Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 17
Dagsvefn: Daglúrar...  eru óreglulegir og/eða stuttir.  barnið þarf aðstoð við að sofna (t,d. rugg eða drykk). Kvöldsvefn: Barnið...  þarf aðstoð við að sofna (rugg eða drykk).  sofnar á misjöfnum tímum  er lengi að sofna. Nætursvefn: Barnið...  vaknar oft yfir nóttina  vaknar og vakir lengi í senn. Ráð fyrir foreldra barna með svefn- raskanir:  Komið reglu á það hvenær barnið vaknar að morgni . Lengsta vaka barnsins á að vera fyrir nætur- svefn.  Eigið notalega stund fyrir svefn- inn t.d. skoðið bók, syngið, spjall- ið eða biðjið bænir. Gott er að gera þá hluti öll kvöld í sömu röð.  Látið barnið sofna á þeim stað sem það á að sofa á yfir nóttina. Gott er að hafa í huga að barn kallar eftir því á næturnar sem það sofnar út frá, hvort sem það er að drekka, vera í fangi eða halda í hönd. Ef barnið er vant að sofna með aðstoð er hægt að draga úr þeirri aðstoð smám sam- an. t.d. helminga það sem gert er.  Gætið þess að hlaupa ekki of fljótt til ef barnið vaknar að nóttu. Bíðið í smástund og sjáið hvort það þurfi raunverulega á þjónustu að halda. Hafið í huga að stundum grætur barnið og kvartar yfir „lélegri þjónustu“ í 1–2 mínútur og heldur svo áfram að sofa.  Haldið þjónustu á næturnar í al- gjöru lágmarki. Ef breyta þarf svefnvenjum lítil- lega er oftast farið rólega í þær breytingar. Ef aftur á móti þarf að brjóta upp slæmar venjur sem myndast hafa yfir langan tíma er gott að umturna því sem gert er t.d. með því að láta „hinn aðilann“ sinna barninu yfir nóttina – þann sem hingað til hefur sinnt barninu minna og/eða færa rúm barnsins til og breyta venjum fyrir svefn. Hugsunin á bak við þetta er að oft er léttara að læra alveg nýjar leiðir en að breyta þeim gömlu. Höfundur stundar MA- nám í blaða- og fréttamennsku við HÍ. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 17 DAGLEGT LÍF Í APRÍL Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska FÓLK sem drekkur blöndu af áfengi og orkudrykk finnur síður fyrir timburmönnum daginn eftir en ef blandan er önnur. Í Svenska Dagbladet er greint frá brasilískri rannsókn sem bendir til þessa. Vísindamennirnir komust jafn- framt að því að þeir sem blanda áfengi og orkudrykkjum eru þó jafn viðbragðsseinir daginn eftir drykkju og þeir sem blanda áfeng- inu við annað. Einnig er samhæf- ingargeta á svipuðu stigi. Fólkið upplifir þó ekki skerta samhæfing- argetu frekar en höfuðverk, munn- þurrk eða slappleika. Áhrif alkó- hólsins á líkamann eru hins vegar þau sömu og venjulega, það er bara upplifun neytendanna sem er önnur þegar orkudrykkir eru með í spil- inu. Vísindamennirnir vara við því að drykkjarvenjur af þessu tagi geti aukið hættu á óhöppum í um- ferðinni þar sem fólk heldur að þynnkan sé yfirstaðin og sest undir stýri of snemma. Orkudrykkir draga úr timburmönnum  RANNSÓKN HUGSANLEGT er að á næsta ári verði farið að nota bóluefni gegn leghálskrabbameini, m.a. í Svíþjóð. Bóluefni hefur verið í þróun um langt skeið og búist er við að evrópska lyfjaeftirlitið samþykki það á þessu eða næsta ári, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Bólusetning fyrir legháls- krabbameini verður jafnvel hluti af almennum bólusetning- um í Svíþjóð og verða þá stelpur á aldrinum 10–12 ára bólusett- ar. Slík fjöldabólusetning gæti í fyrsta lagi hafist á næsta ári. Tvö lyfjafyrirtæki hafa þróað hvort sitt bóluefnið og sýnt hef- ur verið fram á jákvæð áhrif beggja efnanna, þ.e. bæði hafa veitt vörn gegn vörtuveiru sem getur valdið leghálskrabba- meini. Krabbamein í leghálsi er næstalgengasta krabbamein hjá konum í heiminum en 500 þúsund konur greinast með leg- hálskrabbamein á ári. Allar konur sem lifa kynlífi eiga á hættu að smitast af vörtuveiru sem getur valdið legháls- krabbameini. Með almennum bólusetning- um er vonast til þess að ná greindum tilfellum á ári úr 500 niður í 100–200 í Svíþjóð. Enn er óljóst hvernig bólusetning beri mestan árangur, t.d. hve langt eigi að líða á milli sprautna. Bóluefni gegn legháls- krabbameini  HEILSA Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.