Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 76
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi SÉRFRÆÐINGAR greiningardeildar breska Barclays-bankans halda því fram í nýrri skýrslu um íslensku bankana að Fjármálaeft- irlitið (FME) sé að mestu ómeðvitað um helstu áhættuþætti bankanna, sérstaklega skuldsetn- ingu þeirra og eiginfjárstöðu. Eftirlitið skorti viðmiðunarreglur hvað þetta varðar. Tekið er fram í skýrslunni að tungumálaörð- ugleikar hafi verið nokkrir á fundi sem skýrsluhöfundar Barclays Capital áttu með Fjármálaeftirlitinu. Þeir funduðu einnig með Seðlabankanum en bera honum aðra söguna. Bankinn sinni eftirlitsskyldunni vel og hafi undanfarin tvö ár tekið virkan þátt í um- ræðunni um ofhitnun hagkerfisins og áhrif skuldsetningar bankakerfisins. Samfelld hækkun stýrivaxta undanfarin ár beri þessum áhyggjum Seðlabankans vott. Meiri líkur á áföllum Í ferð sinni til Íslands í lok mars sl. áttu fulltrúar Barclays jafnframt fund með við- skiptabönkunum; Glitni, KB banka og Lands- banka. Þeir telja líkur á áföllum hjá íslenskum bönkum meiri en fjármálamarkaðir gera ráð fyrir í verðlagningu á skuldabréfum bank- anna. Skýrsluhöfundar telja áhættuna minnsta hjá Glitni, en vegna þess að áhættan er meira kerfislæg en sjálfsprottin hjá bönkunum mæl- ir greiningardeild Barclays frekar með því að fjárfestar dreifi áhættunni á skuldabréf frá bönkunum öllum. Vegna þess að Barclays telur skuldabréfa- markaðinn ofmeta skuldabréf íslensku bank- anna er mælt með því í skýrslunni að fjár- festar taki skortstöðu gegn bréfunum. Viðhorfsbreyting bankanna Skýrsluhöfundar taka fram að þeir hafi orð- ið varir við viðhorfsbreytingu hjá íslensku bönkunum og að þeir séu reiðubúnari en áður að hlusta á athugasemdir fjárfesta á skulda- bréfamarkaði og að á fundunum hafi í fyrsta skipti komið fram að til greina kæmi að draga úr vexti þeirra vegna. Allir bankarnir hafi náð árangri í því að tryggja lausafjárstöðu sína til skemmri tíma með því að leita nýrra leiða við fjármögnun, en hins vegar séu aðaláhættuþættirnir óbreyttir og því telji Barclays horfur ekki bjartar. Greiningardeild Barclays Capital með nýja skýrslu um íslenskt efnahagslíf FME ómeðvitað um helstu áhættuþættina Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NEMENDUR á öðru ári í fatahönnun við Listahá- skóla Íslands héldu árlega tískusýningu í Loftkast- alanum í gærkvöldi og sýndu afrakstur vinnu sinnar í vetur. Fullt var út úr dyrum á sýningunni og gerðu gestir góðan róm að því sem hinir ungu hönnuðir höfðu fram að færa. Níu nemendur sýndu hvers þeir eru megnugir en hver þeirra hannaði línu og sýndi þrjár útfærslur af klæðnaði sínum. Ekki var annað að sjá en að hópurinn væri efnilegur og hver veit nema hann klæði landann í náinni framtíð. Morgunblaðið/Sverrir Frumlegir ungir hönnuðir KAUPÞING banki hefur gef- ið út 500 milljóna Bandaríkja- dala skuldabréf til fimm ára, en það svarar til um 37 millj- arða íslenskra króna. Útgáfan, sem er fyrsta út- gáfa Kaupþings banka í Bandaríkjunum, var öll seld til sama aðila. Bankinn hefur það sem af er þessu ári fjármagnað sem svarar samtals 1,8 milljörðum evra, en afborganir langtíma- skulda bankans fyrir árið 2006 nema sem svarar til samtals 1,3 milljarða evra. Í tilkynningu frá bankan- um segir að útgáfan sýni að bankinn hafi góðan aðgang að fjárfestum í Bandaríkjunum og að meira verði gefið út af skuldabréfum þar. Ekki er gert ráð fyrir því að þeir bandarísku fjárfestar sem eigi framlengjanleg skulda- bréf muni framlengja bréfin hinn 20. apríl næstkomandi. Við það komi um 45 milljarð- ar króna (605 milljónir dala) til greiðslu vorið 2007. | C2 Skuldabréf fyrir 500 milljónir dollara VARAFORMAÐUR Framsókn- arflokksins telur að ríki og sveit- arfélög verði að lækka skattheimtu af þeim lægstlaunuðu. Þeirri tekju- skerðingu hins opinbera verði að mæta með öðrum hætti en mik- ilvægt sé að tryggja stöðugleika og halda verðbólgu í skefjum. „Í mínum huga snýst þetta ekki bara um laun, heldur samspil launa, skatta og skattleys- ismarka,“ segir Guðni Ágústsson. „Ég held að lág laun verði að bæta þannig að það fari ekki upp stigann og þess vegna ber að horfa á þetta svona og auðvitað þarf ríkið að sækja meiri tekjur til þeirra sem betra hafa það í þjóðfélaginu. Því mikill kjaramunur fer fyrir brjóstið á þjóðinni. Aðalatriðið er að setjast yfir þetta í alvöru og helst að leysa kjör þessa hóps og eins kjör aldraðra sem allra fyrst.