Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lára Jakobs-dóttir fæddist á Ísafirði 20. ágúst 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 14. apríl síðastliðinn eftir stutt veikindi. For- eldrar Láru voru Kristín Sigurðar- dóttir, f. í Hnífsdal 17. júní 1917, d. 15. apríl 1996, og Jakob Lárusson, f. 13. júlí 1909, d. 2000. Móð- urforeldrar Láru voru Sigurður Hannes Pétursson, f. 9. ágúst 1889, d. 27. mars 1959, og Ólöf Júlíusdóttir, f. 12. ágúst 1895, d. 9. jan. 1978. Bræður Láru eru Kári Jakobsson, f. 1946, Sig- urður Örn Arinbjörnsson, f. 1941, Júlíus Roy Arinbjörnsson, f. 1948, Róbert Arinbjörnsson, f. 1950, Arthúr Arinbjörnsson, f. 1956, Svanur Arinbjörnsson, f. 1958, og Magnús Arinbjörnsson, f. 1960. Hinn 29. maí 1960 giftist Lára Gretari Bíldsfells Grímssyni frá Syðri-Reykjum, f. í Reykjavík 20. júní 1940, d. 19. sept. 2003. For- eldrar Gretars voru Grímur Ög- mundsson, f. á Syðri-Reykjum 3. sept. 1906, d. 1. júlí 1991, og Ingi- björg Guðmundsdóttir, f. á Bílds- f. 16. ágúst 1987, og Bergsteinn Ingi, f. 7. okt. 1990. 4) Ingibjörg Ragnheiður, f. 17. des. 1964, gift Sigurgeiri Guðjónssyni, f. 4. jan. 1968. Börn þeirra eru Sigurlaug Lára, f. 25. mars 1992, og Gunnar Smári, f. 30. apríl 1994. 5) Dagný Rut, f. 25. jan. 1972, sambýlismað- ur Einar Guðmundsson, f. 25. apríl 1975. Sonur þeirra er Gretar Bíldsfells, f. 18. des. 2000. Sonur Einars er Einar Óli, f. 28. jan. 1996. Lára ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum á Ísafirði. Hún fór með Ólöfu ömmu sinni til Grindavíkur 1951 og gekk þar í skóla einn vet- ur, fóru þær til Siglufjarðar í síld- arsöltun 1952. Lára lauk mið- skólaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1954. Hún vann ýmis verslunarstörf á Ísafirði á árunum 1954–1957. Lára fór í sumarvinnu 1954 og 1955 í gróðurhús og úti- rækt á Syðri-Reykjum hjá Stefáni Árnasyni. Hún fluttist frá Ísafirði í janúar 1957 og hóf störf í Mjólk- urstöð Reykjavíkur. Lára fluttist að Syðri-Reykjum í desember 1957. Á árunum 1963–1972 voru þau hjón með sjálfstæðan atvinnu- rekstur, og á sama tíma var Lára af og til matráðskona hjá Vörðu- felli hf. Lára og Gretar tóku við búskap og garðyrkjustöðinni á Syðri-Reykjum af foreldrum Gret- ars árið 1972. En eftir 1985 voru þau eingöngu með garðyrkju. Útför Láru verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. felli 29. maí 1910, d. 25. des. 1987. Börn Láru og Gretars eru: 1) Grímur Þór, f. 30. júlí 1959, kvæntur Ingibjörgu Sigur- jónsdóttur, f. 23. okt. 1960. Börn þeirra eru Gretar Már, f. 9. júní 1982, Sandra Ósk, f. 31. júlí 1986, Sævar Örn, f. 12. júlí 1989, og Sindri Már, f. 1. mars 1995, sonur Gríms er Haukur Þór, f. 24. ágúst. 1978. 2) Sigurður Ólafur, f. 7. des. 1960, sambýliskona Selma Sigrún Gunnarsdóttir, f. 19. jan. 1960. Börn Sigurðar eru Halldór Hilm- ar, f. 19. júní 1984, Kristín Ösp, f. 4. mars. 1993, og Lára Rut, f. 1. mars 1995. Börn Selmu eru Sig- urlaug Rósa, f. 26. mars 1979, Kristján Freyr, f. 8. nóv. 1985, og Eva Guðrún, f. 28. ágúst 1992. 3) Guðmundur Hrafn, f. 16. mars 1963, sambýliskona Þórey Svan- fríður Þórisdóttir, f. 23. okt. 1963. Sonur þeirra er Eyþór Hrafn, f. 16. apríl 2005. Börn Guðmundar eru Fannar Smári, f. 18. mars 1989, og Andrea Nótt, f. 6. júní 1991. Börn Þóreyjar eru Klara Rut, f. 22. okt. 1985, Snævar Örn, Ég þakka þau ár sem átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín dóttir, Ingibjörg Ragnheiður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja. Þín dóttir, Dagný Rut. Það eru 28 ár síðan ég kynntist Láru tengdamóður minni. Og vil ég þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Eftir að ég og fjölskylda mín fluttumst að Reykjum 1998 hafa þær verið margar stundirnar sem við höfum átt saman. Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir, en aldrei kvart- aðir þú og alltaf var stutt í húm- orinn. En enginn átti von á því að þú yrðir tekin svona snögglega frá okkur. Megi Guð geyma þig. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi … (Halla Eyjólfsdóttir.) Blessuð sé minning Láru. Kæru fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur styrk. Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Elsku amma og tengdaamma. Við trúum ekki að þú sért farin frá okkur og komir ekki aftur. Við söknum þín mjög mikið. Þú fórst frá okkur alltof snemma, það var svo mikið sem þú ætlaðir að gera, fara í ferðalög og einnig að byggja nýtt hús á Reykjum. Það var svo mikið sem þú varst að hugsa um, og svo mikið sem þú vildir gera fyrir okkur. Þegar Ingibjörg og Grímur fóru út til Spánar, þá hugsaðir þú um Sindra. Þú hrós- aðir honum svo mikið fyrir hvað hann var duglegur að læra, og kenndir honum líka á klukku, og Sindra fannst svo gaman að fá að vera hjá ömmu sinni. Á meðan Sindri var í skólanum fórstu út að hjálpa Mariu að tína og pakka papriku, og Maria var svo hissa hvað þú værir snögg í gróðurhús- inu. Það var eins og þú værir bara rétt komin yfir tvítugt. Og þegar Gretar Már var búinn að ákveða að biðja um hönd hennar Mariu fór hann spenntur til ömmu sinnar og sagði frá hvað hann ætlaði að gera. Þú fagnaðir því með gleði og ráðlagðir honum hvernig hann ætti að bera sig að í öllu saman. Enda var amma alltaf mjög ráðagóð og hjálpaði okkur, henni fannst það svo gaman. Svo kom hundurinn Ikarus til Syðri-Reykja og hann var þá mjög grannur, en svo fór hann allt í einu að fitna. Sandra og Sævar skildu ekkert í því, en svo kom í ljós að það var hún amma sem var farin að gefa honum bein og pylsur. Og ekki nóg með það, þú keyptir lifrarpylsu sérstaklega til að gefa Ikarusi. Eftir það lá við að Ikarus væri alltaf hjá þér, en ekki hjá okkur. Þú dekraðir við hann eins og þú gerðir oft við okk- ur. Það var alltaf svo gaman að fara til ömmu, því þú tókst alltaf á móti okkur með kossi á kinn eða faðmlagi. Þú eldaðir alltaf góðan mat og bakaðir góðar kökur sem við fengum að njóta, enda fannst þér gaman að vera í pottunum eins og þú sagðir alltaf. Þú varst æð- isleg amma, sem hafðir svo mikið að segja frá og það var svo gaman að hlusta á þig segja sögur, þú breyttir röddinni og lagðir áherslu með höndunum á það sem þú varst að segja. Stundum hlóstu svo mik- ið sjálf að það var erfitt fyrir þig að klára söguna. Alltaf sáum við þig brosandi þegar við kíktum á þig í gegnum eldhúsgluggann og mínúturnar voru ófáar þegar þú stóðst yfir vaskinum eða varst að gera eitthvað annað. Eftir að Gretar afi fór frá okkur sáum við hvað það var erfitt fyrir þig. Ekki leið sá dagur sem þú hugsaðir ekki til hans, en við vit- um að þið eruð saman núna. Og þótt þið séuð bæði farin frá okkur eruð þið alltaf hjá okkur í huga og minningunni. Og við vitum að þið vakið yfir okkur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgr. Pét.) Gretar Már, Sandra Ósk, Sævar Örn, Sindri Már, María og Ólafur Þór. Elsku Lára mín. Það er svo skrítið að sitja hér og skrifa um þig minningar, þú sem ætlaðir að gera svo margt með okkur, þú