Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÞAÐ blés duglega á fiskibátinn á myndinni og undiraldan var sterk þar sem hann var á sigl- ingu skammt utan við Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Þrátt fyrir að sumarið sé formlega hafið hefur sumarveðrið látið á sér standa, snjór er ennþá víða um land og hiti víðast hvar í kringum frostmark. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Ís- lands má búast við suðlægri átt næstu daga, rigningu og slyddu og síðar skúrum og éljum, en lítilli úrkomu norðan- og austanlands. Útlit er fyrir suðvestanátt á fimmtudaginn með vætu og hlýnandi veðri. Morgunblaðið/RAX Gefur á bátinn ÍSLENSK sjávarútvegsfyrirtæki sem stunda veiðar á sardínu og makr- íl við strendur Vestur-Sahara í krafti samninga við Marokkómenn eru sök- uð um að brjóta gegn alþjóðalögum og nýta sér varnarleysi hernuminnar smáþjóðar til að arðræna hana. „Okk- ur þykir afar leitt að sjá að Íslend- ingar taki þátt í þessu, að þeir skuli ætla að selja stolnar sardínur á heimsmarkaði,“ sagði Lamine Yahia- oui, sendifulltrúi sjálfstæðishreyfing- ar V-Sahara, Polisario, í Stokkhólmi. Yahiaoui er fulltrúi útlagastjórnar Vestur-Sahara sem Polisario mynd- aði á sínum tíma og hafa um 80 ríki nú viðurkennt þá stjórn, síðast Úrúgvæ. Yahiaoui sagðist telja að Marokkó- menn hefðu blekkt Íslendingana sem vonandi sæju að sér. „Marokkómenn hafa engan rétt til að selja auðæfi sem með réttu heyra til Vestur-Sahara- mönnum, það er eingöngu ríkisstjórn Vestur-Saharamanna sem hefur rétt til þess.“ Sendifulltrúinn benti á að Samein- uðu þjóðirnar litu svo á að Marokkó hefði gert V-Sahara að nýlendu sinni. Bandaríkjamenn hefðu nýlega gert fríverslunarsamning við Marokkó en sett inn sérstakt ákvæði um að hann næði ekki til V-Sahara sem væri ólög- leg nýlenda Marokkó. „Og fiskveiðisamningur sem Evr- ópusambandið gerði í fyrra við Mar- okkó um veiðikvóta í lögsögu V-Sa- hara er í uppnámi og fæst ekki staðfestur vegna harðrar andstöðu margra aðildarþjóða ESB, þ.á m. Svía, Finna, Þjóðverja og Breta. Þessar þjóðir neita að samþykkja yf- irráð Marokkómanna og þing ESB hefur líka stöðvað gildistöku fiskveiði- samningsins. Nú hefur verið ákveðið að sérfræðingar framkvæmdastjórn- arinnar í Brussel kanni lagalegar og siðferðislegar hliðar á samningnum. Nokkur stórfyrirtæki sem hafa leitað að olíu hafa nú horfið á brott frá V-Sahara vegna mótmæla okkar og annarra. Ég nefni franska Total Fina Elf og norska Statoil sem eru að draga sína menn burt,“ segir Lamine Yahiaoui, sendifulltrúi útlagastjórnar V-Sahara. Polisario gagnrýnir veiðar íslenskra skipa við Vestur-Sahara „Selja stolnar sardín- ur á heimsmarkaði“ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Vafasamir | 8 ÍBÚÐAVERÐ hækkar enn ef marka má vísitölu fasteignaverðs sem Fast- eignamat ríkisins reiknar út á grundvelli kaupsamninga sem gerðir eru um íbúðir. Vísitalan hækkaði um 1,7% í marsmánuði frá febrúarmán- uði og hækkunin undanfarið ár nem- ur nú tæpu 21% að meðaltali. Verð á íbúðum í fjölbýli hefur tvö- faldast á undanförnum fjórum og hálfu ári og hækkun á verði sérbýlis- húsa, einbýlishúsa, rað- og parhúsa, hefur verið enn brattari því verðið hefur tvöfaldast á síðustu rúmum þremur árum eða frá því í ársbyrjun 2003. Í síðasta mánuði voru það fyrst og fremst íbúðir í fjölbýli sem hækkuðu í verði en sérbýlið stendur í stað og lækkar meira að segja lítilsháttar milli mánaða. Hækkunin á fjölbýli í mars