Morgunblaðið - 18.05.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2006 43
MINNINGAR
Feðgar þrautakóngar
hjá Súgfirðingum
Feðgarnir Björn Guðbjörnsson og
Guðbjörn Björnsson leystu spila-
þrautirnar best af hendi og höfðu sig-
ur í Þrautakóng Súgfirðingafélagsins.
Tryggðu þeir sér sæmdarheitið „Súg-
firsku þrautakóngarnir“.
Spilaformið var tvímenningur í
anda raunveruleikaþátta. Fækkaði
borðum um eitt í hverri umferð, þau
voru spiluð út úr þrautinni. Spilaður
var Howell í fyrstu og síðan TOPS.
Mun þetta keppnisform vera nýjung
hér á landi.
Umgjörðin er sótt til norrænnar
goðafræði og einnig í raunveruleika-
þætti einsog Idol, Survivor og Amaz-
ing Race.
Spilamennska feðganna minnti á
frammistöðu Fram í knattspyrnunni
undanfarin ár. Þeir voru í bullandi
fallbaráttu í fyrstu umferðum en
björguðu sér ávallt í síðasta spili. Í
lokaumferðinni glímdu þeir við Gróu
Guðnadóttur og Unnar Atla Guð-
mundsson í fjórum spilum og höfðu
sigur 219 gegn 181.
Ásgeir Sölvason og Guðni Ólafsson
höfnuðu í bronssætinu og Finnbogi
Finnbogason og Þórður Adolfsson
lentu í fjórða. Þeir sem náðu lengst í
þrautinni höfðu gaman af spennunni
þegar skormiðinn var skoðaður en
það sagði fátt af þeim sem fengu
spilastokkinn og voru sendir til Val-
hallar. En þangað fóru allir vopn-
dauðir menn.
Átta pör mættu til leiks en spila-
formið býður upp á mikinn sveigjan-
leika. Ef mótið er fjölmennt þá er
haldið um mitt mót upprisumót í Val-
höll. En að morgni hvers dags gegnu
einherjarnir út og spiluðu grimmi-
lega. Margir særðust og féllu, en þeir
risu strax upp aftur og gengu alheilir í
Valhöll er degi tók að halla. Geta því
þeir sem duttu út komist inn aftur og
barist í Miðheimum.
Spilastjóri var Sigurpáll Ingibergs-
son og gefur hann fúslega upplýsing-
ar þeim sem vilja prófa þraut þessa.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 5. maí var spilað á 10
borðum. Úrslit urðu þessi í N/S
Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 264
Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 258
Friðrik Hermanns. – Bjarnar Ingimars. 241
A/V
Sigurjón Sigurjónss. – Óli Gíslason 269
Einar Sveinsson – Anton Jónsson 255
Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsdóttir 247
Þriðjudaginn 9. maí var spilað á 10
borðum. Meðalskor var 216
10 pör voru mætt til leiks. Úrslit
urðu þessi í
N/S
Kristrún Stefánsd. – Anna Hauksd. 263
Eysteinn Einarss. – Ragnar Björnsson 243
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 232
A/V
Björn Björnsson – Óli Gíslason 290
Kristján Þorlákss.– Haukur Guðmss. 244
Alfreð Kristjáns. – Ægir Ferdinants. 219
Þorvarður S. Guðmss. – Guðm.Bjarnas. 219
Föstudaginn 12. maí var spilað á 11
borðum.
Meðalskor var 216. Úrslit urðu
þessi í N/S
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 250
Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 245
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 233
Kristrún Stefánsd. – Anna Hauksdóttir 230
A/V
Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannss. 244
Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 231
Þorvaldur Þorgrímss. – Hera Guðjónsd. 229
Sigurður Pálsson – Guðrún Pálsd. 225
Þriðjudaginn 16 maí var spilað á 13
borðum. Meðalskor var 312.