sem ætlaðir að vera á Spáni með stelp- unum um páskana, en svona er víst lífið, við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber með sér. Ég var sautján ára gömul þegar ég kom fyrst inn á heimili Láru og Grétars, lítil feimin stelpa úr borg- inni og kærastan hans Bóbós. Mér var tekið opnum örmum og strax orðin ein af fjölskyldunni. Það lá ekki fyrir okkur Bóbó á þeim tíma að bindast lengi og skildi okkar leiðir því, en þau Lára og Grétar vildu ekki heyra á það minnst að ég færi langt og hélt ég því lengi vel sambandi við þau og var alltaf velkomin á heimili þeirra. Lára hafði mikinn og jafnvel svolítið beittan húmor, hún hafði mikla frásagnargleði og fannst mér alltaf gaman þegar hún sagði frá, þá sérstaklega þegar hún lék með. Þær eru ófáar stundirnar sem ég átti með Láru sitjandi við borð- stofuborðið eða standandi við eld- húsvaskinn skellihlæjandi yfir sög- um sem hún sagði eða í alvarlegum samræðum um lífið og tilveruna, þarna hafði ég eignast nýja mömmu. Árin liðu, heimsóknirnar færri, og árin urðu 20. Þegar við Bóbó tókum saman aftur var eins og ég hefði aldrei farið þegar ég hitti Láru og Grétar. Við Lára skemmt- um okkur lengi vel yfir mynd sem hún hafði geymt af mér í veskinu sínu öll þessi ár. Það var svo yndislegt að finna alla þessa hlýju eftir allan þennan tíma, en svona var hún Lára mín með stórt hjarta, hvað þú sam- gladdist okkur þegar prinsinn okk- ar fæddist og þegar við loksins trúlofuðum okkur. Þú vitnaðir í skemmtilega sögu þegar Grétar þinn kom að sunnan með trúlof- unarhringinn sinn og hvað þeir feðgar væru um margt líkir. Lífið tók svo óvænta stefnu á vormánuðum þegar hún greindist með þennan illvíga sjúkdóm. Við stöndum svo vanmáttug hjá, fáum engu breytt. Það er svo stutt síðan við kvödd- um Grétar, en allt hefur víst sinn tilgang og líklega er tilgangurinn hér sá að nú fáið þið Grétar að vera saman aftur. Elsku Lára mín, ég kveð þig með söknuði. Ég veit að þín bíða betri dagar þar sem þú ert nú í góðum félagsskap með honum Grétari þínum. Ég bið góðan guð að blessa ykkur og varðveita. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þín Þórey. Elsku besta amma. Við viljum þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, hvort sem var í útilegum eða bara heima á Reykjum. Það var alltaf gaman með þér. Við kveðjum þig með þessum orðum: Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Sigurlaug Lára og Gunnar Smári. Elsku besta amma mín, ég kveð þig með þessum bænum: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Ég bið góðan guð að blessa þig og varðveita. Ég þakka þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst mér. Ég mun ávallt geyma þig í hjarta mér, elsku amma mín. Þinn Eyþór Hrafn. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Þinn dóttursonur, Gretar Bíldsfells. Tuttugasta og þriðja mars hringdi til mín frændi minn Grím- ur Þór Grétarsson á Syðri-Reykj- um í Biskupstungum og sagði mér að móðir sín, Lára Jakobsdóttir, hefði verið flutt á sjúkrahúsið á Selfossi þá um morguninn, mikið veik og mundi tvísýnt um líf henn- ar. Það reyndist þannig. Hún and- aðist á föstudaginn langa hinn 14. apríl á sextugasta og áttunda ald- ursári. Sem næst tvö ár eru síðan að eiginmaður Láru, Grétar Bílds- fells Grímsson, andaðist á sextug- asta og fjórða aldursári. Síðustu misseri lífs hans höfðu leikið á blá- þræði sökum lungnasjúkdóms og reyndi þá mjög á Láru, sem í raun og veru var á bakvakt hvert augnablik, þar til