Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 23 UMRÆÐAN Smáauglýsingar Morgunblaðsins og mbl.is eru ódýr og þægilegur viðskiptavettvangur með óþrjótandi möguleika. Hvort sem þú vilt selja eitthvað eða kaupa þá eru smáauglýsingarnar hagkvæmasta lausnin. Ókeypis á smáauglýsingar Ef þú kaupir smáauglýsingu í Morgunblaðinu birtist hún ókeypis á mbl.is. - ódýrari í Morgunblaðinu! Sjáð u m ögu leik ana l i l i l.i il i i j i l i . il lj i l i l i . ypis smáauglýsingar á - ódýrari í Morgunblaðinu! ÞÁ ÞRÓUN sem orðið hefur í borginni minni, varðandi líf og störf fólksins sem hana byggir, leyfi ég mér að kalla umhverfisleg hryðju- verk. Sú þróun, hefur að hluta átt sér stað, án vísvitandi stýringar, sem hefur helgast af þörfum athafnalífs borgarinnar. Hin síðari ár hefur sú þróun sem ég fjalla hér um, þó orðið afar hröð og stjórnast af yfirlögðu ráði, þess meirihluta borgarstjórnar sem nú situr að völdum. R-listinn hefur skipulega unnið að því að út- rýma nánast öllum þeim störfum á svæðinu sem kalla mætti óhrein eða illa lyktandi. Tvö svæði standa þó eftir sem eitur í beinum R-lista liðs- ins, sem sé Vatnsmýrin (Flugvall- arsvæðið) og Grandinn frá Mýrar- götu og út í Örfirisey. Lengst úti á Seltjarnarnesi eru enn nokkur verk- stæði. Við Nesveg er dekkjaverk- stæði og smurstöð. Á Flugvallar- svæðinu má telja Þyrluþjónustu, leiguflug, bækistöðvar landhelg- isgæslu og flugbjörgunarsveitar auk verkstæða og bílaleigu. Á Grand- anum og í Örfirisey eru fyritæki tengd útgerð og iðnaði. Allt þetta á undir högg að sækja og býr við það að stjórnmálafólk stefnir að útrým- ingu þess af svæðinu. Gróflega má fullyrða að sé lína hugsuð dregin um Snorrabraut og þaðan um hlíðarfót Öskjuhlíðar suður í Fossvog. Þá virðist af harðsvíraðri heimsku eða ofurkappi reynt að ýta burtu öllum störfum sem fela í sér óhreinar hendur og sveitt og óhreint verka- fólk af þessu svæði sem þannig virð- ist eiga að vera, einkum búsett af banka- og fjármálafólki auk mennta- og menningarliðs alls konar. Það lið sem enn ræður borginni minni legg- ur mikla áherslu á þéttingu byggðar, en það virðist felast í því að leggja af bílastæði og auð svæði en byggja bústaðaturna fyrir fólkið sem ekki þarf að eiga bíl en gengur eða hjólar í vinnuna og kemur síðan við á bjór- búllunni sinni sem þetta fólk kýs að kalla kaffihúsin í 101 Reykjavík. Með þessari gífurlegu þéttingu byggðar virðist ætlunin sú að enginn þurfi að aka úr eða í vinnu utan þessa svæðis. Miðborgin verði sjálfri sér næg í hroka sínum. Sjóminjasafn borgarinnar, ein af skrautfjöðrum R-listans, fær ekki einu sinni að halda svo merkilegum safngrip sem Daníelsslipp. Þaðan gæti komið vond lykt í nasir skrípaliðsins. Menning- arvitar þéttingar byggðar virðast ekki hafa frétt um þá sterku þróun varðandi búsetu unga fólksins, að vilja flytja út í dreifðari bæjarhluta, þar sem hús eru lágreist og jafnvel mjög gömul. Þessir staðir umhverfis Reykjavík hafa tæpast við að mæta óskum unga fólksins sem nú flýr í hrönnum þéttingu byggðar í Reykja- vík, og okurverð lóða og íbúða í höf- uðvígi okursins og uppboðanna. Fortíðarþrá Fortíðarþrá má kalla það þegar ég hugsa til lífs míns, sem barns og fram á fullorðinsár. Þá bjó ég við Framnesveg, stundaði nám við Ný- lendugötu og starfaði fram á þrí- tugsaldur í Vesturbænum. Leik- svæðið var í nágrenni heimilisins og niður að sjó, í fjöruna beggja vegna við Selsvörina, út á Eiðisgranda, á öskuhaugana í efnisöflun í dúfnakofa eða kassabíl. Þar var líka hægt að tína peninga úr fjörunni undir haug- unum eða safna málmum til að selja í málmsteypuna við Ánanaust. Lyktin var ekki alltaf góð, en ilmurinn af tjörunni hjá netagerðinni milli Holtsgötu og Sólvallagötu bætti hana upp. Þegar frá bernsku leið, var haldið til starfa á svæðinu, fyrst við sendil- og lagerstörf og síðan við raflagnir í skipum, verkstæðum og verksmiðjum kringum höfnina. Allt iðaði svæðið af fólki við hin marg- víslegustu störf og eitt hið óþrifaleg- asta reyndi ég í sumarfríi frá iðn- náminu en það var ketilhreinsun. Við það urðu menn svo óhreinir að ekki var um að ræða að fara í stræt- isvagni heim og sementsvinnan var álíka nema þá voru menn nær hvítir frá hvirfli til ilja. Á kvöldin var farið í bíó og á eftir á kaffihús (engar bjórbúllur þá) og loks genginn rúnturinn. Þá var mið- bærinn lifandi allan daginn og svona fram um miðnættið. Þá talaði enginn um að þétta byggð. Þá lét enginn sér detta í huga að eyðileggja allar fjör- urnar með Vesturbænum alla leið upp að Geldinganesi og svipta borg- arbúa, börn sem fullorðna, þeirri ánægju sem góð fjöruferð getur veitt. Þá var fisklykt ekki talin óþol- andi fnykur né stritandi verkafólk óþurftarlýður sem best væri geymd- ur upp til heiða. Nú er öldin önnur og best þætti mér að skera burtu þann hluta borg- arinnar sem er vestan Snorrabraut- ar en mun þá áskilja mér að okkur austan hennar væri fært til eignar Vatnsmýrin (Flugvöllurinn) og Grandinn með Örfirisey. Hitt mega þéttbyggðarmenn eiga mín vegna og byggja svo hátt að hvergi sjái til sól- ar. Mættu þeir þá vel við una súp- andi bjór eða sérbruggað kaffi í myrkrinu. Verði þeim að góðu. Umhverfisleg hryðjuverk Kristinn Snæland fjallar um R-listann ’Þá var miðbær-inn lifandi allan daginn og svona fram um mið- nættið. Þá talaði enginn um að þétta byggð.‘ Kristinn Snæland Höfundur er leigubílstjóri.                      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.