Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 19 ERLENT Katmandú. AFP. | Gyanendra kon- ungur í Nepal gaf í gær eftir fyrir miklum mótmælum í landinu og bað stjórnarandstöðuna að tilnefna nýj- an forsætisráðherra. Í ávarpi til þjóðarinnar kvaðst hann mundu setja framkvæmdavaldið aftur í hennar hendur en nefndi þó ekki hvenær kosningar yrðu haldnar. Gyanendra setti ríkisstjórnina af og tók öll völd í sínar hendur á síð- asta ári. Sagði hann það nauðsyn- legt til að kveða niður uppreisn ma- óista í landinu en alla tíð síðan hafa landsmenn krafist þess, að lýðræðið yrði endurreist. Gyanendra virtist mjög tauga- óstyrkur er hann flutti ávarpið og sagði, að ríkisstjórnin myndi starfa í anda stjórnarskrárinnar frá 1990. Kvaðst hann vera hlynntur fjöl- flokkalýðræði og þingbundinni konungsstjórn og vona, að kyrrð kæmist á en síðustu 16 daga hafa verið mikil mótmæli gegn einræði konungs. Einn helsti leiðtogi stjórnarand- stöðunnar sagði í gær, að eftirgjöf konungs væri fagnaðarefni en hugsanlega kæmi hún of seint. Mót- mælum yrði líklega haldið áfram og ekki látið staðar numið fyrr en kon- ungur færi frá. Reuters Nepali fyrir framan eld eftir að tugir manna kveiktu í lögregluvarðstöð í Katmandu í gær. Konungur Nepals gefur eftir YFIRVÖLD í Íran eru nú að hrinda af stað enn einni herferð- inni gegn „andfélagslegri hegð- un“ en þá er almennt átt við ung- ar konur, sem vilja sjálfar ráða einhverju um klæðaburð sinn. Í Teheran hefur sérstakri sveit 200 lögreglumanna verið falið að fylgjast með í borginni og grípa strax í taumana verði þeir varir við konur, sem bera ökkla sína, eru með höfuðklút, sem er bara eitthvert hýjalín, og í stuttum og aðskornum jökkum. Fólk með kjölturakka og karlmenn með „ankannalega“ hárgreiðslu mega einnig búast við að verða tuktaðir til og sektaðir um fjárhæð, sem svarar til 4.300 ísl. kr. Talsmaður klerkastjórnarinnar í landinu segir, að tilgangurinn með herferðinni sé að standa vörð um íslömsk gildi gegn siðspill- andi, vestrænum áhrifum að því er sagði á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Lítill árangur hingað til Herferðin nú er bara ein af mörgum en allar hafa þær verið heldur árangurslitlar. Það verður nefnilega æ algengara, að ungar konur í Íran fari nokkuð sínar eig- in leiðir í klæðaburði og skipti út svörtu, skósíðu kuflunum í stað- inn fyrir litríkari fatnað og að- skornari. Það er hins vegar hin mesta synd í augum harðlínu- manna, til dæmis Mahmouds Ah- madinejads forseta og stuðnings- manna hans. Ungu konurnar virðast þó taka nýjustu herferðinni með stóískri ró. Í viðtali við BBC sagði ein þeirra, að vissulega mætti búast við einhverjum leiðindum í smá- tíma en síðan fjaraði það út. „Auð- vitað geta þeir handtekið allar ungar konur í „ósiðlegum“ fatn- aði, en hvað svo? Ekki geta þeir haldið þeim í fangelsi til eilífð- arnóns.“ Írönsk herferð gegn „ósiðleg- um“ klæðaburði AP Konur í Íran, siðsamlega klædd- ar svörtum, skósíðum kuflum. TÍMI TIL AÐ HITTAST Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík opna kosningaskrifstofur um alla borg um helgina. Verið velkomin að hitta frambjóðendur, ræða málin yfir kaffibolla og fá upplýsingar um stefnumálin fyrir næsta kjörtímabil. KOSNINGASKRIFSTOFUR VERÐA OPNAÐAR Í DAG: » Kosningaskrifstofa Hraunbæ 102, kl. 14.00 (Árbær og Grafarholt) » Kosningaskrifstofa Hverafold 5, kl. 15.30 (Grafarvogur) Á MORGUN, SUNNUDAG, VERÐA OPNAÐAR: » Kosningaskrifstofa Lágmúla 9, kl. 14.00 (Smáíbúða-, Bústaða-, Langholts-, Laugarnes-, Háaleitis-, Hlíða- og Holtahverfi) » Kosningaskrifstofa Landssímahúsinu við Austurvöll, kl. 15.30 (Nes- og Melahverfi, Vesturbær - Miðbær - Austurbær - Norðurmýri) » Kosningaskrifstofa eldri borgara, Lágmúla 9, kl. 14.00 » Kosningaskrifstofa ungs fólks, Aðalstræti 6, var opnuð 19. apríl » Kosningaskrifstofa Mjóddinni, Álfabakka 14, var opnuð 21. apríl (Bakka-, Stekkja-, Hóla-, Fella-, Skóga- og Seljahverfi) Tónlistarmennirnir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson skemmta. Blöðrur fyrir börnin, veitingar og heitt á könnunni. Viltu fá frambjóðendur í heimsókn? Sendu okkur póst á xd@xd.is eða hringdu í síma 515 1700 Bolli Thoroddsen 9. sæti Jórunn Frímannsdóttir 7. sæti Marta Guðjónsdóttir 10. sæti Sif Sigfúsdóttir 8. sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.