“ Aldraðir eiga að hafa það gott Guðni segir að sér þyki sárt að heyra af bágum kjörum aldr- aðra. „Aldraðir eiga að hafa það gott en það er búið að ala á mikilli óhamingju meðal þeirra. Þar er töluverður hópur fólks sem hefur mjög lágan lífeyri og það þarf að hugsa til hans með sama hætti.“ Það kæmi jafnt láglauna- stéttum og mörgum öldruðum til góða að hækka skattleys- ismörk og hætta að taka útsvar og tekju- skatt af lægstu laun- um. Eins telur Guðni hægt að draga úr ýmsum skerðingum á lífeyrisgreiðslum úr almannatryggingakerfinu. Guðni segist ekki líta svo á að deilt sé um lækkun matarskatts innan ríkisstjórnarinnar. „Ég tel að þegar matvælanefndin hefur lokið störfum sínum muni menn ganga til þess verks að lækka mat- vælaverð. Þá hlýtur lækkun virð- isaukaskatts að vera þar stórt at- riði. Svo verður að fylgja því eftir að matvaran lækki til neytenda.“ Að sögn Guðna hefur verið rætt um að lækka virðisaukaskatt á matvæli úr 14% í 7%. Guðni kveðst vænta þess að matarnefndin skili niðurstöðum í vor eða sumar. Lækka ber skatta hjá þeim lægst launuðu Guðni Ágústsson  Öflugra | 32–33 FJÁRMÖGNUNARKOSTNAÐUR íslensku bankanna mun hækka að einhverju marki á næstunni, að sögn Bjarna Ármanns- sonar, forstjóra Glitnis, en fyrir liggur að á þessu ári og því næsta falla skuldbindingar í gjalddaga hjá bönk- unum sem þarf að end- urnýja. Í samtali við Morgunblaðið í dag seg- ir Bjarni að óhjá- kvæmileg áhrif þessa séu þau að bankarnir muni í meira mæli ein- beita sér að því að reka þær einingar sem þeir hafa þegar keypt og ná samlegð- aráhrifum úr ólíkum einingum, bæði inn- an og milli landsvæða. Vel sé mögulegt að íslensku bankarnir muni hækka vexti við- skiptavina sinna. | 18–19 Ekki óeðlilegt að bú- ast við hækkun vaxta Bjarni Ármannsson FARSÍMANOTKUN eykst stöðugt hér á landi og hefur hún tvöfaldast frá árinu 2000 samkvæmt tölulegum upplýsingum um íslenska fjar- skiptamarkaðinn árið 2005, sem Póst- og fjarskiptastofnun hef- ur safnað. Stöðugt hef- ur dregið úr símtölum innanlands í almenna símnetinu frá árinu 2000. Í fyrra var minna talað í síma í al- menna símnetinu, í mínútum talið, en árið 1997 þegar mín- útumæling var tekin upp.| 8 Farsímanotkun eykst stöðugt FL GROUP hefur, ásamt fjárfestum, und- irritað samning um kaup á hollenska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Holding. Heildarkaupverðið er um 461 milljón evra, sem svarar til um 42 millj- arða íslenskra króna. FL Group verður stærsti hluthafi félagsins með 49% eign- arhlut, en meðal annarra fjárfesta eru Víf- ilfell og helstu stjórnendur Refresco. Að því er fram kemur í tilkynningu frá FL Group nemur fjárfesting félagsins um fimm milljörðum íslenskra króna og er hún fjármögnuð með eigin fé. Refresco framleiðir ávaxtasafa og svala- drykki undir vörumerkjum verslana í Evr- ópu, en fyrirtækið framleiðir einnig undir eigin vörumerki. Helstu markaðssvæði fé- lagsins eru Þýskaland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Holland og Finnland. | C2 FL Group og fleiri kaupa drykkjar- vörufyrirtæki MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út á páskadag, sunnudaginn 16. apríl. Fréttaþjónusta verður að venju á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, alla páskahelgina. Ábendingum um fréttir má koma á netfrett@mbl.is. Áskriftardeild Morgunblaðsins verður opin í dag, skírdag, kl. 7–14, á laugardag kl. 14–19 og páskadag kl. 8– 15. Lokað verður á föstudaginn langa og annan í páskum. Auglýsingadeild blaðsins verður op- in á laugardag kl. 9–12 en lokuð aðra daga. Skiptiborð Morgunblaðsins verður opið á laugardag kl. 8–12 og annan í páskum kl. 13–20. Símanúmer blaðsins er 569-1100. Fréttaþjónusta um páska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.