Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 37 DAGBÓK Dagana 5. til 8. apríl standa norrænusendiráðin á Íslandi, utanríkisráðu-neytið og Háskólinn í Reykjavík fyrirNordicMun hermiráðstefnu. „Mun“ stendur fyrir „Model United Nations“ og er hermilíkan af starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Þorvarður Atli Þórsson er formaður IceMun og starfar með Söndru Lyngdorf hjá sænska sendiráðinu að skipulagningu dagskrár- innar: „Í stuttu máli setja stúdentar sig í hlutverk sendiherra mismunandi þjóða og reyna að fram- fylgja stefnu þeirra í ólíkum málum,“ segir Þor- varður. „Þáttakendur kynnast með þessu móti starfi SÞ mjög vel, fræðast um utanríkisstefnur ýmissa þjóða auk þess að kynna sér ofan í kjölinn helstu pólitísku deilumál líðandi stundar.“ Umræðuefni NordicMun er Íransdeilan og verður hermt eftir starfsemi öryggisráðs SÞ. Þátttakendur munu því setja sig í hlutverk for- svarsmanna Argentínu, Kína, Kongó, Íslands, Frakklands, Gana, Grikklands, Japans, Perú, Quatar, Rússlands, Slóvakíu, Bretlands, Tansaníu og Bandaríkjanna. Hermifundurinn er haldinn í tilefni af heim- sókn dr. Hans Blix til landsins, en hann verður hér í boði Háskóla Íslands, sendiráðs Svíþjóðar og SÞ-félagsins á Íslandi. „Ásamt því að taka þátt í hermifundinum munu þátttakendur sækja stutt námskeið í samningatækni, hlýða á fyrirlestra dr. Blix auk þess að sækja móttökur í boði utanrík- isráðuneytisins og norrænu sendiráðanna,“ segir Þorvarður. Mun-ráðstefna var fyrst haldin á Íslandi árið 2003 en í fyrra voru IceMun samtökin stofnuð til að halda utan um skipulag ráðstefnuhaldsins: „Árlega sendum við út háskólastúdenta til þátt- töku í Mun-ráðstefnum erlendis. Við skipuleggj- um eina háskólaráðstefnu á hverju ári og stefnt er að því að halda menntaskólaráðstefnu næsta haust. Einnig eigum við í miklu norrænu sam- starfi og vorum, sem dæmi, að aðstoða við stofnun DanMun í Danmörku á dögunum,“ segir Þorvarð- ur. Þátttakendur á ráðstefnunni að þessu sinni verða hátt í 40. „Þeir sem hafa tekið þátt í ráðstefnunum hér á landi láta vel af reynslunni,“ segir Þorvarður. „Auk þess að kynnast starfi alþjóðastofnana og fræðast um umheiminn þroskar þátttaka í herm- iráðstefnunni ýmsa hæfileika. Fundurinn fer einnig fram á ensku og veitir góða þjálfun í rök- ræðu og tali á því máli, og samningaviðræðum bæði innan og utan funda. Til að dýpka reynsluna enn frekar höfum við lagt á það áherslu að fá góða fyrirlesara til samstarfs við okkur og fengum m.a. til okkar á sínum tíma fyrrum sendifulltrúa SÞ gagnvart Súdan.“ Nánar má fræðast um NordicMun á slóðinni nordicmun.blogspot.com, en heimasíða IceMun, www.mun.is, verður tekin í gagnið á næstunni. Alþjóðasamstarf | NordicMun SÞ-hermiráðstefna haldin í Reykjavík 5. til 8. apríl Kynna sér starfsemi SÞ  Þorvarður Atli Þórs- son fæddist í Reykjavík 1982. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 2002 og leggur nú stund á nám í stjórn- málafræði og hagfræði við Háskóla Íslands. Auk þess að starfa hjá utanríkisráðuneytinu í námshléum hefur Þor- varður starfað ötullega að félagsmálum, var meðal annars meðstofnandi og síðar formaður IceMun-félagsins. Þorvarður sat í stjórn Aisec-nemendasamtakanna og átti sæti á lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Fimmtudaginn 6.apríl verður sjötugur Vilhelm Andersen, Skógarseli 43. Hann, ásamt konu sinni, Guðrúnu Kristinsdóttur, mun taka á móti gestum á afmælisdag- inn í Oddfellowhúsinu milli kl. 17–19. Vilhelm afþakkar góðfúslega afmæl- isgjafir en stuðningur vegna verkefnis Oddfellowstúkna við dagvist líkn- ardeildarinnar í Kópavogi myndi gleðja hann. Úr sex í sjö. Norður ♠1082 ♥ÁG42 ♦Á54 ♣K86 Suður ♠ÁKD73 ♥K5 ♦D7 ♣Á943 Í síðustu viku fékk lesandinn það verkefni að reyna við sex spaða úr suð- ursætinu, en spilið kom upp í und- ankeppni Íslandsmótsins. Sex spaðar er grimm slemma, sem krefst góðrar legu, en nú gerum við gott betur og hækkum í sjö spaða! Er hægt að teikna upp legu sem dugir til vinnings í sjö spöðum? Út- spilið er tromp. Skili trompið sér á sagnhafi 10 slagi og 11 ef hjartasvíning heppnast. Tvo þarf í viðbót og þeir geta því aðeins komið að vestur þurfi að valda alla hlið- arlitina – hann verður að eiga minnst fjórlit í hjarta og laufi, auk tígulkóngs- ins: Norður ♠1082 ♥ÁG42 ♦Á54 ♣K86 Vestur Austur ♠G4 ♠965 ♥D963 ♥1087 ♦KG8 ♦109762 ♣G1075 ♣D2 Suður ♠ÁKD73 ♥K5 ♦D7 ♣Á943 Sagnhafi tekur tígulás, spilar svo öll- um spöðunum og hendir tveimur tígl- um úr borði. Vestur má missa eitt lauf og einn tígul, en þvingast við fimmta trompið. Það kostar strax tvo slagi að henda laufi, en ef hann hendir tíg- ulkóngi kemur drottningin næst og endurtekur þvingunina. Besta vörn vesturs er að henda hjarta í fimmta spaðann. En það dugir ekki til. Sagnhafi tekur fjóra slagi á hjarta (með svíningu) og kastar tveim- ur laufum heima. Í þriggja spila enda- stöðu á blindur K86 í laufi, en suður tíguldrottningu og Á9 í laufi. Sem er meira en vestur ræður við. Þetta er ótrúleg lega, en í reynd munaði ekki miklu: vestur átti öll lyk- ilspilin, en aðeins þrjú hjörtu. Og það gerði gæfumuninn – fyrir vörnina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Er ekki allt í lagi? ER ekki allt í lagi hjá þeim sem stjórna afþreyingarþáttum fyrir áskrifendur Stöðvar 2? Hvernig er hægt að hoppa fram um rúm 2 ár í Glæstum vonum? Er þetta ekki eins og að rífa blaðsíður úr bók sem mað- ur er að lesa og svo á maður bara að sætta sig við það og reyna að ná þræðinum á þeirri blaðsíðu sem næst er? Það er ekki nóg að bjóða upp á út- drátt úr því sem hefur gerst á þeim tíma sem fyrirhugað er að sleppa að sýna. Það vill svo til að ég veit að það mun margt gerast og ég hefði gjarn- an viljað fá að sjá það og upplifa með eigin augum. Eigum við allt í einu að upplifa að Brooke er komin með krakka, verðum við ekkert hissa að sjá það? Þeir sem fylgjast með vita að hún er nýorðin ófrísk og það hefði verið spennandi að fylgjast með því drama sem því mun fylgja. Ég sem áskrifandi sætti mig ekki við svona framkomu. Vissulega eru margir sem líta á þessa þætti sem endalausa vitleysu en lítið bara á það sem lest- ur á afþreyingarbókmenntum, þetta er ekkert öðruvísi. Og ef það þurfti að flýta þáttunum eitthvað, var þá ekki hægt að sýna