Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 61 DAGBÓK Klám og kynlíf á Íslandi er innihaldkynningarráðstefnu sem hefst í dagkl. 13.00 í stofu 101 í Odda, húsi fé-lagsvísindadeildar Háskóla Íslands. „Við ætlum að eyða þremur klukkustundum eftir hádegið til þess að kynna rannsóknarverk- efni um klám og kynlíf í íslensku samfélagi sem 35 nemendur í námskeiðinu Verkefni í íslenskum fjölmiðlum hafa unnið,“ segir Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlakennari. En hverjar skyldu niðurstöður þessa verkefnis vera? „Þetta var viðamikil rannsókn, nemendunum var skipt í nokkra hópa. Einn hópur tók viðtöl við ungt fólk, framhaldsskólakennara og aðra sem hafa með málefni barna og unglinga að gera. Annar hópurinn gerði vettvangskönnun á að- gengi kláms í matvöruverslunum, bókabúðum, myndbandaleigum og í erótískum verslunum. Þriðji hópurinn innihaldsgreindi fjögur dagblöð, vikublöð, vefsvæði og sjónvarpsefni fyrir vikuna 5. til 11. febrúar. Síðasti hópurinn gerði rannsókn á klámnotkun, kynlífshegðun og viðhorfi til kláms og kynlífs meðal nemenda í átta fram- haldsskólum á landinu. Niðurstöðurnar verða kynntar í dag og þær eru forvitnilegar, það eitt get ég sagt, og hitt líka að þær munu vafalaust vekja talsverða athygli,“ segir Guðbjörg Hildur leyndardómsfull. Hvers vegna var þetta efni valið? „Ég hef verið að kenna mjög vinsælt námskeið við Háskóla Íslands um áhrif ofbeldis og kláms og í framhaldi af því kviknaði sú hugmynd að kortleggja hina svokölluðu klámvæðingu í ís- lensku samfélagi, þar sem áhrif hennar hafa ver- ið talsvert til umfræðu undanfarin misseri. Eng- ar rannsóknir voru til þessu efni til stuðnings, það vissi ég fyrirfram, og þess vegna vildum við ráðast í þetta verkefni. Þess má geta að ég tók sjálf að mér að inni- haldsgreina PoppTV og það vakti athygli mína hversu mikið er um kynferðislega hegðun í tón- listarmyndböndum hjá söngkonum og stúlkna- hópum. Þær voru í fyrsta lagi oft mjög létt- klæddar, vægast sagt, myndavélinni er iðulega beint að brjóstum og uppeftir fótleggjum og gera þessar stúlkur mikið af því að hreyfa sig á tæl- andi hátt og strjúka sér. Þetta er öðruvísi með karlmenn, þeir eru iðulega kappklæddir en hafa sumir léttklæddar stúlkur í bakgrunni. Þarna er áberandi munur á framsetningu tónlistarefnis eftir kynjum.“ Kom þér eitthvað þarna á óvart? „Já, ég hélt að karlmenn gerðu meira af því að nota léttklæddar konur með sér almennt í tón- listarmyndböndum, en í ljós kom að slíkt er meira bundið við rappið en aðra tónlist.“ Fræðslumál | Rannsóknarverkefni um klám og kynlíf á Íslandi Kynferðisleg hegðun í PoppTV  Guðbjörg Hildur Kol- beins er Reykvíkingur, fædd 1967. Hún er kennari í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og Kvennaskólann í Reykjavík. Hún er með doktorspróf í fjölmiðla- fræði og starfaði sem blaðamaður á náms- árum og sem kennari í fjölmiðlafræði síðustu átta ár. Hún er fjölskyldumanneskja, á mann og eina dóttur. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O h6 9. Be3 Dc7 10. f3 Hb8 11. Kb1 Be7 12. g4 Re5 13. h4 b5 14. Bd3 b4 15. Rce2 d5 16. g5 Rg8 17. exd5 exd5 18. Bf4 Bd6 19. De3 Kf8 20. Bxe5 Bxe5 21. f4 Bd6 22. f5 hxg5 23. hxg5 Hxh1 24. Hxh1 Bd7 25. Df3 Db7 26. Hh8 Be5 27. f6 gxf6 28. gxf6 Db6 Gengi Sigurbjörns Björnssonar (2335) og Hjörvars Steins Grét- arssonar (2087) á KB-móti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu var framan af ekki eins og best hefði verið ákosið en í síðustu umferðunum höluðu þeir inn vinn- ingum. Í þessari stöðu þvingaði Sig- urbjörn með hvítu hinn 12 ára Hjörv- ar til uppgjafar eftir 29. Hxg8+! þar eð eftir 29... Kxg8 30. Dg2+ getur svartur í mesta lagi leikið átta leikj- um áður en hann verður mát. Íslands- mót framhaldsskólasveita hefst í dag og Íslandsmót í einstaklingskeppni stúlkna á grunnskólaaldri en nánari upplýsingar um mótin er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Erfitt varnarspil. Norður ♠G6 ♥Á105 N/AV ♦5 ♣KD106432 Vestur Austur ♠ ♠ÁK10854 ♥ ♥742 ♦ ♦K974 ♣ ♣-- Í 9. umferð Íslandsmótsins fékk austur erfitt verkefni í vörn. Settu þig í hans spor: Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 1 spaði Dobl * Pass 2 lauf 2 spaðar 3 grönd Pass Pass Pass Suður doblar fyrst neikvætt til að sýna hjartalit, en stekkur svo í þrjú grönd. Makker kemur út með spaða- þrist. Hvernig viltu verjast? Þetta er fyrst og fremst spurning um laufásinn. Ef suður er með ásinn verður að drepa strax og skipta yfir í tígul í von um að makker eigi þar ÁG a.m.k. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að dúkka fyrsta spaðann ef makker á lauf- ás og tvíspil í spaða. Norður ♠G6 ♥Á105 ♦5 ♣KD106432 Vestur Austur ♠32 ♠ÁK10854 ♥G93 ♥742 ♦ÁG863 ♦K974 ♣G98 ♣-- Suður ♠D97 ♥KD86 ♦D102 ♣Á75 Tveir varnarspilarar völdu að dúkka á þeirri forsendu að makker væri lík- legri til að vera með eitt lykilspil (lauf- ásinn) frekar en tvö (ÁG í tígli). En heppnin var ekki með þeim í þetta sinn. Fjórir spilarar fóru hina leiðina, tóku ÁK í spaða og skiptu yfir í tígul, sem reyndist rétt vera. Á tveimur borðum spilaði norður fimm lauf og það er hreint ekki auðvelt að ná því spili niður. Það er eðlilegt að taka fyrst tvo slagi á ÁK í spaða, en síðan verður austur að spila tígli, því annars fer tígull sagnhafa niður í fjórða hjartað. Sú vörn er erfið og fannst ekki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Afkomendur Wilhelms Bechmann FJÖLSKYLDA Wilhelms Bech- mann hefir beðið mig að grennslast fyrir um afkomendur og tengdafólk Bechmann myndhöggvara og mynd- skera er hafði vinnustofu sína á Laugavegi 100 í Reykjavík. Syst- urdóttir Bechmanns hefur í hyggju að koma til Reykjavíkur. Væri ég þakklátur fyrir að mér yrðu sendar upplýsingar sem fyrst. Helgi Falur Vigfússon, Moabakken 29, 2607 Vingsom, Norge. Um þýska fótboltann MIG langar til að spyrja íþróttadeild að því hvort þeir ætli að sýna frá þýska boltanum næsta vetur? Ólafur Jónas Sigurðsson. Týndur stafur MIÐVIKUDAGINN 12. apríl voru foreldrar mínir á leið norður á strandir. Þau stoppuðu rétt neðan við Svignaskarð í Borgarfirði og fóru út úr bílnum. Aldraður faðir minn er Alzheimer-sjúklingur og gengur auk þess við staf. Hann hefur líklega glatað stafnum þarna. Þetta er brúnn gamall stafur merktur með hvítum miða „Ingimundur“. Þessi stafur hefur fylgt föður mínum, svo lengi sem ég man. Ef einhver hefur fundið stafinn, vinsamlegast hafið samband í síma 898 4929. Guðmunda Ingimundardóttir. Gullkross í óskilum NÝLEGA fannst gullkross við Sundlaugarnar í Laugardal. Upplýs- ingar í síma 844 8255. Gleraugu í óskilum HVÍTRAMMA gleraugu með svartri rönd fundust í Ártúnsholti (við Streng). Uppl. í síma 692 7902. Dónaskapur ÉG er viss um að fólk hugsi stundum ekki um framkomu sína við þjóna og afgreiðslufólk. Ég vinn sem þjónn og lendi oft í því að kúnnar eru mjög dónalegir við mig út af engu, sérstaklega miðaldra konur. Tel ég það vera vegna þess að ég er ung stúlka. Þegar það er mikið að gera og maður rétt svo ræður við það að þjóna 50 manns og vaska upp eftir það, taka af borðum og skipta um öskubakka sér fólk ekkert annað en sjálft sig og skilur ekkert í því ef það þarf að bíða í 5 mínútur eftir þjónustu. Eitt annað sem að ég þoli ekki er þegar fólk reynir að tala við mann 2–3 í einu og þegar fólk kemur fyrir aftan mann og pikkar í mann þegar maður er á fullu við kaffivélina. Fólki finnst þjónar svo sjálfsagður hlutur og að við séum með 16 hendur og getum gert 20 hluti í einu. Það sér ekki allt hitt fólkið í kringum sig og skilur ekki að hitt fólkið er líka kúnnar. Og verð á vörunum inni á kaffihúsi eða matvörubúð eru ekki í höndum afgreiðslufólksins eða þjónanna, þannig að það þýðir ekki að skamma þá. Þjónar eru manneskjur eins og allt annað fólk og þetta er ekki lítils- verð vinna eins og sumir halda. Þetta er atvinna eins og hver önnur. Einhver verður að vinna við þetta. Sýnið okkur þjónunum virðingu og næst þegar þið farið á kaffihús og sjáið að þjónninn er þegar búin að taka niður 10 pantanir að bíða þang- að til þær eru afgreiddar og pantið svo. Ekki tala í farsímann á meðan á afgreiðslu stendur. Við erum nú bara að biðja um kurteisi. Takk fyrir. Þjónninn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.