Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 11
HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar felldi á dögunum dóm í máli sem snerist um auglýsingahlé í kvikmyndum, en þar höfðuðu sænsku leikstjórarnir Vil- got Sjöman, sem lést á dögunum, og Claes Eriksson mál gegn sænsku sjónvarpsstöðinni TV4. Hæstirétt- urinn staðfesti dóm borgarréttar Stokkhólms og viðurkenndi að aug- lýsingahlé í kvikmyndum bryti á sæmdarrétti kvikmyndagerðar- manna. Vilgot Sjöman og Claes Eriksson þykja með málsókn sinni hafa styrkt mjög stöðu kvikmyndagerðarmanna og höfunda í Svíþjóð og jafnvel víðar um heim, að mati Peters Curmans, formanns samtaka listamanna og rit- höfunda í Svíþjóð. Kveður Curman hér um að ræða mikinn sigur fyrir listræna tjáningu og sérstaklega fyr- ir kvikmyndagerð, þar sem hæsti- réttur lítur sömu augum á kvik- myndagerð og aðra alvarlega listsköpun, s.s. myndlist, tónlist, leikhús og bókmenntir. Ekki bein fordæmisáhrif Håkan Sjöström, lögmaður kvik- myndagerðarmannanna, segir dóm- inn mjög skýran í því að staðfesta að sæmdarréttur hafi enn gildi fyrir listamenn sem einstaklinga og sér- stakt leyfi þurfi frá leikstjóra mynda til að gera á þeim hlé til auglýsinga. Hróbjartur Jónatansson hæsta- réttarlögmaður segir mögulegt að dómurinn hafi áhrif hér á landi. „Hann hefur að sjálfsögðu ekki bein fordæmisáhrif, en allir dómar í þeim löndum sem eru í sama menningar- heimi og við, sérstaklega Norður- löndum, hafa áhrif,“ segir Hróbjart- ur. „Lagakerfin á Norðurlöndum eru mjög svipuð. Sérstaklega í Dan- mörku og Noregi eru þau svipuð okkar kerfi. Þannig er það mjög al- gengt að vísað sé til norrænna dóma við uppbyggingu mála hér, sérstak- lega í þeim tilvikum þar sem for- dæmi eru ekki fyrir hendi.“ Dómur Hæstaréttar Svíþjóðar kann að hafa áhrif hér á landi Auglýsingahlé brjóta á rétti kvikmyndagerðarmanna TÖKUR á danska sjónvarpsþættinum Ern- inum hafa staðið yfir að undanförnu í Vest- mannaeyjum og er ráðgert að hefja lokatök- ur á þáttunum í Grindavík og Reykjavík á næstu dögum. Ekki hefur að fullu verið ráðið í öll aukahlutverk í þessum tökum og að sögn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur, ráðningarstjóra Arnarins á Íslandi, hefur hún verið að leita að fólki í hlutverki lögregluþjóna, lífvarða og leyniþjónustufulltrúa. Aðilar frá bæjarfélög- unum hefðu hjálpað henni við starfið og benti hún áhugasömum aðilum á að hafa samband við sig hið fyrsta. Ráðningar í auka- hlutverk standa yfir BILUN í flugvél tyrknesks flugfélags, sem flytja átti í dag tæplega 200 íslenska íþrótta- iðkendur heim frá Tyrklandi, olli því að um 10 tíma töf verður á brottför hópsins frá Tyrklandi. Undanfarna 10 daga hafa meist- araflokkar karla í knattspyrnu í Grindavík, hjá Val og meistaraflokkur kvenna hjá Fylki, auk golfleikara, dvalist við æfingar í ná- munda við Antalya í Tyrklandi og átti hóp- urinn að fljúga heim snemma í dag. Að sögn Jónasar Þórhallssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, mun vél frá Flugleiðum sækja hópinn í dag. Jónas sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hópurinn tæki seinkuninni með ró og myndi dveljast á hóteli sínu fram að brottför. Bilun í flugvél veldur 10 tíma töf á brottför heim MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 11 FRÉTTIR GAMLA gufubaðið á Laugarvatni mun að öll- um líkindum verða