Morgunblaðið - 18.05.2006, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þakklæti er okkur
efst í hug þegar við
minnumst heimilis þeirra Herdísar
Karlsdótttur og Gunnars Sigurðs-
sonar.
Þar var tekið á móti okkur af alúð
og kærleika er við komum saman til
þess að ráða ráðum okkar og njóta
uppbyggingar. Herdís mætti okkur
með glöðum svip sem sýndi hve vel-
komnir við vorum inn til þeirra
hjóna. Fyrstu árin heimsóttum við
þau í Njörvasundið og síðar í Graf-
arvoginn, alltaf var Dísa söm og jöfn
af gestrisni sinni og þægilegri nær-
veru.
Nú er hún kvödd og hennar saknað
af ástvinum og vinunum sem ylja sér
við góðar minningar.
Við félagarnir í Éljagangi biðjum
þess að Guð styrki og huggi Gunnar,
börn hans og fjölskyldur þeirra í
sorginni og færum þeim innilegar
samúðarkveðjur.
Sigursteinn.
Hlýr sumarblær sem leikur um
okkur með loforð um það sem koma
skal minnir óneitanlega á Dísu föð-
ursystur okkar sem við kveðjum nú.
Dísa frænka var aldrei kölluð annað
en Dísa systir í okkar fjölskyldu,
enda eina systir bræðra sinna Hjart-
ar og Gulla. Hún átti sérstakan stað í
hjarta þeirra og hjá okkur öllum í
fjölskyldunni.
Dísa var yndisleg manneskja. Hún
bjó yfir ákveðinni dulúð og glæsileika
sem fór ekki fram hjá þeim sem
kynntust henni. Dísa hafði mikla for-
ystuhæfileika, var kvik, ákveðin, fljót
að hugsa og átti auðvelt með að
hvetja aðra til dáða á hispurslausan
en jákvæðan hátt. Foreldrar okkar
áttu henni mikið að þakka þegar hún
hvatti þau til að byggja sér hús á
fyrstu sambúðarárum sínum.
Dísa naut virðingar en fyrir okkur
var hún fyrst og fremst Dísa systir,
kærleiksrík og góð, áhugasöm um líf
okkar og velferð. Hún snerti líf okkar
allra eins og sumarblærinn, svo hlýr
og góður.
Dísa var lífsreynd kona og bjó yfir
æðruleysi sem einkennir þá sem hafa
trú á almættið. Við þökkum Guði fyr-
ir elskulega frænku og sjá foreldrar
okkar á eftir ástkærri systur og mág-
konu með þakklæti í hjarta fyrir allt
og allt.
Guð geymi þig, elsku Dísa.
Guðný Sigríður, Guðrún Herdís,
Karl og Guðbjörg Jóna.
Mig langar til að rifja upp nokkrar
minningar um Dísu ömmu mína.
HERDÍS KRISTÍN
KARLSDÓTTIR
✝ Herdís KristínKarlsdóttir,
fyrrv. leikskóla-
stjóri, fæddist á
Siglufirði 30. októ-
ber 1927. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 11. apríl síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Ás-
kirkju í Reykjavík 3.
maí.
Mér fannst amma
alltaf skemmtileg, fal-
leg og góð þótt hún
hafi verið veik.
Þegar ég var lítill
fór ég stundum í
göngutúr með Dísu
ömmu og Gunnari afa
niður að tjörn og á
kaffihús, þegar þau
voru að passa mig. Ég
spilaði líka stundum
við hana á spil og hún
kenndi mér að leggja
kapal.
Ég fór oft að heimsækja ömmu eft-
ir að hún fór á Eir. Þegar ég var í
heimsókn hjá Dísu ömmu las ég oft
upphátt fyrir hana úr Nýja testa-
mentinu. Það var alltaf hægt að tala
við hana og hún talaði líka við mann
þrátt fyrir að hún hafi verið veik. Mér
fannst gaman að geta heimsótt
ömmu á hjúkrunarheimilið, eftir að
hún fluttist þangað, en mér fannst
líka leiðinlegt að sjá að hún var veik.
Ég veit að ömmu þótti vænt um að fá
mig í heimsókn. Ég veit líka að henni
fannst ég skemmtilegur og góður
strákur.
Mér þótti mjög vænt um Dísu
ömmu og ég mun sakna hennar mik-
ið. Ég vil kveðja Dísu ömmu mína
með þessum sálm:
Frelsarinn góði, ljós mitt og líf,
lífsins í stormum vertu mér hlíf,
láttu þitt auglit lýsa yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.
Gjörðu mig fúsan, frelsarinn minn,
fúsari að ganga krossferil þinn,
fúsari að vinna verk fyrir þig.
Vinurinn eini, bænheyrðu mig
(Bjarni Jónsson.)
Matthías Guðmundsson.
Lítil skilaboð
fáein orð milli vina
breyta oft miklu.
(G.D.)
Elsku Dísa.
