Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Jó-hannsson fædd- ist á Eyrarbakka 17. ágúst 1913. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ 1. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hann Guðmundsson formaður, frá Gamla Hrauni á Eyrabakka, f. 29. júlí 1872, d. 22. maí 1952, og Sigríður Árnadóttir, frá Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi, f. 30. apríl 1876, d. 12. janúar 1956. Gunnar átti einn albróður, Árna, f. 1906, d. 1980, og þrjá bræður samfeðra, þá Runólf, f. 1898, d. 1969, Jóhann Axel, f. 1900, d. 1951, og Sigurð Gissur, f. 1902, d. 1990. Hinn 16. september 1939 kvæntist Gunnar Láru Áslaugu Theodórsdóttur, f. í Reykjavík 14. febrúar 1918, d. 24. júní 2003. Foreldrar hennar voru Theodór Magnússon bakarameistari, f. 5. nóvember 1893, d. 7. apríl 1972, og Málfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1896, d. 13. mars 1959. Gunnar eignaðist fjögur börn. Með Guðborgu Laufeyju Sigur- geirsdóttir, f. 1916, d. 1986, son- inn Hauk Kjartan, f. 11. janúar 1937, pípulagningamann, kvænt- ur Grétu Óskarsdóttur húsmóður, f. 19. nóvember 1936. Börn þeirra eru Helga, Margrét og Kristbjörn. Gunnar og Lára eiginkona hans eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður Hanna, sérkennari, f. 11. mars 1940, gift Sverri Gunnars- syni húsasmíðameistara, f. 2. mars 1941. Börn þeirra eru Lára Áslaug og Gunnar Halldór. 2) Mál- fríður Dóra, fram- kvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, f. 25. mars 1944, gift Ólafi Ragnari Egg- ertssyni, f. 1. októ- ber 1945, d. 18. jan- úar 2002. Börn þeirra eru Eggert Helgi, Gunnar Már og Hanna Lára. 3) Guðmundur Helgi, húsasmíðameistari, f. 22. september 1947, kvæntur Hrund Hjaltadóttur kennara, f. 27. september 1949. Börn þeirra eru Jóhann Svanur, Hjalti og Snorri. Gunnar gekk í barnaskóla á Eyrarbakka. Að lokinni skóla- göngu vann hann ýmis störf, m.a. við sjómennsku með föður sínum og á tímabili við akstur hjá Bif- reiðastöð Steindórs. Árið 1939 hóf Gunnar störf hjá Hampiðjunni hf. og vann þar í 59 ár, til ársins 1998, er hann lét af störfum. Fyrstu árin hjá Hampiðjunni vann Gunnar sem verkstjóri en færði sig svo yf- ir í sölumálin og var sölustjóri þar um árabil. Frá sjötugu árið 1983 var Gunnar í hálfu starfi hjá Hampiðjunni allt þar til hann lét af störfum 85 ára 1998. Hugðarefni Gunnars voru margvísleg þó Hampiðjan og þau verkefni sem þar voru hafi ávallt verið ofarlega í huga hans. Þau hjón nutu ferðalaga í góðra vina hópi um árabil, bæði innanlands og utan. Þá var Gunnar mikill áhugamaður um stangveiði, gönguferðir, ferðalög, útivist og lestur góðra bóka. Útför Gunnars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Afi Jóhannsson. Sem barn kallaði ég afa þessu nafni til aðgreiningar frá hinum afa mínum sem líka hét Gunn- ar. Samskipti okkar afa voru alla tíð mikil og í gegnum árin baukuðum við margt saman. Besta líkingin á sam- bandi okkar afa er að við vorum alla tíð vinir. Margar af bernskuminning- um mínum tengjast afa. Ég man eftir að hafa setið á hnjánum á honum á meðan hann söng fyrir mig „Litla lip- urtá“. Ég man eftir sögunum sem hann sagði mér frá því hann var strákur á Bakkanum. Og þegar hann var fyrst sendur til sjós. Ég man eftir veiðitúrnum þegar afi veiddi lax sem var stærri en ég! Ég man eftir þegar við afi vorum í eltingaleik í garðinum á Langholtsveginum. Ég man eftir því þegar afi kenndi mér að borða hrátt hangikjöt. Ég man eftir Þor- láksmessukvöldunum hjá ömmu og afa sem voru fastur liður í mörg ár. Ég man eftir fjallgöngum á Úlfars- fellið með afa. Ég man eftir sögunum sem hann sagði