Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 35
UMRÆÐAN
Saab
3.290.000 kr.
Klassi, öryggi, stíll!
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
4
7
Saab 9-3 Sport Combi Linear, 2.0 lítra, 150 hestafla.
Klassík á viðráðanlegu verði*
Það er klassi yfir Saab 9-3 Sport Combi bílunum, enda á Saab sér
áratugalanga sögu sem einn stílhreinasti og öruggasti bíll sem völ er á.
Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem
öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og
ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum.
*Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki!
UNDANFARIÐ hefur ríkisstjórnin lagt fram hvert
frumvarpið á fætur öðru um einkavæðingu ríkisfyr-
irtækja. Hefur Framsókn verið ötul við að leggja slík
frumvörp fram og virðist svo sem sá flokkur sé orðinn
kaþólskari en páfinn að því er varðar
einkavæðingu. Samvinnuhugsjónin er
gleymd og grafin. Nú síðast var lagt
fram frumvarp um stofnun hlutafélags
um rekstur ríkisútvarpsins. Framsókn
hefur samþykkt það. Meira að segja
Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi for-
manni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð,
þegar það mál var lagt fram. Hann
sagði, að góð sátt hefði verið í þjóðfélaginu um út-
varpið sem ríkisfyrirtæki og ekki ætti að rjúfa þá sátt
með frumvarpi um að breyta útvarpinu í hlutafélag.
En það er einmitt það sem ríkisstjórnin er að gera.
Hún er að rjúfa sáttina um ríkisútvarpið.
Rafmagn og vatn einkavætt!
Fyrir skömmu lagði ríkisstjórnin (ráðherra Fram-
sóknar) fram frumvarp um að stofna hlutafélag um
rafmagnsveitur ríkisins. Ekki verður séð hver til-
gangurinn er með framlagningu þess frumvarps er
nema ætlunin sé að selja fyrirtækið síðar. Og rík-
isstjórninni væri trúandi til þess. Sporin hræða (sbr.
Síminn).
Náskylt þessum málum er frumvarp til nýrra vatna-
laga sem nú er orðið að lögum. Með því frumvarpi var
í raun verið að einkavæða vatnið, sem hefur verið
sameign allar þjóðarinnar. Frumvarpið kvað á um, að
vatn væri séreign þeirra landeigenda, sem ættu land
það, sem vatn væri að finna á og að þeir mættu selja
vatnið. Samkvæmt eldri lögum höfðu landeigendur
aðeins afnotarétt af vatninu. Hér er því um gerbreyt-
ingu að ræða. Og auðvitað var Framsókn att á foraðið
eins og svo oft áður. Stjórnarandstaðan barðist hat-
rammlega gegn „einkavæðingu vatnsins“ og ætlaði
ekki að afgreiða málið á yfirstandandi þingi. En mála-
miðlun náðist að lokum milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu um að málið yrði afgreitt nú en tæki ekki gildi
fyrr en haustið 2007.
Nefna má enn eitt átakamálið á yfirstandandi þingi
en það er frumvarp um Byggðastofnun og sameiningu
hennar við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins
og Iðntæknistofnun. (Lagt fram af ráðherra Fram-
sóknar). Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru
andvígir þessu frumvarpi en af mismunandi ástæðum.
Sumir vilja halda í Byggðastofnun, þar eð þeir eru
hlynntir stuðningi við landsbyggðina en aðrir vilja
leggja niður allan slíkan stuðning og helst leggja nið-
ur Byggðastofnun. Í hópi þeirra fyrrnefndu er Einar
Oddur, varaformaður fjárlaganefndar, en í síðar
nefndahópnum er Sigurður Kristjánsson, formaður
menntamálanefndar.
Í munnlegri skýrslu utanríkisráðherra, Geirs H.
Haarde, á Alþingi gerðust þau tíðindi, að ráðherrann
lýsti því yfir, að hann vildi stofna hlutafélag um rekst-
ur Keflavíkurflugvallar og einkavæða reksturinn.