Okkar fyrstu kynni voru þegar við
hjónin fórum að leigja íbúð í risinu
hjá ykkur hjónunum og dóttur sum-
arið 1977. Þar bjuggum við mjög ná-
ið, tengsl okkar urðu náin, einlæg, og
við bundumst sterkum böndum.
Hrifumst af hugrekki þínu, hógværð
og sannsögli.
Eldra barn okkar, sonur, fæddist í
maí 1980, móttökurnar voru slíkar
þegar við komum heim af fæðingar-
deildinni, að það gleymist mér ei, það
var uppdekkað borð og kræsingar
eins og þér var einni lagið, og litli
prinsinn átti hug þinn allan.
Síðan giftum við okkur, og enn og
aftur varstu trausti vinurinn. Bíllinn
sem átti að keyra okkur brást, þú
varst snögg að átta þig og komst
keyrandi á Toyotunni þinni mjall-
hvítri, síðan var ekki um annað að
ræða en að taka litla prinsinn hann
Róbert sem var skírður um leið og
fara með hann heim um kvöldið og
leyfa okkur að njóta. Hér er þér bezt
lýst, elsku Dísa, traustur vinur.
Hann tók fyrstu skrefin heima í
Njörvasundi, og síðan fór hann að
kalla þig ömmu Dísu, og hefur það
haldist síðan, og systirin síðar meir.
Áttum við margar góðar stundir í sól
og sumaryl í Njörvasundi, og gest-
kvæmt var þar mjög hjá ykkur. Við
fluttum vorið 1981 í eigin íbúð.
Tengslin héldust og höfum við allt-
af litið á þig og þína fjölskyldu sem og
hluta af okkar fjölskyldu, þarna voru
einstök vinatengsl. Þakka þér fyrir
öll gullkornin, sem þú hefur miðlað til
okkar, síðan miðlast áfram til minna
barna, þau eiga margt að þakka.
Clara dóttir okkar rifjar oft upp góðu
föndurstundirnar ykkar, hún var að
vinna á Eir síðastliðið sumar, leit til
þín og fannst gott að geta gefið þér til
baka góðar stundir.
Við eigum þér margt að þakka, við
erum þér ævinlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér. Allt það
sem þú og þín fjölskylda hefur gefið
okkur.
Með kærleikskveðju,
Inga, Gunnar, Róbert
og Clara Rún.
Dísa mín er farin. Hún var búin að
vera veik í langan tíma, en nú hefur
hún fengið frí frá þessum jarðneska
líkama. Hennar tími á þessari jörð er
nú búinn.
Dísa var fædd á Siglufirði og var
dóttir föðursystur minnar Herdísar
Hjartardóttur. Við kölluðum hana
stundum „litlu Dísu“. Hún var ljúf í
lund og glæsileg ung kona, en skör-
ungur ef á þurfti að halda.
Siglufjörður á þeim tíma var skíða-
heimur á veturna og á sumrin var
hver sem vettlingi gat valdið í „sum-
arsíldinni“. Á Siglufirði var dásam-
legt að alast upp. Ég man sérstak-
lega eftir mörgum jólum með
fjölskyldum okkar saman. Jólin byrj-
uðu alltaf klukkan sex með því að
kirkjuklukkurnar hringdu. Hátíðar-
blær var yfir öllu, ljósin spegluðust í
hvítum snjónum sem þakti jörðina en
inni var góður matur og hlýtt og gott
að vera með ættingjum.
Dísa var nokkrum árum eldri en ég
en Helga Torfadóttir, dóttir móður-
systur minnar var á svipuðum aldri
og Dísa svo að þær voru góðar vin-
konur. Ég kynntist Dísu meira eftir
að við vorum báðar giftar í Reykja-
vík. Var hún alltaf mjög góð frænka.
Við fjölskyldan fluttum utan um
1960. Seinna þegar við komum í
heimsókn til að heimsækja foreldra
mína á Siglufirði fór Dísa norður með
fjölskylduna svo að við gætum öll
verið saman. Þar var slegið upp mik-
illi veislu fyrir okkur. Systkinin
Hjörtur, Dísa og Guðlaugur og
þeirra fjölskyldur stóðu fyrir veisl-
unni. Ég man að Herdís dóttir Dísu
var í voða fallegum íslenskum bún-
ingi. Svo vorum við líka boðin til Dísu
og Gunnars á þeirra heimili í Reykja-
vík, þau vildu allt fyrir okkur gera.
Maðurinn minn, ég og börnin okkar
munum alltaf minnast þeirra miklu
gestrisni.
Þegar pabbi minn varð veikur og
þurfti að fara frá Siglufirði til
Reykjavíkur til læknis var heimili
Gunnars og Dísu opið fyrir hann og
mömmu. Þau hjónin voru mjög hjálp-
söm við mömmu og pabba. Gegnum
árin þegar ég hef komið til Reykja-
víkur hefur Dísa alltaf verið tilbúin
að gera allt sem hún hefur getað fyrir
mig.
