Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EMBÆTTISMENN í Egyptalandi reyndu í gær að lægja öldur vegna ummæla sem Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, lét falla á laugar- dag en hann sagði þá að það væri einkenni sjía-múslíma að sýna Íran meiri hollustu en sínu eigin landi. Ráðamenn í Írak eru hins vegar ævareiðir og kallaði Jalal Talabani, forseti Íraks, ummæli Mubaraks „gremjuleg“ og forsætisráðherrann, Ibrahim al-Jaafari, sagði þau móðg- un við alla Íraka. Uppnámið vegna ummæla Mub- araks þykir sýna þá spennu sem rík- ir í samskiptum arabaríkjanna en víða eru menn ekkert ýkja sáttir við að sjía-múslímar og Kúrdar taki völdin í Írak. Súnní-múslímar eru í heildina mun fleiri en sjítar og eru víðast hvar við völd í íslömskum ríkj- um, að nánasta nágranna Íraks, Ír- an, undanskildu en þar er mikill meirihluta íbúanna sjítar. Mubarak, sem er einn áhrifamesti þjóðarleiðtoginn í arabaheiminum, sagði í viðtali á Al-Arabiya-sjón- varpsstöðinni á laugardag: „Sannar- lega hefur Íran mikil áhrif á sjítana [í Írak]. Sjítar eru um 65% allra íbúa í Írak … flestir sjíta í heiminum eru hollir Íran, en ekki þeim ríkjum sem þeir búa í.“ Segir borgarastríð vofa yfir Mubarak sagði ennfremur að borgarastríð vofði nú yfir í Írak sem ógnaði öllum ríkjunum í Mið-Austur- löndum. Brotthvarf Bandaríkjahers myndi aðeins gera ástandið verra. Al-Jaafari fordæmdi ummæli Mubaraks harðlega í gær. „Þessi ummæli hafa valdið uppnámi hjá írösku þjóðinni, en hún samanstend- ur af fólki úr ýmsum trúdeildum og af ólíkum uppruna. Þau vöktu líka furðu og óánægju írösku ríkis- stjórnarinnar,“ sagði hann. Ráða- menn í Íran lýstu líka furðu sinni en lengi hefur verið grunnt á því góða með Írönum og Egyptum. Frétta- skýrendur sögðu Mubarak hafa hlaupið á sig með ummælunum en m.a. sagði Bahgat Korany, prófessor við Ameríska háskólann í Kaíró, að það væru ýkjur að sjítar í Írak væru einungis leikbrúður stjórnvalda í Íran. Ummæli Mubaraks vekja reiði íraskra ráðamanna Gaf í skyn að sjítar í Írak væru undir hæl stjórnvalda í Íran Ibrahim Jaafari Hosni Mubarak Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BRASILÍSKIR embættismenn fögn- uðu landa sínum, Marcos Pontes, mjög við komuna til jarðar í gær en hann var að snúa aftur úr geimnum eftir tíu daga ferðalag. Pontes er fyrsti brasilíski geimfarinn og skýrði það viðtökurnar sem hann hlaut við lendinguna, og þann áhuga sem þessari för Soyuz-geim- farsins var sýndur í Brasilíu. Pontes sést á myndinni halda á þjóðfána Brasilíu skömmu eftir lendingu nálægt bænum Arkalyk í norðurhluta Kasakstan. Pontes flaug út í geim með bandaríska geimfaranum Jeffrey Williams og Rússanum Pavel Vinogradov en þeir urðu eftir í alþjóðlegu geim- stöðinni. Reuters Fyrsti brasilíski geimfarinn snýr aftur til jarðar Reuters SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mætir á kjörstað í Mílanó í gær ásamt móður sinni, Rosu. Ítalir fjöl- menntu á kjörstað á fyrri degi kosninganna sem lýkur í dag. Þegar hin 95 ára gamla Rosa spurði son sinn hvernig hún ætti að kjósa svaraði hann að bragði „settu kross við Forza Italia“, flokk forsætisráðherrans. Vöktu þessar leiðbeiningar reiði vinstrisinnaðs kosningaeftirlitsmanns sem sagði „heyrðu, forsætisráðherra, þú getur ekki gert þetta“. Berlusconi brást reiður við og sagði „ekki einu sinni með móður minni“, áður en hann náði sáttum við eftir- litsmanninn með handabandi. Óvíst er hvort stjórn Berlusconis heldur velli í kosningunum. Silvio Berlusconi á kjörstað í Mílanó í gær London. AFP. | Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda áttu ekki hlut að hryðju- verkaárásunum í London 7. júlí í fyrra sem urðu 52 manns að bana. Þvert á móti hafi verið um að ræða árásir fjögurra ungra manna, sem vildu verða píslarvottar, og aðgerð- irnar hafi kostað lítið fé. Þessu er haldið fram í grein breska dagblaðsins The Observer um helgina. Hún er byggð á uppkasti skýrslu um hryðjuverkin í London sem birt verður á næstu vikum. Fullyrða greinarhöfundar að fjór- menningarnir hafi sótt sér upplýs- ingar um sprengjugerð á netinu og að hráefnið í þær hafi aðeins kostað sem svarar nokkra tugi þúsunda ís- lenskra króna. Að auki er því haldið fram í grein blaðsins að óánægja með utanríkis- stefnu Breta, sem ódæðismennirnir töldu óvinveitta múslímum, og inn- rásin í Írak hafi verið áhrifavaldur í þessu samhengi. Talið er að skýrslan muni afhjúpa hversu bresk stjórn- völd eru berskjölduð gagnvart árás- um af þessu tagi. Al-Qaeda ekki á bak við árás- irnar í London FLEST