Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ENDURSKOÐUN REIKNINGSSKIL SKATTAR / RÁÐGJÖF www.ey.is HÆTTA steðjar ekki að greiðslu- hæfi og lausafjárstöðu Íslands. Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem matsfyrirtækið Moody’s sendi frá sér í gær. „Þótt við höfum varað við hættum sem fylgja aukinni skuldsetningu hagkerfisins, hefur Ísland hæstu lánshæfiseinkunn okkar og horfurnar eru stöðugar,“ segir höfundur skýrslunnar, Joan Feldbaum-Vidra hjá Moody’s, í til- kynningu frá fyrirtækinu. „Við telj- um að áhyggjur sem nýverið hafa fram komið séu orðum auknar.“ „Ísland er í góðri stöðu til að takast á við hvaða hugsanlegu kröfu á ríkisbjargráð sem gæti sprottið af kerfisvanda hvar sem er í hagkerfinu. Lánshæfiseinkunn okkar fyrir Ísland, Aaa, er í sam- ræmi við verstu tilvik af þeim toga,“ segir Joan Feldbaum-Vidra. Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, segir að skýrsla Moody’s sé mjög þýð- ingarmikil fyrir þá umræðu sem verið hefur. „Niðurstaðan er mjög ótvíræð og sterk. Þá er afar þýð- ingarmikið að jafnafdráttarlaus niðurstaða um styrk íslenska hag- kerfisins komi fram hjá fyrirtæki eins og Moody’s,“ segir Davíð. Moody’s sendi í gær einnig frá sér tilkynningu um íslensku bank- ana. Þar kemur fram að fyrirtækið hefur staðfest lánshæfiseinkunnir viðskiptabankanna þriggja. Sam- hliða því hefur fyrirtækið hins veg- ar breytt horfum varðandi fjár- hagslegan styrkleika Glitnis og Landsbankans úr stöðugum í nei- kvæðar. Einkunn Kaupþings banka fyrir fjárhagslegan styrkleika verður hins vegar tekin til endur- skoðunar til hugsanlegrar lækkun- ar. Talsmenn bankanna eru ánægðir með tilkynningu Moody’s. Þeir leggja áherslu á að mestu skiptir að fyrirtækið staðfesti lánshæfis- mat þeirra. Engin hætta steðjar að greiðsluhæfi Íslands Moody’s staðfestir lánshæfiseinkunn íslensku bankanna en breytir horfum  Moody’s sendir frá sér | 13 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 4,65% í gær, sem er næstmesta lækkun hennar á einum degi frá upphafi. Einungis í febrúar 1993 lækkaði vísitalan meira en í gær. Öll félögin í Úrvalsvísitölunni lækkuðu í gær. Mest lækkun varð á hlutabréfum Flögu Group, eða 20,2%. Þá lækkuðu bréf Lands- bankans um 6,3%, FL Group um 5,4%, Glitnis um 5,2% og Kaupþings banka um 5,0%. Bréf annarra fé- laga lækkuðu minna. Úrvalsvísitalan er nú lægri en hún var um síðustu áramót. Vísital- an var 5.534 stig í lok síðasta árs en hún var 5.494 stig við lok viðskipta í gær. Það sem af er þessu ári fór vísitalan hæst í 6.996 stig, 16. febr- úar síðastliðinn, en það er hæsta gildi vísitölunnar frá upphafi. Síðan þá hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 21%. Þess ber að geta að á síðasta ári hækkaði Úrvalsvísitalan um 65% frá upphafi til loka ársins. Næstmesta lækkun Úrvalsvísitölu               E  F  F F F G F  F  C  C F C G "5 %"%& %"5 ENGINN hefur verið handtekinn eða yfirheyrður vegna rannsóknar á atviki þar sem tveir karlmenn námu tæplega 19 ára gamla stúlku á brott og reyndu að nauðga henni eftir að hafa stöðvað bíl hennar á Vesturlandsvegi aðfaranótt mánu- dags. Lögreglan segir það færast í aukana að fólk sé svipt frelsi með einum eða öðrum hætti í ofbeldis- málum. „Við erum með takmarkaða lýs- ingu á mönnunum,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Lögreglunni í Reykjavík, sem seg- ir að þess vegna hafi ekki þótt ástæða til að lýsa eftir þeim í fjöl- miðlum. Hann segir lögreglu ekki hafa tekið