Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 43
R ey kj av ík ur tjö rn RÆKTAÐU VINA- OG FJÖLSKYLDUBÖNDIN Pantaðu fermingarskeyti í síma 1446 eða á netfanginu www.postur.is. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 43 UMRÆÐAN DEILUR hafa staðið um framtíð Reykjavíkurflugvallar í áratugi og nauðsynlegt er að fá botn í þetta mikilvæga mál. B- listinn í Reykjavík boð- ar þjóðarsátt um þetta langvinna deilumál með tillögum um nýjan innanlandsflugvöll á landfyllingum á Löngu- skerjum, þar sem kom- ið er til móts við þá sem vilja nýta betur hið dýrmæta bygging- arland í Vatnsmýrinni og þá sem vilja standa vörð um 600 til 1.000 störf, huga að öryggis- sjónarmiðum vegna sjúkraflugs og nálægðar við Land- spítala og flugrekendur sem hafa lýst því yfir að innanlandsflug muni leggjast af, verði það flutt til Kefla- víkur. Borgarbúum er enginn greiði gerður með að framtíð Reykjavík- urflugvallar verði áfram í uppnámi á næstu árum. Ekki heldur þeim fjöl- mörgu landsmönnum sem treysta á innanlandsflugið eða þeim aðilum í ferðaþjónustu sem gera út á farþega í innanlandsflugi í rekstri sínum. Mikilvægt er að fyrir kosningar liggi fyrir skýr afstaða flokkanna til þessa mikilvæga máls. B-listinn hefur lagt fram sínar tillögur og þær eru skýr- ar. Hver er afstaða Samfylking- arinnar til flugvallarmálsins? Hvað segja sjálfstæðismenn? Það er ekki nóg að benda á að nefnd muni skila áliti sínu um málið eftir kosningar. Hvers vegna ekki fyrr? Er þetta of óþægilegt mál til að ræða með bein- um hætti í aðdraganda mikilvægra kosninga? Hugmyndin um flugvöll á Löngu- skerjum er ekki ný af nálinni. Raunar er það svo, að það voru borg- arfulltrúar B-listans sem lögðu upphaflega fram tillögur þar að lútandi í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1975, eða fyrir ríflega þrjátíu árum. Kristján Bene- diktsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Al- freð Þorsteinsson gerðu þá nýstárlegar skipulagshugmyndir Trausta Valssonar að sínum og töldu framtíð flugvallarins best tryggða með því að færa hann út á Löngusker. Á Alþingi tóku Steingrímur Hermannsson og Guð- mundur G. Þórarinsson málið upp í kjölfarið og fluttu um það þings- ályktunartillögu. Hugmyndin um flugvöll á Lönguskerjum þótti fram- sækin þá og þykir enn. Talið er að kostnaður við landfyll- ingar og nýjan flugvöll á Löngu- skerjum verði á bilinu 15 til 20 millj- arðar króna. Engum vafa er undirorpið, að verðmæti bygging- arlandsins sem losnaði í Vatnsmýr- inni er meira, jafnvel tvöfalt til þre- falt meira. Um leið skapaðist einstakt tækifæri til að skipuleggja þekkingarþorp og vísindagarða í Vatnsmýrinni í tengslum við tvo há- skóla og fjölbreytta íbúabyggð. Tækifærið er satt að segja ótrúlega spennandi. Í stjórnmálum er mikilvægt að tala skýrt. Við eigum ekki að forðast að ræða viðkvæm mál, heldur leita lausna. Í því felast þau athafna- stjórnmál sem B-listinn í Reykjavík vill standa fyrir. Með því að tala fyr- ir þjóðarsátt um flugvöll á Löngu- skerjum teljum við að Reykjavík- urborg uppfylli skyldur sínar sem höfuðborg í samgöngumálum. Gætt verði fyllstu öryggissjónarmiða varðandi sjúkraflug og B-listinn stendur vörð um verðmæt störf í flugrekstri. Þjóðarsátt um flugvöll á Lönguskerjum Björn Ingi Hrafnsson skrifar um framtíðarstað Reykjavík- urflugvallar ’Með því að tala fyrirþjóðarsátt um flugvöll á Lönguskerjum teljum við að Reykjavíkurborg upp- fylli skyldur sínar sem höfuðborg í samgöngu- málum.‘ Höfundur er oddviti B-listans. Björn Ingi Hrafnsson FRAMSÓKN vill flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og út á Löngusker. Þetta er eitt höfuðslagorða í nýhafinni kosninga- baráttu Framsókn- arflokksins í Reykja- vík. Ekki er ljóst hvað liggur að baki áherslu á að leggja niður ný- endurbyggðan flugvöll í Vatnsmýrinni og ráð- ast þess í stað í mjög kostnaðarsama upp- fyllingu úti á skerjum utan við Skerjafjörð. Þessi hugmynd Trausta Valssonar arkitekts um flugvöll úti á sjó er ekki ný af nálinni. En spyrja má hvort hún sé ekki álíka raunsæ og hugmyndir hans um höfuðborg Ís- lands á miðju hálend- inu. Fyrir utan kostn- aðarhliðina, sem því miður er „skautað framhjá“ með því að fullyrða að landið und- ir núverandi flugvelli sé miklu verð- mætara en væntanlegt flugvall- arstæði úti á sjó, er í engu skeytt því augljósa vandamáli að særok og flugrekstur eru mjög váleg blanda. Menn ættu að hugleiða, áður en lengra er haldið, hvernig öldugangi og særoki er háttað í stífum vestan- og suðvestanáttum á útskerjum Skerjafjarðar. Reyndar hefur ekk- ert komið fram, sem skýrir þá knýj- andi þörf sem öll framboð önnur en F-listinn í Reykjavík leggja á að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni. Ef þörf fyrir byggingarland á þessu svæði er í reynd þetta brýn, er þá ekki nær að byggja upp íbúðabyggð á Lönguskerjum og spara sér þar með þann gífurlega kostnað sem af nið- urbroti flugvallar og bygginga og samsvar- andi enduruppbygg- ingu á Lönguskerjum mun leiða? En önnur hlið, sem ekki hvað síst að Fram- sókn snýr, er sú stað- reynd að í tíð fyrrver- andi umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, var hafinn undirbún- ingur að friðun Skerja- fjarðar og Álftaness. Þetta svæði var í kjöl- farið sett á Nátt- úruverndaráætlun 2004–2008 og nú unnið að friðlýsingu þess. Svæði það sem hér um ræðir er langt innan þessara náttúruvernd- armarka. Löngusker munu aukinheldur til- heyra Álftanesi og þar af leiðandi á valdi íbúa þar hvort til greina kemur að byggja mann- gerða eyju í mynni Skerjafjarðar. Er þetta ekki enn eitt dæmið um að Framsókn hikar ekki við í að- draganda kosninga að lofa lausnum, þvert á þegar gefin loforð? Kjósendur verða að sjá til þess að B-listinn með slík kosningaloforð komist ekki í valdaaðstöðu í borg- arstjórn Reykjavíkur í vor. Lönguskerjaframboð Sveinn Aðalsteinsson skrifar um staðsetningu Reykjavík- urflugvallar Sveinn Aðalsteinsson ’Er þetta ekkienn eitt dæmið um að Framsókn hikar ekki við í aðdraganda kosninga að lofa lausnum, þvert á þegar gefin lof- orð?‘ Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti F-listans í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík. LJÓST er að mikil uppbygging mun eiga sér stað á næstu árum í Vatnsmýrinni. Bæði hefur Háskólinn í Reykjavík fengið vilyrði fyrir lóð við rætur Öskjuhlíðarinnar og svo er Háskóli Íslands í startholunum að hefja uppbyggingu á svoköll- uðum Vísindagörðum á svæði sínu við Vatns- mýrina. Það er spá und- irritaðs að Reykjavík- urflugvöllur verði færður innan 20 ára og þar með muni opnast margir möguleikar fyrir uppbyggingu þekking- ariðnaðar á þessu svæði í nágrenni við þessar miklu þekkingarlindir sem háskólarnir og Landspítali – háskóla- sjúkrahús eru. Kópa- vogur á að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að end- urskipuleggja byggðina á Kársnesinu og láta smíða göngu- og hjó- labrú yfir Fossvoginn. Með þessu væri hægt að slá margar flugur í einu höggi. Bæði myndi þetta minnka álag á vegakerfið í kringum þetta svæði og svo eru göngur og hjól- reiðar einstaklega hollur ferðamáti! Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir að Háskóli Íslands/Landspítali – háskólasjúkrahús er nú þegar fjöl- mennasti vinnustaður þjóðarinnar með um 6.000 starfsmenn, fyrir utan alla þá sem eiga þangað erindi sem nemendur eða leita eftir þjónustu spít- alans. Ef hægt væri að beina hluta af þessari umferð yfir göngubrúna myndu sparast töluverðir fjármunir í minni bensínkostnaði og betri heilsu Kópavogsbúa. Kópavogur á nú þegar að fara að skipuleggja lágreista byggð á Kárs- nesinu þar sem lögð væri áhersla á að laða að ein- staklinga sem gætu nýtt sér heimili sitt sem vinnustað. Þetta gætu verið arkitektar, smærri hugbúnaðarfyrirtæki, ýmiss konar listamenn m.a. rithöfundar, mál- arar, grafískir hönnuðir, auglýsingastofur, ýmiss konar skapandi list til dæmis í tengslum við vaxandi kvikmyndaiðnað og aðrir. Þessir ein- staklingar gætu síðan sótt ýmsa þjónustu yfir í Vatnsmýrina á hag- kvæman og umhverf- isvænan hátt með því að fara á tveimur jafn- fljótum eða hjóla yfir Fossvoginn. Ekki er víst að kostn- aðurinn við slíka fram- kvæmd sé of mikill. Fossvogurinn er ekki djúpur og þegar er kom- in töluverð þekking í slíkri brúargerð hér á landi. Hægt væri að taka upp viðræður við rík- isvaldið og Reykjavík- urborg um að taka þátt í kostnaðinum því mjög auðvelt er að sýna fram á að slík framkvæmd sé mjög þjóðhagslega hagkvæm fyrir utan að þetta gæti ver- ið skemmtilegt kennileiti á þessu svæði. Tengjum Kópavog við Vatnsmýrina Andrés Pétursson fjallar um bæjarpólitíkina í Kópavogi Andrés Pétursson ’Ekki er víst aðkostnaðurinn við slíka fram- kvæmd sé of mikill. Fossvog- urinn er ekki djúpur og þegar er komin tölu- verð þekking í slíkri brúargerð hér á landi.‘ Höfundur skipar 5. sætið á lista framsóknarmanna í Kópavogi. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.