Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 45 FORSÝND Í KVÖLD FRELSI AÐ EILÍFU ! eeee- S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee - A.B. Blaðið Ein magnaðasta kvikmyndaupplifun ársins. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK BASIC INSTINCT 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára BASIC INSTINCT 2 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 EIGHT BELOW kl. 5:30 - 8 - 10:30 V FOR VANDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:45 B.i. 16 ára THE MATADOR kl. 6 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára LASSIE kl. 3:50 - 6 AEON FLUX kl. 10:30 B.i. 16 ára BLÓÐBÖND kl. 8 BAMBI 2 m/Ísl. tali kl. 3:50 WOLF CREEK Fors. kl. 8 B.i. 16.ára. BASIC INSTINCT 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára EIGHT BELOW kl. 5:30 - 8 - 10:30 V FOR VANDETTA kl. 5:30 - 10:30 B.i. 16 ára BASIC INST. 2 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára DATE MOVIE kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára BASIC INST. 2 kl. 8 - 10:15 B.i. 16 EIGHT BELOW kl. 5:45 - 8 - 10.15 LASSIE kl. 6 BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM Frábær ævintýrarík og heillandi fjölskyldumynd frá Disney sem hefur allstaðar slegið í gegn. eee V.J.V. topp5.is eee S.V. mbl 30.000 manns týn ast á hverju ári í Ástralíu. Sumir sjás t aldrei aftu r. Það er ákveðið stöðutákn aðeiga tösku frá Chanel, Bur-berry’s frakka eða kjól frá Chloé. Vegna þess hversu eft- irsóttir ýmsir hlutir eru, spretta óhjákvæmilega eftirlíkingar upp. Núna er ekki verið að ræða um bransann sem felst í því að selja falsaðar vörur en tískuhús á borð við Louis Vuitton og Gucci og önn- ur með áberandi og þekkt vöru- merki hafa hvað mest orðið fyrir barðinu á fölsurunum. Hérna er átt við eftirapanir af vinsælli hönnun, flíkin er gerð „í anda“ ákveðins hönnuðar og seld undir merki ein- hvers annars. Tískutímarit taka mörg þetta fyrir og má nefna Marie Claire og Style, fylgirit breska Sunday Tim- es. Er þá birt ein mynd af eftirsótta og dýra hlutnum sem gat af sér eft- irlíkinguna, sem er á næstu mynd. Oft munar einu núlli á verðinu þótt flíkurnar eða handtöskurnar séu nokkuð líkar. Núorðið er mjög auðvelt að fylgj- ast með því sem gerist á tískuvikum í New York, London, Mílanó og París. Myndir af öllum flíkum á tískusýningum helstu hönnuða birt- ast á vef Style.com fljótt eftir sýn- ingarnar. Þetta gerir versl- anakeðjum á borð við Zara og H&M auðveldara fyrir að koma nýjustu tísku í verslanir.    Almennir neytendur eru ánægð-ir með að þurfa ekki að borga fáránlegar uppphæðir til að tolla í tískunni. Þetta á helst við flíkur sem verða þær heitustu hverju sinni. Það þykir ekki góð fjárfest- ing að borga tugi þúsunda króna fyrir blússu sem verður komin úr tísku eftir nokkra mánuði. Ódýrar eftirlíkingar gætu orðið úr sögunni en Samtök fatahönnuða í Bandaríkjunum (CFDA) eru farin af stað með baráttuherferð gegn eftirlíkingunum í Washington. Í fararbroddi í herferðinni eru hönnuðir á borð við Diane Von Furstenberg, Narciso Rodriguez og Zac Posen. Hönnuðirnir vilja að höfundarréttarlög verndi störf þeirra á svipaðan hátt og þau gera varðandi bækur og tónlist. Í því til- felli er rétturinn verndaður á með- an höfundurinn lifir og í 70 ár eftir dauða hans. Hönnuðirnir eru þó ekki að óska eftir því heldur vilja fá vernd á hönnun sinni í þrjú ár eftir að hún kemur fyrst fram. Fatahönnuðirnir segja að hátt verð flíka þeirra endurspegli að- eins þá miklu vinnu sem þeir eyði í undirbúnings- og rannsóknarvinnu varðandi efni, hugmyndir og tækni. Þeim finnst ósanngjarnt að aðrir geti hagnast á þessari miklu vinnu án þess að leggja neitt fram sjálfir. Aðrir gætu haldið því fram að það sé ekkert nýtt undir sólinni og að tískustraumar séu í loftinu. Það útskýri af hverju mörg tískuhús komi fram með sömu hluti á sama tíma eins og fyllta hæla og breið belti.    Stan Herman, forseti CFDA, seg-ir málið liggja ljóst fyrir. „Þetta er ekki eins flókið og margir vilja meina. Að taka hönnun ein- hvers og framleiða eftirlíkingu ætti að stöðva,“ sagði hann í samtali við New York Times. Þar er jafnframt skýrt út að ástæðan fyrir því að fatahönnun sé ekki vernduð sam- kvæmt höfundarréttarlögum sé út af því að litið sé á fötin sem nytja- hluti en ekki listræna tjáningu eða vísindauppgötvun. Þetta er sam- kvæmt 200 ára gamalli hugmynd sem átti að stuðla að sköpun og nýj- ungum, að nytjahlutir ættu að vera undanskildir svona lögum til að auka vöxtinn í iðnaðinum. Þessi hugmynd á ekki við á dögum auð- veldrar fjöldaframleiðslu. Í staðinn spyrja sumir hönnuðir að því af hverju þeir eigi að halda áfram að finna upp á nýjungum þegar ein- hver geti stolið hugmyndunum og jafnvel nýtt sér þær í framleiðslu á undan þeim. Þetta er gild spurning og ef nið- urstaðan verður hönnuðunum í hag gæti fjölbreytnin í fjöldafram- leiddri tísku aukist. Fólk hefði gott af því að þurfa að hugsa aðeins meira um hverju það klæðist í stað þess að kaupa alltaf nýjustu eft- irlíkingarnar sem eru alls staðar. List eða nytjahlutur? ’Hönnuðirnir vilja aðhöfundarréttarlög verndi störf þeirra á svipaðan hátt og þau gera varð- andi bækur og tónlist.‘ Reuters Hönnuðurinn Zac Posen ferðaðist nýverið til Washington til að berjast fyr- ir höfundarréttarlögum um tísku. ingarun@mbl.is AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Diane Von Furstenberg er hvað þekktust fyrir bundinn „wrap“- kjól, sem getið hefur af sér ótelj- andi eftirlíkingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.