Úrslit urðu þessi í N/S
Bjarni Þórarinss. – Jón Hallgrímss. 369
Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 347
Eysteinn Einarsson – Ragnar Björnsson 346
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 343
A/V
Jens Karlsson – Björn Karlsson 377
Jón Gunnarss.– Guðm.Bjarnason 364
Oddur Halldórss. Þorvarður S. Guðmss. 363
Ólafur Ingvarss. – Jóhann Lúthers. 336
Ekki verður spilað föstudaginn 19.
mai. Næst verður spilað þriðjudaginn
23. maí. Spilað verður á þriðjudögum
og föstudögum fram í júlí.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Lokið er tveggja kvölda tvímenn-
ingi, sem jafnframt var síðasta mót
vetrarins, með sigri Sigurðar Sigur-
jónssonar og Guðlaugs Bessasonar
sem hlutu samtals 377 stig.
Í öðru sæti urðu Hrund Einars-
dóttir, Dröfn Björnsdóttir og Vil-
hjálmur Einarsson með 354 og Björn
Arnarson og Halldór Einarsson
þriðju með 347 sem og Friðþjófur
Einarsson og Guðbrandur Sigur-
bergsson með sama skor.
Þrjú pör urðu efst og jöfn síðasta
kvöldið með skorina 179. Það voru
Erla Sigurjónsddóttir og Sigfús Þórð-
arson, Sigurður Sigurjónsson og Guð-
laugur Bessason og svo Ómar og Ein-
ar.
Að venju hefst starfsemin aftur í
september í haust. Nánar auglýst síð-
ar.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Feðgarnir Björn Guðbjörnsson og Guðbjörn Björnsson eru þrautakóngar
Súgfirðingafélagsins í brids.
Elsku Dísa. Það er
erfitt að sjá á eftir svo
mikilli persónu. Við
systkinin í Laufási eigum margar
góðar minningar um þær samveru-
stundir sem við áttum með Dísu
frænku.
Þegar við vorum lítil ríkti alltaf
eftirvænting og spenna í loftinu þeg-
ar við biðum eftir því að Dísa og
Hörður kæmu í heimsókn í sveitina
því alltaf færðu þau okkur gjafir og
nammi frá Reykjavík. Einnig kom
með Dísu ákveðinn hressileiki og
drifkraftur. Stundum kom þó fyrir
að þið komuð ekki í heimsókn á
sumrin og fannst okkur þau sumur
hálfleiðinleg og spurðum þá afa stöð-
ugt hvenær Dísa og Hörður kæmu í
heimsókn. Einnig er það okkur
minnisstætt hve söngelsk Dísa var
og á öllum ættarmótum stóð hún fyr-
ir því að allir færu að syngja og
tralla. Erfitt reyndist þá oft að neita
henni um það að vera með.
Þegar við fórum að stálpast og
skreppa suður til Reykjavíkur var
alltaf ómissandi að koma við hjá Dísu
frænku. Þar var alltaf tekið vel á
móti okkur. Hún var vel lesin og
hægt að ræða við hana um allt milli
himins og jarðar. Dísa var alltaf
tilbúin til að styðja okkur og hjálpa.
Ávallt verða þær stundir sem við átt-
um með Dísu vel geymdar í hugum
okkar.
Þórir Björn,
Sigfríð Jóhanna,
María Guðbjörg.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson.)
Komið er að kveðjustund góðrar
vinkonu okkar hjóna til margra ára-
tuga.
Sædís var mjög heilsteypt og
vönduð kona sem gott var að eiga að
vini, hún var sannur vinur vina
sinna.
Tvær utanlandsferðir fórum við
SÆDÍS SIGURBJÖRG
KARLSDÓTTIR
✝ Sædís Sigur-björg Karlsdótt-
ir fæddist á Bónda-
stöðum í Hjalta-
staðaþinghá 8. maí
1934. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 8.
maí síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Hafnarfjarðar-
kirkju 16. maí.
með þeim hjónum,
Sædísi og Herði
manni hennar, fyrri
ferðina fórum við með
þýsku skemmtiferða-
skipi 1967 og var það
ógleymanleg ferð sem
oft var rifjuð upp er
við komum saman.
