Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 33 Tilkynning um áætlun þessa birtist í Lögbirtingablaðinu 27. mars 2006. THE HIGH COURT OF JUSTICE (HÆSTIRÉTTUR STÓRA-BRETLANDS) CHANCERY DIVISION FYRIRTÆKJASVIÐ NR 2361 frá 2006 Í MÁLI GE FRANKONA REINSURANCE LIMITED og Í MÁLI SWISS REINSURANCE COMPANY UK LIMITED og VARÐANDI THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000 (LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG MARKAÐI FRÁ 2000) HÉR MEÐ TILKYNNIST að GE Frankona Reinsurance Limited („GE Reinsur- ance“) og Swiss Reinsurance Company UK Limited („Swiss Re UK“) lögðu mál fyrir hæstarétt Englands og Wales („umsóknin“) skv. VII. hluta laga um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 („FMSA“) til að fá úrskurð: (1) samkvæmt 111. kafla laga um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 („FMSA“) þar sem samþykkt er áætlun („áætlunin“) um flutning til Swiss Re UK á öllum vá- tryggingum og endurtryggingum hjá GE Reinsurance („flutningur viðskipta“) (2) samkvæmt 112. kafla laga um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 („FMSA“) Afrit af skýrslunni („skýrslunni“), sem samið hefur sérfræðingur, David Slater hjá Wat- son Wyatt Limited, félagi í samtökum [breskra] tryggingafræðinga, skv. 109, kafla laga um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 („FMSA“) um áhrif áætlunarinnar á vátrygg- ingartaka hjá GE Reinsurance og Swiss Re UK, og afrit af yfirlýsingu þar sem fram kem- ur útdráttur úr skilmálum áætlunarinnar og skýrslunnar („útdrátturinn“) verður til reiðu ókeypis hverjum þeim sem óskar eftir að fá slík afrit frá útgáfudegi þessarar tilkynningar til þess dags þegar áætlunin verður tekin fyrir í dómstóli, með því að hafa samband við GE Reinsurance í síma +44 20 7933 4680 eða með því að skrifa bréf stílað á Regis Hou- se, 45 King William Street, London EC4R 9AN [Stóra-Bretlandi] (sem berast skal flutn- ingsnefnd) eða til Swiss Re UK í síma +44 20 7933 4680 eða með bréfi stíluðu á 30 St Mary Axe, London EC3A 8EP [Stóra-Bretlandi] (sem berast skal flutningsnefnd). Afrit af fullunninni skýrslu og útdrátt úr henni má lesa á www.geinsurancesolutions.com eða www.swissre.com/geispartvii. Allar kröfur varðandi flutningsviðskiptin, sem nú eru til meðferðar af hálfu eða fyrir hönd GE Insurance, munu, að loknum fyrirhuguðum flutningi, vera í höndum eða fyrir hönd Swiss Re UK. Þær kröfur sem koma upp í framtíðinni í tengslum við vátryggingar og endurtryggingar þær sem flutningsviðskiptin snúast um, verða unnin af hálfu eða fyr- ir hönd Swiss Re UK. Fyrirhuguðum flutningi er ætlað að tryggja áframhaldandi hvers konar málaferli af hálfu eða fyrir hönd Swiss Re UK sem nú standa yfir af hálfu eða gegn GE Reinsurance sem tengjast réttindum og skyldum varðandi flutningsviðskiptin. Umsóknin snýst um það að hún verði tekin fyrir hjá dómara Chancery Division hins konunglega hæstaréttar (Royal Courts of Justice), the Strand, London WC2A 2Ll [Stóra- Bretlandi] hinn 22. júní 2006, eða því sem næst, þannig að sérhver maður, þ.m.t. sér- hverjum starfsmanni Swiss Re UK eða starfmanni, sem tekur þátt í flutningsviðskiptun- um og telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmdar áætlunarinnar, er heimilt að koma fyrir dómstólinn í eigin persónu þegar málið verður dómtekið, eða að öðrum kosti lögmaður hans og/eða með skriflegum mótmælum. Sérhverri persónu, sem hyggst koma þannig fyrir réttinn, svo og sérhverjum vátryggingartaka hjá GE Reinsurance eða Swiss Re UK, sem er ekki sáttur við ákvæði áætlunarinnar, en hyggst ekki koma fyrir dóminn, ber að tilkynna skriflega tveim heilum dögum fyrir dagsetningu dómtöku um fyrirætlan sína eða mótmæli, svo og ástæður sínar fyrir henni, til þeirra lögmanna sem tilgreindir eru hér að neðan. Dagsett hinn 13. apríl 2006 Clifford Chance Limited Liability Partnership of 10 Upper Bank Street, London E14 5JJ [Stóra-Bretlandi], lögmenn GE Frankona Reinsurance Limited Tilvísunarnúmer: AAE/TACP/70-40003979 Herbert Smith Limited Liability Partnership of Exchange House, Primrose Street, London EC2A 2HS, [Stóra-Bretlandi], lögmenn Swiss Reinsurance Company UK Limited Tilvísunarnúmer: 3816/2067/30859538 BAF 06.04.06 lendingar að Þjórsá er móðir ljós- anna og fóstra stóru veranna á höf- uðborgarsvæðinu. Við sjáum að viðhorfin hafa breyst. Ljótu lín- urnar sem liggja á Hellisheiði og eru að ryðga stinga í stúf! Á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn hefur farið með þennan málaflokk hafa viðhorfin mjög breyst út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Menn leiða ekki raforku eins langa leið yf- ir fjöll og firnindi og þeir gerðu. Hugsaðu þér þegar menn ætluðu að reisa álver á Keilisnesi og leiða orkuna frá Eyjabökkum! Ef þar hefði nú risið ljótasta mannvirki allra tíma sunnan jökla og verið leitt suður á Keilisnes? Sem betur fer varð ekki úr þeirri framkvæmd. Við Sunnlendingar búum við það að ork- an hefur verið leidd frá okkur. Þor- lákshöfn var ekki á þeim tíma sú stórskipahöfn sem hún er orðin. Við getum nú farið að gera meiri kröfur fyrir héraðið.“ ESB, evran og Framsókn Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra og formaður Framsókn- arflokksins, hefur spáð því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB) áð- ur en árið 2015 gengur í garð. Guðni segir að skoðanir um ESB-aðild séu mjög skiptar innan flokksins. „Saga Framsóknarflokksins og uppruni eru með þeim hætti að mál- ið er mjög viðkvæmt innan hans. Ég hygg að kjarninn í Framsókn- arflokknum sé þannig að menn vilji ekki inn í Evrópusambandið. Þetta mál hefur haft sín áhrif á Fram- sóknarflokkinn. Við búum við þver- öfuga stöðu miðað við Sjálfstæð- isflokkinn. Yngra fólk í Framsóknarflokknum er að gera kröfu um að við sækjum um aðild að ESB meðan yngra fólk í Sjálfstæð- isflokknum gerir kröfu um að við sækjum aldrei um aðild. Ég er þeirrar skoðunar að við getum núna andað algerlega rólega yfir því. Mið- að við þau mörgu ríki sem voru nú að fara inn í ESB úr Austur-Evrópu sé ég ekki að það verði neitt stórt að gerast varðandi Ísland eða Noreg og ESB næstu 7–10 árin. Ég held að við eigum fyrst og fremst að hugsa um mikið og gott samstarf við frændur okkar Norðmenn. Þessar þjóðir hafa það nú kannski best í Evrópu, búa þegnum sínum best lífskjör og eru utan Evrópusam- bandsins. Aðalatriðið er auðvitað að fylgja því eftir að EES-samning- urinn sé viðskiptabrú og geti þróast í samræmi við þær væntingar sem við þurfum á að halda.