Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KRÓNAN styrktist í viðskiptum gærdagsins og Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði. Krónan styrktist um 2,2% í gær samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka Íslands, og úrvals- vísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 0,79% og er nú 5.439 stig.. Gengisvísitalan var við upphaf dags 135,50 stig en við lokun var hún í 132,60. Gengisvísitalan fór hæst í 138,05 stig í gær en síðast fór vísitalan yfir 138 stig þann 7. mars árið 2002. Þá var veltan á milli- bankamarkaði 51,5 milljarðar króna í gær og hefur aldrei ver- ið meiri. Fyrra metið var frá því 8. mars sl. en þá nam veltan 45,9 milljörðum króna. Gengi dollara er nú 77,31 kr., gengi evru 95,45 kr. og pundið er nú í 137,80 kr. Í Hálffimmfréttum greining- ardeildar KB banka segir að sé litið á raungengi krónunnar gagnvart evru sé ljóst að það sé nú talsvert undir meðaltali síð- ustu 16 ára og hafi ekki verið lægra síðan í lok árs 2001. „Færa má rök fyrir því að raun- gengi krónunnar sé að nálgast jafnvægi og að frekari veiking sé ekki réttlætanleg út frá hag- fræðilegum sjónarmiðum. Sömu sögu má segja um raungengi krónunnar gangvart bandaríkja- dollar,“ segir í Hálffimmfrétt- um. Viðrar vel til útflutnings Þá bendir greiningardeild KB banka á að um 60% af útflutn- ingsverðmæti þjóðarinnar fer til evrulanda og ætti þróun síðustu mánaða að hafa jákvæð áhrif á útflutning. Viðskiptakjör inn- lendra aðila hafi batnað til muna auk þess sem verð á fiskafurð- um og áli sé mjög hagstætt um þessar mundir. Á móti komi að búast megi við talsverðum sam- drætti í innflutningi á næstunni, sér í lagi á varanlegum neyslu- vörum en það hafi sýnt sig að neysla landsmanna á þeim vörum sé mjög næm fyrir geng- isbreytingum. Í viðskiptum á hlutabréfa- markaði í gær hækkuðu bréf Landsbankans um 2,82%, Atorku um 1,8%, FL Group um 1,6%, Glitnis um 1,21% og KB banka um 0,82%. Bréf Dags- brúnar lækkuðu um 4,82% og Atlantic Petrolium um 4,72%. Viðskipti með hlutabréf námu tæpum 6 milljörðum króna í gær, þar af rúmum 2,5 millj- örðum með bréf Landsbankans. Krónan styrk- ist um 2,2% ÍSLENSKU bankarnir sitja ekki auðum höndum, þeir hafa líklega aldrei verið uppteknari en einmitt nú, segir í grein tímaritsins Eurom- oney um íslensku bankana en hún ber heitið „Skuldsetning banka: Þeir íslensku keppast um fjármagn.“ Í greininni er fjallað um hvernig bankarnir hafi horfið frá skulda- bréfaútgáfu í Evrópu og séu nú að leita nýrra leiða til að fjármagna sig. Í greininni segir að Kaupþing banki hafi aflað 400 milljóna evra með ýmsum verðbréfaútgáfum til valinna fjárfesta og að meðallánstími útgáfanna sé 4,3 ár. Segir að bankinn hafi skrifað undir sambankalán við helstu viðskiptabanka sína upp á 500 milljónir evra og sé nú að vinna að útgáfu skuldabréfa í Japan og útgáfu skráðra og óskráðra skuldabréfa í Bandaríkjunum. Þá segir einnig að Kaupþing banki vinni að útgáfu var- inna skuldabréfa og í skoðun sé sá möguleiki að framselja lánasöfn í Danmörku og London. Í grein Euromoney segir að hjá Landsbankanum sé nú tækifæra til verðbréfunar leitað, en þá eru eign- arsöfn eða lán seld áfram til fjár- mögnunar. Segir að annars vegar sé um að ræða 1 milljarðs punda samb- ankalán og hins vegar 200–300 millj- óna punda veðsetningarlán. Þá segir að Glitnir hafi þegar fjár- magnað sig með 15 skuldabréfaút- gáfum, þar á meðal í Bandaríkjun- um, Sviss og Kanada. Að lokum segir að bankarnir séu allir að auka viðleitni til að safna innistæðum, bæði hér heima og er- lendis. Íslensku bankarnir sagðir keppast um fjármagn Undrandi á viðbrögðum Íslendinga lenskt efnahagslíf en á sama tíma kaupi bankinn hlut í stærsta banka landsins. Er vísað til fréttar í Morgunblaðinu frá síðastliðnum fimmtudegi, þar sem greint var frá því að blaðið hefði heimildir fyrir því að Danske Bank hefði keypt tæplega hálfs prósents hlut í Kaupþingi banka í síðasta mán- uði. Í frétt Morgunblaðsins var tekið fram að ekki sé talið úti- lokað að bankinn hafi keypt hlut- inn fyrir viðskiptavin og að um framvirkan samning geti verið að ræða. Játa hvorki né neita Norman vill í samtalinu við BT hvorki játa því né neita að Danske Bank hafi keypt hlut í Kaupþingi banka. Segir hann að bankinn leiki að sjálfsögðu ekki tveimur skjöldum. STJÓRNENDUR Danske Bank undrast viðbrögð Íslendinga við skýrslum bankans um íslenskt efnahagslíf. Þetta hefur danska blaðið Berlingske Tidende eftir Henrik Norman, bankastjóra Danske Bank. Segir hann að bank- inn geri eins og aðrir bankar fjölda skýrslna um efnahagsþróun í öðrum löndum, sem séu oft gagn- rýnar á stöðu mála. Danske Bank hafi þó aldrei áður fengið jafnsterk viðbrögð og hann hafi fengið við skýrslunni um Ísland, sem bank- inn sendir frá sér í síðasta mánuði. Í frétt BT segir að Danske Bank standi nú frammi fyrir beinni árás frá Íslandi fyrir að gagnrýna ís- 6 *G -H8    C C &:-= ! I    C C ? ? J,I      C C J,I ( % 6     C C 5?=I !K L%   C C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.