Menn héldu, að þeim hefði misheyrst. Og meira að
segja framsóknarmönnum ofbauð. En þeir verða nú
sennilega ekki lengi að renna þessu niður miðað við
fyrri reynslu. Þetta eru forkastanlegar ráðagerðir.
Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina, að láta einka-
aðila braska með okkar aðal millilandaflugvöll. Áður
hefur Sjálfstæðisflokkurinn gælt við það, að landhelg-
isgæslan yrði einkavædd. Það er stórhættulegt, að
þau fyrirtæki sem eiga að annast öryggi landsmanna
séu í höndum einkaaðila. Slík fyrirtæki eiga að sjálf-
sögðu að vera í höndum ríkisins.
Það virðast engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæð-
isflokkurinn vill einkavæða. Og Framsókn er alltaf
tilbúin. Hún vill öllu fórna fyrir ráðherrastólana. Nú
er heilbrigðiskerfið og menntakerfið í hættu. Ef nú-
verandi ríkisstjórn verður ekki komið frá völdum í
næstu kosningum verður heilbrigðiskerfið og mennta-
kerfið brotið niður. Það verður að afstýra því.
Samvinnuhugsjónin gleymd og grafin
Eftir Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í
heiðurssæti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
STEFNUSKRÁR stjórnmálaflokka eru nú kynnt-
ar í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið, þar
með talið í Kópavogi. Allir leggja áherslu á að
skapa íbúum sínum gott umhverfi til að búa í. En
stundum gleymist að mannskepnan er ekki eina líf-
veran sem þrífst í bænum. Mun fleiri
lífverur byggja afkomu sína á tryggu
og heilnæmu búsvæði innan bæj-
armarkanna, búsvæðum sem mað-
urinn með athöfnum sínum þrengir
að á ýmsan hátt. Fjölbreytileg lífríki
innan bæjarmarkanna eru dýrmætar
auðlindir og hluti af stærri vistkerf-
um sem svo tryggja mannskepnunni
lífsviðurværi sitt á einn eða annan hátt. Því þarf að
standa vörð um þessar auðlindir. Strandlengja
Kópavogsbæjar, með leirunum sitthvorum megin
við Kársnesið, sérstaklega Kópavogsleiran, sem er
með stærri leirum á höfuðborgarsvæðinu, er mik-
ilvægt búsvæði fjölda fuglategunda. Þessar leirur
njóta bæjarverndar og eru jafnframt á nátt-
úruminjaskrá. Aftur á móti eru slík verndunar-
ákvæði ekki mjög sterk og rúmast t.d. ekki innan
friðlýsingarflokka náttúruverndarlaga. Það er því
fagnaðarefni að strandlengja Kópavogs, er hluti af
einu þeirra 14 svæða, sem umhverfisráðherra hefur
lagt til að verði friðlýst búsvæði fugla skv. nátt-
úruverndarlögum, fyrir árið 2008. Þá myndi Kópa-
vogsbær ásamt sveitarfélögunum í kring taka þátt í
að til verði net friðaðra svæða, sem tekur til bú-
svæða fimm fuglategunda sem Ísland ber ábyrgð á
samkvæmt ýmsum alþjóðlegum samþykktum. En
það er ekki nóg að kætast og skreyta sig slíkum
friðlýsingum á tyllidögum, þeim fylgja skuldbind-
ingar og ábyrgð. Tryggja þarf að tilgangur og
markmið friðlýsingar nái fram að ganga og ekki
má sópa þeim undir teppið ef það hentar skamm-
tímahagsmunum. Við landnýtingu í kringum friðuð
svæði þarf að stíga varlega til jarðar, vanda vinnu-
brögð og af vinna af skynsemi. Samfylkingin í
Kópavogi vill takast á við þá ábyrgð sem fylgir því
að hýsa friðlýst svæði og leggur áherslu á um-
hverfismál í stefnu sinni, því það er ótvíræður hag-
ur allra þeirra sem búa í bænum.
Mikilvæg búsvæði í Kópavogi
Eftir Rut Kristinsdóttur
Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 17. sæti á
lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Fréttir
í tölvupósti