957, maki Gíslný Bára Þórðardóttir, f. 25. nóvember 1961. Fyrir átti Halldór þrjú börn: Haukur, f. 31. janúar 1985; Halldóra Þuríður, f. 25. maí 1986, dóttir Halldóru er Ardís Mar- ela Unnarsdóttir, f. 26. desember 2004, og Sigurbjörg Erna, f. 10. október 1989. Sonur Báru er Berg- ur Einarsson, f. 15. júní 1981, maki Gyða Þórhallsdóttir, f. 23. mars 1981. 2) Sigurrós, f. 4. september 1958, maki Ólafur Kr. Borgarsson, f. 24. apríl 1952. Dóttir hennar er Kristjana Björnsdóttir, f. 19. ágúst 1980. Sambýlismaður Daníel Hreggviðsson, f. 25. júlí 1985. 3) Sigurlína Guðrún, f. 23. apríl 1960, maki Guðmundur Páll, f. 30. des- ember 1957. Börn þeirra eru Stein- unn, f. 8. ágúst 1990, unnusti Hörð- ur Nikulásson, f. 7. apríl 1988, og Sigurjón, f. 13. janúar 1992. Fyrir átti Lína Valgeir Sigurðsson, f. 14. nóvember 1978, sambýliskona Mar- Elsku pabbi. Þakka þér fyrir minningarnar, ánægju- stundirnar sem þú bjóst mér, litlu ævintýrin sem þú leiddir mig í, félagsskapinn, tímann sem við áttum saman. (Pam Brown.) Minningarnar hafa þotið í gegnum hugann þessa daga sem eru liðnir frá andláti þínu. Öllum fylgir bros og þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Ég var svoddan pabbastelpa, fékk oft að fara með þér í vinnuna. Bæði í Hellu- stein, þar sem ég lærði að steypa drullukökur sem ég gat skreytt með túnfíflum og sóleyjum, og í Sundhöll- ina þar sem þú kenndir mér að synda. Seinna fékk ég að vinna með þér og var stolt af því. En það mikilvægasta sem ég lærði á heimili ykkar mömmu er mikilvægi fjölskyldunnar. Skilyrðislaus ást á þeim sem næst okkur standa og að þrátt fyrir erfiðleika, veikindi eða dauða er bros handan við hornið. Litla dóttir mín mun alast upp við sögur af Júlla afa því minning þín mun lifa í hjarta okkar. Elsku pabbi, ég mun sakna þín alla mína ævi. Þín dóttir, Ingibjörg Ösp. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag,“ segir í kvæði Tómasar, því „einir fara og aðrir koma í dag“. Þannig endurnýjar lífið sig í sífellu og þeir sem gengið hafa götuna á enda hverfa okkur sjónum. Með Júlla er genginn einstakur maður. Það að hafa átt slíkan mann- vin sem tengdaföður, vinnufélaga, afa barna minna og kynnast því hvernig hann með sínum einstaka persónu- leika bætti hverja sál í návist hans, er óður til lífsins. Það eru tæp tuttugu ár síðan ég kom fyrst á heimili Júlla og Gunnu á Ísafirði, þá unnusti dóttur þeirra Sig- urlínu. Það var notaleg stund að eiga þann fund og þannig var það með alla þá er sóttu þau heim. Allir velkomnir háir sem lágir, hvorki spurt um stöðu né stétt. Glaðværð og hressileiki voru einkenni heimilisins sem ávallt var mannmargt, margir sóttu til þeirra vináttu og hjálp. Júlli var átjándi í röðinni af nítján fæddum systkinum, en 13 þeirra komust til fullorðinsára. Að vera alinn upp á Lækjarmótum á Ísafirði á fyrri- hluta síðustu aldar í slíkum systkina- hópi mótaði hann að sjálfsögðu og snemma vaknaði áhugi hans fyrir því að draga björg í bú. Það má segja að allt hafi orðið að mat í höndunum á Júlla og gjafmildi hans við þau verk sín var einstök. Hann bjó yfir mikilli þekkingu og natni við að herða, kæsa og reykja fisk og kjöt. Eftir að hann fluttist suður á Akranes átti ég þess kost ásamt mörgum hér að fylgjast með honum við þessa iðju sína. Enn fæ ég vatn