tvo í einu? Þetta eru nú bara 20 mín. hver þáttur. Sigurbjörg. Ljósblár gári týndist PÁFAGAUKURINN minn sem er ársgamall gári, ljósblár með gulan koll og gulan háls undir goggnum, flaug út um gluggann í Torfu- felli 44 3. apríl. Hann er mann- elskur og þekkir nafnið sitt sem er Seppi. Hans er sárt saknað. Ef einhver hefur fundið hann eða hann flogið inn um glugga hjá einhverjum, þá vinsamlega hafið samband í síma 868 1606. Fréttir á SMS RÁÐSTEFNA um Árangursstjórnun í heilbrigðis- og félagsþjónustu hinn 7. apríl 2006 í Húnaþingi vestra Glax-Viðskiptaráðgjöf, í samstarfi við Húnaþing vestra, Heilbrigðisstofnunina Hvammstanga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, heldur ráðstefnu í Ásbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði hinn 7. apríl næstkomandi. DAGSKRÁ 10:00-10:05 Setningarávarp ráðstefnustjóra 10:05-10:25 Upplýsingakerfi í málefnum fatlaðra - Stuðningur árangursstjórnunar Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. 10:25-10:40 Upplýsingakerfi - Verkfæri fyrir stjórnendur Elín R. Líndal, markaðsstjóri og deildarstjóri hugbúnaðardeildar Forsvars ehf. 10:40-10:50 Umræður og fyrirspurnir 10:50-11:00 Kaffihlé 11:00-11:30 Árangursstjórnun í málefnum fatlaðra hjá Gowrie Care Limited í Skotlandi Joy Dunlop, svæðisstjóri hjá Gowrie Care Ltd. í Skotlandi. 11:30-11:50 Nýtt þjónustumatskerfi - Markvissari nýting fjármuna Dr. Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 11:50-12:05 Ávarp félagsmálaráðherra Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra. 12:05-12:10 Upplýsingakerfi í málefnum fatlaðra tekið í notkun Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra. 12:10-12:20 Umræður og fyrirspurnir 12:20-13:00 Hádegishlé 13:00-13:15 Ávarp 13:15-14:00 Nýjar áherslur í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu • Möguleikar heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni til þátttöku í nýjum áherslum í öldrunarþjónustu Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga. • Tillaga að klasa í heilbrigðismálum á Norðurlandi vestra Svanhildur Guðmundsdóttir, fulltrúi í verkefnisstjórn um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. 14:00-14:20 Landspítali háskólasjúkrahús - Möguleikar á samstarfi við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss. 14:20-14:40 Doktorsrannsókn á þjónustugæðum öldrunarstofnana - Lýsing rannsóknarefnis Garðar Jónsson, framkvæmdastjóri Glax-Viðskiptaráðgjafar og doktorsnemi við Stirling Háskóla í Skotlandi. 14:40-15:00 Kaffihlé 15:00-15:20 Bætt stjórnun - Betri nýting fjármuna Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness. 15:20-15:50 Bætt ferli í heilbrigðisþjónustu - Aðgerðir Tayside Primary Care í Skotlandi Jim Duffy, gæðastjóri hjá Tayside Primary Care í Skotlandi. 15:50-16:10 Umræður og fyrirspurnir 16:10 Móttaka í boði Húnaþings vestra Ráðstefnugjald er 4.500 kr. - Hádegisverður og kaffi innifalið Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar, www.glaxgroup.is/radstefna, hjá Glax-Viðskiptaráðgjöf í síma 588 5800 eða hjá SSNV í síma 455 2510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.