Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 16
A ð borða páskaegg, fyllt með sæl- gæti, er tilhlökkunarefni um hverja páska. Ekki spillir máls- hátturinn sem segir alltaf eitt- hvað óvænt og spennandi. Þannig viljum við hafa það, páskaegg helst sömu teg- undar og að minnsta kosti jafnstórt og í fyrra. Hér á landi er páskahátíðin undanfari vorsins, frídagar frá dagsins önn með aukinni samveru fjölskyldu og vina. Páskar eru líka mikil matarhátíð og margir eiga sér hefðir í mat og drykk. Tákn eggsins á páskum er gjarnan tengt trúnni, eggið með lífkjarnanum innan í sér og unganum ofan á sem tákn upprisunnar, fyrirheit um nýja tíma. Í flestum löndum eru páskaeggin máluð hænuegg. Ein saga segir að sú hefð að gefa börnum páskaegg kemur til af því að eitt sinn fyrir langa löngu þurftu leigu- liðar í Mið-Evrópu að greiða landeigendum skatt í formi eggja. Á þessum árstíma voru eggin mjög eftirsóknarverð, því hænurnar voru nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhlé. Af þeim eggjum sem landeigendum bárust fóru þeir síðar að gefa fimmtung af eggjunum til bágstaddra. Súkkulaðipáskaeggin eiga sér einnig langa sögu en um miðja 19. öld hófu sælgætisframleiðendur páska- eggjagerð í Mið-Evrópu og á Íslandi í kringum 1920. Tennurnar í sýrubaði En það er með páskaeggin eins og svo margt annað hjá okkar sykursætu þjóð að mörg- um dugar ekki eitt páskaegg heldur nokkur stykki og fjöldinn telur í samanburði barnanna. Súkkulaðipáskaegg eru fyllt með sælgæti og innihalda því mikinn sykur. Hugleiða má hvað raunhæft er að borða af súkkulaðifylltum eggjum yfir páskahátíðina og gott er að gæta hófs í páskaeggjaráti eins og öðru sælgætisáti. Sælgæti sem klístrast við tenn- urnar, t.d. karamellur, hlaup og lakkrís, er lengi að eyðast af yfirborði tannanna og á meðan eru tennurnar í sýrubaði og hætt við að þær skemmist. Þó páskaeggin séu mikilvæg er vert að leggja áherslu á aðra skemmtilega páskasiði eins og páskaleiki, páskaskraut og páska- rétti þar sem neysla á sykri og fitu er höfð í lágmarki. Hugsum vel um tennurnar Það eru eftirsóknarverð lífs- gæði að hafa heilbrigðar tennur og eigin tennur alla ævi er raun- hæfur valkostur. Óhreinindi sem setjast á tennurnar mynd- ast aftur og aftur því er mik- ilvægt að bursta tennur kvölds og morgna með flúortann- kremi, og aðstoða börn yngri en 10 ára við tannhirðu sína. Þegar mikið framboð er á sætindum þarf sérstaklega að vanda sig og mikilvægt er að hreinsa milli tannanna með tannþræði einu sinni á dag því tannþráðurinn nær þangað sem burstinn kemst ekki. Flúor í tannkremi styrkir glerung tannanna og því er góð regla að skola ekki tannkremið af, það nægir að skyrpa.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Páskaeggin og tannheilsan Jóhanna Laufey Ólafs- dóttir verkefnisstjóri tann- verndar á Lýðheilsustöð. A rna Skúladóttir barna- hjúkrunarfræðingur starfar á Barnaspítala Hringsins. Þar tekur hún á móti börnum og foreldrum þeirra sem til hennar leita með fyrirspurnir eða ef svefnjvenjur barnsins eru farnar að valda erfið- leikum. Fyrir skömmu kom út bókin Draumaland og þar fjallar Arna um svefn og svefnvenjur barna og al- geng vandamál því tengd. Arna segir misjafnt hversu stífan ramma börn þurfi í kringum svefn og svefnvenjur og gott sé að kenna þeim góðar venj- ur sem allra fyrst. Sum börn komi sér upp góðum svefnvenjum eins og af sjálfu sér en önnur börn þurfi töluverða aðstoð til þess. Börn eigi ekki sjálf að bera ábyrgð á sínum svefntíma. Þeim finnist gott að eiga foreldra sem taki þá ábyrgð fyrir þau þrátt fyrir að sum mótmæli til að byrja með. Foreldri þurfi að segja barninu að nú eigi það að fara að sofa og hvíla sig. Börn sem fái að ráða of miklu í sínu umhverfi verði óörugg. Regla og festa Hún bendir á að örþreytt barn eigi jafnerfitt með að festa svefn fyrir nóttina og barn sem ekki er nógu þreytt. Mikilvægt sé að sinna þess- um þætti í lífi barnsins af festu og ögyggi og í bókinni hefur hún sett upp skema yfir svefnrútínu barna á ólíkum aldursskeiðum. Þar sést að tímasetningar á daglúrum skipta mun meira máli en t.d. tímalengd þeirra. Arna bendir á að svefnvanda- mál snúist ekki einungis um slitr- óttan svefn heldur getur það að koma barni í háttinn snúist upp í allsherjar vesen sem taki allt kvöld- ið. Það hafi svo áhrif á nætursvefn barnsins og í raun líðan og svefn allra í fjölskyldunni. Hún segir býsna algengt að fólk lendi í hremmingum með svefnvenj- ur barna sinna en þær sé í lang- flestum tilfellum hægt að leysa. Gamla góða ráðið „Láttu hana bara gráta, hún gefst upp að lokum“ eigi ekki að þurfa að nota heldur sé í flestum tilfellum hægt að kenna barni góðar svefnvenjur á annan og mildari hátt. Foreldrar þurfi að finna út hvað henti barninu og þeim sjálfum best og leggur mikla áherslu á að byrjað sé snemma á þessari kennslu eða þjálfun, það sé rólegasta og mildasta aðferðin. Einkenni barna með svefnraskanir Fyrsta vísbendingin um að barnið hvílist ekki nægilega vel er pirringur að deginum. Arna skiptir einkennum svefnraskana upp í þrjá hluta:  HEILSA | Draumaland er nýútkomin bók um svefnvenjur barna Hvíldin er nauðsynleg Rödd hennar er lágstemmd og allt fas rólegt og yfirvegað. Það á sér eflaust skýringar í því starfi sem hún sinnir. Arna Skúladóttir er sérfræðingur í barna- hjúkrun með svefn og svefnvanda sem sérgrein. Katrín Brynja Hermannsdóttir hitti Örnu sem er höfundur bókarinnar Draumaland sem nýlega kom út. Morgunblaðið/Ásdís Arna Skúladóttir barnahjúkrunarfræðingur. Foreldrar þurfa að segja barninu að nú eigi það að fara að sofa og hvíla sig. Börn sem fá að ráða of miklu í umhverfi sínu verða óörugg. Á heimasíðu Lýðheilsu- stöðvar, www.lydheilsu- stod.is er að finna góð ráð við tannhirðu og ,,lif- andi“ tannburstatíma- klukku sem leiðbeinir við tannburstun. apríl Daglegtlíf Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.