Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 28
Daglegtlíf apríl Þær voru eitthvað að skeggræða hvaðbolurinn sem ein þeirra var í væri fal-legur, hann var með pallíettum ogglitri, og ég spurði þær hvort þær langaði ekki að læra þetta sjálfar,“ segir Erla Hrönn Sigurðardóttir, leikskólakennari í leik- skóla KFUM og K við Holtaveg, um aðdrag- anda þess að stofnaður var saumaklúbbur innan leikskólans fyrir elsta árganginn, en sauma- klúbburinn er haldinn hvern föstudag. „Ég er bæði lærður leikskólakennari og text- ílmenntuð, þannig að það voru hæg heimatökin fyrir mig að kenna þeim þetta.“ Nú, stelpunum fannst þetta vera góð hug- mynd og Erla fékk leyfi til þess að hafa sauma- klúbb fyrir þær. „Það var auðsótt mál og þær fóru heim með bréf frá okkur þar sem beðið var um að þær kæmu með bol í leikskólann.“ Erla hefur þýtt bók sem hún notaði mikið sjálf þegar hún var í námi í Danmörku. „Ég kom með þessa bók hingað og hún var mikið skoðuð og spáð og spekúlerað.“ Stelpurnar voru afar áhugasamar, en fannst aðdragandinn að því að fara að sauma vera fulllangur. „Þær byrj- uðu náttúrulega á því að teikna, svo þarf að þrykkja og strauja og þær voru farnar að spyrja mig hvenær þær fengju eiginlega að sauma,“ segir Erla og hlær. Strákarnir vildu fá að vera með „Fyrst voru það bara stelpurnar sem sýndu þessu áhuga,“ segir Erla, „við ákváðum að vera ekkert að þröngva strákunum í þetta ef þeir vildu ekki vera með. Þetta átti bara að vera val fyrir alla. Þegar strákarnir sem eru með okkur núna, þeir eru tveir, fóru að sjá hvað við vorum að gera, þá vildu þeir vera með. Út frá þessum mikla áhuga fórum við svo að velta fyrir okkur hvernig allir í leikskólanum gætu verið með.“ Þannig kom það til að allir í leikskólanum fá að dunda við einhvers konar hannyrðir á föstudög- um. „Við réttum auðvitað ekki tveggja ára gömlu barni nál og segjum því að fara að sauma,“ segir Erla. „Hins vegar geta þau teikn- að á boli með litum sem hægt er að strauja og þá eru þeir fastir á.“ Stefnan er að fylgjast svo með hvort yngstu árgangarnir hafa áhuga og getu til að sauma með perlum og pallíettum og ef svo verður fá þeir líka að prufa. „Við sjáum bara til hvernig það gengur.“ Þó verða þau allra minnstu bara í að teikna. „Það er aðalsportið að fá að strauja og það fylgir líka teikningunum.“ Erla á að baki þriggja ára textílnám í Dan- mörku þar sem hún var aðstoðarkennari kon- unnar sem skrifaði bókina sem nefnd er hér að framan. „Þannig kynntist ég því hvernig hægt er að láta svona lítil börn læra þetta og það er ótrúlegt að fylgjast með hvað þau eru fljót að til- einka sér þetta.“ Framundan hjá þessu unga hannyrðafólki er svo að prjóna vettlinga og sauma út í þá með silkiborðum. Í vor er svo stefnt á að halda sýn- ingu í leikskólanum þar sem foreldrum verður boðið að koma og sjá afrakstur vetrarins.  ÁHUGAMÁLIÐ | Læra að sauma og þrykkja í leikskólanum Skemmtilegast í saumaklúbbnum Morgunblaðið/Ásdís Erla Hrönn Sigurðardóttir leikskólakennari kennir börnunum hannyrðir. Birgitta, Helena og Ása Diljá eru duglegar í saumaklúbbnum. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „Sjáðu fuglabolinn minn,“ segir Márus Máni stoltur og bendir á bolinn sem hann er um það bil að fara að sauma útí. Márus hefur unnið teikn- inguna frá grunni, fyrst dregur hann upp á bol- inn, svo straujar hann svo að myndin festist á og að lokum saumar hann í eftir eigin hentisemi. „Við erum bara að sauma og prjóna,“ segir Ása Diljá Pétursdóttir, „eins og gamlar konur,“ gellur við frá Márusi Mána. Honum finnst nefni- lega að bara gamlar konur eigi að sitja við sauma þó að sjálfur sitji hann afar áhugasamur við. „Ég er náttúrulega ekki gömul kona,“ bætir hann við hneykslaður. „Minn er bara með blóm,“ skýtur Helena Heið- dal Geirsdóttir inn í samtalið og segir að sér finn- ist voða gaman að vera í saumaklúbbi. „Sjáðu nálina mína,“ segir Birgitta Brands- dóttir og bætir við að henni finnist þetta kannski doldið hættulegt. „Hann heitir bara saumaklúbbur,“ segir Ása Diljá þegar hún er spurð um nafnið á fé- lagsskapnum. „Við erum öll fimm ára,“ segir hún þegar hún er spurð um aldur undrandi á því að blaðamaður geri sér ekki grein fyrir svona ein- földum hlut. Márus Máni mjög ábyrgðarfullur með straujárnið. Engar smá- dúllur. Sigríð- ur Sól Ársæls- dóttir og Telma Lind Hálfdánar- dóttir, stoltar í bolunum sem þær teiknuðu á alveg sjálfar. Andleg heilsa skilnaðarbarnaer brothættari en barnasem búa með báðum for- eldrum, að því er norsk rannsókn leiðir í ljós. Á vefnum forskning.no er greint frá rannsókninni sem gerð var á vegum norsku Lýð- heilsustofnunarinnar og var ætlað að greina langtímaáhrif af skilnaði foreldra á börn. 9.000 unglingar á aldrinum 13–19 ára svöruðu spurningalista og í ljós kom sam- hengi á milli skilnaðar foreldra og ýmiss konar vandamála hjá ung- lingunum. Fleiri þjáðust af kvíða og þung- lyndi, vellíðan var minni og vanda- mál í skólanum algengari meðal skilnaðarbarna. Niðurstöðurnar eru í samræmi við alþjóðlegar rannsóknir. Á fullorðins- árum geta börnin sem hafa upplifað skilnað foreldra einnig frekar átt við andleg vandamál að etja en þau sem áttu gifta foreldra. Munurinn var lítill en samt grein- anlegur. Í ljós kom að skiln- aður foreldra getur leitt til kvíða og þunglyndis á fullorðinsárum. Þeir sem einnig upplifa eig- in skilnað eru í enn meiri hættu á að upp- lifa einkenni kvíða og þunglyndis. Oft er sagt að fólk sem hefur upplifað skilnað for- eldra sinna, muni ekki skilja sjálft en nið- urstöður rannsóknarinnar benda til hins gagnstæða. Skilnaður for- eldra eykur líkur á að barnið skilji sjálft síðar á lífsleiðinni. Ef annað hjóna hefur upplifað skilnað for- eldra eru tvöfalt meiri líkur á að þau skilji en hjón sem eiga gifta foreldra. Ef bæði eiginmaðurinn og eiginkonan hafa upplifað skiln- að foreldra sinna er áhættan þref- öld.  RANNSÓKN Ef annað hjóna hefur upplifað skilnað for- eldra eru tvö- falt meiri líkur á að þau skilji en hjón sem eiga gifta for- eldra. Skilnaður foreldra eykur líkur á kvíða og þunglyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.