rifið í haust og fram- kvæmdir hefjast um áramót við byggingu nýrr- ar gufubaðsaðstöðu og heilsulindar, sem að öllum líkindum verður rekin af rekstraraðilum Bláa lónsins, en nú er unnið að samningum þar um milli fyrirtækisins Gufu ehf. og sveitarfé- lagsins Bláskógabyggðar. Að sögn Sveins A. Sæland, oddvita sveit- arstjórnar Bláskógabyggðar, er fyrir því fullur vilji hjá sveitarfélaginu að byggja upp nýja að- stöðu á svæðinu og auka þannig aðdráttarafl Laugarvatns með tilliti til ferðamennsku. „Það er mikill áhugi á þessari uppbyggingu hjá sveitarfélaginu og við höfum lofað allt að fimm milljónum króna í hlutafé vegna þessara fram- kvæmda,“ segir Sveinn og bætir við að lengi hafi verið fyrir því vilji innan sveitarfélagsins að bæta aðstöðuna við gufubaðið. Hefðir og saga gufubaðsins virt Gufubaðið á Laugarvatni er byggt ofan á hver sem bullar fyrir neðan gufubaðsklefana og sitja gestir í raun beint ofan á hvernum. Getur hitinn því rokkað nokkuð í gufubaðinu eftir því hversu hressilega bullar í hvernum. Ferðir í gufubaðið eru meðal helstu hefða nemenda við Menntaskólann á Laugarvatni. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir nú unnið að hugmyndavinnu og hönnun hinnar nýju aðstöðu, en áætlanir geri ráð fyrir því að starfsemi í nýrri heilsulind á Laug- arvatni hefjist vorið 2008. Öll sú hugmynda- vinna sé í samráði við Hollvinasamtök gufu- baðsins á Laugarvatni og Gufu ehf. „Við erum að tala um aðstöðu í sátt við það umhverfi sem er á Laugarvatni og við munum hafa í heiðri arfleifð gamla gufubaðsins, sem er kjarn- inn í þeirri uppbyggingu sem menn horfa til,“ segir Grímur. „Við ætlum að passa upp á það að gamla gufubaðið haldi þeim sér- kennum sem það hefur haft. Síðan verður þarna viðbótarþjónusta og aðstaða og miklu betur gert við fólk í búnings- og baðaðstöðu og ýmissi annarri þjónustu.“ Hin aukna þjónusta mun að sögn Gríms þýða að verðið muni verða endurskoðað með tilliti til þeirra þjónustugæða og þeirrar umgjarðar sem sköpuð verður. Aðstaðan hafi verið mjög frumstæð hingað til og verðið í samræmi við það. Bætt aðstaða og þjónusta muni vissulega þýða einhverja hækkun í verði. Þó segir Grím- ur fullan vilja til þess að í ljósi hefðar Mennta- skólans á Laugarvatni muni menntskælingar ekki þurfa að greiða meira en þeir greiða í dag til að njóta gufubaðsins. Bætt þjónusta fyrir ferða- og fjölskyldufólk Grímur kveður fyrirtækið hafa litið til þess að á Laugarvatni séu ákveðin grundvallargæði fyrir hendi til að skapa heilsulind sem eigi skír- skotun til neytenda. „Fyrst ber að nefna sög- una sem þarna er að baki,“ segir Grímur. „Gufubaðið á Laugarvatni hefur langa og mikla sögu og er þekkt af eigin verðleikum. Okkur finnst staðsetningin á þessari aðstöðu mjög áhugaverð, bæði hvað varðar ferðamenn og einnig að það er mjög vaxandi sumarhúsa- byggð á þessu svæði, á Suðurlandsundirlend- inu og þarna í kring. Við höfum verið að horfa til þess að þessi staður myndi bæði höfða til er- lendra ferðamanna og íslensks fjölskyldu- fólks.“ Grímur segir ennfremur horft til þess að gert sé ráð fyrir nýjum Gjábakkavegi, sem muni einfalda mjög samgöngur til Laug- arvatns, en leiðin frá Reykjavík til Þingvalla um Gjábakkaveg til Laugarvatns er mun styttri en leiðin yfir Hellisheiðina. Þannig verði Laugarvatn enn betur í þjóðbraut sett. „Og ekki má gleyma því að þessi leið er í beinum tengslum við Gullfoss og Geysi,“ segir Grímur. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti orðið skemmtileg uppbygging og í anda þess sem við höfum verið að vinna eftir. Við viljum gera veg Íslands sem heilsulands sem mestan.“ Morgunblaðið/Sverrir „Gufubaðið á Laugarvatni á langa og mikla sögu og er þekkt af eigin verðleikum.“ Grímur Sæmundsen Samningar að nást um nýja gufubaðsaðstöðu og heilsulind á Laugarvatni Ætla að stórbæta aðstöðuna fyrir íbúa og gesti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að bjóða út byggingarréttinn á tíu ein- býlishúsalóðum í Úlfarsárdal að nýju þar sem þannig stóð á að allir þeir sem áttu tilboð í byggingarrétt á þeim, í febrúar sl., áttu jafnframt hæsta tilboð í byggingarrétt á öðr- um lóðum. Í febrúar sl. var boðinn út bygg- ingarréttur í nýju íbúðahverfi í Úlf- arsárdal þar sem um var að ræða byggingarrétt fyrir rúmlega fjögur hundruð íbúðir í einbýlishúsum, parhúsum, raðhúsum og fjölbýlis- húsum. Bárust um 660 tilboð í byggingarrétt fyrir 40 einbýlishús en hver bjóðandi gat einungis keypt rétt á einni lóð fyrir einbýlishús eða parhús – ótakmarkað á öðrum lóð- um. Á tíu lóðum áttu aðilar þá annað hvort fyrir hæsta tilboð í lóðir fyrir einbýlishús eða parhús sem þeir kusu heldur og gengu því tíu lóðir af. Útboðið verður auglýst um næstu helgi og munu eingöngu ein- staklingar geta gert kauptilboð. Til- boðsfrestur er til 4. maí nk. Tíu lóðir í Úlfarsárdal boðnar út að nýju Gengu ekki út í fyrra útboði ÁTAKI gegn veggjakroti og slæmri umgengni við Hjarðarhaga í Vest- urbænum var hrundið af stað sumardaginn fyrsta. Átakið er tví- þætt, fyrri hlutinn felur í sér að mála yfir veggjakrot á bílskúrum við götuna og seinni hlutinn felur í sér að vekja íbúa og vegfarendur götunnar til vitundar um að nota ruslatunnur undir rusl í stað gatna og lóða. Að sögn Tryggva Jónssonar, verkefnisstjóra hjá þjónustu- miðstöð Reykjavíkurborgar, Vest- urbæ, voru íbúar í fjölbýlishús- unum við Hjarðarhaga 36–66 og Neshaga 5–9 orðnir langþreyttir á endalausu veggjakroti á bílskúr- unum. Fyrir nokkrum árum hefðu svokallaðir „graffítí“-listamenn skreytt nokkra bílskúra við götuna en verk þeirra hefðu ekki fengið að standa í friði og ítrekað verið krot- að á þau. Tryggvi sagði að auðvelt hefði verið að fá fyrirtæki í sam- starf með sér, Málning hf. lagði til 120 lítra af málningu til verksins og verslunin 10–11 grillaði fyrir íbúana að málningarvinnu lokinni. Hann sagði mikilvægt að allir tækju þátt í viðhaldi á málningu og tækju afstöðu gegn sóðaskap og benti á að aðeins með samstilltu átaki allra aðstandenda verkefnisins tækist að viðhalda umhverfinu eins og íbúar vildu hafa það. Langþreyttir á veggjakroti Morgunblaðið/Árni Sæberg Neskaupstaður | Þeir feðgar Jón Sen, yfirlæknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaup- stað, og Helgi Freyr notuðu veðurblíðuna sumardaginn fyrsta til að fljúga flugmód- elum sínum um loftin blá. Þeg- ar fréttaritari átti leið um og tók mynd af þeim feðgum skein einbeitnin úr svip þeirra, þar sem faðirinn var að þjálfa soninn í að stjórna flugvélinni. Segja má að máltækið hvað ungur nemur gamall temur hafi átt vel við í þetta skipti, þó að Jón sé ekki mjög við aldur. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hvað ungur nemur gamall temur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.