í munninn við tilhugsunina þegar síminn hringdi og hans ljúfa rödd sagði – „Gummi, komdu og smakkaðu hjá mér,“ þá hafði hann oftar en ekki prófað sig áfram með nýjungar, hvort sem það var að reykja grálúðu sem viðbit á brauð eða karfa, bleikju, lax eða rúllupylsu. Að koma í skúrinn til hans var veröld út af fyrir sig. Öllu haganlega komið fyr- ir og hugurinn og áhuginn slíkur að hann smitaði hvern mann. Allt var þetta svo gott sem hann gerði, hákarl- inn, harðfiskurinn, hangikjötið. Menn voru farnir að halda að ekki væri hægt að verka almennilegan hákarl hér á Akranesi en það afsannaði hann algjörlega. Jafnt í systkinahópi sínum eða sem faðir og afi var Júlli ávallt sérstakur gleðigjafi. Með glaðværð sinni og húmor hafði hann sérstakan hæfileika á að kalla fram barnið í okkur öllum og tilhlökkunina. Að eiga hann að sem vinnufélaga voru forréttindi. Oftar en ekki vann Júlíus erfiðisvinnu, m.a. í fiskvinnslunni. Í návist hans varð allt svo létt og skemmtilegt, hann miðlaði stöðugt af glaðværð sinni til vinnu- félaga og létti það mjög amstur dags- ins. Við sem þekktum hann vel kom- umst ekki hjá því að verða vör við „drauma“ hans. Um það talaði hann helst ekki og fór með það allt í kyrr- þey. Hann var gæddur hæfileikum sem flestum okkur hinna er ekki gef- ið. Oft var hann fenginn af öðru til- verustigi til þess að hjálpa og aðstoða fólk. Dómgreind hans var mikil gagn- vart þessum hæfileika sínum og fór hann með það af einstakri nærgætni. Ákveðinn hluta þessara hæfileika bað hann um að yrði tekinn frá sér til þess að hann gæti lifað eðlilegu lífi sem faðir og dregið björg í bú eins og áður er komið inn á. Þegar hann ræddi þessa hluti kom hann þannig orðum að því að maður átti gott með að skilja hvað þarna var á ferð. Þau samtöl voru og eru einstakur lærdómur sem miðlað verður, m.a. til afabarna hans, þegar það á við. Júlíus var mikill gæfumaður. Hans mesta gæfa í lífinu var að árið 1956 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur. Þeirra hjónaband var einstaklega farsælt og vinátta og virðing einkenndi allt þeirra samlíf og í júlí í sumar er gull- brúðkaupsdagur þeirra. Hið einstaka samband sem þau í sameiningu rækt- uðu með börnum sínum, tengdabörn- um og ekki síst barnabörnum, þar sem traust vinátta og leiðsögn var ávallt sett fram á svo ljúfan og sér- stakan hátt, er hér innilega þakkað. Örlögin fóru ekki um þau neinum vettlingatökum og lífsbaráttan var oft hörð. Veikindi Júlíusar sem leiddu til þess að hann varð að hætta störfum langt um aldur fram. Hörmulegur missir sonar þeirra Sveinbjörns er lést af slysförum fyrir rúmu ári var þeim mikill harmdauði og reynsla sem erfitt er að yfirstíga. Þau þekktu svo sannarlega lífið allt. Þegar það var ljóst fyrir rúmum mánuði að veik- indi Júlla voru komin á það alvarlegt stig að kveðjustundin væri í nánd, tókust þau Júlli og Gunna saman á við það af einstöku æðruleysi. Kveðju- stundin hans varð í raun friðarstund. Hann vissi svo mikið um þetta allt saman. Í dag kveð ég góðan og eftirminni- legan tengdaföður og vin. Ég sakna hans mjög og mun lengi minnast ánægjulegrar samfylgdar með hon- um. Ég færi Gunnu, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja okkur öll. Guðmundur Páll Jónsson. Elsku afi. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Eins yndislegur og þú varst og vildir öllum vel. Við hugsum til þess þegar þú bauðst okkur ávallt velkomnar með harðfisk og vildir endilega að við myndum smakka há- karlinn sem þú varst svo stoltur af og máttir vel vera. Alltaf þegar við komum heim til ykkar ömmu í Suðurgötuna þá var eins og að koma heim, alltaf jafn hress og skemmtileg og eins og að koma í ævintýraland þegar við komum í leik- herbergið þegar við vorum litlar. Þú gafst okkur öllum gælunöfn sem við gleymum seint, enda varst þú og ert uppáhaldsafi okkar. Þegar veikindin fóru að segja til sín var samt alltaf sami afahúmorinn sem allir þekkja vel. Það leið aldrei sú stund að við vorum í heimsókn og ekki gert gys og hlegið. Afi var samt dug- legur að segja hvað honum þætti vænt um okkur á alvarlegu nótunum en svo var gert grín að því seinna. Það er svo ólýsanlegt hvað við söknum húmorsins, brandaranna og hláturs- ins hans afa okkar, sem minningarnar okkar eru eiginlega eingöngu af. Það voru hrein forréttindi fyrir okkur frænkurnar að fá að alast upp með svo frábærum manni. Júlli afi á stóran þátt í hvernig manneskjur við erum í dag. Hann hefur kennt okkur svo margt sem við munum aldrei gleyma. Í hvert sinn sem afi var heim- sóttur var hlegið hátt og skemmt sér. Hann var alltaf reiðubúinn að koma með hnyttin skot og við reyndum að svara, en oftast hlógum við of mikið til að segja eitt eða neitt. Í þau fáu skipti sem við náðum að halda hlátrinum niðri til að svara kom hann með ótrú- legustu skot til baka sem við gátum ekki svarað. En manstu afi, þegar þú, Steinunn og ég (Sigurbjörg) sátum í eldhúsinu í Vallargötu og þú varst nýkominn heim með kæsta skötu? Þið Steinunn ákváðuð að gikkurinn hún Sigurbjörg ætti að læra að meta skötu svo þú baðst Steinunni að grípa fyrir nefið á mér þegar tækifæri gafst og þegar ég opnaði munninn til að anda greipst þú tækifærið og stakkst upp í mig væn- um bita. Þetta þótti þér skondið og talaðir gjarnan um þetta uppátæki ykkar og bættir við að ljótari grettu hefðirðu sjaldan séð. Þú telur tárin mín, Drottinn, og veist hvern- ig mér líður. Jafnvel þau andvörp sem ég kann ekki að orða, skilur þú og metur rétt. Gef mér nú þann grát sem laugar sárin og leysir kökkinn og vermir hugann. Í Jesú nafni. (Höf. ók.) En nú, elsku afi, þurfum við að kveðja. Við munum ávallt minnast gleði þinnar, kímni og góðmennsku. Við vitum að þú munt alltaf fylgja okkur því þú munt ávallt búa í hjarta okkar. Og viljum við biðja drottin um að varðveita og passa fjölskyldu okkar. Halldóra Halldórsdóttir, Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir. Elsku afi, það er alltaf sárt að kveðja, ekki síst þegar maður þarf að kveðja jafngóðan mann og þig. En nú er kveðjustundin gengin í garð og tími kominn til að líta yfir farinn veg. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppalinn á þínu heimili og þú gekkst mér í föður stað fyrstu ár ævi minnar. Ég mun aldrei gleyma árun- um á Fagraholtinu og þeim stundum sem ég átti með ykkur ömmu þegar þið bjugguð á Ísafirði. Á þeim tíma kenndir þú mér svo margt, þú lékst þér með mér í boltaleikjum úti í garði og hreyktir þér síðar af því að hafa verið fyrsti fótboltaþjálfarinn minn, þú fórst með mér á bryggjuna og veiddir með mér marhnúta í hundr- aðavís, sagðir mér