Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – tryggðu þér miða! Fim.13/4 kl. 19 UPPSELT Fim.13/4 kl. 22 AUKASÝN. UPPSELT Lau. 15/4 kl. 19 UPPSELT Lau. 15/4 kl. 22 AUKASÝN. UPPSELT Mið.19/4 kl. 20 (síð.vetrard.) örfá sæti laus Fim.20/4 kl. 20 (sumard.fyrsti) UPPSELT Fös. 21/4 kl. 19 UPPSELT Lau. 22/4 kl. 19 UPPSELT Lau. 22/4 kl. 22 AUKASÝN. UPPSELT Sun 23/4 kl. 16 AUKASÝN. í sölu núna! Sun. 23/4 kl. 20 örfá sæti laus Fim. 27/4 kl. 20 AUKASÝN. í sölu núna! Fös. 28/4 kl. 19 örfá sæti laus Fös 28/4 kl. 22 AUKASÝN. í sölu núna! Lau. 29/4 kl. 19 UPPSELT Lau. 29/4 kl. 22 UPPSELT Fim. 4/5 kl. 20 AUKASÝN. í sölu núna! Fös. 5/5 kl. 19 örfá sæti laus Fös 5/5 kl. 22 AUKASÝN. í sölu núna! Lau. 6/5 kl. 19 UPPSELT Lau. 6/5 kl. 22 UPPSELT Síðustu sýningar á Akureyri! Ath! Ósóttar pantanir seldar daglega. Stóra svið RONJA RÆNINGJADÓTTIR Su 23/4 kl. 14 UPPS. Su 23/4 kl. 17:30 Lau 29/4 kl. 14 Su 30/4 kl. 14 Lau 6/5 kl. 14 Su 7/5 kl. 14 Lau 20/5 kl 14 Su 21/5 kl. 14 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA KALLI Á ÞAKINU í dag kl. 14 UPPSELT Lau 15/4 kl. 14 UPPSELT Má 17/4 kl. 14 annar í páskum UPPSELT Fi 20/4 kl. 14, sumard. fyrsti UPPSELT Fi 20/4 kl. 17, sumard. fyrsti AUKASÝNING Lau 22/4 kl. 14 UPPSELT FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Su 30/4 kl. 20 UPPS. Má 1/5 kl. 20 UPPS. Þri 2/5 kl. 20 UPPS. Mi 3/5 kl. 20 UPPS. Su 7/5 kl. 20 UPPS. Má 8/5 kl. 20 UPPS. Þr 9/5 kl. 20 UPPS. Mi 10/5 kl. 20 AUKAS. Fi 18/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 20 UPPS. Fö 19/5 kl. 22:30 UPPS Su 21/5 kl. 20 UPPS Fi 25/5 kl. 20 AUKAS Fö 26/5 kl. 20 UPPS. Fö 26/5 kl. 22:30 Su 28/5 kl. 20 UPPS Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 Fö 2/6 kl. 22:30 AUKASÝNING VILTU FINNA MILLJÓN? -Nýja svið- Forsýningar miðaverð 1.500 kr. Fö 12/5 kl. 20 Lau 13/5 kl. 20 Má 15/5 kl. 20 Þri 16/5 kl. 20 Mi 17/5 kl. 20 FRUMSÝNING Fö 19/5 kl. 20 UPPSELT Nýja svið / Litla svið BELGÍSKA KONGÓ Fi 20/4 kl. 20 Fö 21/4 kl. 20 Lau 29/4 kl. 20 Lau 6/5 kl. 20 Su 7/5 kl. 20 Su 14/5 kl. 20 Fi 18/5 kl. 20 Mi 24/5 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 27/4 kl. 20 AUKASÝNING Su 30/4 kl 20 AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Í REYKJAVÍK HUNGUR Fi 4/5 kl. 20 Su 7/5 kl. 20 NAGLINN Fö 28/4 kl. 20 Lau 29/4 kl. 20 Fö 19/5 kl. 20 Su 21/5 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Lau 22/4 kl. 20 Fö 28/4 kl. 20 Fö 5/5 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR FORÐIST OKKUR Fi 20/4 kl. 20 Fö 21/4 kl. 20 Lau 22/4 kl. 17 & 20 Su 23/4 kl. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR! DANSleikhúsið Mi 19/4 kl. 20 Su 23/4 KL. 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR TENÓRINN Su 30/4 kl. 20 Lau 6/5 kl. 20                                                   !"    !"   $  !"   %& !"    %& !"                         ! Hugleikur sýnir Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm Mánud. 17. apríl Föstud. 21. apríl Laugard. 22. apríl Laugard. 29. apríl Sunnud. 