Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi Vinstri – grænna, segir umræðu um að flytja málefni aldr- aða yfir til sveitarfélaganna dálítið yfirborðskennda vegna þess að slík tilfærsla leysi ekki málið ein og sér. „Þetta snýst um það fjármagn sem sett er í þennan málaflokk og það skiptir ekki máli hvort peningarnir komi frá ríki eða sveitarfélögum, heldur aðalatriðið að það sé sett nægilega mikið fjármagn í mála- flokkinn,“ segir Árni og bætir við að ekki standi á borginni að fjölga hjúkrunarrým- um, þar sem hún hafi boðið fram lóðir og hærra fjárframlag en henni er skylt samkvæmt lögum. Það sé hins vegar verkefni ríkisins að leggja til það fjármagn sem upp á vantar. Hann segir það einnig mikilvægt að aldraðir geti búið lengur heima hjá sér ef þeir geta og kjósa. Það mál tengist samræmingu á heimaþjón- ustu sveitarfélaganna og heima- hjúkrun sem ríkið sér um, sem þurfi að samræma og að því leyti væri betra ef þessi mál væru á sömu hendi. Þá þurfi að skoða nánar af- slætti á fasteignasköttum fyrir aldr- aða sem vilja búa lengur heima hjá sér. Ennfremur þurfi að skoða mál þeirra sem raunverulega þurfi á hjúkrunarrýmum að halda, en Árni segist þekkja mörg dæmi þess að fólk sé sent langan veg út á land þar sem laus rými eru, jafnvel á staði sem viðkomandi hafi engin tengsl við og eigi enga ættingja á. „Það er algerlega óviðunandi ástand.“ Árni Þór Sigurðsson Vantar meira fjármagn í málaflokkinn Árni Þór Sigurðsson ÓLAFUR F. Magnússon, borg- arfulltrúi Frjálslynda flokksins, seg- ir það ánægjulegt að málefni aldr- aðra séu að verða að kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum. Hann rifjar upp að þegar Frjáls- lyndi flokkurinn kynnti stefnumál sín og efstu frambjóðendur 10. mars sl. hafi það komið fram að flokkurinn teldi það brýnasta málefni næsta kjörtímabils að koma öldrunarmál- unum í lag. „Við lögðum sérstaka áherslu á fjölgun hjúkrunarrýma og eflingu heima- þjónustu fyrir aldraða og styðj- um heilshugar þær hugmyndir sem nú eru í um- ræðunni og komu frá eldri borg- urum sjálfum að flytja nærþjón- ustuna til sveitar- félaganna,“ segir Ólafur sem fagnar því að önnur stjórnmálaöfl hafi kom- ið í kjölfarið og gert þessi málefni að sínum. „Ég held að við höfum slegið tóninn fyrstir.“ Spurður um launamál starfsfólks segist hann hafa stutt heilshugar frumkvæði meirihluta borgar- stjórnar þegar hann hækkaði laun í umönnunarstörfum og að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði dregið lappirnar í því máli. „Ég hef alltaf sagt að þetta sé spurning um forgangsröðun og að það sé til nóg af peningum í þessu þjóðfélagi til að veita öldruðum sómasamlega þjónustu, þetta er spurning um forgangsröðun og rétt- láta skattapólitík,“ segir Ólafur. SAMFYLKINGIN vill færa öll mál- efni aldraðra úr höndum ríkisins yfir til sveitarfélaga og reisa 500 nýjar íbúðir fyrir aldraða á næstu árum, að því er fram kom á blaðamanna- fundi flokksins í gær. Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóraefni Samfylk- ingarinnar, sagði að hugmyndir sjálfstæðismanna í þessum efnum væru ekki trúverðugar og sagðist treysta því að fólk sæi í gegnum þær svona stuttu fyrir kosningar. Meðal þess sem Samfylkingin leggur til í málefnum aldraðra er að taka upp svokallaða þjónustutrygg- ingu, sem felur í sér skuldbindingu um að veita tiltekna þjónustu innan ákveðins tíma. Verði ekki staðið við þá skuldbindingu skapast réttur til bóta og segir í tillögu Samfylking- arinnar að þetta skapi aðhald og ör- yggi í þjónustunni. Þá segir í tillögunum að yfir 300 aldraðir Reykvíkingar bíði nú í brýnni þörf eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma bíði þrjár lóðir í Mörkinni, Grafarholti og á Lýsis-lóðinni auk 360 milljón króna á biðreikningi hjá borginni, eyrnamerktir byggingu hjúkrunar- heimila. Vísað er í viljayfirlýsingu heilbrigðisráðherra og borgarstjóra frá árinu 2002 þar sem borgin bauðst til að tvöfalda lögboðið fram- lag til uppbyggingar hjúkrunar- heimila sem átti að taka í notkun á árunum 2005 og 2007. Í tillögum Samfylkingarinnar segir að sú yf- irlýsing hafi hins vegar mætt and- stöðu Sjálfstæðisflokksins og að þá- verandi fjármálaráðherra hafi sagt hana vera marklaust plagg