Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 53 MESSUR Á MORGUN | KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 14. Fé- lagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar. Margrét Svavarsdóttir djákni leiðir víxllestur og aðstoðar við útdeilingu, prestur sr. Þórhildur Ólafs. BÚSTAÐAKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónustan verður að þessu sinni í safnaðarsal kirkj- unnar neðri hæð vegna framkvæmda í kirkjunni. Athugið að almennar guðsþjón- ustur falla inn í barnaguðsþjónustu kl. 11 meðan á framkvæmdum stendur. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur (Lellu) og unglinga úr kirkjustarfinu. Guðsþjón- usta kl. 11. Flautuleikur nemenda í Tón- skóla Björgvins Þ. Valdimarssonar. Sam- skot í Líknarsjóð. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Fermingarmessa kl. 13:30. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestar sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIM- ILI: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarna- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11:00. Séra Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Magneu Sverr- isdóttur, djákna. Organisti Hörður Áskels- son. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða sönginn. Aðalsafnaðarfundur Hall- grímssafnaðar sunnud. 30. apríl að lok- inni messu. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11:00. Umsjón með barna- guðsþjónustu: Erla Guðrún Arnmund- ardóttir, Þóra Marteinsdóttir og Annika Neumann. Þórunn Elfa Stefánsdóttir syng- ur stólvers. Organisti Douglas A. Brotchie. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 14:00 á Landspítala Landakoti. Rósa Kristjánsdóttir djákni, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fermingarmessa og barnastarf kl. 11. Prestar sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Guðný Hallgrímsdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Barnastarfið verður í safnaðarheimilinu undir stjórn Rutar, Steinunnar og Arnórs. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Lokahátíð barnastarfsins verður 7. maí. LAUGARNESKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11 í kirkjunni og sunnudagaskóli haldinn í íþróttasal Laugarnesskóla. Þorvaldur Þor- valdsson og Heimir Haraldsson annast sunnudagaskólann en við messuna eru prestar, meðhjálpari og organisti safn- aðarins ásamt kór kirkjunnar. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Eftir messu er boðið upp á kaffi á Torginu. Fermingarmessa kl. 13.30. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Örn Bárður Jónsson þjóna fyrir altari. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leðir sálmasöng og messusvör. Organisti Peter Mate. Sr. Arna Grétarsdóttir. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma. Allir velkomnir. Minnum á listahátíð Seltjarnarneskirkju sem stendur yfir. Sjá: www.seltjarn- arneskirkja.is ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Þjóðlagamessa kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Aðal- fundur safnaðarins eftir þjóðlagamessu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferming- armessa kl. 14. Almennan safnaðarsöng leiða þau Anna Sigga og Carl Möller ásamt Fríkirkjukórnum. Messan er í umsjá Hjartar Magna Jóhannssonar og Ásu Bjarkar Ólafsdóttur. Altarisganga. Að venju er almenn söngæfing klukkustund fyrir messuna þar sem sálmar dagsins eru æfðir. Kl. 17 verða tónleikar Trio Delizie Italiane. Leone Tinganessi, Jón E. Haf- steinsson og Jón Rafnsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Prestar, djákni og safnaðarfólk frá Fella- og Hólakirkju koma í heimsókn. Lagt verð- ur gangandi af stað frá Fella- og Hólakirkju kl. 10. Gengið verður undir leiðsögn og sagt frá markverðum stöðum á leiðinni. Akstur til baka fyrir þá sem það vilja. Kirkjukaffi á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Útvarpsmessa kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson predikar og þjónar fyrir altari. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í safnaðarheimili. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kap- ellu á neðri hæð. Súpa í safnaðarsal eftir messu. (www.digraneskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Göngumessa. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 10 til guðsþjónustu í Árbæjarkirkju. Starfsmaður frá Orkuveitu Reykjavíkur verður leiðsögumaður og segir frá ánum og umhverfi þeirra. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Prestar Árbæjarkirkju þjóna fyrir alt- ari og sr. Svavar Stefánsson predikar. Org- anisti er Kristina Kalló Szklenár. Boðið verður upp á kaffi og kleinur eftir messu. Rútuferð til baka að guðsþjónustu lokinni. Sunnudagaskóli verður í Fella- og Hóla- kirkju kl. 11. Umsjón hafa Ragnhildur Ás- geirsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10:30. Ferming kl. 13:30. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undirleikari: Stefán Birkisson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholts- skóla. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir. Um- sjón: Ingólfur, Gummi og Tinna. Undirleik- ari: Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja fallega páska- tónlist og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Vorferð barna- starfsins kl. 13. Óvissuferð út í náttúruna, pylsur grillaðar, leikur og gaman. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í kirkjunni kl. 12:30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Karl V. Matthíasson predikar og þjónar fyr- ir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12:10. LINDASÓKN í Kópavogi: Messa og sunnu- dagaskóli í Lindaskóla kl. 11. Kór safn- aðarins leiðir söng, organisti Hannes Baldursson. Guðmundur Karl Brynj- arsson, sóknarprestur þjónar. Að lokinni messu verður aðalfundur safnaðarins haldinn í sal Lindaskóla. (www.linda- kirkja.is) SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Lifandi samfélag, myndir og söngur! Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson stjórnar tónlistinni. Kór Selja- kirkju syngur undir stjórn Jóns Bjarnason- ar. Ólafur Jóhann Borgþórsson guðfræðinemi og æskulýðsfulltrúi prédik- ar. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir alt- ari. Sjá nánar á www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11. Friðrik Schram kennir um efnið: Hvernig veitir trúin lausn og lækn- ingu og eykur sjálfstraust og vellíðan? Barnagæsla fyrir 1–2 ára börn, sunnu- dagaskóli fyrir 3–6 ára og Krakkakirkja fyr- ir 7–14 ára. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Gestur kvöldsins verður sveitasöngvarinn Tom Lanza frá Texas. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til- veruna“ sýndur á Ómega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Kristian M. Petersen talar. Kaffi á eftir. Allir velkomn- ir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Umsjón Harold Reinholdtsen. Mánudagur: Heimilasamband kl. 15. Allar konur vel- komnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar orð guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Barna- starf á samkomutíma og kaffisala á eftir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í húsi KFUM og KFUK , Holtavegi 28: Lof- gjörðarsamkoma kl. 17. Sérstakir gestir frá Bandaríkjunum: Mike Hohnolz Band. Mike Hohnolz talar. Fræðsla í aldurs- skiptum hópum fyrir börnin á meðan sam- komunni stendur. Heitt verður á könnuni eftir samkomu. FÍLADELFÍA: English speaking service at 12:30 pm. The entrance is from the car park in the rear of the building. Everyone is welcome. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Theodór Birgisson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Allir velkomnir. Barnakirkja á meðan sam- komu stendur, öll börn velkominn frá 1– 12 ára. Hægt er að hlusta á beina útsend- ingu á Lindinni fm 102.9 eða horfa á www.gospel.is Á Omega er sýnd sam- koma frá Fíladelfíu kl. 20. www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslu- stund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Sunnudaginn 23. apríl kl. 10.30: Hátíðarmessa í tilefni fyrstu altarisgöngu 8 barna. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnu- daga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukap- ella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnu- daga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðþjónusta kl. 11:00. Ræðumaður: Eric Guðmunds- son. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00. Ræðumaður: Þorbjörg Ásta Þor- bjarnardóttir. Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðþjónusta kl. 11:00. Ræðu- maður Osi Carvalho. Safnaðarheimili að- ventista Blikabraut 2, Keflavík: Biblíu- fræðsla kl. 10.15. Guðþjónusta kl. 11:00. Ræðumaður: Manfred Lemke. Að- ventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður: Suðurhlíðarskóli. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferming- armessur kl. 10.30 og kl. 14. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heim- isson. Organisti Antoía Hevesi. Kór Hafn- arfjarðarkirkju. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Ferming- arguðsþjónusta kl. 10.30. Kór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Einsöngur Sigurður Skagfjörð. Trompet Eiríkur Örn Pálsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Skemmtileg og fjölbreytt stund fyrir alla fjölskylduna. Að þessu sinni eru gestir sunnudagaskólans beðnir að ganga inn um hægri hliðardyr v/ fermingarathafnar í kirkjunni. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín og Örn. Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Aðalfundur Fríkirkju- safnaðarins verður haldinn miðvikudags- kvöld kl. 20.30. ÁSTJARNARSÓKN: Fermingarguðsþjón- usta í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 11. GARÐAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Álftaneskórinn syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttirog sr. Friðrik J. Hjartar þjóna. Verið öll velkomin! Sjá nánar áwww.g- ardasokn.is BESSASTAÐAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 13.30. Álftaneskórinn syngur. Org- anisti Bjartur Logi Guðnason. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna. Verið öll velkomin! VÍDALÍNSKIRKJA: Í dag, laugardag, verð- ur sunnudagaskólanum slitið með heim- sókn í Húsdýragarðinn. Farið með rútu frá Vídalínskirkju kl. 11.00. Áætluð heim- koma kl. 13.00. Verið öll velkomin. KEFLAVÍKURKIRKJA: Samvera í Kirkju- lundi kl. 20. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Kjartan Jónsson. Sönghóp- urinn Kanga leiðir söng. HVALSNESKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta sunnudag kl. 10.30. Fermdur verður Halldór Kristinsson. Kór Hvalsneskirkju leiðir söngin. Organisti; Steinar Guð- mundsson. Prestur; sr. Lilja Kristín Þor- steinsdóttir. HVAMMSTANGAKIRKJA: Ferming- armessa laugardaginn 22. apríl kl. 13.30. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. MÖRÐUVALLAKIRKJA: Sumarfjölskyldu- guðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 11. Mikill söngur og mikil gleði yfir sumarkomunni. Heimilið – vett- vangur trúaruppeldis. Allir velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. GLERÁRKIRKJA: Fermingarmessur laug- ardag kl. 13.30 og sunnudag kl. 13.30. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund sunnudagskvöld kl. 21. Grenivíkurkirkja: Kyrrðarstund mánu- dagskvöld kl. 20. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Fermingarmessa sunnudag kl. 13. Kór Odda- og Þykkva- bæjarkirkna syngur. Organisti Nína María Morávek. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Clifton Highscool Choir frá Bandaríkjunum syngur í messunni. Sókn- arprestur. HAUKADALSKIRKJA: Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Fermdur verður Óskar Máni Atlason, Skúlagötu 60, Rvík. Félagar úr Skálholtskórnum syngja. Sókn- arprestur. SÓLHEIMAKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Prestur sr. Birgir Thomsen. Organisti Ester Ólafsdóttir. Fé- lagar úr kór Skálholtskirkju leiða sönginn. Ritningarlestra lesa Karítas Sigurvins- dóttir og Kristjana H. Kjartansdóttir. Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Reykjahlíðarkirkja. Árbæjarkirkja og Fella- og Hólakirkja – Gengið til messu NÚ á sunnudaginn, 23 apríl, ætla söfnuðir Árbæjarkirkju og Fella- og Hólakirkju að ganga saman til messu. Farið verður af stað frá Fella- og Hólakirkju kl. 10 og geng- ið með Elliðaánum að Árbæj- arkirkju þar sem messa verður kl. 11. Leiðsögumaður okkar á göng- unni verður Gestur Gíslason, starfs- maður Orkuveitu Reykjavíkur, og mun hann segja göngufólki frá því markverðasta sem ber fyrir augu á leiðinni. Gönguleiðin er auðveld en farið er um fagurt og fjölbreytt svæði sem gaman er að skoða nánar og fræðast um. Gönguhraðinn miðast við þann sem hægast fer. Við bjóð- um öllum, sóknarbörnum „kirkn- anna við ána“ sem öðrum að slást í hópinn og ganga um þetta svæði sem sannarlega er ein af fegurstu útivistarperlum höfuðborgarinnar. Veðurspá er góð en nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri. Í messunni í Árbæjarkirkju pré- dikar sr. Svavar Stefánsson prestur í Fella- og Hólakirkju en prestar Ár- bæjarkirkju, sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir, þjóna fyrir altari. Á eftir býður söfnuður Ár- bæjarkirkju kirkjugestum upp á kaffi og meðlæti. Að lokinni messu og kaffisopa verður boðið upp á akstur frá Ár- bæjarkirkju að Fella- og Hólakirkju fyrir þá sem skilja bíla sína eftir þar. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í gönguna og njóta svo stundarinnar í kirkjunni. Það er gott í sum- arbyrjun að styrkja líkama og sál með þessum hætti. Verið velkomin. Starfsfólk kirknanna við ána. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni nk. sunnudag 23. apríl kl. 20. Að venju munu þeir Hörður Bragason, píanóleikari, Birgir Bragason, kontrabassaleik- ari og Hjörleifur Valsson, fiðluleik- ari, annast tónlistarflutninginn og Helga Sigga Harðardóttir mun líka koma í messuna og syngja einsöng og leiða sönginn. Þá verður einhver til að segja reynslusögu sína, eins og verið hefur í þessum messum. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson mun leiða messuna, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson mun prédika og sr. Karl V. Matthíasson mun fara með bæn. Allir eru velkomnir í æðruleys- ismessurnar, en þar er lögð áhersla á gleði lífsins, von þess og þakklæti til guðs. Vorferð barnastarfsins í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 23. apríl fer barnastarfið í Hjallakirkju í vorferð út fyrir bæjarmörkin. Lagt verður af stað frá Hjallakirkju að neð- anverðu kl. 13 og farið í óvissuferð á góðan stað nálægt höfuðborg- arsvæðinu. Ætlunin er að grilla pylsur, leika, syngja og gleðjast í náttúrunni. Heimkoma er áætluð um kl. 16.30. Allir eru velkomnir og vonandi sjáumst við sem flest í sumarskapi! Þorvaldur Halldórsson í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 23. apríl kl. 20 verður guðsþjónusta með alt- arisgöngu í Seljakirkju. Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður stjórn- ar tónlistinni og kór Seljakirkju undir stjórn Jóns Bjarnasonar syng- ur með. Ólafur Jóhann Borgþórsson guðfræðinemi prédikar og sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari. Verið velkomin. Kanga í Keflavíkurkirkju SUNNUDAGINN 23. apríl verður kvöldsamkoma í Keflavíkurkirkju með léttu sniði kl. 20 í stað hefð- bundinnar guðsþjónustu að morgni. Kanga-tríóið kemur í heimsókn og mun gleðja gesti með fjölbreyttum söng en það hefur sérhæft sig í flutningi afrískrar tónlistar og með- al annars gefið út geisladisk með tónlist sinni. Tríóið er skipað ung- um konum sem hafa dvalið í Afríku um lengri eða skemmri tíma og hafa sungið víða um land við góðan orðs- tír. Kór kirkjunnar undir stjórn org- anistans, Hákons Leifssonar, mun leiða söng og sr. Kjartan Jónsson mun sýna myndir frá Afríku. Kefl- víkingar eru hvattir til að fjöl- menna. Magnús Eiríksson í Óháða söfnuðinum Á SUNNUDAGINN kemur 23. apríl verður þjóðlagamessa í Óháða söfn- uðinum kl. 14. Að þessu sinni verður tregatónlistarmaðurinn Magnús Ei- ríksson þátttakandi í messunni. Mun hann ásamt Ara Gústavssyni söngv- ara og bassaleikara taka nokkur lög af efnisskrá sinni. Að vanda verður það kór Óháða safnaðarins sem leiðir tónlistina í þjóðlagamessunni undir stjórn Pet- ers Mate. Tregatónlist er orðið, sem notað er fyrir blústónlistina – elztu kirkju- tónlistartegundina í heiminum. Er því gott að hugleiða upphafið að blúsnum í þessari þjóðlagamessu, og eru allir velkomnir. Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.