yfir lauk. Leiðir að líkum hversu síðustu ár sam- veru þeirra hjóna hafa reynt á þrek Láru og líklegt að þá hafi gengið mjög á krafta hennar án þess að hún, eða aðrir, gerðu sér það ljóst. Tuttugu og tveggja ára settist Lára í húsmóðursætið á Syðri- Reykjum, gömlu og grónu ættar- setri frá árinu 1841 er Grímur Einarsson frá Kotlaugum í Hruna- mannahreppi gerðist þar bóndi ásamt eiginkonu sinni Kristínu Gissurardóttur. Næsti ættliður á jörðinni voru þau Ragnheiður Grímsdóttir og maður hennar Ög- mundur Guðmundsson frá Bergs- stöðum í Biskupstungum en eftir þau tóku svo við jörðinni Grímur Ögmundsson og kona hans Ingi- björg Guðmundsdóttir frá Bílds- felli í Grafningi; næst þeim þar á eftir sátu svo jörðina Grétar Bílds- fells Grímsson og kona hans Lára Jakobsdóttir, frá Ísafirði, en síð- asti ættliðurinn, er nú situr óðalið, eru þau Grímur Þór Grétarsson og kona hans Ingibjörg Sigurjóns- dóttir frá Reykjavík og tóku þau við Syðri-Reykjum er Grétar missti þrek til búsforræðis sökum veikinda sinna, eins og hér að framan er að vikið. Grímur Einarsson var fimmti liður Bolholtsættarinnar er komin er frá hjónunum Eiríki Jónssyni og Kristínu Þorsteinsdóttur er bjuggu í Bolholti á árunum 1760 til 1783. Samkvæmt því er Grímur Þór Grétarsson fimmti liður Syðri- Reykjaættar og tíundi liður frá þeim Eiríki og Kristínu í Bolholti. Þannig hefur þessi þáttur sögunn- ar spunnist gegn um ár og aldir og skal ekki frekar um það fjallað hér. Lára Jakobsdóttir kom ung að árum og í blóma lífsins að Syðri- Reykjum. Hennar beið þar mikið hlutverk á miklum þróunar- og breytingatímum í þjóðfélaginu. Hún gegndi því með mikilli reisn og manndómi. Á henni hvíldi, auk húsmóðurstarfa og barnauppeldis, dagleg umsjón gróðrarstöðvar og sumarbústaðalands á jörðinni er bóndi hennar var löngum fjarvista við verktöku, fjarri heimili þeirra. Síðasta samveruskeið þeirra hjóna var Lára bónda sínum stoð og stytta, heima og heiman, á ferðalögum um landið því hvar- vetna þar sem Grétar fór hlaut Lára að vera, svo ferðir hans væru mögulegar. Svo var samheldni þeirra náin. Lára á Syðri-Reykjum var mikill og tryggur vinur. Hún rækti vin- áttuna á áþreifanlegan hátt og af örlæti. Á sjúkrabeði, rétt fyrir andlát sitt, færði hún þeim er önn- uðust hana gjafir. Trúlega mun slíkt fátítt. Sé skyggnst til baka um tvö og hálft ár í lífi Láru á Syðri-Reykjum virðist sem hana hafi brostið löngun og þrek til þess að byggja upp framhaldsþátt í lífi sínu eftir fráfall eiginmanns síns. Hún kaus að búa áfram og ein í fallega húsinu, sem þau hjón höfðu byggt sér, og hopaði ekki þaðan fyrr en yfir þyrmdi, enda ekki ólíklegt að þegar, eða fljótlega er hún var orðin ein, hafi hún fundið vanmátt sinn og jafnvel grun um hvers væri að vænta um hana sjálfa og nú er fram komið. Börnum þeirra Syðri-Reykja- hjóna og öðrum nánustu afkom- endum og vinum votta ég einlægan samhug frændliðsins „norðan heiða“ með þakklæti fyrir löng og skemmtileg kynni á liðnum árum og áratugum. Grímur Gíslason. Í lok dymbilviku berast mér þær fréttir að góður vinur, frú Lára Jakobsdóttir á Syðri-Reykjum, hafi kvatt þennan heim. Sú frétt kom þó ekki á óvart því stuttu áð- ur hafði ég komið að hennar sjúkrabeði og séð að komið var að leiðarlokum í hennar lífi. Ung að árum kom Lára hingað upp í Biskupstungur í vinnu í gróðrarstöð Stefáns Árnasonar garðyrkjubónda á Syðri-Reykjum. Þessi glaðværa stúlka blandaðist LÁRA JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.