“ Sem kunnugt er varpaði Val- gerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra því fram að sá möguleiki yrði skoðaður að taka upp evru sem gjaldmiðil í stað krónu. „Evran verður auðvitað aldrei okkar nema við verðum í Evrópu- sambandinu. Evran væri ekkert að skaffa okkur betri lífskjör en krón- an þegar menn horfa til langs tíma,“ segir Guðni. Eru þá forsætisráð- herra og iðnaðarráðherra á ein- hverjum villigötum í Framsókn- arflokknum, hvað varðar ESB og evru? „Ég ætla ekki að halda því fram, þetta er umræða sem hefur verið að skjóta upp kollinum, bæði í pólitík- inni og ekki síður í atvinnulífinu, og þau svara auðvitað fyrir það. Evr- ópusambandið er ekkert á dagskrá í náinni framtíð, en það er mjög mik- ilvægt fyrir Framsóknarflokkinn að klára þessa umræðu þannig að við séum ekkert að fljúgast á um þessa skýru stöðu sem er í Evrópumálum nú. Þá sýnist mér að Samfylkingin hafi áttað sig á því að það þýðir ekk- ert að vera að tala um Evrópusam- bandið um þessar mundir. Við erum sammála um það í Framsóknarflokknum og þjóðfélag- inu að við ætlum ekkert að fórna sjávarútvegsauðlindinni og missa stjórnsýsluna yfir hafinu umhverfis Ísland til Brussel. Það geta komið upp nýjar aðstæður, en ég sé enga ástæðu til að Framsóknarflokkurinn sé í mjög ríkum mæli að takast á um Evrópusambandsaðild.“ Fylgið mun vaxa Framsóknarflokkurinn tengist bændum og sveitum landsins í huga margra. Guðni var spurður hvort sú ímynd, og að hann er sjálfur af bændum kominn, dragi úr vinsæld- um flokksins og hans meðal íbúa í þéttbýlinu. Guðni svaraði með að vitna í skoðanakannanir þar sem spurt er um vinsældir ráðherra. „Ég mælist sterkur og það er ánægja með mín störf hér á höf- uðborgarsvæðinu. Ég líð ekki fyrir að vera landbúnaðarráðherra og ánægja með störf mín er lítið minni í höfuðborginni og nágrenni hennar en út um landið samkvæmt þessum mælingum. Það segir mér að land- búnaðurinn sé ekkert að flækjast fyrir þjóðinni, enda vilja æði margir eiga jörð, vera bændur og bera nafnið bóndi.“ Framundan eru sveitarstjórn- arkosningar í vor og Alþingiskosn- ingar að ári. Guðni kveðst trúa því að Framsóknarflokkurinn eigi eftir að rísa og fylgi hans styrkjast frá því sem skoðanakannanir hafa sýnt. „Flokkurinn hefur á margan hátt verið lagður í einelti bæði af stjórn- arandstöðu og ýmsum öflum í þjóð- félaginu. Ill skrif um framsókn- armenn og flokkinn sem slíkan finnst mér til skammar.“ Guðni segir að ef til vill þurfi flokkurinn að greina sig betur frá samstarfsflokknum í ríkisstjórninni. Framsóknarmenn hafi í ýmsum málum allt aðra stefnu en sjálfstæð- ismenn. Hann nefnir t.d. einkavæð- ingu og sölu ríkisfyrirtækja. „Framsóknarflokkurinn mun ekki selja Landsvirkjun og afhenda út- lendingum einokunaraðstöðu á nátt- úru Íslands. Hann mun ekki selja flugbrautirnar og flugstöðina í Keflavík, aðganginn að Íslandi. Þá færum við eins að og Margret Thatcher í Bretlandi með járnbraut- irnar,“ segir Guðni. „Framsókn- arflokkurinn mun standa vörð um Íbúðalánasjóð fólksins og ekki láta hann sem bita upp í munninn á bankakerfinu. Sannarlega er það svo með Íbúðalánasjóðinn að við höfum náð því fram, sem var svo mikilvægt fyrir unga fólkið, að veita 90% langtímalán. Breyting á lánum Íbúðalánasjóðs er eitt af afrekum Framsóknarflokksins á und- anförnum árum. Við munum standa vörð um það öryggi sem unga fólkið og íbúðabyggjendur þurfa á að halda. Nýleg ákvörðun félagsmála- ráðherra, Jóns Kristjánssonar, vitn- ar um það þar sem hann hækkar lánshlutfallið á ný. Framsóknarflokkurinn mun verja það að skólarnir og heilbrigðiskerfið séu almennings. Það má líka minna á að við stóðum að léttari endur- greiðslubyrði námslána. Hún var þegar við byrjuðum 7% að ég hygg en er komin niður í 3,75% og hefur létt mjög greiðslubyrði af ungu fólki.“ Alþingi verður að efla Guðni segist vera mikill þingræð- issinni og hafa mikið hugleitt stöðu Alþingis í þjóðfélaginu. „Ég held að það sé mikið atriði að við áttum okkur á því að Alþingi er allt of veikt. Það nýtur ekki þeirrar virðingar sem það á að gera. Ég er þeirrar skoðunar að þingið beri að styrkja og að það þurfi að fá mikinn styrk á móti framkvæmdavaldinu. Alþingi, sem starfar ekki nema 6–7 mánuði á ári og er síðan horfið út úr þjóðfélaginu, er veikt. Þess vegna verður þingið að starfa nánast allt árið. Þingið þarf einnig að end- urskipuleggja sig þannig að þar sé meiri málefnaleg umræða. Að málin fái lengri tíma í nefndum og nefnd- irnar séu styrktar verulega svo að kjarnaumræðan fari fram í stórum og öflugum nefndum þingsins. Einnig að þessi skrípaleikur og mál- æði, sem einkennir þingið og er virðingarleysi, heyri fortíðinni til. Þingið þarf að hafa fullt mótvægi við ríkisstjórnina – framkvæmda- valdið. Þótt ég sitji í ríkisstjórn tel ég að það gangi ekki upp í nútíma- samfélagi að við ráðherrar hendum yfir þingið tugum frumvarpa, sem mörg eru flókin, rétt fyrir þinglok og ætlumst til þess að þingið geti af- greitt þau á örfáum dögum. Ég tel miklvægt að þingið sé fyrst og fremst fagleg löggjafarstofnun eins og því ber að vera. Alþingi, dóm- stólar og ríkisstjórn verða að starfa með mjög faglegum og málefna- legum hætti til að njóta þeirrar virð- ingar þeim ber.“ Guðni segir að það sé mjög til um- ræðu í Framsóknarflokknum að ráðherrar sitji ekki sem þingmenn þann tíma sem þeir gegna ráðherra- dómi. „Vissulega myndi það styrkja þingið,“ segir Guðni. „Tólf ráð- herrar af 63 þingmönnum er mikil blóðtaka fyrir nefndastörf þingsins. Maður skyldi ætla að það séu öfl- ugustu þingmennirnir sem eru sett- ir í ríkisstjórn. Það er engin spurn- ing í mínum huga að skilja þarf þarna á milli. Það myndi styrkja þingið mjög. Að styrkja og efla Al- þingi þýðir í mínum huga öflugra og öruggara Ísland.“ gudni@mbl.is ’Heimurinn er að því leyti hættulegur að far-andverkamenn í eyðileggingu mega ekki eiga auð- veldan aðgang að Íslandi.‘ ’Alþingi, sem starfar ekki nema 6–7 mánuði á áriog er síðan horfið út úr þjóðfélaginu, er veikt. Þess vegna verður þingið að starfa nánast allt árið.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.