Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ólafur Ólafssonfæddist á Bar- ónsstíg 12 í Reykja- vík 23. ágúst 1916. Hann lést á Land- spítalanum hinn 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sig- urðsson (f. 5.5. 1878, d. í október- byrjun 1917) skip- stjóri frá Flatey á Breiðafirði og Guð- rún Baldvinsdóttir (f. 2.8. 1878, d. 8.2. 1942) veitingakona frá Siglunesi. Ólafur Ólafsson var næstyngstur sjö systkina og lifði þau öll. Þau voru: tvíburarnir Eggert og Unn- ur Guðrún, f. 13.7. 1908, Dröfn, f. 28.10. 1909, Bára, f. 29.10. 1910, Ægir, f. 10.3. 1912, og Sigurður, f. 1.11. 1917. Hinn 19. október 1940 kvæntist Ólafur Sigrúnu Eyþórsdóttur, f. 24.8. 1919 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Eyþór Guðjónsson, f. á Brekku í Fljótsdal 12.1. 1886, d. í Reykjavík 1959, og Ástríður Sveinína Björnsdóttir, f. í Björns- húsi í Reykjavík 13.9. 1891, d. í Reykjavík 1969. Ólafi og Sigrúnu fæddust átta börn: 1) Ásta Björg Ólafsdóttir, f. 21.1. 1936, maki Karl Jóhann Ormsson, þeirra börn eru: 1A Sigrún Karlsdóttir, maki Magnús Brynjólfsson, þeirra börn: 1Aa Karl Jóhann, sambýlis- kona Margrét Tómasdóttir, 1Ab Björn Vignir og 1Ac Ásta Björg. 1B Eyþór Ólafur Karlsson, maki Margrét Hanna Árnadóttir, þeirra börn: 1Ba Árni Snær,1Bb Ragnar Örn og 1Bc Kristín Eva. þeirra börn: 6A Ólöf Guðmunds- dóttir, maki Reynir Þórarinsson, 6B Einar Guðmundsson. 6) Grím- ur Ólafsson, f. 16.9. 1952, d. 4.7.1959. 8) Grímur Eggert Ólafs- son, f. 20.6. 1960, maki Þorbjörg Guðlaugsdóttir, börn Gríms: 8A Dröfn Grímsdóttir, 8B Rúnar Grímsson, börn þeirra: 8C Katrín Grímsdóttir, 8D Sigrún Gríms- dóttir, 8E Þórhildur Grímsdóttir. Ólafur hóf starfsferil sinn á kreppuárunum í Reykjavík. Hann vann við nýsköpun þess tíma, framleiddi rúllugardínur, stofn- aði saumastofu sem framleiddi tjöld og svefnpoka en fór líka á vertíð eins og títt var þá. Hann fór til náms í Þýskalandi 1937 í saumavélasmíði og rétt slapp heim fyrir stríðið. Fór til Banda- ríkjanna og gerðist liðsmaður Pepsi Cola Company. Var á þeirra vegum næstu árin bæði í Banda- ríkjunum, Kanada, hér heima og í Svíþjóð. Hann hóf störf hjá inn- flutningsfyrirtækinu Gísli Hall- dórsson hf. eftir stríðið og var þar alveg fram undir lok 6. áratug- arins. Gekk þá inn í fyrirtæki Æg- is Ólafssonar bróður síns, Mars Trading Company, og voru þeir saman þar við inn- og útflutning næsta áratuginn. Fyritækið gekk vel. En um síðir ákváðu þeir að skipta því á milli sín og hélt Ægir áfram með útflutninginn en Ólaf- ur með innflutninginn. Ólafur dró sig út úr fyrirtækjarekstri undir lok 7. áratugarins en var áfram með innflutning í smáum stíl á leikföngum og ýmsum öðrum nauðsynjum og vann jafnframt að því að koma á fót ýmiss konar nýj- ungum í atvinnurekstri hérlendis sem fæstar náðu fram að ganga á þeim tíma þótt þær hafi orðið að raunveruleika síðar. Ólafur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1C Ormur Karlsson. 2) Ólöf Ólafsdóttir, f. 16.12. 1941, d. 20.12. 1941. 3) Guðrún Ólafsdóttir, f. 21.7. 