Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 1

Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 134. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Eldað á pólska vísu Aneta Rabas gefur uppskriftir að pólsku góðgæti | Daglegt líf Evróvisjón | 20 síðna blaðauki um söngvakeppnina  Silvía Nótt getur ort Viðskipti | Goldman Sachs og orðsporið  Með markaðsmálin í blóðinu Íþróttir | Barcelona Evrópumeistari  Fóru flatt fyrir Hollendingum Opið til 21 í kvöld Gjafadagar í KringlunniTUGÞÚSUNDIR manna söfnuðust í gærsaman við þinghúsið Kristjánsborgarhöll íKaupmannahöfn og víðar í Danmörku til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á velferð- arkerfinu. Fela þær m.a. í sér að eftirlauna- aldur hækkar og námslán skerðast. Verkalýðsfélög, félög námsmanna og kenn- ara og fleiri samtök efndu til mótmælanna, en stjórn Anders Fogh Rasmussens hyggst leggja tillögurnar fram á þingi á næstunni þótt margir efist um að fyrir þeim sé nægur meirihluti. Tillögurnar eru meðal annars þær, að eftir- launaaldurinn verði færður úr 65 árum nú í 67 á árunum fram til 2025 og einnig að niður- greidd námslán verði skert. Er til dæmis gert ráð fyrir, að geri fólk hlé á námi að loknu stúd- entsprófi, skerðist námslánin töluvert og á það að hvetja fólk til að ljúka námi á sem stystum tíma. Skólamenn benda á, að þetta muni verða til að letja fólk til að snúa sér aftur að námi eftir einhvern tíma á vinnumarkaði. Auk þessa er stefnt að því að minnka rétt fólks til að hætta að vinna sextugt á skertum eftirlaunum. Á að hækka aldursmarkið í 63 ár. Gegn breyttu velferðarkerfi Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AP Gazaborg. AFP, AP. | Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, gaf í gær öryggissveitum þjóðarinnar skipun um að koma sér fyrir á mikilvægum stöðum á Gazasvæðinu. Var um að ræða svar við aðgerðum Said Siam, innan- ríkisráðherra stjórnarinnar, sem sendi nýjar öryggissveitir sínar á svæðið fyrr um daginn. „Abbas hefur sagt liðsmönnum öryggis- sveitanna að hafna öllum skipunum sem ekki koma frá honum,“ sagði embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Siam ákvað í apríl að stofna nýju sveitirnar og koma liðs- menn þeirra úr ýmsum sveitum herskárra Palestínumanna. Abbas, sem hefur yfirum- sjón öryggismála á sinni könnu, taldi það ganga gegn stjórnarskránni að stofna um- ræddar sveitir en sagðist sætta sig við hug- myndina ef sveitirnar yrðu eingöngu til að- stoðar hefðbundnu öryggislögregluliði. Siam er úr röðum Hamas eins og aðrir ráðherrar en Abbas er úr Fatah, gamla valdaflokknum sem tapaði í þingkosningun- um í vetur. Mikill rígur er á milli fylkinganna og tveir Hamas-menn voru skotnir úr laun- sátri aðfaranótt miðvikudags eftir deilur við Fatah-liða. Andstæðar fylkingar á Gazasvæði Nýju-Delhí. AFP. | Hæstiréttur í Indlandi úr- skurðaði í gær að nóg væri að fórnarlamb nauðgara bæri vitni um glæpinn, þá skyldi dæma sakborninginn þótt niðurstöður læknisrannsóknar væru ekki ótvíræðar. Al- mennt væri ástæðulaust að rengja frásögn þess sem nauðgað væri. „Komi ekki neitt í ljós við rannsókn á öll- um gögnum nauðgunarmáls sem bendi til þess að fórnarlambið sé mjög líklegt til að ljúga afbroti upp á sakborninginn ætti rétt- urinn að öllu jöfnu ekki að hika við að taka vitnisburð konunnar gildan,“ segir í úr- skurðinum. Rétturinn bendir á að í lögum sé ekki litið svo á að fórnarlamb nauðgunar sé þátttakandi í glæpnum. Þess vegna sé óþarft að styðja framburð konunnar með frekari vitnisburði, t.d. lýsingu læknis. Um 80% allra nauðgara í Indlandi sleppa við dóm vegna skorts á sönnunum, lélegra vinnubragða lögreglu við rannsóknina eða hiks fórnarlambanna við að kæra. Dómar- arnir sögðust gera sér grein fyrir þessari staðreynd; oft þegðu indverskar konur um nauðgun af ótta við að kalla hneisu yfir sig og fjölskylduna. Fórnarlömb nauðgara séu ekki rengd „ÖKUMENN þessara hjóla hafa verið að aka í grasi grónum brekkum og eru t.d. mikið í Mar- ardal í Henglinum þar sem mikið er um hjólför. Eins eru komin mjög mörg ný hjólför innan Reykjanesfólkvangs og ég sé ekki betur en að svæðið komi mjög illa undan vetri hvað það varðar. Við sjáum mjög leiðinlegar skemmdir t.d. við Sandvík á Reykjanesskaga,“ segir Andr- és Arnalds, fagstjóri hjá Landgræðslu ríkisins, um mjög aukinn utanvegaakstur torfæruhjóla. „Manni blöskrar nú að sjá slóðir eftir þá bók- staflega úti um allt. En enginn segir neitt. Að- haldið er ekkert fyrir utan það litla sem ratar í fjölmiðla,“ segir hann. Snorri Jóhannsson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði, segir að í fyrra hafi verið níðst á gömlum uppgrónum árfarvegi á leiðinni fram á Arnarvatnsheiði. „Þar var farið á hjólum í fyrra og djöflast í farveginum eins og í keppn- isbraut. Þetta er virkilegt vandamál og það sem ég hef séð til, þá eru þetta ekki krakkabjánar held- ur rígfullorðnir menn á sumum þessara hjóla,“ segir Snorri. | Miðopna Morgunblaðið/RAX Vélhjólamenn hafa hringspólað sér til skemmtunar í nýgræðingnum í Sandvík. Landgræðslan sáði á sínum tíma í sandhólana og græddi upp svæðið. Hringspólað í nýgræðingnum Torfæruhjólamenn valda skemmdum á viðkvæmum gróðri í Sandvík Í REYKJAVÍK er vöruverð í mat- vöruverslunum umtalsvert hærra en í höfuðborgum hinna Norður- landanna, að því er fram kemur í verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét gera í verslunum í Reykja- vík, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Ósló og Helsinki dagana 9. og 10. maí. Ráku Reykjavík og Ósló þar lest- ina og eru dýrustu borgirnar, en þar kostar vörukarfa með algengum undirstöðumatvörum 4.767 kr. og 4.613 kr. Í Stokkhólmi reyndist karfan hins vegar ódýrust og var verð hennar þar 2.488 krónur. Verðmunurinn reyndist mestur á kjöti, ostum, eggjum og mjólkur- vörum, öðrum en drykkjarmjólk, en hann mældist minni á grænmeti og ávöxtum. Í Reykjavík voru egg t.d. mun dýrari en í hinum borgunum og kostaði kílóið hér rúmar 400 krónur, en ríflega 300 krónur í Ósló, 240 kr. í Kaupmannahöfn, 210 kr. í Stokkhólmi og 150 kr. í Helsinki. „Sláandi“ munur „Niðurstöðurnar eru í takt við aðrar kannanir og samanburð, þannig að þetta kemur ekki veru- lega á óvart og staðfestir þennan verulega mun. En hann er veruleg- ur og sláandi,“ segir Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá Verðlagseftirliti ASÍ. Hún segir landbúnaðarvör- urnar skera sig sérstaklega úr. Matur dýrastur í Reykjavík Matarkarfan tvöfalt dýrari en í Stokkhólmi samkvæmt könnun ASÍ                          Vöruverð | 24 ♦♦♦ Evróvisjón, Viðskipti og Íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.