til þess afstöðu hvort mennirnir hafi skipulagt nauðgun fyrirfram, eða hvort glæpurinn hafi verið handahófskenndur. Konan stöðvaði bíl sinn þegar maður veifaði og virtist þurfa á aðstoð að halda, en var barin í andlitið, og hent meðvitundar- lausri í aftursæti á eigin bíl. Mennirnir óku út úr bænum og reyndu að nauðga konunni, en flúðu af vettvangi eftir að ökumað- urinn hafði misst bílinn út af veg- inum, eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær. Talsverður fjöldi mála hefur komið upp undanfarið þar sem einstaklingar eru sviptir frelsi sínu í lengri eða skemmri tíma og eru þetta aðferðir sem lögreglan hér á landi hefur ekki séð beitt í jafn ríkum mæli áður, segir Hörður. Síðasta tilvikið varð nú á mánu- daginn en skemmst er að minnast árásar á karlmann á sjötugsaldri í Garðinum á Reykjanesi í lok mars, þar sem manninum var hent í skott bifreiðar og ekið með hann út úr bænum, þar sem honum var misþyrmt áður en hann komst undan. 6. janúar sl. réðst svo mað- ur á unga stúlku þar sem hún beið eftir strætisvagni við Miklubraut og náði stúlkan ekki að losna frá árásarmanninum fyrr en þau voru komin upp á Sogaveg. Bæði málin eru óupplýst. 2. september 2005 réðust fjórir menn á þann fimmta, þar sem hann var við vinnu í verslun Bón- uss á Seltjarnarnesi og námu hann á brott, gengu í skrokk á honum og neyddu hann til að taka pen- inga út úr hraðbanka. Það mál upplýstist samdægurs. Svipað mál kom upp á Akureyri 16. apríl 2005, þegar tveir menn tóku 17 ára pilt upp í bíl sinn, óku með hann upp á Vaðlaheiði og skutu hann marg- sinnis með loftbyssu. Það mál er einnig upplýst. Loks lokkaði maður níu ára stúlku í Kópavogi upp í bíl sinn og ók með hana út úr bænum 24. nóvember 2004, og skildi hana eft- ir við Skálafellsafleggjarann á Mosfellsheiði. Það mál er óupplýst og hefur rannsókn verið lögð til hliðar þótt henni hafi ekki verið hætt. „Þetta eru miklu fleiri tilvik núna en maður kannast við að hafa séð á liðnum árum,“ segir Hörður, sem tekur þó skýrt fram að málin séu öll óskyld innbyrðis og hvert sinnar tegundar. „En þetta er vissulega nýtt, þetta er nokkuð sem við sjáum oftar núna en áður.“ Enginn handtekinn vegna frelsissviptingar og nauðgunartilraunar aðfaranótt mánudags Færist í aukana að fólk sé svipt frelsi  !"##$% 5   6 7    .6        (  " $      "&   "##$% #     .  2   7 (       .6 " $      $ "##$% 8      .    6 $   # .  " $      "   "##&% 3   9  3     6  $  " $    %#        "  '$ !"##&% :  + ++  8 (  (       ." $%   %#    %     "( ) "##(% ;       .   (  ++ 3   " $ %  !    &   % ' * +,    , Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is sviptingum í veðrinu næstu daga og frosti á landinu. Hefur Veðurstofan gefið út viðvörun þar sem búist er við stormi 18 til 23 metrum ÞAÐ er ástæðulaust að láta rysjótt veðurfarið þessa dagana koma í veg fyrir hressingar- göngu við Ægisíðuna. Áfram má búast við á sekúndu á Norðvesturlandi undir hádegi í dag og snjókomu norðanlands en léttskýjuðu syðra. Morgunblaðið/ÞÖK Hressingarganga við Ægisíðuna BÓK sem ætlað er að kynna mynd- list fyrir börnum kemur út um helgina hjá Máli og menningu og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slík bók er gerð um íslensk mynd- listarverk. Bókin ber heitið SKOÐUM myndlist – Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur og eru höfundar hennar Anna C. Leplar og Margrét Tryggvadóttir. | 21 Myndlist kynnt fyrir börnum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.