1944, maki Jón Guð- mundsson, þeirra börn: 3A Sigrún Jónsdóttir, maki Ein- ar Jóhannsson, þeirra börn: 3Aa Ásta Margrét og 3Ab Jón Ingi. 3B Solveig Hulda Jónsdóttir, maki Pétur Snæland, þeirra barn: 3Ba Jón Pétur. 3C Ástríður Jónsdóttir, maki Ívar Gunnarsson, þeirra barn: 3Ca Eyrún Ólöf. 4) Eyþór Ólafsson, f. 29.6. 1946, maki Ey- vör Anna Ragnarsdóttir, þeirra börn: 4A Sigríður Ásta Eyþórs- dóttir, maki Arnór Björnsson, þeirra börn: 4Aa Eyþór Björn og 4Ab Ástþór. 4B Ólafur Hrannar Eyþórsson, maki Kolbrún Hrund Siggeirsdóttir, barn hennar: 4Ba Sigrún Líf Gunnarsdóttir, börn þeirra: 4Bb Eyþór, 4Bc Anna Kol- brún. 4C Ragnar Eyþórsson. 4D Sigrún Eyþórsdóttir, maki Amy Parker. 5) Ólafur Ólafsson, f. 16.3. 1948, maki Sigrún Halla Guðna- dóttir, þeirra börn: 5A Þórný Una Ólafsdóttir, maki, Ingólfur Rögn- valdsson, þeirra börn: 5Aa Halla Emilía og 5Ab Rögnvaldur. 5B Ólafur Ólafsson, maki Íris Traustadóttir. 5C Sigrún Ólafs- dóttir, maki Árni Þór Jónsson, þeirra börn: 5Ca Sölvi, 5Cb Salka, 5Cc Skírnir. 5D Guðni Ólafsson, maki Camilla Marjanne Udd. 6) Dröfn Ólafsdóttir, f. 28.11. 1949, maki Guðmundur Einarsson, Faðir minn Ólafur Ólafsson var sonur hjónanna Ólafs Sigurðssonar og Guðrúnar Baldvinsdóttur. Þau giftust 1905 og bjuggu á Siglufirði til 1913 en fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu á Barónsstíg þar sem Ólafur yngri fæddist hinn 23. ágúst 1916. Ólafur Sigurðsson var skipstjóri með farmannapróf frá Englandi. Hann fórst með skipi sínu Beautiful Star í fárviðri í október 1917 og skildi eftir sig konu og sjö börn, þau elstu níu ára og það yngsta rétt ófætt. Engin leið var á þeim tíma fyrir ekkju að framfleyta svo stórri fjölskyldu og hlaut hún að leysast upp. Eggert, Unnur og pabbi voru að mestu hjá móður sinni næstu árin, en hin börn- in fóru í fóstur, flest til ættingja. Guðrún fluttist aftur til Siglufjarðar og hóf þar veitingarekstur og átti pabbi góð æskuár þar. Hann minnt- ist oft ýmissa atvika frá Siglufirði, skíðastökkæfinga, síldarhasarsins, vinnu sem mjólkurpóstur en hann þurfti að sækja mjólkina þvert yfir fjörðinn á lítilli skektu og allra æv- intýranna við höfnina og í fjörunni. Þetta voru honum ljúfar minningar og hann leit á sig sem Siglfirðing alla ævina. Þau Guðrún fluttust aftur til Reykjavíkur 1928, pabbi var þá 12 ára. Eldri systkinin voru orðin sjálf- stæð. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og var að auki eitt ár í Mið- bæjarskólanum í Reykjavík. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Byrjaði sem sendill 12 ára hjá bólstr- ara. Hann fann upp patent á rúllu- gardínur sem hann hagnaðist vel á um tíma. Allstór hópur vann við þessa framleiðslu. Gardínurnar voru framleiddar á verkstæðinu og pabbi fékk hluta af söluverðinu fyrir patentið og vinnu við framleiðsluna og hafði þá hærra kaup en iðnsvein- arnir á verkstæðinu. Hann var afar hagur í höndunum á þessum tíma eins og móðir hans en slasaðist á hendi þegar hann var 17 ára. Pabbi flutti að heiman eftir ferminguna og var að mestu sjálfstæður þaðan í frá. Hann vann ýmis störf til lands og sjávar næstu árin, vann við beitingar og fiskvinnslu í Sandgerði eina vetr- arvertíð og var til sjós með bróður sínum Eggerti um tíma. Hann stofn- aði saumastofu ásamt Ægi bróður sínum þar sem framleidd voru tjöld og svefnpokar og vann við það næsta árið. Hann fór svo til náms í sauma- vélasmíði í Þýskalandi haustið 1937 og var hjá Pfaff-verksmiðjunum í Kaiserslautern. Hann kom heim aft- ur sumarið 1938, það hefur vafalaust verið hættulegt fyrir mann með hans stjórnmálaskoðanir að vera þar áfram. Hann kynntist því Þýskalandi nasismans og ræddi stundum um þann óhugnað sem ríkti í landinu þarna rétt fyrir stríðið. Pabbi var vinstrisinnaður alla ævina og komm- únisti með rautt bindi á æskuárun- um. Hann vann hjá Pfaff í Reykjavík eftir heimkomuna og fór þá í fram- boðsslag til formennsku í Iðju, félagi iðnverkafólks, veturinn ‘39 en tapaði kosningunni naumlega og sagðist engu tapi hafa verið jafnfeginn um ævina og því. Pabbi kvæntist móður minni Sig- rúnu Eyþórsdóttur 19. október 1940 en þau höfðu kynnst á gamlárskvöld 1934. Hann fór til Bandaríkjanna síðla árs 1941 og lagði af stað með vís er- indi í upphafi en þau misstu gildi sitt í hafi. Fáum mánuðum eftir brottför- ina fæddist annað barn foreldra minna, Ólöf, og dó hún aðeins fjórum dögum eftir fæðinguna. Það var þeim mikið áfall eins og geta má nærri. Pabbi var í alls konar lausa- mennsku fyrst um sinn í New York. Hann fór síðan að vinna fyrir Pepsi Cola Company og var þar fljótt tek- inn í áhrifastöðu. Ein af sterkustu hliðum pabba hefur vafalaust verið tungulipurð. Hann var góður sölu- maður og hefur lifað á því lengst af ævinni. En hann seldi fleira en vörur, hann seldi hugmyndir og var afburðalaginn við að tala fólk á sitt band. Þetta hafa stjórnendur í Pepsi Cola Company verið fljótir að koma auga á þegar enskan fór að styrkjast hjá honum, eftir skamma dvöl í NY. Hann lærði ekki ensku í skóla heldur tileinkaði sér hana af samræðum og með lestri. Hann var sendur í þjálfun til Kan- ada til að verða í framvarðasveit fyr- irtækisins en á þeim tíma þurftu allir sem stefndu á slíkt að vinna við allar deildir fyrirtækisins um skamman tíma. Hann var hálft ár í Montreal og lærði þar allt um gosdrykkjafram- leiðslu. Vann síðan í höfuðstöðvum fyrirtækisins uns hann sneri heim sumarið 1943. Þá fór hann af stað til að koma á koppinn framleiðslu á Pepsi Cola á Íslandi sem Sanitas tók upp á sína arma. Hann fór síðan til Danmerkur og Svíþjóðar sumarið 1946 til að koma framleiðslu af stað þar á Pepsi. Hann var ár í þessari ferð og var fjölskyldan með honum að þessu sinni. Fjölskyldan lifði góðu lífi á þessum tíma og ef til vill hefur pabbi aldrei verið nær því að vera efnaður maður en þetta ár í Svíþjóð. Fjölskyldan flutti heim aftur árið eftir og fljótlega eftir það gekk pabbi inn í innflutningsfyrirtækið Gísli Halldórsson hf. og var þar næsta áratuginn. Þetta var á sínum tíma öflugt innflutningsfyrirtæki