Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR NÝÚTKOMNAR kennslubækur fyrir iðnnema í pípulögnum er gríðarlega mikilvægur áfangi í fræðslumálum iðngreinarinnar að mati Sigðurðar Grétars Guð- mundssonar formanns Lagna- deildar Samtaka iðnaðarins, en hann er höfundar einnar bókar- innar af fjórum og nefnist hún Hita- og neysluvatnskerfi. Sveinn Áki Sverrisson skrifaði tvær bókanna, Teikningar og verklýsingar og Fráveitukerfi og hreinlætistæki. Fjórða bókin, Plaströr og samsetning plastöra, er samin af starfsmönnum og sérfræðingum plaströraverk- smiðjunnar SET á Selfossi, sem einnig kostaði gerð þeirrar bók- ar. Bækurnar eru gefnar út á veg- um SI og bókaútgáfunnar IÐNÚ. Fjárhagslegur bakhjarl Grétari og Eyjólfi Bjarnasyni byggingatæknifræðingi hjá SI. Mikil þörf er á námsefni í iðn- og starfsmenntun en tryggja þurfti fjármagn til útgáfu námsefnis í fámennum greinum. „Við hjá Samtökum iðnaðarins viljum koma til móts við þessar þarfir vegna þess að undanfarið hafa verið gefnar út mjög myndarleg- ar námsskrár í greinunum en þá er komin skuldbinding um náms- efni við hæfi hennar. En svo virðist sem enginn opinber aðili telji sig bera ábyrgð á slíkri námsefnisgerð. Þess vegna leggja Samtök iðnaðarins árlega til 10 milljónir kr. til námsefn- isgerðar og jafnframt viljum við koma til móts við útspil mennta- málaráðherra um að stefna að því að leggja meira fjármagn til námsefnisgerðar. Við viljum sýna lit og leggja til fjármagn í trausti þess að opinberir aðilar leggi eitthvað fram á móti.“ útgáfunnar eru SI og Orkuveita Reykjavíkur. Munu SI veita 30 milljónum kr. næstu 3 árin til út- gáfu kennslubóka fyrir iðnnema „Þetta er stór áfangi vegna þess að þetta er punkturinn yfir námsskrá fyrir iðnnema, því hún er til lítils ef henni fylgir ekki námsefni,“ segir Sigurður. Nánast ekkert námsefni til Ljóst var að nánast ekkert námsefni í bóklegum greinum pípulagna var til þegar undir- búningur útgáfunnar hófst fyrir þremur árum. Því var átaks þörf innan sjálfrar greinarinnar. „At- vinnulífið sjálft verður að taka frumkvæðið í þessu og ég yrði mjög ánægður ef þetta framtak í pípulagnanáminu yrði til þess að fleiri kæmu í kjölfarið og sæju að þetta er hægt,“ segir Sigurður. Ingi Bogi Bogason, sviðsstjóri menntunar og mannauðs hjá SI, er í útgáfustjórn ásamt Sigurði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mikilvægar bækur fyrir verðandi pípara. F.v.: Ingi Bogi Bogason og Sigurður Grétar Guðmundsson hjá SI, Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri IÐNÚ, og Eyjólfur Bjarnason hjá SI. Langþráð námsefni fyrir pípulagnanema Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Aðalatriðið er að tryggja eignarréttinnog frelsið til að nýta hann,“ segirOrri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafsfiskveiðisjóðsins (NASF), sem gerir ákveðnar athugasemdir við nýtt frumvarp um lax- og silungsveiði sem fjallað er um á Alþingi þessa dagana og er nú til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd. Hann segir áhyggjuefni að Landbúnaðarstofnun er fengið tiltekið vald til að meta frekari takmarkanir á veiðirétti. „Þá vaknar sú spurning hvernig stofnunin kann að beita þessum valdheim- ildum. Þegar komið er að því að stofnun er heimilt að setja reglur sem byggja á huglægu mati er nauðsynlegt að setja skýrar máls- meðferðarreglur til að tryggja að allir sitji við sama borð varðandi stjórnun og takmörkun á nýtingu auðlindarinnar. Jafnframt er áhyggju- efni sú tilhneiging sem víða kemur fram í frumvarpinu að heimila ráðherra að setja nán- ari reglur er varða ýmis ákvæði laganna.“ Orri segir mikilvægt að eigendur auðlindarinnar, veiðiréttarins, stjórni henni sjálfir. „Atvinnu- umhverfið um þessa auðlind er einhver öfl- ugasta grein landbúnaðar á Íslandi vegna þess að henni er stjórnað af eigendum sjálfum,“ segir Orri „Þeir hafa verið stöðugt á varðbergi varð- andi verndun auðlindarinnar og ábyrgð sína hafa þeir sýnt með framsækinni hugsun. Hornsteinar atvinnugreinarinnar eru ábyrgt stjórnskipulag á fyrirkomulagi veiða, öflugt innra eftirlit, skýr verndunarmarkmið, skyn- samleg markaðssetning, frjálsir samningar og lágmarksíhlutun stjórnvalda. Það er svo gott við þessa grein að ríkið kem- ur hvergi nálægt. Það eina sem ég vil að ríkið geri, er að úrskurða í ágreiningsmálum.