Seinni ferðina fórum
við til Kanada 1999.
Það skerpti vináttu
okkar að báðar vorum
við Austfirðingar.
Oft var leitað til Sæ-
dísar í sambandi við
matargerð við brúðkaup og ferming-
ar barna okkar, allt var sjálfsagt og
það mátti treysta því sem hún tók að
sér.
Við störfuðum mikið saman í
Kvenfélagi Garðahrepps eins og fé-
lagið hét á þeim tíma, meðal annars
sátum við í stjórn félagsins samtímis
og minnist ég þess að Sædís var til-
lögugóð og rökföst í sínum málflutn-
ingi, enda vel gefin kona.
Oft rifjuðum við upp minningar
frá þeim tíma og skemmtum okkur
vel yfir alls konar tilvikum sem upp
komu, þá var hlegið mikið.
Við Kristján og börn okkar þökk-
um vináttu liðinna ára og sendum
Herði, dætrum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, Sædís mín.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, Hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson.)
Nanna Helgadóttir.
Traustur samstarfsmaður og góð
vinkona okkar er látin. Leiðir okkar
lágu saman við kennslu á matvæla-
sviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Sædís var góður og samviskusam-
ur kennari, vandvirk, listræn og
samvinnufús. Hún bar virðingu fyrir
starfinu sínu.
Á árunum 1978–1997 var unnið að
uppbyggingu matvælasviðs skólans.
Matreiðslumeistari, framreiðslu-
meistari, hússtjórnarkennarar og
næringarfræðingur unnu saman að
skipulagningu námsbrauta fyrir
grunnnámsnemendur í matreiðslu
og framreiðslu, sjókokka, matar-
tækna og matarfræðinga. Þrátt fyrir
frumstætt kennsluhúsnæði verk-
námsgreina gekk þróun námsbraut-
anna vel. Það var ekki síst að þakka
áhuga skólastjórnenda og samstarfi
við skóla og atvinnulíf.
Í þessari uppbyggingu allri tók
Sædís þátt af miklum áhuga og
dugnaði.
Minnisstæð er þátttaka kennara
og nemenda í Norrænu samstarfs-
verkefni um „Gæðavitund“ sem
námsmarkmið á matvælasviði. Þá
áttum við kennararnir kost á að fara
í náms- og kynnisferð til Danmerkur
og skoða skóla með hliðstætt náms-
framboð.Árlegir viðburðir voru einn-
ig „Opið hús“ og veislur fyrir kenn-
ara, starfsfólk og gesti, þar sem allir
tóku þátt og lögðu metnað sinn í að
allt gengi sem best. Þessi samstarfs-
ár voru góður og eftirminnilegur
tími sem við minnumst með ánægju.
Fyrir það viljum við þakka og
einnig allar samverustundirnar á
heimili þeirra hjóna og í fallegum
sumarbústað á Flúðum. Þar ríkti
gestrisni og samheldin fjölskylda
sem Sædís var stolt af.
Innilegar samúðarkveðjur til
Harðar, dætra þeirra og fjölskyldna.
Blessuð sé minning Sædísar
Karlsdóttur.
Bryndís Steinþórsdóttir,
Elísabet S. Magnúsdóttir,
Gerður H. Jóhannsdóttir,
Grétar J. Sigvaldason,
Halldór E. Malmberg.
Við vorum 13 nemendurnir sem
settumst í Hússtjórnarkennaraskóla
Íslands haustið 1954, og komum
víðsvegar að af landinu. Ein okkar
var Sædís Karlsdóttir sem við kveðj-
um í dag fyrsta úr hópnum. Með
okkur tókust góð kynni, samstaða og
samband sem varað hefur alla tíð
síðan, m.a. með því að við hittumst
reglulega á heimilum hver annarrar.
Minnisstæð er Sædís okkur frá
sumrinu sem við vorum á Laugar-
vatni. Þá hafði hún kynnst Herði
sem varð lífsförunautur hennar. Hún
var ástfangin og geislaði af ham-
ingju. Sædís var söngvin og lögin
sem hún söng þá voru rómantísk og
falleg.