með umboð fyrir General Motors og Caterpillar meðal annars. Fjölskyld- an bjó í Lönguhlíð 19 á þessum ár- um. Þar var mikið barnasamfélag, 26 börn og unglingar í átta íbúða stiga- gangi þar sem eingöngu voru tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Við vorum átta í okkar fjölskyldu og var hreint ekki þröngt um okkur. Pabbi skar sig nokkuð úr feðrahópn- um, var stundum til í að leika við okkur úti, ég man eftir honum hjól- andi með eina fjóra krakka utan á hjólinu. Fátt var okkur bannað og alls ekki það sem sjálfskipaðir vel- ferðarpostular vildu banna okkur. Það var vinsæl íþrótt hjá okkur systkinunum að klifra upp í ljósa- staura og einu sinni héngum við þrjú í þverslánni á ljósastaur og einhver var að reyna að skamma okkur niður úr staurnum þegar pabbi kom heim. Hann vinkaði okkur kankvís á svip og heilsaði um leið og hann gekk undir staurinn og hvarf inn. Pabbi gekk síðan inn í Mars Trad- ing Company, fyrirtæki Ægis Ólafs- sonar bróður síns, 1959. Það var þá lítið innflutningsfyrirtæki en óx á næstu árum og varð verulegur hluti starfseminnar útflutningur á iðnað- ar- og niðursuðuvörum til Sovétríkj- anna. Á þessum tíma leigðu þeir bræður ána Korpu hálfan dag í viku allt sumarið um nokkurra ára bil. Við bræðurnir vorum sjálfskipaðir að- stoðarmenn í þessum ferðum og eig- um frá því góðar minningar. Þaul- þekkjum þessa aflasælu laxveiðiá. Eftir tíu ára samstarf skiptu þeir fyrirtækinu á milli sín og hélt Ægir áfram með útflutninginn en pabbi tók yfir innflutninginn undir nafni fyrirtækisins Byggingarefni. Þetta voru uppgangstímar og mikil umsvif en erfiðir tímar taka gjarnan við af góðum. Pabbi dró sig út úr fyrir- tækjarekstri snemma á 8. áratugn- um. Hann var þó ekki alveg hættur afskiptum af viðskiptum, hélt áfram næstu árin að flytja inn ýmiss konar smávörur og leikföng sem hann seldi beint í verslanir. Góður skammtur af sýnishornum var ávallt til taks þegar barnabörnin komu í heimsókn þeim til ómældrar ánægju. Jafnhliða inn- flutningnum vann hann að því að koma á fót ýmiss konar framleiðslu- fyrirtækjum sem fá komust þó á koppinn á þeim tíma en hafa sum síð- ar tekið til starfa hérlendis. Pabbi var afar skapandi í starfi sínu alla tíð. Hann var hugmyndaríkur og honum gekk best þegar hann gat ráðslagað sjálfur um sín mál og komið upp framleiðslu eða viðskiptum sem hann náði utan um einn. Pabbi var mikill fjölskyldumaður allan þann tíma sem ég man eftir honum. Ólst sjálfur upp í brotinni fjölskyldu og hefur það vafalaust lit- að huga hans. Hann hvatti okkur ein- dregið til að mennta okkur, sagði gjarnan að á erfiðum stundum í lífinu hefði hann helst skort menntun til að gera það sem hugur hans stóð til. Hann var hlynntur frelsi barna og al- gjör andstæðingur refsinga. Pabbi var mjög vel lesinn þótt ekki væri skólagangan löng. Hann var alæta á bækur og mundi allt vel. Þegar spurningakeppnir voru í útvarpinu svaraði pabbi ef ekki kom svar frá keppendum og var það ávallt rétt. Pabbi fylgdist vel með afkomendum sínum en þeir teljast nú vera 48. Hafði reiður á hópnum og innti eftir framgangi þeirra. Öll minnast þau hans með hlýju og aðdáun. Hann var að þeirra dómi sérlega töff afi með sítt grátt hár. Ef inneign hvers við ævilok er mæld í samanlögðum söknuði þeirra sem þekktu hann þá er faðir minn auðugur. Ólafur Ólafsson yngri. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason frá Mosfelli.) Langri ævi er lokið hjá Ólafi Ólafs- syni verslunarmanni. Síðustu stund- irnar hjá honum hafa verið erfiðar. En þegar ekkert er hægt að gera, engin lækning, veit maður að dauð- inn hlýtur að vera líkn þeim er þraut- ina háir. Á Landspítalanum þvagfæra- skurðdeild háði hann sína síðustu baráttu, umvafinn ástvinum, af alúð, og hjúkrunarfólki af bestu færni nú- tímans, sem allt lagði sig fram um að gera honum lífið bærilegra, og hafi það einstakar þakkir fyrir. Ólafur var giftur elskulegri konu, Sigrúnu Eyþórsdóttur, sem var hon- um alla tíð stoð og stytta. Ég var svo lánsamur að kynnast elstu dóttur þeirra, Ástu Björgu, og giftum við okkur 1955. Það var því einstök at- höfn er við héldum upp á gullbrúð- kaup okkar 2005 og foreldrar Ástu gátu verið viðstödd kát og glöð, ásamt dóttur okkar Sigrúnu og fjöl- skyldu. Ég bið góðan guð að styrkja tengdamóður mína sem nú kveður mann sinn eftir langa sambúð. Öllum börnum þeirra og tengdabörnum þakka ég ógleymanlegar stundir og samheldni sem varað hefur allan bú- skap okkar Ástu. Börnum þeirra, barnabörnum og ættingjum öllum bið ég guðs blessunar. Ólafur fær nú langþráða hvíld í sinni mjúku mold. Ég kveð hann með þökkum og söknuði með orðum skáldsins, sem erlendis var, en ósk- aði sér að fá að hvíla í íslenskri mold og varð að ósk sinni: Ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. (Steingr. Thorsteins.) Karl Jóhann Ormsson. Í dag munum við kveðja tengda- föður minn, Ólaf Ólafsson. Hann var ættaður úr Flatey á Breiðafirði og frá Siglunesi við Siglufjörð. Þegar ég kynntist honum tæplega fimmtugum að aldri var hann enn öflugur maður í blóma lífsins og stundaði viðskipti með Ægi bróður sínum. Mér er það minnisstætt hvernig hann var á þessum árum. Hann var frekar lágvaxinn en mjög glæsilegur á velli, ljós yfirlitum og var til hafður eins og yfirstéttarmað- ur frá meginlandinu. Ólafur hafði til að bera marga kosti sem komu hon- um vel í viðskiptalífinu. Hann var skemmtilegur, skapgóður og mjög laginn við að komast í samband við fólk. Hann var stálminnugur á andlit sem og atburði og ótrúlega frumleg- ur í hugsun og orðum og hugmynda- ríkur. Frá þessum árum sé ég hann fyrir mér sitjandi við skrifborð í sím- tali við erfiðan viðskiptavin sem hann á örstuttum tíma var búinn að róa og fá á sitt band. Að sjálfsögðu var Ólafur búinn að koma sér upp sérstökum búnaði til að geta haft símann handfrjálsan til að hafa betra athafnafrelsi því það var einn af sterkum eiginleikum hans að koma sér ætíð vel og þægilega fyrir. Ólafur tók mér strax mjög vel þeg- ÓLAFUR ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.