að þeir væru óætir og að ég skyldi passa mig á eitraða broddinum. Þú kenndir mér góða við- skiptahætti þegar þú keyptir kók og nammi handa mér og Ingu frænku og leyfðir okkur að opna sjoppu í steypu- stöðinni, þar sem þú svo keyptir nammið aftur, okkur frændsystkin- unum til mikillar gleði. Eftir að við mamma fluttum svo í burtu man ég vel hve gaman var að koma í heim- sókn um páska og jól, það var alltaf tekið vel á móti litlum afastrák í þín- um húsum. Seinna fluttuð þið amma svo til okkar á Akranes og þá varð samgangurinn meiri og gleðistund- irnar sem ég hef átt með þér síðan eru óteljandi. Það er skrítið, afi, en þegar ég hugsa til baka man ég eingöngu eftir góðum stundum, ég held að svo sé um alla, því þú varst hvers manns hugljúfi og ætíð í góðu skapi, besti maður sem ég hef þekkt. Marellu fannst alltaf svo gaman að hitta þig. Þú sást alltaf svo skemmti- lega hlið á hlutunum og það kunni hún að meta. Það var alltaf stutt í hlát- urinn þegar maður var í kringum þig, eins og í fermingunni hans Sigurjóns um daginn, þú varst slappur en vildir alls ekki missa af þessum áfanga í lífi hans. Í veisluna mættir þú, það var svolítið vesen að koma þér og stólnum upp, en það hafðist á endanum. Stein- unn sagði við þig að þú værir fínn með nýju klippinguna og þú svaraðir um hæl: „Já, þær hlandgreiða mér svo helvíti fínt hjúkkurnar,“ það fannst okkur rosalega fyndið. Já, það er sárt að kveðja en minn- ing þín mun lifa með okkur sem eftir erum, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Við Marella elskum þig, afi, og við hlökkum til að hitta ykkur Sveinbjörn þegar okkar tími kemur, en þangað til, sofðu rótt, elsku afi. Valgeir. Elsku Júlli, það hefur verið vel búið um rúmið á Lækjarmótum hinn 28. mars sl. og margir sem tóku á móti þér hinum megin við móðuna miklu. Þegar kemur að kveðjustund kemur margt upp í hugann sem of langt er að telja upp í þessum fáu línum. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa átt þig og hana Gunnu systur að þegar ég fór fyrst að heiman, aðeins 15 ára gömul, til að vinna fyrir mér. Alltaf var pláss hjá ykkur í litla hús- inu í Hnífsdal þótt börnin væru mörg, því hjartað var stórt. Það var með ólíkindum hvað þú gast umborið okk- ur unglingana, en það var allt sjálf- sagt af því Gunna vildi hafa okkur. En þú hafðir líka svolítið gaman af því að stríða okkur. Síðan þegar þið fluttuð á Akranes urðu samverustundirnar fleiri, börnin að fara að heiman og þá byrjaði annar þáttur í lífinu. Þú misstir heilsuna en varst samt alltaf hress og kátur, tilbúinn að glett- ast við bæði börn og fullorðna. Það var þitt líf og yndi að verka góðan mat, reykja kjöt og fisk fyrir allan ættbálkinn. Þú varst mikill fjöl- skyldumaður og það hændust allir að þér. Þegar svo kom í ljós að þú varst með ólæknandi sjúkdóm í lifur, gast þú enn slegið á létta strengi og boðið mér í lifrarklatta. Elsku Júlli, takk fyrir alla gleðina og hjálpsemina sem þú hefur veitt okkur Jóni og fjölskyldunni í gegnum árin. Elsku Gunna, það er mikils virði að eiga stóra og góða fjölskyldu þegar áföll dynja yfir og það hefur vonandi veitt þér stuðning nú síðustu daga. Megi góður Guð styðja þig og fjöl- skyldu þína um ókomin ár. Heiðrún. JÚLÍUS VETURLIÐASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.