þar sem engar fjárhagslegar forsendur væru á bak við hana. Of fá hjúkrunarrými Í tillögum Samfylkingarinnar seg- ir ennfremur að aldraðir Reykvík- ingar hafi orðið útundan hjá ríkinu og er vísað í stjórnsýsluúttekt Rík- isendurskoðunar frá 2005 um að úr- ræði fyrir aldraða væru mun færri á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum. Samkvæmt úttektinni voru 68 hjúkrunarrými á hverja 1.000 aldraða Reykvíkinga árið 2003 en á bilinu 73–118 á hverja 1.000 aldraða íbúa annars staðar á land- inu. Í tillögum Samfylkingarinnar segir að flokkurinn vilji rétta hlut Reykvíkinga. Þá vill Samfylkingin bjóða upp á öflugri heimaþjónustu og heimahjúkrun, meiri kvöld- og helgarþjónustu, eyða biðlistum og auka öryggi aldraðra. Misnotkun skattfjár Þá segir Samfylkingin að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi misnotað skattfé almennings. Sú misnotkun felist í því að fjármálaráðherra hafi einungis varið rúmum helmingi þess fjár sem greiddur hafi verið til Framkvæmdasjóðs aldraðra í upp- byggingu í þágu aldaðra eins og til sé ætlast. Frá árinu 1998 hafi allir landsmenn undir 70 ára aldri greitt nefskatt upp á 4,8 milljarða í Fram- kvæmdasjóð aldraðra en afgangur- inn af því fé og um helmingur þess fjár hefur farið í rekstur, að því er fram kemur í tillögum Samfylking- arinnar. Setuverkfall ríkisstjórnarinnar Dagur B. Eggertsson sagði á fundinum að málefni aldraðra hefðu fengið mikla athygli í kosningabar- áttunni, sem væri nokkuð sérstakt þar sem þessi mál væru á könnu rík- isins. Hann gagnrýndi að helmingur þess fjár, sem landsmenn greiddu með sköttum sínum sérstaklega til að nota í Framkvæmdarsjóð aldr- aðra, hefði verið notaður í rekstur eða önnur verkefni. Ennfremur væri gagnrýnivert að ríkið hefði ekki staðið við viljayfirlýsingu um bygg- ingu hjúkrunarheimila og fyrir vikið væri Reykjavíkurborg með hundruð milljóna króna á biðreikningi. „Þá er staðan sú að hundruð ein- staklinga og fjölskyldna liggja á dýrum sjúkradeildum spítalanna eða án úrræða á heimilum sínum og bíða eftir þessum plássum, fyrir ut- an þá stöðu sem uppi er á hjúkr- unarheimilunum sem eru starfrækt. Þar eru ekki öll rúm fyllt, af því að það fæst ekki starfsfólk. Þjóðin horfir upp á setuverkfall þess starfs- fólks sem horfir til Reykjavíkurleið- arinnar við launasetningu í umönn- unarstörfum,“ sagði Dagur og bætti því við að það veki óneitanlega nokkra athygli eftir tíu ára langt setuverkfall forystu Sjálfstæðis- flokksins í málefnum aldaðra, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli við þess- ar kringumstæður stíga fram og segja að þetta sé málaflokkur þar sem þeir ætli að leggja gjörva hönd á plóg. „Þetta er ekki trúverðugt og við treystum því að fólk sjái í gegnum það svona stuttu fyrir kosningar en kynnum með stolti okkar áherslur sem Sjálfstæðisflokkurinn er reynd- ar að taka undir, vonum seinna, en jafnframt næstu skref í þessum málaflokki,“ sagði Dagur. Samfylkingin vill færa málefni aldraðra frá ríkinu og yfir til sveitarfélaganna Vilja byggja 500 nýjar íbúðir á næstu árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar á Droplaugarstöðum í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson borg- arfulltrúi og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi ræða við fréttamenn. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is REYKJAVÍKURFLUGVÖLL á Löngusker, greiðslur til foreldra níu til átján mánaða barna, úthlutun 1.200 sérbýlislóða á þessu og næsta ári og hraðari uppbygging hjúkrun- arrýma fyrir aldraða, er meðal stefnumála framsóknarmanna í Reykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar. Efstu menn á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík kynntu helstu stefnumál sín fyrir kosningarnar á blaðamannafundi í Perlunni í gær. Björn Ingi Hrafns- son, sem leiðir listann, segir að fram- sóknarmenn séu bjartsýnir þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönnunum að undanförnu. „Við vitum að staðan er ekki glæsileg eins og er, en hún er ná- kvæmlega eins og fyrir alþingiskosn- ingarnar fyrir þremur árum. Þá blés ekki byrlega og því var haldið fram að Halldór Ásgrímsson kæmist ekki inn á þing. Staðreyndin er sú að Framsóknarflokkurinn fékk þrjá þingmenn í Reykjavík, sem er það mesta í sögunni, þannig að við höfum séð það svart áður. Við ætlum ekki að vera svartsýn heldur bjartsýn.