Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.2006, Blaðsíða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SJÁLFS- AFGREIÐSLA ER EKKI EINHVER HÉR SEM KANN AÐ META HUNDA? GET ÉG EKKI FARIÐ HEIM ÞÓ SVO AÐ ÉG HAFI SAGT MIG ÚR FJÖLSKYLDUNNI? ÞAU HLJÓTA AÐ TAKA VIÐ MÉR AFTUR. ÉG ER NÚ EINU SINNI BARA VITLAUS KRAKKI ER ÞAÐ EKKI? LYKILORÐIÐ Í ÞESSU SAMHENGI MYNDI VERA „VITLAUS“ FRANK, GREIFANN LANGAR AÐ SÝNA MÉR NÝJA „PLASMA“ SKJÁINN SINN, ER ÞAÐ EKKI Í LAGI? NÚ ERTU BÚINN AÐ VERA Á STRÖNGUM MEGRUNARKÚR Í HEILA VIKU JÁ! ÞAÐ BESTA ER AÐ LÆKNIRINN ÞINN SAGÐI AÐ ÞÚ MÆTTIR FÁ SMÁ GÓÐGÆTI ER ÞAÐ? HVAÐ MÁ ÉG FÁ? EITT VÍNBER! ERU ÞAU ÞÁ FARIN? JÁ, ÞAÐ ER SVO TÓMLEGT HÉRNA NÚNA Í GÆR BORÐUÐUM VIÐ ÖLL SAMAN EN NÚ LÍÐUR MÉR EINS OG ÞAÐ HAFI ALDREI ÁTT SÉR STAÐ AFGANGARNIR ERU ENNÞÁ HÉRNA JÁ, EN ÞEIR HVERFA HRATT ÉG VAR ÞVÍ MIÐUR EKKI Í DÝRAGARÐINUM EN ÉG VAR MEÐ AÐRAR MYNDIR ÁREKSTRAR OG ELDS- VOÐAR ERU BARA ÓMERKILEGAR FRÉTTIR ÉG VIL FÁ MYNDIR AF KRAVEN OG ÞESSARI STÚLKU FRÁBÆRT, SÁ EINI SEM NÁÐI EKKI MYNDUM AF KRAVEN OG M.J. VAR ÉG... ...MAÐURINN HENNAR Dagbók Í dag er mánudagur 10. apríl, 100. dagur ársins 2006 Í Listasafni Íslandsvið Fríkirkjuveg stendur nú yfir sýning á verkum Snorra Ar- inbjarnar, sem ber heitið Máttur litarins og spegill tímans. Fer sýningin fram samhliða sýningu á verkum Gunnlaugs Blöndals, undir yf- irskriftinni Lífsnautn og ljóðræn ásýnd. Það er full ástæða til að vekja athygli les- enda Morgunblaðsins á þessum sýningum, því að segja má að þær endurspegli í litum mikilvægan hluta af atvinnusögu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar, þegar fiskvinnsla og sjósókn gegndu lyk- ilhlutverki í efnahag landsins. Um það vitna fjölmörg málverk Snorra og Gunnlaugs af skipum og bátum víðs vegar að af landinu. Á sýning- unni er einnig að finna olíumálverkið Gamli Gullfoss, sem Snorri málaði 1938, eða á því skeiði sem íslenskt atvinnulíf barðist enn í bökkum eftir kreppuna miklu. Myndin er að mati Víkverja gott dæmi um hvernig hægt væri að nota listaverk til að kenna ungum Íslendingum um fortíð sína. Sögubækur gegna mikilvægu hlutverki við sögu- kennslu en þær geta líka verið þurrar og skrifaðar á dauðu máli. Því getur það verið hentug leið að kenna söguna samhliða í gegnum listaverk. x x x Ný og glæsileg bókum feril listmál- arans Jóhannesar Kjarvals vakti nýlega athygli og umtal. Sú útgáfa var löngu tíma- bær, enda hefur ferli Kjarvals verið alltof lítill sómi sýndur miðað við gæði þeirra verka sem hann skildi eftir sig. Má fullyrða að hann sé á meðal fremstu landslagsmálara allra tíma. Kemur þar margt til. Kjarval mót- aðist sem listamaður á meðan túlkun náttúrunnar þótti enn viðeigandi viðfangsefni listamanna. Þá nálg- aðist hann náttúruna fremur sem uppsprettu innblásturs heldur en sem strangan herra. Þannig opnaði hann mikilfengleik sjálfs viðfangs- efnisins, íslenskrar náttúru, fyrir al- menningi, sem hefði ella e.t.v. farið á mis við fegurð þess sem áður þótti ómarkvert en þykir nú sjálfsagt að vernda og hlúa að með ýmsum hætti. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Kjarvalsstaðir | Systkinin Ásdís Embla og Baldur Jökull Ásmundsbörn tóku á móti bókinni Skoðum myndlist á Kjarvalsstöðum á laugardaginn, og opn- uðu þar með formlega sýningu er bókin byggist á og ætluð er börnum. Þau eru langafabörn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og er myndlistin vafalaust í blóð borin. Þótt ekki fylgi sögunni hvernig þeim þótti sýningin er ástæðulaust að ætla annað en þau hafi skemmt sér jafnvel og allir hinir krakkarnir sem mættu þangað til að skoða og fræðast um íslenska myndlist! Morgunblaðið/Árni Sæberg Listin hans langafa MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Orð dagsins: Hver sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður. (Matt. 10, 38)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.