er þannig tæp 2,4% frá verðinu í febrúar samkvæmt vísitölu fast- eignaverðs. Sé verðþróunin síðasta ár hins vegar skoðuð kemur í ljós að sérbýli hefur hækkað mun meira en íbúðir í fjölbýli. Þannig nemur hækkun á verði íbúða í fjölbýli síðastliðna tólf mánuði 19,3% á sama tíma og verðið á sérbýlishúsum hefur hækkað að meðaltali um 26,3% eða sjö pró- sentustigum meira en íbúðir í fjöl- býli. Verð á sérbýli tvö- faldaðist á 3 árum      &   '  ' # ( # (          2%  F  M M M M M    4 . *E &  "%. A % Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SÓPRANSÖNGKONAN Katherine Jenkins hefur boðið tenórsöngvaranum Garðari Thór Cortes að vera gestur sinn á tónleika- ferðalagi um Bretland í haust. Að sögn Einars Bárð- arsonar, umboðsmanns Garðars, hefur ekki verið gengið frá samningum en þó sé líklegt að Garðar muni þiggja boðið. Um er að ræða alls 38 tónleika. Garðar mun syngja nokk- ur lög á tónleikunum einn síns liðs, auk þess sem hann myndi syngja nokkur lög með Jenkins. Þá standa yfir samningaviðræður við EMI Classics-útgáfufyrirtækið um útgáfu á þremur til fimm plötum með Garðari. Einar segir að verið sé að skoða þau mál mjög alvarlega, en fleiri útgáfufyrirtæki hafi hins vegar borið víurnar í Garðar. Ef samningar nást við EMI yrði plötum Garðars dreift um allan heim, að sögn Ein- ars. Boðið í tón- leikaferð með Kather- ine Jenkins Ljósmynd/Daniel Sambraus Katherine Jenkins og Garðar Thór Cortes. SKIPA þarf umboðsmann barna í umhverfis- og skipulagsmálum að mati Kristínar Þorleifsdóttur landslagsarkitekts sem hélt erindi á ráðstefnunni Umhverfi og heilsa í gær. Að hennar mati eiga gæði umhverfisins mikinn þátt í hrak- andi heilsufari barna í nútíma- samfélagi og aðstaða unglinga á skólalóðum er til skammar. Of- skipulagning og ofverndun barna skerðir möguleika þeirra til að takast á við heiminn með eðlileg- um litlum þroskaskrefum, sagði hún. Að hennar mati gefur íslensk bílvæðing amerískri úthverfa- menningu ekkert eftir. Börn eru ekki lengur eðlilegir þátttakendur í samfélaginu og gegna ekki leng- ur hlutverki og könnunarsvæði þeirra hefur skroppið saman til muna. „Eftir því sem könnunarsvæði barna minnka spilar skólalóðin stærra hlutverk. Oft eru skólalóðir einu opnu svæðin sem börnin hafa aðgang að í daglegu lífi. Ástand skólalóða versnar til muna eftir því sem börnin verða eldri,“ sagði hún. Á ráðstefnunni sagði Liselott Lindfors landslagsverkfræðingur frá sérstökum heilsu- og end- urhæfingargarði fyrir fólk með sí- þreytu, þunglyndi og fjölvefjagigt. Þangað sækir líka fólk sem þjáist af kulnun í starfi. Garðinum er ætl- að að endurhæfa fólk aftur inn á vinnumarkaðinn. Þá sagði Anna Bengtsson lands- lagsarkitekt frá mikilvægi útiveru fyrir aldraða, þó ekki væri nema að sitja úti við og hvíla sig. Slíkt hefði góð áhrif á heilsuna. Aðstaða á skóla- lóðum til skammar Ofskipulagning skerðir möguleika barna á að takast á við heiminn  Börn geta | Miðopna SVO GETUR farið að skoska hljóm- sveitin Belle and Sebastian spili á tónleikum sem verið er að undirbúa á Borgarfirði eystra í sumar. Þar koma einnig fram Mugison og Emil- íana Torrini, en hún er á samningi hjá sama útgáfufyrirtæki og Belle and Sebastian. Í fyrrasumar héldu Borgfirðingar fjölsótta tónleika með Emilíönu í tilefni 120 ára ártíð- ar meistara Kjarvals og ætla aug- ljóslega ekki að láta þar við sitja. Belle and Seb- astian á Borg- arfirði eystra?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.