“ Spurning hvort ekki eigi að fresta að setja netin niður Mikið hefur verið rætt um mögulega leigu, uppkaup eða jafnvel lagasetningu til að stöðva laxveiðar í net á Hvítár-Ölfusársvæðinu, hver er afstaða Orra til þeirra mála? „Við í NASF höfum beitt okkur fyrir uppkaupum laxa- neta á svæðum víðs vegar við Atlantshaf. Fjölmargir samn- ingar hafa verið gerðir en þess ætíð gætt að eignarétt- urinn sé virtur í hvívetna og menn komi óþvingaðir að samningaborði. Hér á landi hefur tíðkast helgarfriðun í netaveiðinni, veitt frá þriðjudegi til föstudagskvölds. Þetta kom til þegar menn voru að vinna með netin, þetta var atvinna. Nú er þetta tómstundagam- an og mér dettur í hug að það mætti víxla þessu, veiða um helgar í staðinn. Það má skoða fleiri aðferðir. En þegar þetta er orðið tóm- stundagaman þá vilja eflaust flestir stunda það um helgar.“ Orri segir lykilatriði í málinu vera sjálf- bærni laxastofnsins á svæðinu en hún hefur verið mjög lág. „Það er góð spurning hvort ekki eigi að fresta því að setja netin niður. Þannig hefur þetta verið gert í Skotlandi, á Ír- landi og í Noregi. Það er fyrst og fremst verið að vernda stóra laxinn með þessum aðgerð- um.“ Varðandi frumvarpsdrögin er Orri sammála því að skylduaðild eigi að vera að veiðifélögum. „En í þessu sambandi verður að minna á þá grundvallarreglu varðandi skerðingu á eign- arrétti og þar með nýting- arrétti að ekki skuli gengið lengra en meðalhóf leyfir og því að ekki er sjálfgefið að menn þurfi að þola upptöku réttinda sinna ef einungis komi bætur fyrir og ekkert tekið tillit til lífsgæða og sjálfstæðs rétt manna til að njóta eigin landgæða. Grunnreglan að skyldu- aðildinni hlýtur alltaf að grundvallast á vernd- un og sjálfbærni auðlindarinnar og því að ein- stakir jarðeigendur geti ekki nýtt hana með þeim hætti að það takmarki nýtingarmögu- leika annarra á veiðirétti sínum. Samningar hafa verið gerðir milli veiði- félaga og netabænda um upptöku neta á ákveðnum svæðum til lengri eða skemmri tíma og er það af hinu góða að rétthafar geti ráð- stafað þessum hlunnindum sínum með frjáls- um samningum án atbeina löggjafans eða stjórnvaldsfyrirmæla.“ Netaveiðar verði heimilaðar frá laugardegi til sunnudags Gunnar Örlygsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur beitt sér fyrir því að netin fari upp úr Hvítá-Ölfusá. Hann hefur rætt um að gera þyrfti breytingar á 27. grein frum- varpsins og banna þar með netaveiðar, en vill nú skoða ákveðna málamiðlun. „Ég er að skoða hvort hægt sé að ná sam- stöðu um það hér í þinginu að láta 27. greinina eiga sig, sem fjallar um veiðitæki og veiði- aðferðir, en breyta 17. greininni,“ segir Gunn- ar. „Sú grein fjallar um veiðitíma á laxi. Í dag má veiða lax í net frá klukkan 10 á þriðjudags- morgni til klukkan 22 á föstudagskvöldi, eða í 3,5 sólarhringa. Ég er að íhuga að koma með breytingartillögu sem lýtur að því að breyta þessari reglu á þá vegu að það verði einungis heimilt að veiða lax í net frá klukkan átta á laugardagsmorgni til klukkan átta á sunnu- dagsmorgni. Með þessum hætti er verið að koma til móts við frístundaveiðimenn sem vilja veiða í net og geta þá gert það vikulega, en það hafa verið ein helstu mótrök ráðherra. Í annan stað myndast þá hvati fyrir bændur til frjálsari samninga, sem því miður hafa ekki gengið upp á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár. Í þriðja lagi myndast hvati til stórsóknar í ferðaþjónustu á vatnasvæðinu og í fjórða lagi slaknar á deilum manna á milli hvað þetta mál- efni varðar. Þarna er verið að fara milligönguleið og hugsanlega þyrfti að greiða einhverjum bænd- um bætur og þá vegna tekjumissis eingöngu og það yrði þá háð upplýsingum sem liggja fyr- ir hjá Veiðimálastofnun um veidda laxa. Þær bætur yrðu nú ekki gríðarlega háar. Í því ljósi vil ég skoða enn betur þann möguleika að