af því þegar hann vann sem bílstjóri hjá Steindóri. Ógleymanlegar eru allar draugasög- urnar hans afa. Oft sagði hann sögur af yfirnáttúrulegum atburðum sem hentu hann í æsku. Hann sagði líka sögur af lífinu í Hampiðjunni en þar vann hann mestan hluta starfsævinn- ar. Bæði meðan afi keyrði hjá Stein- dóri og seinna þegar hann var farinn að vinna í Hampiðjunni, ferðaðist hann mikið um landið. Hann þekkti því til víða og mundi jafnan hvernig viðurgjörningur var á hverjum stað. Vandfundinn er sá staður á Íslandi sem afi hafði ekki heimsótt eða sá fjallvegur sem hann hafði ekki keyrt. Þegar ferðalag innanlands stóð fyrir dyrum var nóg að spyrja afa hvaða leið væri best á staðinn og hvar væri gott að gista. Þar kom maður aldrei að tómum kofunum. Þegar ég lít til baka og rifja upp hvað einkenndi afa kemur þrennt upp í hugann umfram annað. Það fyrsta er matur. Afi var mikill mat- maður og lagði mikið upp úr því að borða og drekka það sem honum fannst gott. Mér er minnisstætt að einu sinni dvöldu þau afi og amma á heilsuhælinu í Hveragerði. Afa líkaði ekki maturinn sem þar var í boði. Hann brá því á það ráð að hafa reykt- an hamborgarhrygg tiltækan í sneið- um úti í bíl hjá sér. Síðan laumaðist hann út í bíl og fékk sér bita öðru hverju. Annað sem einkenndi afa er að hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór sjaldn- ast með þær í launkofa. Hann sagði gjarnan skoðanir sínar umbúðalaust og var þess vegna ekki allra. Hann átti það til að vera hvass ef honum mislíkaði en erfði sjaldan hluti við menn. Það þriðja eru sögurnar. Afi hafði stálminni. Hann var góður sögumað- ur og hafði gaman af því að segja frá því sem hann hafði séð og upplifað í gegnum tíðina, fólki sem hann hafði kynnst og atburðum sem höfðu hent hann. Hann var þannig óþrjótandi uppspretta fróðleiks um lífið á öld- inni sem var. Hann sá miklar breyt- ingar eiga sér stað í þjóðfélaginu þau 92 ár sem hann lifði og hafði gott lag á að segja frá þannig að viðmæland- inn sá ljóslifandi fyrir sér liðna tíma. Í þeim skilningi var ekkert kynslóða- bil til staðar. Afi var mjög farsæll maður í besta skilningi þess orðs. Hann var líka mjög skynsamur og ber lífshlaup hans þess merki. Síðustu árin bjó afi á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Þau amma fluttu þangað saman en í júnílok 2003 dó amma. Eftir það átti afi við lasleika að stríða af og til en alltaf kom hann sér aftur á fætur, stundum á seiglunni einni saman. Það var ekki fyrr en undir það allra síðasta að hann varð rúm- fastur. Góður afi er genginn. Í mínum huga er efst þakklæti fyrir að hafa átt afa Jóhannsson sem afa. Lára Áslaug Sverrisdóttir. Það var hringt til okkar með frétt- irnar um að hann afi væri dáinn. Langt ævikvöld á enda og margar minningar koma fram þegar hugsað er til baka. Hann afi minn var maður sem hægt var að treysta á og var mér og öðrum til fyrirmyndar um mannlega reisn, vinnusemi og dugnað. Þau eru ófá skiptin sem ég hef með stolti sagt frá honum afa mínum þegar ég hef verið að kynnast nýju fólki á ferða- lögum mínum um heiminn. Meðal annars að hafa starfað hjá einu og sama fyrirtækinu í lengri tíma en öll starfsævi flestra er. Af mörgu öðru var líka að taka enda finnst mér ævi afa hafa verið mér og öðrum til eft- irbreytni, bæði í leik og í starfi. Störf hans hjá Hampiðjunni voru óaðskilj- anleg frá öðrum þáttum lífsins og var gaman að fylgjast með þeirri lífsfyll- ingu sem það gaf honum að mæta á skrifstofuna á hverjum degi, löngu eftir að vera kominn á „aldur“. Annað sem ég hafði alltaf gaman af voru sögurnar frá því að hann var ungur á Eyrarbakka á sjó