7. maí Aðeins þessar sýningar Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 eða midasala@hugleikur.is . ÞESSIR tónleikar voru þeir næst- síðustu af hádegistónleikum Tónlist- arfélags Akureyrar á þessum vetri. Þar var sem áður gesta freistað með frábærri tónlist og léttum málsrétt- um sem eiga að vera í takt við það umhverfi sem tónlistin er sprottin úr. Nú færðist bragðskynið til Mið- jarðarhafsins með bragðgóðum rétt- um úr ríki hafs og garða og allt með góðu kryddfangi. Reyndar er vafa- mál að Schubert hafi borðað silung- inn, en allavega öruggt að hann gerði þá ódauðlega með samnefndu lagi sínu. Dagskráin nú í tónum og orðum féll í alla staði ágætlega saman og gerði þetta hádegi að ríkulegri sam- veru Schuberts, flytjenda og tón- leikagesta. Fyrsta lagið með baráttu ungu stúlkunnar við dauðann felur á einhvern óskýranlegan hátt líkn í sér, þar sem dauðinn fær í ljóða- söngnum vinalegra yfirbragð, eða eins og segir í lokalínum ljóðsins: „Ég er ekki grimmur, þú skalt sofa vært í örmum mér“. Lagið færist einnig frá hinu harmræna í ljúfari tóna sátta í lokin. Þessum mikilvæga lífsboðskap og vori í ást, eða ást í vori tókst Sigríði og Daníel dæmalaust vel að smita okkur gesti sína í Ketil- húsinu með; úrvalsvali ljóða, heill- andi flutningi og lýsandi munnlegum kynningum. Í mínum eyrum og huga var val söngvanna mjög gott, þarna voru með söngvar sem heyrast sjaldan og heildaráhrif dagskrárinnar flutti mann frá dauða til lífs og ástar; frá vetri til vors og jafnvel frá Akureyri til Vínar. Mér fannst í byrjun eins og lagið um dauðann og ungu stúlkuna væri fulldjúpt fyrir Sigríði, en slíkri tilfinningu tókst henni fljótt að bægja frá og náði að glæða Vínarvori í brjósti hvers áheyranda. Næmi Daníels á hinn hárfína rétta blæ á píanóið er aðdáunarverður og hvern- ig hann túlkaði Vorið, síðasta lagið, með sínum mörgu heillandi tilbrigð- um gerist vart betra. Reyndar var taugin milli Sigríðar og Daníels mjög næm og túlkun þeirra einkenndist af gagnkvæmri nærfærni og mikilli hrifningu af söngvunum, sem svo sannarlega skilaði sér vel til eyrna áheyrenda. Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur sýnt það, að hún ræður yfir mikilli söngfærni og getur jöfnum höndum gegnt með glæsibrag hlut- verki ljóðasöngvara og óperu- söngvara. Hún hefur þróttmikla og fallega rödd sem hún nær að sveigja að andstæðum kröfum í blæbrigðum og styrk. Hún hefur líka mjög já- kvæða og geislandi nærveru á sviði. Ég vil að lokum hvetja stjórn Tón- listarfélags Akureyrar og Einar veit- ingamann að halda ótrauð áfram með slíka hádegistónleika og er sannfærður um að þeim fjölgar sem vilja ekki fara á mis við þetta kosta- boð. Þegar út var komið fannst mér vetur konungur kominn í vörn gegn vori Schuberts. Schubert breytir vetri í vor TÓNLIST Ketilhúsið „Litlar freistingar“ – Ljóðasöngvar eftir Schubert. Flytjendur: Sigríður Að- alsteinsdóttir mezzósópran og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Föstudaginn 7. apríl kl. 12.15. Einsöngstónleikar Jón Hlöðver Áskelsson LÍF í leir nefnist 25 ára afmælissýn- ing Leirlistafélagsins, upphaflega Félag íslenskra leirlistamanna sem hélt sýningu undir sama nafni árið 1979. Félagið hefur reglulega haldið nokkuð veglegar samsýningar á verkum félagsmanna og sýningin nú er engin undantekning. Ágætur bæklingur fylgir þar sem Elísa Jó- hannsdóttir gerir grein fyrir sögu fé- lagsins og starfsemi þess frá 1979 og fram til dagsins í dag. Í Hafnarborg gefur síðan að líta verk um fimmtíu félagsmanna. Sá háttur var hafður á að öllum félögum var gefið tækifæri til að taka þátt, óháð nefnd valdi verk til sýningar og Birna Kristjánsdóttir myndlistarmaður var fengin til að setja sýninguna upp. Ekki er auðvelt verk að raða saman verkum svo margra og ólíkra