Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 13.05.2006, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Atli Elíassonfæddist í Varmadal í Vest- mannaeyjum 15. desember 1939. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 6. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Elíasar Sveinsson- ar, f. 8. september 1910, d. 1988, og Evu L. Þórarins- dóttur, f. 18. febr- úar 1912. Systkini Atla eru Sigurður, f. 1936, Una Þórdís, f. 1938, Hörður, f. 1941, Sara, f. 1943, Sævaldur, f. 1948, og Hjalti, f. 1953. Eiginkona Atla er Kristín Frí- mannsdóttir, f. 15. mars 1941. Börn þeirra eru: 1) Aldís, f. 4. jan. 1960, gift Kristni Ævari Andersen. Börn hennar eru: a) Sigurdís Ösp, sam- býlismaður Jón Val- geir Pálsson. Börn hennar eru Aldís Freyja, Atli Freyr, Daníel Ingi og Tanja Björt. b) Atli Freyr, d. 1979. c) Hlynur Már, sam- býliskona Hulda Sif. d) Elín Björk. 2) Elí- as, f. 29. mars 1961, kvæntur Geirþrúði Þórðardóttur. Börn þeirra eru Davíð, Þórður Jón og Elva. 3) Freyr, f. 20. nóvember 1966. Son- ur hans er Birgir Hannes. Útför Atla verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, það er svo erfitt að kveðja þig því við eigum svo marg- ar góðar minningar um þig. Það var alveg sama hvað gekk á í fjöl- skyldunni, þú varst alltaf sátta- semjarinn og sagðir alltaf „það hefst ekkert með látum“, og það virkaði alltaf. Þú ert okkar fyr- irmynd og það er góð tilfinning að hafa þig sem okkar leiðarljós. Þið mamma voruð mjög samrýnd og það var ekkert gert nema leggja það hvort fyrir annað. Minning- arnar við matarborðið í Suðurgerð- inu eru margar. Þar voru oft mikl- ar rökræður og ekki allir sammála og sumir ósammála bara til að koma af stað umræðum, en upp frá borðinu stóðu allir sáttir. Þið mamma tókuð að ykkur barna- barnabarn ykkar, hann Atla Frey, þegar okkur fannst þið ættuð að fara að lifa lífinu og slappa af en þú sagðir: „Hann verður hjá okk- ur, það er okkar ákvörðun að hlúa að honum og koma honum áfram út í lífið.“ Gaf þessi ákvörðun ykk- ur og ekki síst honum mikið. Atli Freyr var og er ykkar sólargeisli. Núna síðustu mánuði hefur þú verið að berjast við illvígan sjúk- dóm og um það hvernig þú barðist og tókst á veikindunum kemur bara eitt orð upp í hugann; þú varst HETJAN okkar! Þú hafðir miklu meiri áhyggjur af mömmu og okkur en af sjálfum þér, sem lýsir þér mjög vel. Þú varst alveg einstakur pabbi. Síðustu vikurnar þínar í baráttunni við sjúkdóminn vorum við systkinin alveg með þér og áttum dýrmætar stundir með þér, þú hélst alltaf glottinu og smábrosi og húmorinn var alltaf til staðar. Þú hafðir miklar áhyggjur af mömmu og Atla Frey en við getum alveg lofað því að við höldum áfram að hugsa vel um þau. Við elskum þig elsku pabbi. Aldís og Freyr. Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Þegar ég sest nið- ur til að rifja upp þá tíma sem ég átti með þér kemur margt upp í hugann. Man ég þá sérstaklega eftir því úr minni æsku, þegar ég og vinir mínir stálumst niður á bryggju og kallað var á lögregluna til að sækja okkur. Og þegar heim var komið var messað yfir okkur en það dugði ekki til, við fórum bara aftur. Í minningu minni frá Strembugötunni ber einna hæst þegar þú komst með steypu úr vinnunni fyrir mig og vinina svo að við gætum byggt vegi ofan á klöppinni bak við bílskúr. Þar eyddum við peyjarnir mörgum stundum. Í seinni tíð ber einna hæst hve stoltur ég varð þegar þú baðst mig að taka við þínu hlut- verki á þrettándanum. Þú varst alltaf tilbúinn til að aðstoða mann og skipti þá ekki máli hvort það voru smáráðleggingar eða að leggja parket á heila íbúð. Þú varst nú líka á heimavelli þegar matur var annars vegar, leiddist ekki að fá góðan fisk eða kjöt, en pizza og taco „var ekki matur“. Oftar en ekki varstu kominn með skeið í sósupottinn; „bara að at- huga hvort það sé ekki í lagi með þetta“. Þegar ég kynntist eigin- konu minni þá sagðir þú við mig: „Já sko, þetta getur þú“ og hlóst, og þá varð ég að hætta í pip- arsveinafélagi Varmadals. Þegar yngsta barn okkar fæddist og það á afmælisdeginum þínum varst þú mjög stoltur afi, og Elva er mjög montin af að eiga afmæli sama dag og afi. Ég er mjög þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman á undanförnum vikum bæði heima í Suðurgerði og eins á sjúkrahús- inu. Þessar minningar og margar margar fleiri munu verða mér ljós- lifandi í huga um alla framtíð. Ég kveð þig með trega og söknuði elsku pabbi. Guð blessi þig, Elías. Ég kom fyrst í Suðurgerði fyrir tæpum níu árum, skjálfandi á bein- unum með kvíðaverk í maganum, til að hitta verðandi tengdaforeldra mína. Mér sortnaði fyrir augum þegar ég gekk inn í forstofuna því ég vissi ekki hverju ég átti von á. Atli sat við skrifborðið inni á skrif- stofunni sinni og leit við, glotti eins og honum einum var lagið og sagði hátt og skýrt „hæ“, svo hélt hann áfram að vinna. Bætti svo við án þess að líta við: „Hann Elli segir að ég megi ekki koma fram strax.“ Ég fékk nokkrar mínútur til að jafna mig við eldhúsborðið áður en þau hjónin komu inn. Meira man ég ekki af okkar fyrstu kynnum, því mér var tekið opnum örmum strax. Og það var ekki bara ég, því að mér fylgdu tveir synir, annar tæplega þriggja ára og hinn sjö ára. Það var það sama með þá, þeir voru teknir inn í fjölskylduna eins og ekkert væri sjálfsagðara og alla tíð var fylgst með öllu sem þeir gerðu. Og syrgja þeir nú afa í Vestmannaeyjum. Síðar fæddist Elva á afmælisdaginn hans Atla afa. Þegar ég færði henni frétt- irnar af andláti afa sagði hún: „Þá er hann kominn til guðs sem ætlar að passa hann. Og við skulum allt- af kveikja á kerti þegar ég á af- mæli fyrir afa.“ Síðustu daga hef ég verið að rifja upp minningar. Og viti menn, það kemur engum á óvart sem þekkir Atla, að ég hef oftar en ekki skellt upp úr, það er enginn vandi að brosa í gegnum tárin þegar Atli er annars vegar. Hann var alltaf hress og glaður, kom með hnyttin tilsvör og gat snúið öllu upp í grín. Síðustu dagar hans voru engin undantekning. Ég er glöð að hafa fengið að kveðja þig og þakka þér fyrir mig og mína stuttu fyrir andlát þitt. Ég kveð þig með söknuði, þín verður sárt saknað. Geirþrúður (Gerða). Nú ertu farinn frá okkur elsku afi minn, því er erfitt að trúa. Langar að segja þér svo margt og lýsa þakklæti mínu yfir að þú skyldir vera minn afi, hvað gerðir þú ekki fyrir mig og börnin mín, það er ekki hægt að þakka fyrir það, það er ómetanlegt. Alltaf gat ég talað við þig, þú varst alltaf til staðar þótt á móti blési. Ég var svo heppin að fá að fara með ykkur ömmu í mörg ferðalög. Þegar ég var níu ára fór ég með ykkur til Mallorka, það er ógleym- anleg ferð, fékk að fara út að borða með ykkur á kvöldin og þið leyfðuð mér að borða samlokur í öll mál í tvær vikur. Ég hef átt margar erfiðar stund- ir, og þá hringdi ég oft í þig, þú sagðir ekki mikið, þú hlustaðir. Þið amma tókuð að ykkur hann Atla Frey son minn fyrir tæpum þremur árum og það var hans gæfa að fá að vera hjá þér, þú varst hans föðurímynd. Mikið er ég heppin að eiga svona góða ömmu og afa, ég þakka þér fyrir allt. Við eigum öll alveg ómet- anlegar minningar um þig elsku afi minn. Þú ert kominn á góðan stað, bróðir minn hefur örugglega tekið á móti þér með sínu fallega brosi. Þín Sigurdís Ösp Sigurðardóttir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku Atli afi, það verður skrítið að koma í Suðurgerði og hafa þig ekki þar. Þú sem kunnir að láta pening hverfa inn í hendina, hafðir gaman af að ræða leiki helgarinn- ar. Og stríddir okkur óspart. Kall- aðir okkur Hauka mennina Hauga. Við eigum eftir að sakna þín. Davíð, Þórður Jón og Elva. Mér þykir mjög vænt um afa minn sem dó aðfaranótt laugar- dagsins 6. maí. Mig langar að skilja eftir smá minningarorð til hans. Ég elska hann rosalega mikið og hann var nánasti afi minn sem ég hef nokkurn tíma átt þótt hann hafi verið langafi minn. En þegar ég var í þriðja bekk bjó ég hjá honum og Lillu ömmu minni, sem sagt konu hans. Ég á margar góð- ar minningar frá þeim tíma. Ég man líka rosalega vel eftir þegar afi sat alltaf í vínrauða leðurstóln- um sínum að borða hnetur. Hnetur voru uppáhaldið hans og það var rosalega fyndið hvað hann var ákafur og einbeittur þegar hann var að borða hnetur. Ég sakna hans ekkert smá mikið og ég mundi gera hvað sem er til að fá hann til baka. Lífið er ekki alltaf réttlátt en stundum er gott að eitthvað vont gerist. Kveðja, Aldís Feyja. Núna ertu farinn í eilífðina það hlaut að koma sá tími að þú mynd- ir fá svefninn langa við erum öll búin að hafa þig lengur en við héldum og vonuðumst til. Við feng- um að njóta þín ári lengur en okk- ur var sagt. Við höfðum allan þennan tíma með þér og það er bú- ið að vera yndislegt. Friðarstundin sem við áttum áður en þú kvaddir, þar sem við öll nánustu vorum saman komin með þér og prest- inum, það var yndisleg stund. Presturinn fór með fallegan sálm og svo með Faðirvorið, það urðu allir svo hissa þegar þú fórst með Faðirvorið með okkur þrátt fyrir hvað þú varst orðin þreyttur. Ég þakka Guði í bænum mínum fyrir að hafa leyft þér að vera lengur hjá okkur. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér eins og þegar ég og Biggi vorum lítil. Við fórum með þér á lundapysjuveiðar þar sem þú varst hlaupandi úti um allt á eftir með vasaljósið og þú veigraðir þér ekkert við að skríða á eftir þeim ef svo bar undir, og við á eftir þér þetta eru yndislegar minningar sem er ekki auðvelt að gleyma og ég veit ég mun aldrei gleyma þeim. En hér er einn texti sem hefur hjálpað mér mjög mikið gegnum hinstu kveðjustund okkar og önnur erfið tímabil sem snerta það að kveðja þá sem manni eru nánir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Takk, elsku afi minn, fyrir allar góðu stundirnar, ég sakna þín mjög mikið og við sjáumst þegar ég kem til þín. Saknaðarkveðja. Þitt barnabarn Elín Björk Hermannsdóttir. Okkur systkinin langar að minn- ast Atla föðurbróður okkar með nokkrum minningarbrotum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst Atla er safn minninga úr Varmadal, æskuheim- ili þeirra systkina hér í Vest- mannaeyjum. Á aðfangadagskvöld var alltaf sá siður að fjölskyldan hittist í Varmadal og þar var oft hamagangur í öskjunni og mikið hlegið. Oftar en ekki var það ein- mitt Atli sem kom þessum hlátri af stað, því að honum þótti mjög skemmtilegt að stríða okkur krökkunum og féllum við ósjaldan fyrir ýmsum hrekkjabrögðum hans. Atli var Týrari fram í fing- urgóma og á meðan Týrararnir gáfu út sitt eigið málgagn fékk Atli okkur systkinin oft til að hjálpa til við að bera út Týsblaðið. Ekki það að okkur þætti það eitthvað sér- lega skemmtilegt verkefni heldur voru það laun erfiðisins sem skiptu öllu máli; ís! Þar fyrir utan áttum við líka bara að styðja okkar félag, því að annars gætum við verið rek- in úr fjölskyldunni – eða svo sagði Atli a.m.k. Stundum hóaði Atli líka í okkur fyrir jólin þegar Kiwanis- menn voru að setja jólasælgætið í poka og þar var það sama uppi á teningnum. Launin voru sælgæti og það var nóg fyrir okkur. Atli var mikill þjóðhátíðarmaður og við minnumst hans líka fyrir það. Hann var t.d. alltaf með sama hatt- inn á Þjóðhátíð, forláta þýskan hatt sem fylgdi honum í dalnum. Oftar en ekki voru Atli og fjöl- skylda með tjald nálægt okkur og lengi vel, á meðan amma og afi í Varmó voru ennþá með tjald, tjöld- uðu þau sínu tjaldi á milli bræðr- anna Atla og pabba. Svo má ekki gleyma því að Atli var oft með myndbandsupptökuvélina á lofti og eftir hann liggja margar heimildir, ekki síst af Þjóðhátíð Vestmanna- eyja í gegnum árin. Við minnumst Atla sem húmorista, fjölskyldu- manns, félagsveru og síðast en ekki síst – „original“ Eyjapeyja og við kveðjum hann með söknuði. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Ási í Bæ.) Það er djúpt skarðið sem Atli skilur eftir sig og við viljum votta Lillu, Aldísi, Ella, Frey og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Hörður, Hildur og Hrafn Sævaldsbörn. Hann Atli í Varmadal er farinn. Það er dálítið undarleg tilfinning að fara inn á golfvöll núna, vitandi að hann verður ekki með í hollinu meira. Við Atli vorum báðir komnir yfir miðjan aldur þegar við urðum kunningjar og það var í gegnum golfið, byrjuðum báðir að stunda þá íþrótt á sextugsaldri; allt of seint, eins og við báðir vorum sam- mála um. Við vorum mjög svo sam- ferða í því göfuga markmiði að lækka okkur í forgjöf og sífelld keppni í því sem og öðru. Við lent- ATLI ELÍASSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.