Það var sérlega glatt á hjalla eitt
árið. Þá vildi Dísa fara með Svein-
björgu systur og mér norður á Ak-
ureyri til að heimsækja Helgu sem
þá bjó á Akureyri. Dísa keyrði. Hún
var með síma í bílnum, þvílíkur lúxus.
Þetta var á þeim tíma sem mjög fáir
áttu bílasíma. Sungum við svo mikið
á leiðinni að við urðum hásar.
Það var alltaf ánægjulegt að vera
með Dísu og rifja upp gamla og góða
daga. Þrátt fyrir veikindi var hún
samt mjög bjartsýn og sterk, kvart-
aði aldrei.
Við munum sakna Dísu frænku
mikið. Gunnar, Karl, Herdís og fjöl-
skyldur þeirra hafa þann stuðning
sem trúin gefur, en einmitt hún
hjálpaði Dísu án efa í veikindum
hennar. Dísa mín er farin heim. Við
vitum að henni var tekið með opnum
örmum sem dóttur, sem hafði lifað lífi
sínu vel á þessari jörð.
Sigþóra Vilhjálmsdóttir
(Tóta) og fjölskylda.
Ástkær móðir mín,
LAUFEY ÞÓRÐARDÓTTIR,
Sóltúni 2,
lést miðvikudaginn 10. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju á morgun,
föstudaginn 19. maí, kl. 15.00.
Jón Sævar Baldvinsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA G. PJETURSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 43,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn
19. maí kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnþórunn Jónasdóttir, Einar S. Ingólfsson,
Pétur J. Jónasson,
Örn Jónasson,
Gunnar Jónasson, Guðbjörg Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega
föður, tengdaföður, afa og langafa,
HANNESAR HELGASONAR,
Asparfelli 8.
Guðlaug Maggý Hannesdóttir, Jón Pétur Jónsson,
Hafdís Hannesdóttir, Stefán Gunnar Stefánsson,
Helgi Hannesson, Guðmunda Eyjólfsdóttir,
Lára Hannesdóttir Schram,
Sigmundur Hannesson, Sigrún Arnardóttir,
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, tengdasonar, föður, tengdaföður og
afa,
RÚNARS JÓNS ÓLAFSSONAR,
Vogatungu 105,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir sendum við hjúkrunarþjónustu
Karitas, líknardeild Landakotsspítala og líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Margrét Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðjónsdóttir,
Þuríður Ólöf Rúnarsdóttir, Róbert Ingi Guðmundsson,
Guðmundur Rúnar Rúnarsson, Kolbrún Fjóla Kristensen,
Hjördís Úlla Rúnarsdóttir, Einar Birgisson,
Helena Rúnarsdóttir, Kjartan Andrésson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR,
Ægisíðu 44,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á blóðskilunardeild
og deild 14G á Landspítalanum við Hringbraut.
Einar Baldvin Pálsson,
Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
Páll Einarsson, Ingibjörg Briem,
Baldvin Einarsson, Sigrún Steingrímsdóttir,
Árni Einarsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Forréttindi þessa
veraldlega heims er að
njóta samvista góðra
vina og samferða-
félaga. Önnur forréttindi eru að eiga
safn góðra minninga og leiðsagna
sem vísa manni veginn áfram.
Þannig eru minningar okkar
þriggja sem hér setjum nokkur orð á
blað til að þakka fyrir samfylgdina,
kennsluna og vináttuna þegar nú
skilja leiðir um stund. Siggi var
kennari okkar allra um lengri og
skemmri tíma. Ekki bara á nám-
skeiðum, heldur ávallt þegar við hitt-
umst yfir kaffibolla eða á götuhorni.
Siggi var óþreytandi að kenna og
miðla okkur sýn á það æðra og meira
í okkur sjálfum og samferðafólkinu
SIGURÐUR GEIR
ÓLAFSSON
✝ Sigurður GeirÓlafsson fæddist
26. september 1945.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut hinn 17.
apríl síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
25. apríl.
og að þroski okkar
miðaðist ekki bara við
að lifa bara til að
vinna, sofa og eta,
heldur til að lifa í öll-
um þeim fjölbreyti-
leika sem lífið gæfi
okkur. Þannig þrosk-
aðist sálin og til þess
væri jarðlífið að þora
að fara í gegnum lífs-
ins ólgusjó óhræddur.
Siggi var óþreytandi
að gefa af kærleik sín-
um þeim sem minna
máttu og á styrk þurftu að halda og
var vakinn og sofinn yfir sálarheill
ungs gróðurs í uppvexti.
Hann var óhræddur við að segja
skoðanir sínar og fara sínar eigin
leiðir í lífinu og hvatti sína nemendur
ávallt til að vera þeir sjálfir í blíðu og
stríðu og ganga óhræddir með guði
sínum.
Við þökkum af heilum hug sam-
fylgdina, góði vin.
Móður og ástvinum hans vottum
við innilega samúð okkar.
Ragnhild Hansen, Helgi
Gunnarsson, Eiríkur Carlsen.