Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 13
FRÉTTIR
SIGRÍÐUR Anna Þórðar-
dóttir umhverfisráðherra tók
í vikunni við 20 milljón króna
styrk frá Alcoa til uppbygg-
ingar þjóðgarða í Jökuls-
árgljúfrum og Skaftafelli. Að-
stoðarforstjóri Alcoa, Bernt
Reitan, afhenti Sigríði styrk-
inn í Ráðherrabústaðnum.
Í fréttatilkynningu frá Al-
coa segir að upphæðin verði
m.a. notuð til að fjármagna
uppsetningu sýningar á um-
hverfi, sögu og menningar-
arfleifð friðlandsins við Jök-
ulsárgljúfur sem sett verður
upp í Upplýsingamiðstöð
Jökulsárgljúfra. Einnig verði
féð notað til að bæta aðstöðu
fyrir ferðamenn í Lakagígum
innan þjóðgarðsins í Skafta-
felli og lagfæra gönguleiðir þar.
Þá segir í tilkynningunni að búist
sé við að stofnun Vatnajökulsþjóð-
garðs muni laða fjölda ferðamanna
til landsins og auka þannig tekjur af
ferðaþjónustunni umtalsvert. Vatna-
jökulsþjóðgarður mun í endanlegri
mynd ná yfir landsvæði sem er um
15.000 ferkílómetrar. Áætlað er að
uppbygging hans gæti tekið nokkur
ár en henni gæti lokið á árunum
2010 til 2012.
Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Aloca, af-
henti Sigríði Önnu Þórðardóttur styrkinn í
Ráðherrabústaðnum í gær.
Alcoa veitir styrk
vegna þjóðgarða
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
SETUVERKFÖLLUM stuðnings-
fulltrúa og félagsliða sem starfa á
sambýlum og öðrum starfstöðvum
fyrir fatlaða var aflýst í fyrradag,
eftir að stofnanasamningur SFR
(Stéttarfélags í almannaþjónustu)
við svæðisskrifstofur fatlaðra var
samþykktur. Kostnaðaráhrif samn-
ingsins eru metin á 16,6%.
Lokadrög að samningnum voru
handsöluð um helgina og trúnaðar-
menn samþykktu hann síðan í fyrra-
dag, með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða, að sögn Árna Stefáns Jóns-
sonar, formanns SFR.
Að sögn Árna Stefáns hækka laun
starfsmannanna mismikið; allt frá
ellefu prósentum upp í ríflega 18%.
Hluti hækkananna tekur gildi frá og
með 1. maí sl. en hluti þeirra tekur
gildi 1. september nk. Að óbreyttu
hefðu laun þessara starfsmanna
hækkað um 3,6% hinn 1. maí sl. skv.
kjarasamningi SFR.
Samningaviðræður vegna stofn-
anasamnings starfsmanna innan
SFR sem starfa hjá Landspítala –
háskólasjúkrahúsi (LSH) hafa legið
niðri, að sögn Árna Stefáns, í nokkr-
ar vikur. Hann segir að þær viðræð-
ur verði teknar upp að nýju við
starfsmannastjórn LSH í dag, mið-
vikudag.
Starfsmennirnir sem þar eiga í
hlut, eru m.a. stuðningsfulltrúar á
geðdeildum.
Setuverkföllum aflýst
Mjódd, sími 557 5900
JENSEN dagar
Galla- og hörfatnaður, bolir, skyrtur og m.fl.
Spennandi tilboð í gangi
Verið velkomnar
ÁÐUR en rithöfundarnir Einar Kára-
son og Ólafur Gunnarsson lögðu af
stað í ferðalag þvert yfir Bandaríkin,
eftir þjóðvegi 66 voru þeir félagar
vigtaðir. Ætlunin er að vigta þá aftur
í lok ferðar og kanna hvaða áhrif
ferðalagið hefur haft á holdafarið.
„Þeir voru að spá í hvort það þyrfti
að borga yfirvigt af okkur, Jóhann
Páll Valdimarsson frá JPV-forlagi,
sem mun gefa ferðasöguna út, var að
athuga hvort hann færi nokkuð á
hausinn við það að senda okkur út,“
sagði Einar spurður út í þessa uppá-
komu. Þeir félagar verða aftur vigt-
aðir þegar þeir koma heim svo Einar
segir þá verða með aðhald á sér
gagnvart öllum kræsingunum í Am-
eríku.
Bílinn á myndinni er samskonar
og sá sem þeir munu keyra um í
Bandaríkjunum. Á myndinni eru frá
vinstri Sveinn M. Sveinsson frá Plús-
film, sem gerir heimildamynd um
ferðina, Ólafur Gunnarsson, Einar
Kárason, Þorsteinn í Svissinum bíl-
stjóri og Jóhann Páll Valdimarsson
frá JPV.
Yfirvigtin athuguð hjá
Einari og Ólafi
Morgunblaðið/RAX