bendir til að samsteypu- stjórn Ungverska sósíalistaflokksins (MSZP) og Bandalags frjálsra demókrata (SZDSZ) hafi haldið velli í fyrri hluta þingkosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið var að telja 96 prósent atkvæða höfðu sósí- alistar hlotið 43,3 prósent atkvæða og frjálsir demókratar 6,3 prósent. Verði þetta úrslitin eru sósíalistar í lykilstöðu til að halda áfram með stjórnarsamstarfið, en í Ungverja- landi þurfa flokkar að hljóta fimm prósent atkvæða til að fá menn kjörna á þing. Leiðtogi sósíalista, Ferenc Gyurcsany, var sigurreifur þegar niðurstöður talninganna lágu fyrir, en engin stjórn hefur haldið velli í þingkosningum í Ungverjalandi frá því að lýðræðislegar kosningar fóru fyrst fram í landinu árið 1990. „Ungverjar gerðu nokkuð sem hefur aldrei gerst síðan breytingarn- ar áttu sér stað … þeir sögðu að ríkjandi stjórn gæti haldið áfram að stjórna,“ sagði Gyurcsany við stuðn- ingsmenn sína í höfuðstöðvum sósíalista í Búdapest í gærkvöldi. Staðan gæti breyst Það er þó alls ekki öruggt að þetta verði niðurstaðan því að margt bend- ir til að Ungverski Demókrataflokk- urinn (MDF), fjórði stærsti stjórn- málaflokkur landsins, hafi rétt náð fimm prósenta lágmarkinu. En rætt hefur verið um MDF sem hugs- anlegan sam- starfsflokk íhaldsflokksins Fidesz, sem flest bendir til að hafi hlotið um 42,2 prósent atkvæða. Í Ungverja- landi er kosið samkvæmt tveggja umferða blönd- uðu kosningakerfi. Í fyrri umferð- inni greiðir hver kjósandi atkvæði með frambjóðanda í einstöku kjör- dæmi og samkvæmt listakosningu. Alls er raðað í 176 af 386 þingsæt- um eftir úrslitum í einstökum kjör- dæmum og þarf að efna til seinni um- ferðar kosninga hljóti frambjóð- endur ekki hreinan meirihluta. Endanleg þingskipan mun því ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni seinni umferð kosninganna 23. apríl nk. Efnahagsmál í brennidepli Má segja að efnahagsmál hafi ver- ið í brennidepli kosningabaráttunnar sem þykir hafa snúist mjög um per- sónur Gyurcsanys og Viktors Or- bans, leiðtoga Fidesz. Lofaði Gyurcsany kjósendum að hann myndi halda áfram ýmiskonar umbótum á stjórnkerfi landsins, á meðan Orban boðaði efnahagslega verndarstefnu og hækkun lægstu launa. Kosningarnar voru þær fyrstu sem fram fara í landinu frá því að Ungverjar gengu í Evrópusam- bandið árið 2004. Útlit fyrir að stjórnarflokkarnir hafi haldið velli í Ungverjalandi Ferenc Gyurcsany Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALIÐ er að stjórnarkreppan í Taí- landi muni halda áfram eftir ákvörð- un helstu stjórnarandstöðuflokka landsins um að sniðganga fyrirhug- aðar aukakosningar 23. apríl nk. Er ákvörðunin talin geta komið í veg fyrir að Thaksin Shinawatra, sem til- kynnti sl. þriðjudag að hann myndi láta af embætti forsætisráðherra, geti sett nýtt þing hinn 1. maí nk. Markmið stjórnarandstöðunnar, sem bauð ekki fram í meirihluta kjördæma í þingkosningunum 2. apríl, er því að grafa undan lögmæti stjórnarmyndunar Thai-Rak-Thai- flokksins, flokks Thaksins, sigurveg- ara kosninganna. Ná aukakosningarnar til 38 kjör- dæma, þar sem frambjóðendur úr flokki Thaksins náðu ekki fimmtungi atkvæða, eða þeim lágmarksstuðn- ingi sem þarf þegar ekki er efnt til mótframboðs. Þá þarf að efna til aukakosninga í einu kjördæmi eftir að eitt framboð þar var úrskurðað ólögmætt. Munu ekki skrá frambjóðendur Vegna mikillar andstöðu við stjórn Thaksins í suðurhluta landsins, eink- um í Bangkok, er ekki búist við að aukakosningar dugi til að hægt verði að setja nýtt þing innan við 30 dög- um frá því að kosningarnar fóru fram, líkt og lög kveða á um. „Við munum ekki skrá frambjóð- endur,“ sagði Ongart Klampaiboon, talsmaður taílenska Demókrata- flokksins. Að sögn Klampaiboons vilja demókratar að úrslit kosning- anna 2. apríl verði ógilt, en alls vann flokkur Thaksins 459 af þeim 500 þingsætum sem í boði voru. „Auka- kosningarnar fara ekki fram með gagnsæjum hætti. Þær verða merk- ingarlausar þegar aðeins frambjóð- endur Thai-Rak-Thai-flokksins bjóða sig fram.“ Leiðtogar stjórnarandstöðunnar telja að það sé ekki fullnægjandi lausn á stjórnarkreppu landsins að Thaksin hafi látið af embætti. Þess í stað vill stjórnarandstaðan að Thaksin gefi upp sæti sitt á þinginu og hætti með öllu afskiptum af stjórnmálum, en þeir hafa á undan- förnum mánuðum sakað hann um ólýðræðisleg vinnubrögð og spillingu í tengslum við sölu hans á hlut sínum í símarisanum Shin Corp. Vilja ógilda úrslitin Stjórnarkreppa í Taílandi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.