listamanna. Birna kaus að sýna verk stofnfélaga félags- ins í Sverrissal, en að öðru leyti eru verkin afar blönduð. Þó eru all- nokkrir nytjahlutir saman í Apóteki. Það er gaman að skoða sýningu Leirlistafélagsins og dást að þeirri fjölbreytni sem ríkir í efnistökum, viðfangsefni og markmiðum félags- manna. Þar sem markmið og úr- vinnsla leirsins er svo mismunandi er einnig erfitt að draga fram ákveðna listamenn sem standa upp úr, en þó má sjá að þar sem saman fara einföld markmið sem oftar en ekki ganga út frá efniviðnum og möguleikum hans sem slíkum, þar er niðurstaðan áhugaverð. Hér má nefna t.a.m. verk Dóru Árnadóttur, Umbrot og Álfat- rog og Ingu Elínar Kristinsdóttur, Lífræn form. En ekki síður getur allt önnur nálgun verið skemmtileg, t.d. endurvinnsla Guðnýjar Hafsteins- dóttur Kona af konu. Sígild verk þar sem aldagömul hefð er í bakgrunni eru vasar Sigríðar Ágústsdóttur og skálar Áslaugar Höskuldsdóttur að verkum Kolbrúnar Kjarval ógleymd- um og svo mætti áfram telja, með- limir félagsins eru bæði hæfileika- ríkir og hugvitssamir. Á sýningunni ríkir slík fjölbreytni og möguleikar leirsins eru svo margvíslegir að kyn- skipting vekur athygli, hvers vegna eru það nær eingöngu konur sem sitja einar að þessu spennandi efni? Aðeins má sjá verk eftir tvo karl- menn á sýningunni, eftir frumherj- ana Gest Þorgrímsson og Hauk Dór. Það væri forvitnilegt að sjá hvaða tökum karlmenn tækju leirinn í dag. En nú er ekki hlaupið að því að hleypa nýliðum inn í stéttina. Leir- listadeild Listaháskóla Íslands var lögð niður fyrir fimm árum. Einhver tækjaaðstaða er þó fyrir hendi en ekki mikið notuð. Í stað þessa hefur leirlistardeild verið komið á hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur en nám þar er á framhaldsskólastigi en ekki háskólastigi eins og Listahá- skólinn. Þeir sem áhuga hafa á fag- inu á háskólastigi þurfa því að leita fyrir sér erlendis. Þetta hlýtur að vera afar aðkallandi mál fyrir félagið og nokkuð sem verður að breyta. Nú get ég skilið að Listaháskólinn treysti sér ekki til að halda úti tækja- kostnaði sem enginn notar, en því notar hann enginn? Hér brennur e.t.v. á Leirlistarfélaginu að kynna fagið og möguleika þess fyrir list- nemum? Einnig er spurning hvort ekki þurfi að víkka út möguleika list- nema í Listaháskólanum. Leir er bara efniviður rétt eins og mynd- bönd, olíulitir eða gjörningar og býð- ur upp á margt. Rétt eins og sjá má á sýningunni í Hafnarborg nota lista- menn hann jafnt í leit að hinu háleita og að bolla sem fer vel í hendi, hvort tveggja jafn nauðsynlegt samtíman- um. Ragna Sigurðardóttir Himinbláminn í bollanum mínum MYNDLIST Líf í leir Til 24. apríl. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Íslensk keramik 1981–2006 Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það er gaman að skoða sýningu Leirlistafélagsins og dást að þeirri fjöl- breytni sem ríkir í efnistökum, viðfangsefni og markmiðum félagsmanna.“ Innihaldið skiptir máli ÚT ER komin heildarútgáfa á smásögum rússneska skálds- ins Leos Tolstoys í þýðingu Gunnars Dal. Sögurnar eru alls 23 og greinast í sjö kafla sem nefnast Sögur handa börnum. Vinsælar sögur. Ævintýri. Sögur til styrktar myndlist. Endursagðar þjóðsögur. Sögur til hjálpar gyðingum. Tvær franskar sögur. Útgefandi er Lafleur. Bókin er 375 bls. í kiljubroti. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.