“ Ásmundarnefndin skili í vor Björn Ingi fór á blaðamannafund- inum yfir helstu stefnumál fram- sóknarmanna. Hann sagði m.a. að þeir boðuðu þjóðarsátt um staðsetn- ingu Reykjavíkurflugvallar. Þeir vilja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík en verði færður út á Lönguskerin. „Við teljum að mikilvæg rök séu fyrir því að hafa innanlandsflugið áfram í Reykjavík,“ útskýrði Björn Ingi og nefndi m.a. að með því væri verið að halda í tæplega eitt þúsund störf, sem fylgdu starfseminni. Auk þess hefðu forsvarsmenn innan- landsflugsins gefið í skyn að innan- landsflugið myndi leggjast af, verði það flutt til Keflavíkur. „Á sama tíma teljum við nauðsynlegt að koma til móts við þær raddir sem telja að þetta verðmæta byggingarland í Vatnsmýrinni þurfi að nýta með betri hætti.“ Hann tók fram, í þessu sambandi, að Vatnsmýrin væri margfalt verðmætara byggingar- land en sem næmi þeim kostnaði sem hlytist af landfyllingu á Löngu- skerjum. Framsóknarmenn í Reykjavík leggja einnig áherslu á öldrunarmál í kosningastefnuskrá sinni, og telja m.a. að efla þurfi heimaþjónustu svo aldraðir geti búið sem lengst heima. Auk þess vilja þeir hraða uppbygg- ingu fyrirhugaðra hjúkrunarrýma í Reykjavík, þ.e. við Markarholt og á Lýsislóðinni, sem og stækkun Sól- túnsheimilisins. „Þessi mál eru til skoðunar í starfshópi eldri borgara og ríkisstjórnarinnar undir forystu Ásmundar Stefánssonar,“ sagði Björn Ingi og tók fram að framsókn- armenn í Reykjavík vildu að nefndin skilaði niðurstöðum hið fyrsta. Björn Ingi vék sömuleiðis að kjaradeilu ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunarheimilum og sagði að í samningum hjúkrunarheimila og ríkisins yrði að gera ráð fyrir þeim launamun sem nú væri orðinn í þess- um geira milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. „Framsóknarflokkurinn átti þátt í því að hækka laun lægstlaun- uðu starfsstéttanna í Reykjavík, í Reykjavíkurlistanum,“ sagði hann. „Við teljum að það hafi verið skyn- samlegt skref.“ Öll börn fái 40 þúsund á ári Björn Ingi fór yfir fleiri stefnumál framsóknarmanna í Reykjavík. Hann nefndi m.a. að þeir vildu stór- auka framboð á lóðum fyrir einbýlis- hús, raðhús og parhús í borginni. Það vilja framsóknarmenn gera með því að úthluta 1.200 sérbýlislóðum í Úlfarsárdal. Þá vilja framsóknarmenn að Sundabrautin verði fjórar akreinar alla leið upp á Kjalarnes. Af öðrum stefnumálum má nefna vatnsrenni- brautagarð, skautasvell í Perlunni og sædýrasafn í Laugardalnum. Ennfremur leggja þeir til að öll börn í borginni á aldrinum fimm til átján ára fái frístundakort, að upp- hæð 40 þúsund kr. á ári, sem nota eigi í íþrótta- og tómstundaiðkun á vegum viðurkenndra aðila. Marsibil Sæmundardóttir, sem skipar þriðja sæti listans, segir að útgjöld borg- arsjóðs geti numið um 600 milljónum króna á ári, miðað við að öll börn nýti sér kortið. Framsóknarmenn benda á að for- eldrar og börn þeirra búi nú við tak- mörkuð úrræði frá því fæðingaror- lofi lýkur við níu mánaða aldur og þar til dvöl á leikskóla hefst við átján til 24 mánaða aldur. Til að leysa þann vanda leggja þeir til að foreldrar barna á þessum aldri fái fimmtíu þúsund króna beingreiðslur mánað- arlega. Þær greiðslur séu valkvæð- ar, segja þeir, þ.e. foreldrar eigi með þeim að geta verið heima, átt kost á því að láta afa eða ömmu gæta barns- ins, eða greitt niður þjónustu dagfor- eldra. Björn Ingi sagði að stefna bæri þó að því að öll börn fengju inni á leikskólum frá tólf mánaða aldri. Framsóknarmenn kynna stefnumál sín í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningar Flugvöllinn á Löngusker og 1.200 lóðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Efstu menn á lista framsóknarmanna í Reykjavík á fundi í Perlunni í gær: Steinarr Björnsson í 5. sæti, Björn Ingi Hrafnsson í 1. sæti, Óskar Bergsson í 2. sæti og Marsibil Sæmundardóttir í 3. sæti. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Ólafur F. Magnússon Fagnar því að aðrir flokkar taki upp mál- efni aldraðra Ólafur F. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.