Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉF FANN, LOKSINS, HINN FULLKOMNA JÓLASOKK HVAÐ ER ÞETTA? HVER NEGLDI FÖÐURLANDIÐ MITT Á ARINHILLUNA? ÞETTA ER SPURNING UM MAGN EN EKKI GÆÐI HVAÐ ER ÞETTA? EFTIR AÐ ÉG TALAÐI SVONA FALLEGA UM HUNDA ÞÁ VILL HANN EKKI SLEPPA MÉR HONUM ÞÓTTI EFLAUST VÆNT UM ÞETTA ÉG BÝST VIÐ ÞVÍ „AND- VARP!“ BLESS MAMMA, ÞAÐ VAR ÁNÆGJULEGT AÐ BÚA HJÁ YKKUR PABBA, EN SAMT EKKI FRÁBÆRT BÍDDU AÐEINS KALVIN! GRÆNLAND ER Í ÞESSA ÁTT! VIÐ VISSUM ÞAÐ! HÚN GETUR EKKI SLEPPT AF OKKUR HENDINNI ER OF SNEMMT AÐ BIÐJA UM LIÐSAUKA? HINN LÍTIÐ ÞEKKTI NEFHÁRAÁLFUR ÉG ÞOLI EKKI ÞETTA STARF! ÞAÐ ER NÚ ÞEGAR KOMINN SNJÓR Í ALASKA ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ GÓÐ HUGMYND AÐ FLYTJA JÁ, VIÐ GÁTUM KEYPT STÆRRA HÚS, BILLI ÞÉNAR MEIRA EN HANN GERÐI OG VIÐ GETUM SKEMMT OKKUR VIÐ ALLSKONAR ÚTIVIST SAKNARÐU ÞESS EKKERT AÐ BÚA Í HVERFINU OG SPJALLA SAMAN YFIR KAFFIBOLLA? JÚ... ...STANSLAUST! „SNÖKKT“ DÖMUR MÍNAR OG HERRAR, MÁ ÉG KYNNA FYRIR YKKUR... HVAÐ HEITIRÐU AFTUR? MARY JANE PARKER EN ER KÖLLUÐ M.J ...M.J. PARKER SEM MUN LEIKA Á MÓTI MÉR Í NÆSTU MYND MINNI HÚN GETUR EKKI SAGT HONUM AÐ HÚN SÉ GIFT MÉR Dagbók Í dag er miðvikudagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2006 Víkverji horfði ámóður missa stjórn á sér við barnið fyrir skömmu. Klukk- an var að verða fimm og barnið var með mömmu sinni að kaupa í matinn. Á leið- inni sér barnið páska- egg í stæðum og fitjar upp á því við hana hvort það megi ekki fá páskaegg. Nei, móð- irin benti barninu á að það væri enn hálfur mánuður til páska. Skömmu síðar er komið í mjólkurkæli og þar er fullt af páskajógúrti á boð- stólum með sælgætismolum. Barnið vill auðvitað fá nokkrar dollur í körf- una en móðirin maldar í móinn og líka þegar barnið bendir á kókó- mjólkina. Gosrekkarnir blasa við og enn biður barnið um eitthvað, að þessu sinni voru það freistandi gos- flaska sem það vildi gjarnan fá. Hún lokkaði það í burtu en þá tók ekki betra við því við blasti nammibarinn í öllu sínu veldi. Barnið bókstaflega sleppti sér þegar mamman harðneit- aði að kaupa poka með sælgæti. Þeg- ar hér var komið sögu var móðirin orðin eldrauð í framan af ergelsi og gat ekki hamið sig lengur. Hún öskraði á barnið, reif það í burtu og dró það að kassa til að borga. Þar var biðstöð og súkkulaðistykkin biðu eftir barninu í rekka. Þegar barnið teygði sig í stykki, henti mamman frá sér körf- unni, tók barnið upp og stormaði út úr búð- inni án þess að vera búin að kaupa nokkuð í matinn. Víkverji fann til með móður og barni. Hann skilur sitt barn eftir heima ef hann þarf nauðsynlega að fara í búð sem þessa. En auðvitað eru ekki allir sem hafa einhvern til að gæta barnsins á með- an verið er að kaupa í matinn. Vík- verji hvetur matvöruverslanir til að endurskoða þessa sykurstefnu. Er ekki einhver búð sem þorir að út- hýsa sælgæti og sætindum eða þá hafa slíka vöru á afviknum stað í búðinni? Hann er viss um að sú hin sama verslun myndi stórgræða á uppátækinu. Hvernig væri svo að bjóða upp á litlar gulrætur við kassa, banana, litlar hrökkbrauðskökur, þurrkaða ávexti í litlum pokum, fræ og hnetur? Víkverji myndi kaupa þar í matinn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Borgarleikhúsið | Söng- og leiklistarskólinn Sönglist er starfræktur í sam- starfi við Borgarleikhúsið, en þar hafa ríflega 200 nemendur á aldrinum 7–19 ára verið að læra leiklist, söng og dans í vetur. Undanfarna daga hafa 35 frumsamin leikverk verið flutt á fjölum leikhússins og eru síðustu sýning- arnar í dag kl. 17 og 20.30. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungmenni syngja, leika og dansa í Borgarleikhúsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. (Matt. 7, 12.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.