með föður sínum og síðar bílstjóri hjá Steindóri. Afi virtist þekkja alla bæi hringinn í kringum landið og helstu kennileiti. Hvar var hægt að fá bestu gistinguna og matinn. Hann var með fyrstu mönnum að fara akandi um suma landshluta og oft sendur með menn þar sem engir vegir voru. Maður hef- ur oft hugsað til þess á síðustu árum að það er synd að ferðasögurnar hafi ekki verið skráðar. Óbrigðult minni afa hefði getað gefið greinargóða lýs- ingu á lífi samferðamanna frá þess- um umbreytingartímum í sögu Ís- lands sem hann upplifði af eigin raun. Flestar minningarnar um afa tengjast reyndar einnig ömmu, en hjónaband þeirra og vinskapur er eitt af því sem ég dáðist að hjá þeim og er mikil fyrirmynd í mínu lífi. Minningar mínar um ömmu og afa eru flestar frá barns- og unglingsár- unum mínum þegar þau bjuggu á Langholtveginum. Á tímum hraðra breytinga var gott að þekkja til ein- hvers sem stendur að manni finnst óhaggað, alltaf eins, friðsælt og vin- gjarnlegt og ávallt í seilingarfjar- lægð. Heimili ömmu og afa var þann- ig staður fyrir mér. Amma og afi voru lánsöm á langri ævi að njóta góðrar heilsu á efri árum og geta notið þess að hafa í kringum sig samhenta fjölskyldu, börn, barna- börn og barnabarnabörn. Við fráfall ömmu missti afi bæði lífsförunautinn og stórt hlutverk í lífinu. Við minn- umst afa sem einstaklings sem hafði í hávegum réttvísi og manndóm á lífs- ins leið. Það er því með söknuði sem ég kveð hann afa minn og þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Eggert Ólafsson. Í dag kveðjum við góðan samferða- mann. Gunnar Jóhannsson var nær þrjú ár genginn á tíræðisaldurinn þegar hann hvarf á vit feðra sinna. Gunnar var Eyrbekkingur í húð og hár og hafði sterkar rætur þar þótt hann byggi nær alla ævina í Reykja- vík. Þeir blíðu æskudagar þegar hann sleit barnsskónum við leik og starf í iðandi lífi sjávarþorpsins við suðurströndina, þar sem sjávaraldan ýmist gjálfraði blíðlega við fjöru- steinana eða barði með ógnarkrafti klappirnar framan við þorpið. Faðir Gunnars, Jóhann Guð- mundsson, var formaður á opnu ára- skipi sínu sem hét Svanur og hann gerði út frá Þorlákshöfn í þrjátíu og níu ár. Jóhann var einkar farsæll for- maður og ljúfmenni mikið. Sigríður móðir Gunnars stýrði systkinahópn- um og búinu heima af festu og rögg- semi, gæta þurfti hófs og útsjónar- semi til að endar næðu saman. Í byrjun síðustu aldar var mannfjöldi á Eyrarbakka um 1000 manns, ellefu verslanir, mikil útgerð og landbún- aður var stundaður af þorpsbúum. Gunnar gekk með jafnöldrum sín- um í Barnaskólann á Eyrarbakka, þar fékk hann þá grunnmenntun sem entist honum vel í lífinu með þeirri eðlislægu greind og heilbrigðu skyn- semi sem hann var í ríkum mæli gæddur. Gunnar fór fljótt að taka til hend- inni og leggja hönd að verkum, ungur fór hann í róðra með föður sínum á Svaninum einnig reri hann eitthvað á Frey með Jóni á Bergi. Þegar fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur á ár- unum milli 1920 og 1930 fór Gunnar í pláss á togurum, til dæmis Agli Skallagrímssyni þar sem annar Eyr- bekkingur var skipstjóri, Kolbeinn Sigurðsson. Einnig voru á þessu skipi bræðurnir frá Litlu Háeyri, þeir Sigurður stýrimaður og Brynj- ólfur Guðjónssynir. Gunnar sagði mér sögu af því í eitt skipti þegar ég heimsótti hann í Holtsbúð. Þeir á Agli höfðu leitað vars inni á Siglufirði í norðanstormi að vetrarlagi, kemur þá neyðarkall frá strandferðaskipi sem var á leið til Siglufjarðar en hafði orðið vélarvana út af Siglunesi og rak hraðbyri að landi. Brugðust þeir skjótt við og sigldu út mót norðan- garra og frosti til að freista þess að bjarga ef þess væri nokkur kostur. Eina ráðið var að setja út léttabát og róa með taug yfir í skipið sem rak stjórnlaust að landi. Kolbeinn skip- stjóri kallaði á skipverja og óskaði eftir sjálfboðaliðum en tók jafnframt fram að hann vildi heldur að ókvænt- ir og barnlausir menn færu þessa hættuför með taugina. Gunnar kvaðst strax hafa boðið sig fram ásamt þeim bræðrum frá Litlu Há- eyri. Fóru þeir ásamt tveim öðrum fullhugum. Skemmst er frá því að segja að þetta heppnaðist, skipi og farmi var bjargað með þessu hraust- lega framlagi Eyrbekkinganna knáu. Gunnar sagðist hafa verið stoltur þegar hann kom til Reykjavíkur og fólk var að stoppa hann á götu og spyrja hvort hann væri ekki einn af þeim sem hefðu unnið björgunaraf- rekið út af Siglunesi. Gunnar var hafsjór af fróðleik og sögum sem hann gat rakið mjög skil- merkilega og skemmtilega þannig að maður varð hluti af atburðarásinni. Hann endaði oft góða sögu með því að segja „og þetta“ eins og til að full- komna frásögnina. Hinn 15. september 1939 giftist Gunnar Láru Áslaugu Theódórsdótt- ur. Þau Lára og Gunnar voru ein- staklega góð hjón og samstillt, þegar minnst var á annað þeirra var ætíð minnst á hitt um leið. Gunnar var með eindæmum frændrækinn. Hann gerði sér oft er- indi austur á Eyrarbakka til að hitta frændur og vini. Í einni slíkri ferð bundust þau hjón og foreldrar mínir ævilöngum vináttuböndum. Bæði var það skyldleiki og sameiginleg áhuga- mál sem komu þar til. Faðir minn var mikill sögumaður líkt og Gunnar. Þeir náðu því einkar vel saman. Einnig sá Gunnar að hann gat komið þarna að liði með sinni meðfæddu góðsemi og náungakærleik. Í áratugi seldi hann afurðir sem framleiddar voru á tómthúsbýlinu Mundakoti. Þetta voru fyrst og fremst egg. Á haustin bættust gulrætur við. Ég stórefa að nokkur einstaklingur hafi selt annað eins magn af hænueggjum og gulrótum í sjálfboðavinnu hér á landi með fullu starfi. Gunnar byrjaði að starfa sem bíl- stjóri hjá Hampiðjunni á árunum milli 1930 og 1940, hann vann óslitið þar í ein 50–60 ár, lengst af sem sölu- stjóri veiðarfæra. Síðustu starfsár sín í Hampiðjunni fór hann árlega hringferð um landið að vori í sölu- ferð. Gunnar þekkti fólk og átti marga vini í hverjum landsfjórðungi. Hann var ræðinn og setti sig vel inn í líf og aðstæður fólks vítt og breitt um landið. Þetta kunni fólk vel að meta. Gunnar átti mörg áhugamál sem þau hjónin sameinuðust um og nutu vel, númer eitt voru ferðalög. Hann hafði yndi af því að ferðast og hafði gaman af því að keyra og skoða sig um, sagðist aldrei þreytast við akst- ur. Kvaðst hann hafa vanið sig á sem ungur maður að sitja afslappaður við stýrið. Hann var frábær ökumaður og lenti ekki í óhöppum. Einnig voru þau hjón fastir gestir í leikhúsum bæjarins um árabil og höfðu yndi af. Gunnar var mikill áhugamaður um stangveiði og eyddi hann mörgum stundum á árbökkum við veiðar, var hann og fengsæll. Ég man eftir ferð- um með honum í Ölfusárósa til veiða. Hægt var að aka á bíl nokkuð áleiðis en síðan þurfti að ganga á að giska hálftíma að veiðistað. Gunnar var með hæstu mönnum og skreflangur í samræmi við það. Þurfti ég strákpjakkurinn að hlaupa við fót til að hafa við frænda á göngunni. Við hjónin heimsóttum Gunnar síðast um miðjan mars síðastliðinn. Hann var skrafhreifinn eins og hann átti vanda til en við sáum að nokkuð var af honum dregið, hann hafði verið óvenju slappur vikurnar á undan. Í þessari heimsókn sagði hann mér sögur sem ég mun geyma með mér og deila með mínu fólki. Hann sagði mér sögur af því þegar hann var drengur á Eyrarbakka í boltaleikjum á hlaðinu í Mundakoti fyrir um það bil 85 árum. Það er mikilvægt fyrir alla að hlusta á það sem eldra fólk hefur frá að segja vegna þess að þeg- ar framtíð skal byggja er gott að for- tíð að hyggja. Ég er þess fullviss að heimkoma Gunnars verður ánægjurík. Ef það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir þá veit ég að Gunnar á góða vist vísa á grænum lendum eilífðarlandsins. Með þessum orðum vil ég og fjöl- skylda mín senda innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Gunnars og bið guð að blessa minningu góðs manns. Gísli Ragnar Gíslason. Gunnar Jóhannsson réð mig til starfa á lager Hampiðjunnar árið 1978. Ég hafði ætlað mér stutt stopp í hléi frá iðnnámi en starfa enn hjá fyr- irtækinu við sölustörf líkt og Gunnar gerði um áratugi. Það var einhverju sinni haft eftir Gunnari þegar hann bauð nýjan starfsmann velkominn til starfa: „Þú verður að gera þér grein fyrir því að þegar þú ert farin að vinna hjá Hampiðjunni, þá átt þú þig ekki leng- ur sjálf heldur á Hampiðjan þig.“ Þetta var af alvöru mælt enda náði Gunnar hæsta starfsaldri sem nokk- ur maður hefur náð hjá Hampiðj- unni, 59 árum og þremur dögum bet- ur. Það verður seint slegið. Þegar ég réð mig til starfa hjá Gunnari árið 1978 hafði hann að baki nærri 40 ára starf hjá fyrirtækinu. Gunnar var sölustjóri garn- og kaðla- deildar á þeim árum. En hann hóf störf sem verkstjóri rétt fyrir seinna stríð. Á stríðsárunum var erfitt að manna verksmiðjuna og ekki síður erfitt með öll aðföng. Gunnar átti örugglega mikinn þátt í því að leysa starfsmannavandann með því að færa handhnýtingu neta til Eyrar- bakka, síns fæðingarbæjar. Á þess- um árum voru öll trollnet handhnýtt og skiljanlega þurfti mikið af fólki til þeirra starfa sem var á stríðsárunum torfengið á Reykjavíkursvæðinu. Gunnar tók virkan þátt í að efla starfsemina á Eyrarbakka. Hann keyrði jafnan vörubílana sjálfur með garnið til Eyrarbakka og svo tilbúin trollnet til baka til Reykjavíkur. Þetta gátu orðið svaðilfarir í öllum veðrum og á miklu lakari bílum og vegum en við eigum að venjast í dag. Það var kannski ekki undarlegt að Gunnari væri treyst fyrir þessu aukastarfi því hann hafði verið at- vinnubílstjóri hjá Bifreiðastöð Stein- dórs áður en hann hóf störf hjá Hampiðjunni. Gunnar hafði því viða- mikla reynslu af akstri við misjafnar aðstæður sem nýttust honum vel við flutninga milli Eyrarbakka og Reykjavíkur. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í rekstri á þessum árum efldist Hamp- iðjan fyrir tilstuðlan manna eins og Gunnars sem lögðu grunninn að Hampiðjunni í dag sem sterku al- þjóðlegu fyrirtæki í veiðarfæraiðn- aði. Ég á Gunnari margt að þakka. Ég vann undir hans stjórn í mörg ár og hann var mér góður yfirmaður og seinna urðum við samstarfsmenn ár- um saman. Gunnar gat verið ákveð- inn þegar þurfti og þá hvikaði hann í engu en umfram allt var hann um- hyggjusamur og ráðagóður þegar á þurfti að halda. En Gunnar var ekki einn. Hann var vel kvæntur henni Láru sinni. Hún lést fyrir tæpum þremur árum sem var Gunnari þung raun – enda voru þau mjög samstiga í sínu lífi, höfðu yndi af ferðalögum og þá sér- staklega hér innanlands og það voru fáir staðir á landinu sem þau höfðu ekki komið til. Gunnar var einstak- lega eftirtektarsamur á sínum ferða- lögum og gat með einstakri ná- kvæmni lýst staðháttum og það jafnvel á stöðum sem hann hafði komið á áratugum fyrr. Samstarfsfólk Gunnars og vinir í Hampiðjunni þakka honum sam- fylgdina og vináttuna í gegnum árin og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Ingi Þórðarson. GUNNAR JÓHANNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.