Það fór ekki mikið fyrir Sædísi.
Hún var hæglát, prúð í framgöngu,
falleg, fín og alltaf vel tilhöfð. Heim-
ili þeirra hjóna var ætíð glæsilegt og
bar vitni góðum smekk og hagleik
þeirra beggja og hversu mjög þau
lögðu sig fram við öll sín verk.
Sædís var greind og var stöðugt
að bæta við þekkingu sína, þar sem
henni var mikið í mun að leysa störf
sín af hendi með sóma. Hún fylgdist
vel með, hafði ákveðnar skoðanir á
þjóðfélagsmálum og lét þær hiklaust
í ljós.
Síðustu árin gekk Sædís ekki heil
til skógar. Sárt var að sjá hve hratt
henni hnignaði. Hörður og dæturnar
léttu henni lífið eins og mögulegt
var.
Farsælli ævi er lokið. Við þökkum
Sædísi samfylgdina og við söknum
hennar. Herði, dætrunum og fjöl-
skyldum þeirra sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sædísar
Karlsdóttur.
Skólasystur úr HKÍ.
Elskuleg frænka
okkar er látin, langt
um aldur fram, eftir
stutta en erfiða sjúk-
dómslegu. Maður trúir því ekki að
Sonja sé horfin úr þessu jarðríki, en
núna hafa þær sameinast á ný hún
og dóttirin sem hún missti unga og
ekki er langt síðan hún missti bróður
sinn.
Sonja var alltaf jákvæð og
skemmtileg. Þegar við hittumst í
apríl rifjuðum við upp ýmislegt sem
við höfðum brallað saman á Langs-
SONJA WERNER
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Sonja WernerGuðmundsdóttir
fæddist á Langs-
stöðum í Flóa 28.
maí 1956. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands þriðju-
daginn 2. maí síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Sel-
fosskirkju 11. maí.
stöðum og fengum
stundum skömm í
hattinn fyrir uppátæk-
in. Við gátum hlegið að
mörgum atvikum sem
okkur fundust ekki
fyndin þegar þau
gerðust.
Okkur langar að
rifja upp þegar við
vorum á Langsstöðum
eitt sumar og smíðuð-
um fleka sem við
nefndum Andvara og
ætluðum að sigla á í
áveituskurðunum. Við
þurftum að sjálfsögðu nagla og tóma
olíubrúsa, fundum það í vélageymsl-
unni en naglarnir urðu að hóffjöðr-
um og þeir tómu brúsar sem við
fundum vor yfirleitt með gati svo við
bara helltum úr heilum brúsunum í
þá með gatinu á, svo nú var allt
klappað og klárt fyrir flekasmíðina
og hún gekk mjög vel. En aldrei fór-
um við í siglingu því Guðmundur
pabbi Sonju þurfti að járna hestana
og við vorum ekki í góðum málum,
allar hóffjaðrirnar búnar. Við rifum
hóffjaðrirnar úr flekanum og réttum
þær kengbognu og settum þær aftur
í kassann. En stutt var í hláturinn og
allt fór vel að lokum og gleymdum
við flekasmíðinni.
Sonja fór ekki varhluta af missi og
sorgum í lífinu, en styrkur hennar og
æðruleysi hjálpaði henni.
Elsku Sonja, það er svo erfitt að
trúa því að við sjáum þig ekki aftur,
Guð geymi þig í ljósinu.
Elsku Guðmundur og Gabríel,
ykkur sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum og vonum að guð styrki ykkur
í sorginni.
Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur
fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.
Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði
né líf, englar né tignir, hvorki hið yfir-
standandi né hið ókomna, hvorki kraftar,
hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað
muni geta gjört oss viðskila við kærleika
Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni
vorum.
(Rómverjabréf 8.37-39)
Gróa og Alda.
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið
í fliparöndinni – þá birtist valkost-
urinn „Senda inn minningar/afmæli“
ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli Minningargreinum fylgir for-
máli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningar-
greinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfund-
ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar