Morgunblaðið - 18.05.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 41
MINNINGAR
víst bara einhver grænkássa og við
misstum matarlystina.
Afi hafði mikla ánægju af að læra
þýsku og einn af hans uppáhalds-
þáttum á þessum tíma var Derrick.
Átti hann það til að svara honum og
æfa sig í þýskunni sem vakti ómælda
kátínu hjá okkur frænkunum. Við
skemmtum okkur yfir því þegar afi
talaði upp úr svefni, sérstaklega
þegar þýskan flaug upp úr honum.
Hann vafði alla ást og hlýhug
enda tilfinningaríkur og góður mað-
ur. Við eigum margar yndislegar
minningar um afa og áttum við
margar góðar stundir þegar við
frænkurnar fengum að fara í orlof til
ömmu og afa í Kópó sem var ósjald-
an. Þá notaði afi tímann til að fræða
okkur um ýmis mál. Við vorum svo
heppin að eiga þig sem afa, hvað þú
dekraðir við okkur barnabörnin og
barnabarnabörnin. Stefáni Sölva
fannst svo gaman að koma til ykkar
ömmu í pössun, þið voruð svo flottir
saman.
Afi hafði líka mikinn metnað fyrir
okkar hönd enda varð hann stoltur
þegar Ásdís var fyrst stúdent og þá
sagði hann eftir veisluna: ,,Þetta var
fínt, þá verður næsti stúdent um
jól.“ Sem stóðst, hann kom á út-
skriftardag Hrafnhildar stoltur eins
og alltaf.
Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldr-
ei að eilífu deyja.“
(Jóh. 11:25–26.)
Þú munt aldrei deyja í hjörtum
okkar. Við söknum þín svo mikið, en
við vitum að þér líður betur í hendi
guðs.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allt sem við höfum átt saman og
megir þú hvíla í friði.
Hrafnhildur Hlín og Ásdís.
Elsku afi minn, ég mun alltaf
sakna þín en ég veit að þú verður
alltaf hjá mér og gefur mér blessun
þína.
Gummi afi var ekki bara besti afi í
heimi, hann var einnig mjög góður
vinur og ekki var það sjaldan sem
hann gaf mér eitthvað gott, og oft
þegar ég átti það ekkert skilið. Afi
var gjafmildasti maður í heimi og
gerði allt til að mér og fjölskyldu
minni liði vel. Ég mun aldrei gleyma
öllum stundunum okkar saman, þær
voru yndislegar, sérstaklega man
maður eftir skíðaferðunum frábæru.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gefið mér, alla elskuna til mín
og ég þakka fyrir þessi frábæru
fimmtán ár sem við áttum saman.
Þrátt fyrir að ég vildi óska þess að
þau mundu verða fleiri, þá veit ég að
þú munt bíða eftir okkur og taka vel
á móti okkur þegar við komum til
þín. Ég mun alltaf sakna þín elsku
afi minn og ég lofa að gera þig stolt-
an af mér.
Ég elska þig, afi minn, þinn
Ísak.
Á fyrstu dögum maímánaðar, þeg-
ar sumarið er að halda innreið sína,
allir litir verða bjartari og trén
springa út á einni nóttu, háði ljúf-
lingurinn Guðmundur mágur minn
sína lokaorrustu við krabbameinið.
Hann lést að morgni 6. maí á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópavogi. Á
kveðjustund er mér efst í huga
þakkir; þakkir fyrir að vera mágur
minn í tæp fimmtíu ár, þakkir fyrir
sambýli á Snorrabrautinni og Fífu-
hvamminum og áframhaldandi vin-
áttu í Hjallabrekkunni og síðast í
Blásölunum, þakkir fyrir að vera
dætrum mínum sem annar faðir í
löngum fjarverum föður þeirra á
sjónum, þakkir fyrir að láta eitt
barnið sitt heita í höfuðið á mér,
þakkir fyrir að gera við bílana mína,
þakkir fyrir að opna sinn hlýja faðm
á erfiðis- og sorgarstundum í minni
fjölskyldu og þakkir fyrir svo margt,
margt fleira.
Hann fékk rúmt ár eftir að hann
greindist og á þessu ári áttu þau Ás-
dís kona hans og systir mín margar
góðar stundir. Þau fengu meðal ann-
ars þrjú barnabarnabörn sem voru
þeim til ómældrar gleði og gátu ver-
ið við skírn þeirra. Tvær dótturdæt-
ur þeirra urðu stúdentar og þau fóru
á ættarmót hjá hans fólki vestur á
hans æskuslóðir. Að ógleymdum
stundunum þeirra í sumarbústaðn-
um þeirra fallega í Svínadal.
Elsku Didda mín, þér og börn-
unum ykkar; Svenna, Hrönn, Þór-
höllu og Bödda sem og tengda-
börnum, barnabörnum, og barna-
barnabörnum að ógleymdum stóru
fósturbörnunum frá Júgóslavíu,
Sigga, Jamma og Kötu, sendum við
Jón og dætur okkar ásamt þeirra
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur. Bið svo Guð um að blessa
Guðmund mág minn. Hann var
drengur góður.
Þórhalla Sveinsdóttir (Halla).
Ég kveð hér yndislegan afa sem
mér þótti mjög vænt um. Ég sem
barnabarn hans fékk 12 heil ár með
þessum frábæra manni. Ég á marg-
ar góðar minningar um hann afa
sem ég geymi fyrir mig. Hann var
alltaf tilbúinn til að hjálpa okkur
krökkunum með námið og vildi að
við stæðum okkur vel í próum eða
gerðum að minnsta kosti okkar
besta. Afi laumaði oft að okkur
barnabörnum sínum verðlaunum
fyrir vel unnið verk og ef við fórum
til útlanda þá lagði hann oft til far-
areyri svo við ættum sjálf vasapen-
ing. Afi var alltaf stoltur af öllu því
sem við tókum okkur fyrir hendur
og var áhugasamur um að okkar
gengi vel.
Nú kveð ég þig elsku afi minn og
bið góðan guð að geyma þig og vitna
í litla bók „Alveg einstakur vinur“
sem mér finnst eiga við vegna þess
að þú varst líka svo góður vinur
allra.
Vinur minn. Þú væntir aldrei of mikils af
mér. Þú fagnar þegar mér gengur vel, en
álasar mér ekki fyrir að mistakast. Þú
veitir mér alla þá hjálp sem þú megnar –
en meira skiptir að þú ert til staðar.
(Wendy Jean Smith.)
Kveðja,
Sigurhanna Björg Hjartardóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Gummi frændi, það er erfitt
að hugsa sér lífið án þín, sem hefur
verið fastur punktur í tilverunni svo
lengi. Við erum þakklátar fyrir
gleðistundirnar og allar góðu minn-
ingarnar. Það var alltaf svo gott og
skemmtilegt að vera með ykkar
Diddu, þær stundir geymum við í
hjartanu og trúum því að þú verðir
með okkur áfram. Við kveðjum þig
með söknuði. Guð geymi þig.
Sigríður og Guðrún Halla.
Með þessum orðum kveð ég með
söknuði kæran frænda, Gumma,
eins og við systkinin kölluðum hann.
Um leið vil ég þakka fyrir hans hlý-
hug og samverustundir á liðnum
áratugum. Gummi var móðurbróðir
minn og á vissan hátt brúaði hann
bilið milli horfinnar kynslóðar og
systkinabarna sinna en hann var
yngstur í stórum systkinahópi. Það
var alltaf gaman að ræða við
Gumma, hvort sem var um líðandi
stund eða liðna tíma, sérstaklega um
foreldra hans og þá tíma er hann var
í foreldrahúsum. Gummi lærði
snemma að vinna en hann hóf á unga
aldri að róa með föður sínum sem
gerði m.a. út opinn bát frá Ísafirði.
Gummi frændi lærði bæði búfræði
og bifreiðasmíði. Hann var sjálf-
stæður maður og rak lengstum bif-
reiðaverkstæði sitt og gott var að
leita til hans og Böðvars sonar hans
ef eitthvað hafði farið úrskeiðis í um-
ferðinni. Gummi hafði þægilega
nærveru og kunni þá list að gefa af
sér, ekki síst með sínum góða hug og
smitandi hlátri.
Góðvild og hjálpsemi koma upp í
hugann þegar Gumma er minnst og
þegar eitthvað bjátaði á var hann
alltaf traustur vinur. Auk fjölskyldu-
tengslanna skynjaði ég ávallt sterk
vináttubönd milli foreldra minna og
Gumma og Diddu konu hans. Náði
þessi vinátta einnig til okkar systk-
inanna.Það var gott að koma til
þeirra hjóna, fyrst í Sólheimana og
síðar á Fífuhvammsveginn þar sem
amma mín, móðir Gumma, bjó hjá
þeim um tíma. Aðdáunarvert var
hve vel hann og Didda kona hans
hlúðu að heimili sínu og umhverfi og
bar það vott um samheldni þeirra.
Ég minnist Gumma frænda með
virðingu og þakklæti. Diddu og fjöl-
skyldunni allri sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Gumma frænda.
Magnús Pálsson.
Vinir mínir – allir, allir,
eins og skuggar liðu þeir
inn í rökkurhljóðar hallir,
hallir dauðans, einn og tveir,
einn – og – tveir.
(G.G.)
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Guðmundi Ágústi fyrir um fimm-
tíu árum er við báðir hófum nám í
bifreiðasmíði hjá Agli Vilhjálmssyni
hf., hann var búfræðingur frá
Hvanneyri og þar með slapp hann
við að setjast á skólabekk í Iðnskól-
anum í bóknámsgreinum en fag-
teikningar slapp hann ekki við en
þannig stóð á að ég og annar lær-
lingur, Kristján Tryggvason, vorum
í námi utanskóla og vorum búnir að
semja við Þóri Kristinsson um að
teikna utanskóla en koma uppí skóla
og sýna honum teikningar okkar þar
og datt Guðmundur inní þennan
samning með okkur. Við teiknuðum
síðan saman heima hjá hver öðrum
um veturinn og tókum próf saman
og gekk það allt vel. Guðmundur var
stutt hjá A.V. hf. eftir prófið. Hann
vann um tíma hjá Saab-verkstæðinu
inní Skeifu, síðan hjá Toyota í Kópa-
vogi og var hann verkstóri þar þang-
að til að hann stofnaði sitt fyrsta
verkstæði í Auðbrekku í Kópavogi.
Síðan byggði hann verkstæðishús
með íbúð uppí Dalbrekku í Kópavogi
og þar var hann þar til fyrir 3 árum
að hann seldi þar og keypti ALP-
verkstæðið einnig í Kópavogi og þar
vann hann síðast og ætlaði hann að
fara að hafa þetta heldur rólegra því
hann var farinn að nálgast sjötugs-
aldurinn og sonur hans Böðvar gat
tekið við rekstrinum þar sem hann
var lærður bifreiðasmiður. En þá
greip krabbinn hann heljartökum en
Guðmundur barðist hetjulega og um
tíma héldum við að hann ætlaði að
hafa betur en það gekk ekki upp, sá
sterkari hafði betur og Guðmundur
lést að morgni laugardagsins 6. maí
sl.
Eitt af því góða í okkar kynnum
var er ég fékk hann til að ganga í
Lionsklúbb Kópavogs fyrir um 20
árum. Hann var þar góður félagi og
starfsamur, hann var þar í stjórn,
gjaldkeri árið 1995–96 og formaður
2002–2003, einnig í hinum ýmsu
starfsnefndum. Hann var ávallt
tilbúinn til starfa og er það gott fyrir
félög að hafa þannig menn í sínum
hópi.
Ég og Erna viljum þakka honum
og konu hans Ásdísi góða vináttu í
öll þessi ár og sendum henni og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum dapra
degi.
Ásvaldur Andrésson.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Kópavogs
Félagi okkar Guðmundur Ágúst
Kristjánsson er látinn eftir erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Guðmundur gekk í Lionsklúbb
Kópavogs árið 1988 og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum og var
meðal annars formaður klúbbsins
starfsárið 2002–2003. Guðmundur
var góður félagi, glaðlyndur og ósér-
hlífinn.
Guðmundur var mikill gæfumaður
í einkalífi, mikill fjölskyldumaður og
voru þau Ásdís, eftirlifandi eigin-
kona hans, einstaklega samrýnd
hjón.
Að leiðarlokum þökkum við Guð-
mundi samfylgdina og vottum Ásdísi
og fjölskyldunni allri innilega samúð
okkar.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN ARNFINNSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 26. apríl.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Þórður Höjgaard Jónsson, Ingibjörg Ó. Hjaltalín,
Kristín V. Þórðardóttir, Ingi Björn Ágústsson,
Ágúst Örn Ingason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýju og
stuðning við andlát
BJÖRNS BERNDSEN
málarameistara,
Leirubakka 18,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala
á 2. hæð.
Soffía Sigurjónsdóttir,
Þórarinn Björnsson, Reynir Björn Björnsson,
stjúpbörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN S. JÚLÍUSSON,
Barðastöðum 7,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 12. maí.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 19. maí og hefst athöfnin kl. 13:00.
Edda Ágústsdóttir,
Elín Edda Árnadóttir, Sverrir Guðjónsson,
Katrín Kristjánsdóttir,
Ágúst Rafn Kristjánsson, Ágústa Kroknes,
Kristján Kristjánsson, Mihaela Kristjánsson,
Marta S.H. Kristjánsdóttir, Guðjón Gestsson,
afabörn og langafabörn.
Sonur minn, stjúpsonur og bróðir,
PÁLL GUNNARSSON,
Katrínarlind 6,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 16. maí.
Útförin auglýst síðar.
Edda Björgmundsdóttir, Bragi Björgvinsson,
Einar Már, Kristín,
Guðbjartur og Jóakim.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI HÁLFDÁN BRANDSSON,
Neshaga 9,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. maí síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju laugardaginn 20. maí kl. 11.00.
Jarðsett verður í Stóra-Dalskirkjugarði undir Eyjafjöllum kl. 16.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans láti
Félag langveikra barna njóta þess.
Guðbjörg Árnadóttir,
Kristbjörg Lóa Árnadóttir, Indriði Aðalsteinsson,
Einar Árnason,
Þorgrímur Gestsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar og frændi,
JÓN FRIÐJÓNSSON,
(Donni),
á Hofstöðum,
er látinn.
Jarðarför fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 23. maí kl. 14.00.
Jarðsett verður í Álftaneskirjugarði
Aðstandendur.