hagsmunaaðilar komi að bótagreiðslum með ríkinu, með einum eða öðrum hætti. Þá tel ég rétt að fiskihverfi þar sem neta- veiði er einungis stunduð, eins og í Þjórsá, fái að starfa samkvæmt gömlu lögunum. Ég vil ná sáttum þannig að þeir frístunda- veiðimenn sem vilja veiða lax í net geta gert það vikulega áfram og að sama skapi minnka netaveiðar á laxi. Ég geri fastlega ráð fyrir að menn geti komið sér saman um þessa lend- ingu, bæði í landbúnaðarnefnd og í sölum Al- þingis,“ segir Gunnar. Netaveiðar verði stundaðar um helg- ar í stað virkra daga veidar@mbl.is STANGVEIÐI ÓLAFUR F. Magnússon leiðir framboðslista F- listans, Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík, fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Listann skipa eftir- taldir: 1. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi. 2. Margrét Sverris- dóttir, frkv.stjóri og varaborgarfulltrúi. 3. Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona. 4. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur. 5. Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringarfræðingur. 6. Kjartan Eggertsson, skólastjóri. 7. Sveinn Aðalsteinsson, v iðskiptafræðingur. 8. Margrét Tómasdóttir, læknanemi. 9. Egill Örn Jóhannesson, kennari. 10. Gunnar Hólm Hjálmarsson, iðnfræðingur. 11. Heiða Dögg Liljudóttir, mannfræðingur. 12. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, skrifstofumaður. 13. Kristbjörn Björnsson, uppeldisfulltrúi. 14. Ásdís Sigurðardóttir, fulltrúi svæðisskr. fatlaðra. 15. Gísli Helgason, blokkflautuskáld. 16. Svetlana Kabalina, sjúkraliði. 17. Kolbeinn Guðjónsson, sölustjóri. 18. Ásgerður Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur. 19. Hafdís Kjartansdóttir, sjúkraliði. 20. Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir, kennari. 21. Andrés Hafberg, vélstjóri. 22. Valdís Steinarsdóttir, ritari. 23. Ásdís Hildur Jónsdóttir, læknaritari. 24. Lovísa Tómasdóttir, verslunarmaður. 25. Arnfríður Sigurdórsdóttir, verslunarmaður. 26. Stefán Aðalsteinsson, verslunarmaður. 27. Herdís Tryggvadóttir, húsmóðir. 28. Erna Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 29. Barði Friðriksson, hæstaréttarlögmaður. 30. Sverrir Hermannsson, fv. ráðherra. Listi Frjáls- lyndra og óháðra í Reykjavík Ólafur F. Magnússon JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því á Alþingi í vikunni að for- sætisráðherra legði fram fram- kvæmdaáætlun á grundvelli heild- stæðrar stefnumótunar í málefnum barna og ungmenna. Alþingi hefði óskað eftir slíkri áætlun í ályktun fyrir fimm árum. Jóhanna sagði að þverpólitísk nefnd um málefni barna og ung- menna hefði skilað skýrslu sinni fyrir um það bil ári. Í skýrslunni væri að finna upplýsingar um mikla brotalöm í þessum málum og m.a. nefnt að úrbóta sé þörf í málefnum fátækra barna og nýbúa. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra svaraði því m.a. til að fjöl- skyldunefnd hefði fengið það verk- efni að fara yfir tillögur fyrrgreindrar skýrslu með það í huga að fella þær að öðrum til- lögum sem miðuðust að því að styrkja stöðu fjölskyldunnar í land- inu. „Ég tel eðlilegan farveg að fela fjölskyldunefndinni næsta skref í mótun opinberrar stefnu í mál- efnum fjölskyldunnar,“ sagði hann. Kallar eftir fram- kvæmdaáætlun um málefni barna Orri Vigfússon Gunnar Örlygsson GREIÐSLUR Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á hvern ellilífeyr- isþega hækkuðu um tæp 80% frá árinu 1995 til 2005 en á sama tíma- bili hækkaði vísitala neysluverðs um 41%, að því er fram kemur í vef- riti fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að þróunin eigi sér stað þrátt fyrir auknar greiðslur til ellilífeyrisþega úr líf- eyrissjóðum sem eigi að koma til lækkunar á lífeyrisgreiðslum TR. Hækkunin var mest á tímabilinu 2001–3 en þá kom til nýr lífeyr- isflokkur, svonefndur tekjutrygg- ingarauki. Lífeyrisgreiðslur TR til ellilífeyr- isþega nema alls um 19 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum 2006. Ellilífeyris- greiðslur TR hækkuðu um 81% 1995–2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.