Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20 MILLJARÐAR Viðræður milli Orkuveitu Reykja- víkur og Símans um samnýtingu eða kaup á dreifikerfum, sem átt hafa sér stað frá því um miðjan mars, standa enn yfir. Samkvæmt heim- ildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér losa verðhugmyndir Símans í viðræðunum 20 milljarða króna. Verður málið tekið fyrir á næsta stjórnarfundi Orkuveitunnar næst- komandi miðvikudag. Gyanendra gefur eftir Gyanendra konungur í Nepal gaf í gær eftir fyrir miklum mótmælum í landinu og bað stjórnarandstöðuna að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Í ávarpi til þjóðarinnar kvaðst hann mundu setja framkvæmdavaldið aft- ur í hennar hendur en nefndi þó ekki hvenær kosningar yrðu haldnar. Níu brúðkaupsgestir létust Að minnsta kosti níu létust og 26 er enn saknað eftir að farþegarúta full af brúðkaupsgestum féll niður í á skammt frá bænum Narail í vest- urhluta Bangladesh í gær. Brúð- guminn var á meðal þeirra sem kom- ust lífs af en brúðurin var hins vegar á meðal hinna látnu. Brjóta alþjóðalög Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem stunda veiðar á sardínu og mak- ríl við strendur Vestur-Sahara í krafti samninga við Marokkómenn eru sökuð um að brjóta gegn al- þjóðalögum. Vantar hjúkrunarfólk Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hún hefði nú þegar rætt við mennta- málaráðherra, Þorgerði K. Gunnars- dóttur, um nauðsyn þess að kanna leiðir til að fjölga námsplássum í hjúkrunarfræði, en um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga vantar á LSH. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 36 Úr verinu 12 Minningar 40/52 Viðskipti 16/17 Messur 53/55 Erlent 18/19 Dagbók 60 Akureyri 22 Víkverji 60 Suðurnes 23 Velvakandi 61 Árborg 24 Staður og stund 62 Landið 24 Menning 64/69 Daglegt líf 26/29 Bíó 66/69 Listir 30/31 Ljósvakamiðlar 70 Umræðan 32/39 Veður 71 Bréf 34 Staksteinar 72 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi 1 sæti „ Tryggjum að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.“ ANNA Jóhanns- dóttir hefur bæst í hóp myndlistar- gagnrýnenda Morgunblaðsins. Hún brautskráð- ist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993, lauk framhalds- námi í myndlist við L’Ecole Nat- ionale Supérieure des Arts Décora- tifs í París 1996 og hefur einnig stundað listfræðinám við Háskóla Ís- lands. Auk þess að vera starfandi myndlistarmaður sá Anna um fjög- urra ára skeið um rekstur Gallerís Skugga á Hverfisgötu. Morgunblaðið býður hana vel- komna til starfa. Nýr myndlistar- gagnrýnandi Anna Jóhannsdóttir DRÖG að samstarfssamningi Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) og læknadeildar Háskóla Íslands voru felld með afgerandi hætti á deildar- fundi kennara læknadeildar á miðvikudag. Fimm ár eru frá því að samningur milli LSH og HÍ um samstarf við kennslu og rannsóknir í heilbrigð- isvísindum var gerður, en samningurinn rennur út 28. júní næstkomandi. Að sögn Kristjáns Erlends- sonar varadeildarforseta læknadeildar og fram- kvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar hjá LSH, hefur vinna við endurskoðun samningsins staðið yfir í vetur. Kristján segir skiptar skoðanir um fjármögnun, aðstöðu fyrir samstarf LSH og læknadeildar og starfsmannamál helstu ástæður þess að samningsdrögin voru ekki samþykkt á deildarfundinum á miðvikudag og bendir á að báð- ar stofnanirnar eigi við fjárskort að stríða. Málinu ljúki sem fyrst Kristján segir að á næstu dögum verði unnið úr þeim athugasemdum sem fram hafa komið vegna endurnýjunar samningsins, en samstarf stofnan- anna hafi verið afskaplega gott og hafi þróast á undanförnum fimm árum. „Samningurinn hefur vissulega fært stofnanirnar nær hvor annarri í þeim sameiginlegu verkefnum sem eru að mennta nýja einstaklinga í heilbrigðisstétt og samstarf í vísindum sem hvort tveggja kemur þjónustu til góða. Á þeim fimm árum sem liðið hafa frá því samningurinn var gerður hafa komið upp atriði sem við höfum þurft að taka upp og þróa frekar. Við erum að vinna í því núna,“ segir Kristján. „Við verðum að ljúka málinu sem allra fyrst og klárlega fyrir 28. júní,“ segir hann og bætir við að ávinn- ingur beggja stofnana af samstarfinu sé slíkur að hann trúi ekki öðru en að málin leysist. Drög að samstarfssamningi LSH og HÍ kolfelld á deildarfundi læknadeildar Deilt um fjármögnun, aðstöðu og starfsmannamál Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is KRÓNAN styrkt- ist í viðskiptum gærdagsins og Úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands hækkaði. Krónan styrkt- ist um 2,2% í gær, samkvæmt upp- lýsingum frá Landsbanka Ís- lands, og úrvals- vísitala Kaup- hallar Íslands hækkaði um 0,79% og er nú 5.439 stig. Gengis- vísitalan var við upphaf dags 135,50 stig en við lokun var hún í 132,60. Gengisvísitalan fór hæst í 138,05 stig í gær en síð- ast fór vísitalan yfir 138 stig þann 7. mars árið 2002. Þá var veltan á milli- bankamarkaði 51,5 milljarðar króna í gær og hefur aldrei verið meiri. Fyrra metið var frá því 8. mars sl. en þá nam veltan 45,9 milljörðum króna. Gengi dollara er nú 77,31 kr., gengi evru 95,45 kr. og pundið er nú í 137,80 kr. | 17 Morgunblaðið/Einar Falur Krónan styrktist á ný FUNDI viðræðunefnda Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og starfsmanna hjúkrunarheimila vegna kjaradeilu starfsfólksins lauk í gær um fimmleytið eftir þriggja tíma fundahöld í húsnæði Rík- issáttasemjara. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns viðræðunefndar starfs- manna dvalar- og hjúkrunarheimil- anna, gengu viðræður vel og sagði hún að mikil ánægja væri með fund- inn. Álfheiður taldi rífandi gang vera kominn í viðræðurnar og gott hljóð væri í fólki en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um viðræðurnar. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn. Verður hann haldinn í húsnæði Ríkissáttasemjara og hefst klukkan tvö. Morgunblaðið/RAX Viðræðunefnd starfsfólks á hjúkrunarheimilum ræðir stöðu mála á milli funda í húsnæði Ríkissáttasemjara. Rífandi gangur sagður í samningaviðræðum                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                   ÞRÍR voru fluttir á slysadeild í sjúkrabíl eftir þriggja bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum við Vífils- staðaveg seint í gærkvöld. Einn hinna slösuðu var sýnu mest slas- aður en þó ekki alvarlega. Lög- reglan í Hafnarfirði fékk aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við vettvangsvinnu og var tækjabíll sendur á staðinn. Fólkið náðist þó út án þess að klippa þyrfti í sundur bílflökin. Slysið varð um kl. 22.30 og lenti einn bílanna utan í ljósastaur. Lög- reglan í Hafnarfirði fer með rann- sókn á tildrögum slyssins. Þrír á slysadeild eftir árekstur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.